Morgunblaðið - 22.06.1986, Side 8

Morgunblaðið - 22.06.1986, Side 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1986 Erindi flutt á rithöfundaþingil"","",l,l,l,,,",“,^^^^"B Opinffátt eða íhald Erlendar menningamýjungar eftir Öm Olafsson Fyrir aldamót Góðir rithöfundar. Lengur en ég man hafa menn haft af því áhyggjur að íslensk menning væri í útrýming- arhættu, holskefla erlendra áhrifa myndi brátt útmá öll þjóðarsér- kenni, gott ef ekki tunguna líka. Ég skal ekki fullyrða um hvenær þessar raddir fóru að hljóma að marki. En svo mikið er víst, að annað er meira áberandi á 19. öld, fremstu skáld og menntamenn þjóð- arinnar lögðu sig þá fram um að veita hingað erlendum menningar- straumum. Sérstaklega einkennir þetta rómantísku skáldin, sem báru uppi sjálfstæðishreyfingu iands- manna, enda er alkunna að sjálf þjóðemisstefnan er einn erlendur menningarstraumurinn sem hingað barst á 19. öld. Fjölnismenn þýða þýsk samtíma- skáld, Matthías Jochumsson þýddi meira en hann samdi sjálfur m.a. ensk skáld og norræn; Steingrímur Thorsteinsson þýddi þýsk og nor- ræn, auk Þúsund og einnar næt- ur, Grímur Thomsen, sem kallaður hefur verið íslenskastur allra skálda þýddi aðallega fomgrísk skáld, einsog Benedikt Gröndal. Gestur Pálsson þýddi m.a. ljóð í óbundnu máli eftir Túrgenéf, 1884, það var m.ö.o. hann sem innleiddi þetta ljóð- form á íslandi fyrir réttum hundrað árum. Og ekki verður séð að nokkur maður hafi kippt sér upp við það á þeim tíma. Hversvegna lögðu þessi skáld svona mikla stund á að þýða erlend- ar bókmenntir á íslensku? Svarið er alveg augljóst. Það er vegna þess hve veikburða íslensk menn- ing var, fátæk að skáldskap. Og ef litið er á það sem þau þýddu, þá getur engum blandast hugur um það, að þessar þýðingar auðguðu íslenskar bókmenntir stórlega að skáldskapargildi, bæði beint og óbeint, svo að betri bókmenntir voru frumsamdar á íslensku eftir en áður. Besta dæmið um það eru þýðendumir sjálfir. Það hefur löngu verið bent á, að þeim óx ásmegin af þýðingarstörfunum, þar öðluðust þeir það vald á málinu og þann andans auð, sem prýðir bestu verk þeirra. Þeir sem mest tala um þá ógn sem steðji að íslenskri menningu af róttækri breytingu á daglegri menningameyslu almennings, ættu að huga að þeim breytingum sem urðu á þessu í lok 19. aldar. Aliir munu kannast við kvöldvökurnar, þar sem einn kvað rímur eða las fomsögur yfir öðmm heimilismönn- um, sem sátu við tóvinnu á meðan, og skal ég ekki fjölyrða um þær, nema hvað þessi upplestur mun helst hafa tíðkast á mannmörgum heimilum, en ekki kotunum, sem voru mörg. En nú komu í stað þessa prentuð blöð, eins og í útiöndum, full af fréttum og frásögnum, og þar voru neðanmálsögur, skáldsög- ur, smásögur og frásagnir, oftast þýddar. Þetta efni var svo mjög oft gefíð út sérprentað af sama blý- sátri. Skáldsögumar voru sumar merkar, en mest var þetta upp- spretta hins fræga reyfaraflóðs aldamótanna. En einnig birtust sögusöfn helstu blaða, og era Sög- ur ísafoldar frægastar, enda end- urprentaðar í Qóram allstóram bindum um miðja 20. öld. En þær birtust upphaflega í tuttugu bind- um, misþykkum, á áranum 1889—1909. Á þeim tveimur ára- tugum birtist þá líka í sama litla broti Sögusafn Þjóðólfs í 14 bind- um, Sögusafn Austra í sex bind- um, og Sögusafn Þjóðviljans í 32 bindum (eða heftum)! Þó mun hér ekki allt vera talið, en þessi mikla útgáfustarfsemi væri merkilegt rannsóknarefni. Þýddar smásögur held ég að yfirgnæfi annað efni í þessum sögusöfnum, en þar er þó líka nokkuð um langar sögur og frásagnir, jafnvel íslenskar. Auk þessa birtist mjög mikið