Morgunblaðið - 22.06.1986, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.06.1986, Qupperneq 10
10 c MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1986 kært, heldur er líka andi módem- ismans eitur í þeirra beinum. Þessi einsemd, „án takmarks og tilgangs" gat vissulega táknað lífíð í auð- valdsheiminum. En andstætt marx- ismanum gerir sósíalrealisminn ráð fyrir að lesendur mótist jafnan beint af skáldverkum. Þvf hét þetta að auðvaldsveruleikinn mótaði skáldið, sem hefði aftur óheppileg áhrif á lesendur. Krafa sósíalrealista um að skáldverk eigi að miðla heildar- sýn þýðir að það eigi að sýna útyfir auðvaldsveraleikann, sýna verðandi sósíalisma. Það er því ekki að undra, að þegar deilumar miklu um „atóm- ljóð" hefjast um 1950, þá skuli rót- tæklingar svo sem Gunnar Bene- diktsson, Þórbergur Þórðarson og Hendrik Ottósson vera fremstir í fylkingu gegn menningamýjungum svo sem Eysteinn Þorvaldsson rekur (bls. 164—181). Róttæklingar höfðu fyrstir manna snúist gegn móderrismanum í ljóðagerð. Annað kemur hér til. Þegar á 3. áratuginum era ljóð farin að víkja fyrir smásögum í tímaritum, en þetta snýst við á styijaldaráranum. Mér þykir líklegt, að þessi vöxtur Ijóða spegli vaxandi þjóðemis- kennd. Hefðbundinn vettvangur hennar er kvæði, en tilefnið væri þá hemámið 1940, lýðveldisstofnun 1944, og deilumar um herinn og NATO síðan. Þess ber líka að gæta, að það stjómmálaafl sem helst fylgdi alþjóðahyggju áður, komm- únistaflokkurinn, varð æ þjóðemis- sinnaðri eftir miðjan 4. áratuginn, bókmenntahreyfíng vinstrisósíal- ista enn frekar. Og hvað stóð þá gegn þeirri þjóðemisstefnu, sem drottnaði fyrir í Sjálfstæðisflokkin- um og Framsóknarflokkinum? Far- vegur hennar er ekki síst kvæði, og þá skilst betur hversvegna and- staðan varð svona mikil gegn því að hrófla við formi kvæða um 1950, miklu harðari andstaða en áratug- ina á undan. Mönnum fannst þetta vera tilræði við íslenskt þjóðemi. En þau viðbrögð era ný, þau skýr- ast af þeirri sögu sem ég hefi reynt að rekja hér í örstuttu máli; þ.e. að alþjóðasinnar og módemistar sneru við blaðinu á 4. áratuginum. En það er aftur liður í alþjóðlegum straumhvörfum á þeim tfma, þjóð- fylkingarstefnu Alþjóðasambands kommúnista, sem vildi efla almenna samstöðu um viðhald ríkjandi menningar gegn ógn fasismans. Samnefnarinn var íhaldsstefna. Það er ekki um að villast, að þessi stefnubreyting seinkaði komu mód- emismans til Islands, og hélt mód- emistum lengi við hefðbundin yrkis- efni, svo sem rakið var hér að fram- an. Þegar framvörður bókmennta bregst, jafnvel þótt það sé aðeins fámennur minnihlutahópur, þá er það áfall sem um munar, því hver verður þá til vamar og sóknar? Lokaorð Það er erfítt að stunda sagnfræði í þáskildagatíð, ræða um það sem hefði getað orðið ef —. En öðru vísi er þó ekki hægt að leggja mat á það sem gerðist. Framúrstefna svo sem surrealismi auðgaði mjög bók- menntir ýmissa þjóða, einkum Frakka, Belga, Spánveija og Tékka um miðjan 4. áratuginn. Hún stakk sér niður hérlendis áratug fyrr, expressjónisma gætti líka á þessum áram, en svo kom þetta bakslag. Sigurður Nordal spurði á árinu 1928: „Er trú þeirra manna, sem boða nýjar menningarstefnur, svo lítil, að þeir efíst um, að það besta í þeim þoli dálitla mótspymu?" — Því er til að svara, að orðið mót- spyma merkir hér greinilega ekki hlutlæga, rækilega gagnrýni, sem gangi jafíit yfir öll verk og nauðsyn- leg er menningarlífi hverrar þjóðar, hér hlýtur þetta að merkja andstöðu við listaverk vegna þess eins, að það er nýstárlegt, annarlegt. Svo andlaus afstaða getur aldrei orðið holl menningarlífí, og hér varð hún of