Morgunblaðið - 20.07.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.07.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1986 C 3 Erindi flutt á rithöfundaþingi Söguöldin eftir Pétur Gunnarsson Tvær helgisetningar eru ríkjandi um ísland: náttúrufeg- urðin og hátt ris íslenskra bókmennta. Ekkert nær að varpa skugga þar á, hvorki berangurinn né leirburðurinn. Náttúran og Skáldskapurinn eiga heima á Is- landi. Þetta tvennt samofið erum við, svona viljum við að aðrir staðfesti okkur og rekum þessar staðreyndir framan í útlendinga eins og hótelreikning hvenær sem tækifæri gefst. íslenskar bókmenntir eru eins og höll sem gnæfír upp úr lands- laginu. Andspænis henni kann viðleitni okkar sjálfra að virðast áþekk reykvískri steinsteypu- kirkju, við vitum fullvel hvemig hún er til komin, hún hefur verið í smíðum fyrir allra augum, fólk hefur rifíst um ágæti hennar, á stundum hefur verið bágt að sjá hvort hún væri að rísa eða hrynja, það hefur verið betlað til fram- kvæmdanna, gárungamir segja að feillinn hafi verið að rífa utan af henni stillansana — ef vel tekst til venst hún og fellur inn í um- hverfíð. En aldrei kemst hún í hálf- kvisti við Söguhöllina Eins og títt er um miklar bók- menntir varð hún til á umbrota- tímum sem tóku á sig gervi stórbrotins ferðalags. Leiðangur Grikkja til og frá Tróju lagði Hómer til efniviðinn í kviðurnar. Þjóðflutningamir urðu yrkisefni germönsku hetjukvæðanna og víkingaferðimar stungu út efni í Söguhöllina. Heiðnin var á hröðu undan- haldi í hinum germanska heimi um það bil sem íslandi skýtur upp í heimsmyndinni. Kristniboð norrænna konunga var óaðgrein- anlegt frá valdabrölti þeirra og uppræting hins forna siðar for- senda einveldis. Þess vegna verður hið nýfundna land að griðastað heiðninnar. Hér gekk hún í endumýjun lífdaga og nýr safí tók að streyma um æðar hins aldna trés og kom því til að ymja á ný og bera ávöxt. Imyndum okkur til hliðsjónar að veröldin færist, en örlítið brot af mannkyni kæmist brott á geimskipum, sigldi yfír geimhafíð og næmi land á annarri plánetu. Um leið væri þessi nýja þjóð handhafi heimsmenningar: með því einu að draga andann myndi hún ri§a upp og gæða nýju lífí trúarbrögð, stjómmálastefnur, lífshætti og gengin verðmæti. Þegar við bætist skapandi útvíkk- un heimsmyndarinnar og frum- nám nýrra landa er eins víst að þessi geimþjóð yrði menningar- þjóð. Island fékk heimsmælikvarð- ann í tannfé og handfjatlaði hann eins og hvem annan tommustokk á meðan Söguhöllin var í smíðum. Upp frá því er Söguhöllin mælikvarði íslenskra höfunda. Það er í Söguhöllinni sem við vildum búa, hún blasir við og samt komumst við aldrei að henni, við emm ekki fýrr lögð af stað en hún hverfur í þoku, við hrösum á einstigum og vill- umst í myrkviði. Stundum hafa menn ályktað sem svo að greiðust leið til Sögu- hallarinnar væri að herma eftir fornöldinni; við könnumst við eft- irlíkingar nítjándualdarmanna á fornum bragarháttum: fomyrðis- lagi og edduháttum. En það sem virtist liggja beinast við hætti til að stefna í öfuga átt. í stað hreinræktunar á sérís- lensku fyribæri urðu erlend áhrif til að opna nýjar leiðir að hámark- inu: Miltonsþýðingar Jóns Þor- lákssonar en þó einkum Hómersþýðingar Sveinbjamar Egilssonar. Sú mályrkja sem skil- aði okkur m.a. Jónasi Hallgríms- syni var verk þessa atorkusama snilling sem fór langt með að breyta Álftanesinu í Grikkland. Bessastaðaskóli gaf samband við klassíkina grísku og rómversku. Á Bessastöðum var safnað saman ungmennum hvarvetna að af landsbyggðinni, settir tveir og tveir í kojur, látnir éta þmmara í öll mál og þýða Hómer, Hóras og Virgil í þrengslum þar sem einn sat undir öðmm og kennari fékk aldrei sæti. Raunar var allt þeirra skólanám þýðingar því aðbúnaðurinn var svo slæmur að iðulega vom ekki til nema fáein eintök af hverri skólabók og kennslan fólst mestan part í að skrifa niður útleggingar Svein- bjarnar Egilssonar, hvort sem námsgreinin hét gríska, latína, saga eða danska. (íslenska var þá ekki komin á blað sem kennslugrein.) Klassísk formúla að íslenskum menntamanni á nítjándu öld var Hómer, Heine og fomsögumar. í Kaupmannahöfn kemst sam- band á við þýsku rómantíkina og Jónas Hallgrímsson endumýjast sem ljóðskáld, sú fymska sem er á elstu kvæðum hans hverfur og hann tekur að veita nýjum suðrænum háttum inn í íslenska ljóðagerð með stökkbreytandi afleiðingum. Sjálfur gerðist hann mikilvirkur þýðandi: Heine, Schiller, H.C. Andersen og einn aðaltilgangur Fjölnis var að kynna erlendar bókmenntir á Is- landi. En nítjándualdarmenn voru ekki bara ötulir innflytjendur nýrra strauma í listum og stjóm- málum heldur trúðu þeir að íslenskar bókmenntir ættu endur- leysandi hlutverki að gegna úti í Evrópu. Þær gætu orðið ynging- arlind evrópskrar menningar líkt og gríska klassíkin í endurreisn- inni. Þetta kallar Grímur Thomsen „að snúa við til að kom- ast áfram“. í erindi sínu „Um stöðu íslands í Skandinavíu" seg- ir hann: „Fyrir þroskaðan mann er það endurfæðing andans og hjartans að vitja þeirra staða þar sem hann lifði og lék sér barn. Á sama hátt er það endurfæðing fólkinu að vitja við og við andlegra heim- kynna sinna og drekka sér æsku af æskuminningum. Ef Norður- landaþjóðir vilja endurfæðast, herrar mínir, ekki aðeins þjóðem- islega, heldur og sagnfræðilega og skáldskaparlega, þá verða þær ■ í sannleika að leita sinna bam- dómsminninga og sökkva sér í sinn eigin foma anda einsog hann birtist í öllum sínum myndum fólginn í — íslenskum bókmennt- um.“ Lykillinn að germönskum hug- arheimi er geymdur í ísleriskum bókmenntum. Norðurálfubúar komast ekki heim til sín nema að fara í gegn um ísland með öllum þeim ávinningi sem það Pétur Gunnarsson gæti fært okkur ef við kynnum að nýta þessa auðlind. Land- búnaðar-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytið yrðu þá eins og hver önnur útibú úr Mennta- málaráðuneytinu. Hvað samtímabókmenntir okkar varðar og erindi þeirra út fyrir landsteinana þá er það að sjálfsögðu ekki neitt — nema því aðeins að þær nái þeirri víðtæku skírskotun að varða aðra menn. Við höfum engan áhuga á velvild sem takmarkast við sýnishoma- gleði á sjaldgæfri tegund. Auðvitað er ekkert sem mælir með því að þessum mælikvarða verði náð — nema sú staðreynd að hann er til staðar í bókmennt- um okkar, það er hefð fyrir honum. Vera kann að íslensk náttúra leggi lóð á vogarskálina: er það ekki hún sem kreistir okkur og gerir að verkum að við getum aldrei verið til friðs, neyðir okkur til viðbragða í orðum hljóðum og litum? Almennt menningarástand hlýtur líka að eiga hlut að máli því eins og fornbókmenntirnar urðu úti um leið og sjálfstæðir skattbændur breyttust í vinnu- þrælkaða leiguliða, svo hljóta og nútímabókmenntir að draga dám af því mannlífi sem hér er lifað. Eða með orðum Guðbergs Bergs- sonar: „Það er allt í lagi að búa í stór- um höllum, en það verður þá að vera höll í höfðinu á íbúunum.“ Frakkar hrífast af norrænum bókmenntum Margt bendir til þess að áhugi Frakka á norrænum bókmenntum fari vaxandi. Margar bækur eftir norræna rithöfunda hafa verið þýddar á frönsku að undanförnu og bókmenntatímarit í Frakklandi hafa gert norrænum bókmenntum skil. Nóvemberhefti Le Magazine Littéraire í fyrra var að mestu helgað norrænum bókmenntum. Norræn menning er einráð i marshefti tímaritsins Les cahiers de Pandora á þessu ári. Sænski gagnrýnandinn Karl Nordlander skrifar um fyrrnefnt hefti Les cahiers de Pandora í Svenska Dagbladet (4.6. sl.). Hann getur þess að í ritinu séu verk eftir heimskunna höfunda einsog Finnanna Paavoi Haavikko og Svíann Östen Sjöstrand, en einnig eftir unga efnismenn í rithöfundastétt og nefnir sem dæmi Danana Sören Ulrik Thomsen og Bo Green Jensen. En það eru fleiri frægir menn sem láta ljós sitt skína í Les cahiers de Pandora. Svíarnir Ivar Lo-Johansson og Lars Gustafsson eru meðal þeirra. Val höfunda kemur nokkuð á óvart, skrifar Karl Nordlander, en segir í framhaldi af því að hér sé um að ræða metnaðarfulla tilraun af hálfu tímaritsins og hún heppnist að vissu marki. Greininni lýkur Karl Nordlander með þessum orðum: ÞORSTEINN GYLFASON 1 sii/'l/i'i # o o/t/y/ T Rófubitum er brugóid í snijör með óveru af sykri; þeir eru síðan soðnir í kjötseyði með sumarurtum og rjóma bætt í seyðið áður en lýkur. IK Louis Pasteur Immanuel Kant taldi líf og fjör kannaði grannt kvikna afsjálfu sér sann og sóma, við svolitið ger. rófur og rjóma. „Með því besta í heftinu tel ég íslenska framlagið, ljóð eftir Jón Óskar, Sigurð Pálsson, Einar Braga og Matthias Johannessen — sem birtast hlið við hlið á islensku og í franskri þýðingu. Við Svíar ættum svo sannarlega að lesa meira af íslenskum Ijóðum! Helst af öllu með samanburði við frumtexta eins og hér gefst kostur á. Eða eigum við að láta Frakka eina njóta þeirrar ánægju?"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.