af þýddum smásögum í tímaritum, Iðunni, Eimreiðinni o.fl., þegar fyrir alda- mót, og afar mikið síðan víða. Raunar virðist lítill greinarmunur gerður á smásögum og ýmiskonar frásögum, framanaf. En það er þó eitt með öðra sem mönnum lærist af þessum menningarstraum er- lendis frá, enda birtist hér ótrúlega mikið af sumpart góðum smásög- um, eftir helstu höfunda sem frægir vora erlendis. Ég ætla ekki að þreyta menn með nöfnum, svo vel var hér fylgst með, meðan til vora á íslandi 3—4 mikil bókmennta- tímarit, á áranum milli stríða. Nokkurt sýnishorn þessa er í hinu merka smásagnasafni sem Kristján Karlsson gerði hjá AB. Framanaf hafa þýddar smásögur yfirgnæft frumsamdar á íslensku, enda fljót- teknari en innlendar, fyrir ritstjóra sem vantaði eftii oft með litlum fyrirvara. Um þetta fæst vísbending af nokkram tímaritum: fyrir réttri öld komu út sjö árgangar af tímarit- inu Iðunni. Þar vora íslenskar smá- sögur aðeins 11% af heildinni. En í Iðunni 1915—37 fer hlutur þýddra smásagna aðeins niður fyrir hlut framsaminna, þetta era nánast helmingaskipti; en bæði í Eimreið- inni 1945—71 og Tímariti Máls og menningar 1940—76 era smá- sögur frumsamdar á íslensku orðn- ar tvöfalt fleiri en þýddar. Af þessu er nú einfalt að álykta, að íslensk smásagnagerð rís upp af þessu feiknlega magni þýddra smásagna. Og má þó með sanni segja, að sá menningarstraumur var ekki tær, þar flaut margt misjafnt með. Sem betur fer, því það hljóta aliir viðstaddir að hafa reynt á sjáifum sér, að æsilegir reyfarar era mjög þroskandi fyrir ímyndunaraflið og skilning á frá- sagnarlist, eins og Jean Paul Sartre vottaði fyrir sitt leyti í sjálfsævisögu sinni. En fátt þótti eins líklegt til að spilla íslenskri menningu um aldamótin og glæparit svo sem Kapítóla, Hinn óttalegi leyndar- dómur, og lengi mætti telja hið vinsælasta lesefni. Hér er alltaf sama hugsanavillan á ferðinni, menn sjá að margt má að þessum ritum finna, þau era einfeldnings- leg, full af fordómum, sálarlíf per- sónanna er afar framstætt, málfar oft meingallað, og svo álykta menn að svona verði hugarheimur le- senda. En það sýnist mér nú sjaldn- ast verða, nema þá hjá þeim yngstu, um tíma. Flestir vaxa upp úr því að taka mark á svona löguðu ef þeir hafa legið í reyfuram, einkum ef þeir hafa áttað sig á þeim með umræðu. Þessi holskefla erlendra menningaráhrifa og ómenningar, sem reið yfir ísland um aldamótin, skolaði bókstaflega burt margra alda rótgróinni alþýðumenningu þar sem rímumar vora. En upp af þessu umróti, úr þessu reyfaraflóði og neðanmálssagna, risu „vormenn ís- lands, aldamótakynslóðin sem lyfti Grettistaki, lagði grandvöllinn að sjálfstæðri þjóðmenningu", o.s.frv. Torfundinn myndi sá maður nú, sem tregar þau umskipti, enda vora rím- ur og riddarasögur fyrri alda síst merkilegri bókmenntir né á betra máli almennt, en það sem nú tók við, ijölbreytnin varð miklu meiri og tindamir hærri í þessari íslensku útgáfu Qölþjóðlegrar neyslumenn- ingar, svo égtali samtímamál. Nýstárleg ljóð Ég nefndi að prósaljóð birtust á íslensku fyrir réttri öld. Einar Benediktsson brá þessu einnig fyrir sig fyrir aldamót („Gullský" í Sög- ur og kvæði, 1897). A.m.k. tvö slík verk era varðveitt eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson, sem lést 1906 (GullogViðána). Prósaljóð höfðu verið kunn er- lendis a.m.k. síðan Baudelaire birti Petits poémes en prose, uppúr 1860. En mér þykir líklegt að það hafi mjög aukið á vinsældir þessa forms þegar R. Tagore fékk Nóbels- verðlaun, 1913. Mikið var skrifað um Tagore og vinsamlega í íslensk- um blöðum og tímaritum framan af 20. öld, og 1919 birtist bók hans Ljóðfórnir á íslensku, en 1922 Farfuglar hans og Ljóðfómir í 2. útgáfu (700 eintök, en fyrri útg. var 500), hvorttveggja í þýðingu Magnúsar Á. Ámasonar. Gunnar Gunnarsson birti tvö „ljóð í ftjálsu formi" 1913 (sjá grein Eiríks Tóm- assonar í Lesbók Mbl. 7/6 1986). 