sterk um hríð — vegna stjóm- málalegrar hliðsjónar, sýnist mér. Þeim sem fylgst hafa með ís- lenskum bókmenntum undanfarin ár fínnst það nokkuð spaugilegt að lesa fjöratíu ára gamla spádóma um að nú séu þær hreinlega að líða undir lok, vegna alþjóðlegra áhrifa, sem allt jafni út og afmái þjóðleg sérkenni. Ég bjó erlendis fímm ár meðan myndbandabylgjan reið yfír iandið, Dallas og viðlíka efni var inni á hvers manns gafli, bömin ólust upp við teiknimyndasögur og annað flölþjóðaprent, rás tvö kom til, og báðar rásir vora fullar af útlendu poppi frá morgni til kvölds. Og það sem mest vakti athygli mína, þegar heim var komið, það var hve mikið hafði fjölgað bráð- ungum iistamönnum, sem höfðu alist upp við þetta. Verk þeirra bera þess sumpart skýr merki, ég nefni bara sem dæmi Einar Má Guðmundsson, Sigfús Bjartmars, Gyrði Elíasson og Sjón. En verk þeirra era fullkomin andstæða al- þjóðlegs moðs eða þjóðlegs. Mér virðast þetta vera sjálfstæð verk, andrík og sérkennileg, þar sem ljóðabækur venjulegra skálda á ár- unum milli stríða vora endalaust sami grautur í sömu skál. Ekki sýnist mér minni gróskan í myndlist og tónlist, þótt hér verði ekki um það talað. Fólk getur ekki verið án listar, alþjóðlegt moð getur ekki komið í stað hennar. íslandssagan sýnir, að einungis menningarleg einangran getur tryggt moðinu brautargengi, svo sem margumræddum rímum. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, heldur bara hinu, að skapa listamönnum starfsskilyrði, og þá meðal annars flölmiðla til að ná til almennings, jafnt og stöðugt, svo báðir aðiijar geti eflst af sambandi sínu. Listamaður getur ekki sótt annað en í eigið sálarlíf, listaverk hans hlýtur að mótast af þvi sem dýpst og varanlegast hefur mótað það. Góð menntun, m.a. þekking á þvi sem best er gert eftendis, auð- veldar honum slíka raunveralega listsköpun. Þetta er nægjanleg trygging fyrir því, að listaverk verði jafnan sönn gagnvart því umhverfí sem listamaðurinn lifír og hrærist í. Önnur trygging er engin hugsan- leg, hvorki með samþykktum né samtökum. LITLA-GARÐSHORNSÆTTIN ÚRKEFLAVÍK heldur ættarmót dagana 11., 12. og 13. júlí í Brautartungu í Lundarreykjadal í Borgarflrði. Nú mæta allir hressir og kátir. Allar upplýsingar i simum 93-2027 Emllía, 93-1709 Hlnrik og93-2534 Hadda. Smásagna- samkeppni Þeir höfundar sem sendu inn smásögur í smásagna- samkeppni Listahátíðar í Reykjavík 1986 geta vitjað sagnanna á skrifstofu Listahátíðar Amtmannsstíg 1, Reykjavík, vikuna 23. til 26. júní milii kl. 10—16. Einar Guðmundsson skrifar frá Amsterdam Listaverk til sýnis og* sölu Peningar era listinni jafn nauðsynlegir og sólin iíf- inu — það er a.m.k. hægt að halda hvað galleríum viðkemur, en þau sjá um að koma listaverkum á framfæri og í verð. Það að koma listaverkum í stígandi verð er kannski líka partur af list, þar sem ytri umgjörð- in skiptir ekki svo litlu máli. Kunst Rai heitir alþjóðlegur lista- verkamarkaður, sem haldinn var dagana 4.-8. júní í Amsterdam. Fyrirtækið dregur nafn sitt af ráð- stefnu- og sýningarhöllinni, Con- gresgebouw, sem er Laugardals- höllin hér í borg; íslenzkir bændur vora t.d. þar á ferð í janúar sl. að skoða landbúnaðarsýningu. En einu Hreinn Friðf innsson sinni á ári fer myndlistin líka þarna inn fyrir þröskuldinn. Kunst Rai fór af stað í fyrra og núna sækir þetta sýningarhald í að verða árlegur viðburður. Slíkar vora viðtökumar, ekki sízt á meðal almennings sem flykkist þangað í þúsundatali. Framtíðin á svo eftir að skera úr um sessinn í listaheim- inum. — Svona fyrirbæri eins og Kunst Rai á sér fyrirmynd í þýzkum og svissneskum „messum". Messa er