Morgunblaðið - 22.06.1986, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1986
C 7
Svið listar Picasso var breitt og
víðfeðmt, hann var ekki einungis
frábær málari, teiknari og grafíker,
heldur og einstakur mjmdhöggvari
og olli byltingu í leirmunagerð
(keramik). Hann var myndlistar-
maður út í fingurgóma og sem slík-
ur eldfljótur að sjá hið myndræna
við hlutina. Hann gat hvenær sem
var brugðið á leik við böm sín og
vini og fór þá á kostum sem trúður,
nautabani eða eitthvað sem honum
datt í hug í það og það sinnið. Sem
slíkur mun hann hafa verið einstak-
ur faðir — a.m.k. svo lengi sem
honum lynti við mæður þeirra, en
það er önnur saga. Picasso lifði og
hrærðist í samtíð sinni, en hvorki
fortíð né framtíð. Hann vildi vera
með báða fætur á jörðinni og víst
er að verk hans endurspegla þá
tíma, er hann lifði á. Það var líkast
því sem hann safnaði þeim áhrifum
sem hann varð fyrir eins og sólar-
geislum í brennigler því að pent-
skúfur hans risti djúpt og mark-
visst. Skoðanir hans voru róttækar,
en vafalítið frekar tilfinningalegs
eðlis en kaldrar rökhyggju.
Þótt hægt sé með sterkum rökum
að fullyrða, að Picasso hafl haft
mest áhrif allra manna á þróun
málaralistar á öldinni og myndlistar
yfírleitt, ásamt því sem eftir fylgir
í hönnun og listiðnaði — þá er annað
mál, hvort hann hafí jafnframt verið
mesti málarinn. Þannig má leiða
rök að því, að málarar svo sem
Matisse, Bonnard, Braque og Chag-
all hafí haft ýmislegt til brunns að
bera, sem Picasso hefur skort.
Þá var Picasso ekki endilega
upphafsmaður þess, sem hann er
hvað frægastur fyrir. Álitamál er,
hver var á undan með kúbismann
hann eða Braque, og það var Henri
Matisse, sem fyrstur mun hafa bent
á hið upprunalega og magnaða í
list Afríkubúa, og Modigliani lagði
manna mest áherslu á að teygja úr
hálsinum á fyrirsætum sínum.
En Picasso skilaði stærra og
fjölþættara lífsverki en nokkur
annar myndlistarmaður aldarinnar,
og hann hefur átt meiri þátt í að
móta hugsunarhátt manna með
vinnu handa sinna: Það var ekki
aðeins, að starfsbræður hans og
sporgöngumenn um allan heim yrðu
fyrir áhrifum frá honum, heldur
breiddust áhrifín undrafljótt til list-
iðnaðarins og almennings, ósjálfrátt
og að honum óafvitandi. í vitund
almennings var nafnið Picasso lengi
vel samnefni allrar framúrstefnu-
listar á fyrra helmingi aldarinnar,
alls óhugnaðar í listum og þess, sem
venjulegt fólk skildi ekki og vildi
ekki skilja.
Allt, sem fólk skildi ekki og því
fannst ófagurt í listum, hryllti jafn-
vel við, fékk samheitið „abstrakt"
— og Picasso var gerður ábyrgur
fyrir öllum ósómanum.
Fullt nafn listamannsins var jafn
ijölþætt, margbrotið og blæbrigða-
ríkt og líf hans og stflbrögð í
myndlist: Pablo, Diego, Jose, Franc-
isco de Paula, Juan Nepomuceno,
Maria de los Remedios, Cipriano
de la Santisima Trinidad, Ruiz
Blasco y Picasso. Föðumafnið var
hér Ruiz Blasco en móðumafnið
Picasso, og þó það fari mörgum
sögum af því af hveiju hann valdi
móðumafnið, sem þó var ekki venj-
an, er sú skilgreining mjög trúverð-
ug, að það sé vegna þess, að vinir
hans kölluðu hann oftar Picasso,
sem er miklu sjaldgæfara nafn á
Spáni og auk þess hljómmeira og
minnisstæðara.
Á sýningunni á Kjarvalsstöðum
sjáum við sitthvað frá ferli Picasso
frá 1917 fram til 1971, þetta em
brotabrot frá löngum ferli, sem
gefa eðlilega engan veginn til kynna
stærð hans sem málara né myndlist-
armanns almennt. Þannig séð getur
þetta ekki talist góð kynning á
snillingnum Pablo Picasso, og alls
ekki fyrir þá, sem lítið þekkja til
verka hans. Annað mál fyrir þá
okkur hina, sem teljum okkur
þeklqa list Picasso út og inn, hversu
rétt það nú einu sinni getur talist.
Fyrir okkur er það harla mikilsvert
að kynnast þessari hlið meistarans.
En allt um það, þá er þetta
mikilvæg sýning, sem ómetanlegur
fengur er að og ætti að geta útskýrt
margt í myndlist og orðið nokkur
ljrftistöng íslenzku mjmdlistarlífi og
á listavettvangi jrfirleitt.
Ef til vill hefur Jacqueline Picasso
vanmetið íslendinga og ekki áttað
sig á því, að almennt em þeir betur
upplýstir á mjmdlist og kröfuharð-
ari en víða annars staðar í Evrópu,
þótt hér hafí ekki mótast sömu
viðhorf til verðgildi mjmdlistarverka
né annarra andlegra verðmæta.
Sú mikla gæsla, sem þessi sýning
nýtur, opnar kannski augu ein-
hverra fyrir þeirri hlið málsins, þótt
ýmsum fínnist um of, en er það
alls ekki á okkar viðsjálu tímum.
Á sýningunni kemur það greini-
lega fram, að Picasso var öðm
fremur teiknari — línan er nær
alltaf uppistaðan í verkum hans og
liturinn eins konar hjálparmeðal til
stigmögnunar beinna áhrifa. Þann-
ig hefur frægur nútímamálari eins
og Belginn Henri Michaux látið
hafa það eftir sér „að ef hann ætti
þess kost að velja sér mynd eftir
Picasso — þá veldi hann hiklaust
teikningu". Þessi framsláttur verð-
ur áleitinn við skoðun sýningarinnar
á Kjarvalsstöðum — og einnig
hvemig meistarinn notar litinn til
að auka áhrifín — hræra upp í
fommunum og skoðandanum um
leið. Sýningarskráin er einstaklega
vel úr garði gerð og ómetanleg
heimild um sýninguna.
Hafí Jacqueline Roque Picasso
svo og allir þeir, er lögðu hér hönd
að, þakkir fyrir framtakið.
Þetta
erfða!
(SHflMTU)
HÁRLAGNINGARFROÐA
MEÐ HÁRNÆRINGU
Það er þess virði að
kanna hvað SHAMTU
getur gert fyrir þitt hár.
SHAMTU hárlagning-
arfroða með næringu
heldur hárlagningunni
frjálslegri og léttri og
fer vel með hárið.
SHAMTU
HÁRLAGNINGARFROÐA
MEÐ
HÁRNÆRINGU
fyrir:
Venjulegt hár
Feitt hár
Slitið hár
,r Einnig ein teg.
ét sérstaklega fyrir
karlmenn.
Undirstrikaðu
glæsileik hársins
með:
Heildsala:
Kaupsel
Laugavegi 25
S: 2 77 70 og 27740