1919 birti Sigurður Nordal prósa- Ijóð, „Hel“, í bók sinni Fomar ást- ir. Þau era innan marka Davíðs að anda, ljóðrænu málfari og hvíeina, nema hvað þetta er prósi, „óbundið mál“. Sigurður hvatti menn til að ganga lengra á þeirri braut. Það gerði einkum Jón Thoroddsen í Flugur, 1922, en þær vora ortar fyrir 1919 (sjá grein Sveins Skorra í Skími 1979). Jakob Smári birti prósaljóð í bók sinni Kaldavermsl, 1920, næsta hefðbundin að málfari og myndmáli. Hulda mun hafa ort Myndir veturinn 1918—19, þótt sú bók birtist svo ekki fyrr en 1924. (Guðrún Bjartmarsdóttir benti mér á þessa bók Huldu, en skáldin Vil- borg Dagbjartsdóttir og Þorgeir Þorgeirsson á verk Einars Ben. og Jóhanns Gunnars.) Það era raunar „þjóðlegu íhaldsmennirnir" (Guð- mundur Finnbogason, Sigurður Nordal, Kristján Albertsson og fleiri) sem stóðu að Vöku, sem birta „Sorg“ Jóhanns Sigurjónssonar og „Söknuð“ Jóhanns Jónssonar, 1927 og ’28; Eimreiðin birti „Unglinginn í skóginum" eftir Halldór Laxness 1925, en Lesbók Morgunbiaðs- ins „Rhodymenia palmata" árið eftir. Hér er ekki rúm til að fjalla um þessi síðasttöldu framúrstefnu- verk, nefnum bara að röklegt samhengi er yfirleitt lítt áberandi í þeim, en myndir og hljómur ríkja. Það er athyglisvert, að það virðist fyrst vera eftir framantaldar menn- ingamýjungar, sem fer fyrir alvöra að heyrast í röddum sem vara við erlendum menningaráhrifúm. Guð- mundur Finnbogason spurði 1926: „Er ekki Oxarhólmi ímynd hólmans stóra sem vér byggjum? Hefir ekki það, sem best er í íslenskri menn- ingu að fomu og nýju, dafnað mest fyrir þá sök, að það var friðað fyrir átroðningi handan yfir vatnið, líkt og gróðurinn í hólmanum. Fræin vora aðkomin, en þau hafa fengið að þroskast í næði á sinn sérkenni- lega hátt.“ En „Að vísu hafa útlend áhrif á öllum öldum verið nauðsyn- leg hverri þjóð til menningar- þroska," sagði hann 1928. Skáldið Guðmundur Friðjónsson ber af sér þá ásökun margra, 1929, að hann standi gegn öllum menningamýj- ungum, en kallar sig og sína sam- heija „viðnámsmenn gegn ann- mörkum menningarinnar" og segir reyndar í sama riti „mér virðist sem íslendingseðlið sé að sigrast, verða undir." Ótvíræð er íhaldssemi þeirra nafna, en ekki er sóknarharkan mikil. Það er hún frekar hinum megin, hjá talsmönnum opingáttar við erlendum menningamýjungum, Halldóri Laxness, Ragnari Kvaran, Sigurði Einarssyni, t.d. skrifar Kristinn E. Andrésson 1932 í grein um Sölku Völku: „Allt andlegt uppeldi þjóðarinnar hefiir miðað að því að þrengja hugsun og tilfinningum nútíma- mannsins inn í fom og úrelt form máls og stíls [...] Við höfum i ljóð- listinni haldið dauðahaldi í gömul form, fægt þau og sorfið. Þar hefur engu mátt um þoka. Og ný hugsun eða nýr andi hefur ekki komist þar fyrir, enda þótt vanhelgan ef sést hefði. T.d. kom í „Vöku“ kvæðið Söknuður eftir Jóhann Jónsson. Það er einstakt í 20. aldar ljóðagerð hér á landi fyrir samræmisríka hrynj- andi og fullkominn heilleik er sýnir að kvæðið er sál af sál skáldsins. En um það fórast einum ritdómara orð á þá leið að það gæti ekki kallast kvæði. Það var ekki rímað." Ekki verð ég nú var við umtais- verð viðbrögð af því tagi sem Krist- inn lýsir, en hann skrifar svo áfram á sömu lund t.d. 1935 um Rauður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.