markaður eða kaupstefna. í því tilfelli sem hér um ræðir er tilgang- urinn að sýna og selja það sem efst er á baugi í myndlistinni. Meiningin sú að gera döfinni skil. Döfin skipt- ir alltaf svo miklu máli fyrir lista- heiminn, eða það sem er á henni. — Það er víst vart þjóð með þjóðum sem ekki býður upp á árlega mynd- listarmessu eins og þessa. Hollend- ingum er það greinilega metnaðar- mál að vera gjaldgengir á hinum alþjóðlega listavettvangi. I ár vora þátttökuþjóðimar fyrir utan Hollendinga, Frakkar og Belg- ar; réttara er kannski að tala um þátttökugallerí — heimamenn með nítján, átta frönsk og jafnmörg belgísk. Jafnframt var sérsýning fyrir utan galleríarammann, val tveggja listfræðinga frá Van Abb- ey-safninu í Eindhoven og Pompi- dou-miðstöðinni í París. Af hollenzku galleríunum era iangflest frá Amsterdam. Það er ekki pláss fyrir alla og allt og þess vegna er samkeppnisandi svífandi yfír vötnum. Það að vera með, inni í myndinni í staðinn fyrir úti í kuld- anum, um það snýst allt í rauninni, Amsterdamgalleríin gefa þverskurð af vetrarstarfseminni; það er betra að sjá þetta á einu bretti heldur en á löngum sólarlitlum tíma. Hugsan- legt einkenni á hollenzku afurðun- um er það, hve mikla alúð lista- mennimir leggja í smáatriði. Það er ekki beinlínis af yfírlæti að ég þakka mínum sæla fyrir að vera ekki listgagnrýnandi, þannig að ég losna við það að týna mér í smáat- riðunum, sem alltaf fylgja sérfræð- um. Nöfnin kannski ekki svo heims- fræg á íslandi, að venjulegur blaða- lesandi sé með á nótunum. En það sem landanum viðkemur er að þama áttu tveir íslenzkir lista- menn verk, Hreinn Friðfínnsson og Sigurður Guðmundsson. Þeir era óijúfanlegur partur af listalífínu hér. Þeir era mikið á þönum í list- inni alla daga, með margra ára búsetu í Amsterdam að baki. í þetta skipti vora verk þeirra á vegum fransks gallerís, Bama í París; þeir halda sig ekki bara við Amsterdam og Holland — og gott ef myndimar þeirra runnu ekki út fyrir prísa sem íslensk listasöfn eiga óhægt með að ráða við. Á lokadegi Kunst Rai ’86 átti sér stað annar listviðburður í Stedelijk Museum. Þar fór fram listaverka- uppboð til styrktar Amnesty Inter- „obert fuuou hreinn fridfinnsso PMJLA CABRIBL I0CHEN OERZ SICURÐUR GUDMUNDS JEAN-MARIE KRAUTH BARBARA it MICHAEL L JERRY PETHICK TOM PHIUIPS SICMAR P0LKE OIETER ROTH VOSTELL WOLF national f tilefni af 25 ára starfsemi þess. Forstjóri safnsins, Wim Beer- en, hafði verið beðinn um að fleyta ijómann ofan af hollenzka lista- heiminum, með því að biðja helztu listamenn landsins í nútímakantin- um um að leggja fram eitt verk hver til styrktar málstað AI. Af andvirði seldra mynda fengju lista- mennimir helming, eins og um sölu í galleríum væri að ræða. Safnstjór- inn fór létt með það að smala í 150 manna landslið. Verkin vora oíumálverk, brons- styttur, teikningar, grafík og einnig skartgripaverk. Þau vora til sýnis í tvo daga fyrir uppboðið. Sýningin var opnuð með ræðuhöldum og hefðbundnum veitingum, þangað sem allir komu er vettlingi gátu valdið og boðskortum. Væntanlegir kaupendur gerðu upp hug sinn, jafnframt því að sýna sjálfa sig og sjá aðra. Uppboðshaldarar á Sotheby’s sáu síðan um tæknilegu hliðina. A sjálfu uppboðinu vora taldir um 1.400 gestir, var troðið í salnum og heitt. Hitnaði mörgum í hamsi eftir því sem á leið. Árangurinn fór fram úr öllum vonum aðstandenda uppboðsins, nánast öll verkin gengu út og salan stóð í tæpri hálfri milljón gyllina, sem var tvöfalt það er búizt hafði verið við. Ein elzta myndin á uppboðinu, The golden country, olíumálverk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.