Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1986, Blaðsíða 1
 amtuítn' ?>% llprðnirl Bikarkeppni kvenna Valsstúlkurnar ósigrandi Sjá bls. 9B B PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS ÞRIÐJUDA GUR 2. SEPTEMBER 1986 BLAÐ Morgunblaðiö/Júlíus Sigri fagnað • Skagamennirnir Pótur Pétursson og Sigurður Lárusson fagna hér sigri í bikarkeppni KSÍ á sunnu- daginn. Sigurður hefur ekki tapaö bikarúrslitaleik til þessa og hefur hann þó tekið þátt í þeim nokkrum um ævina. Pétur Pétursson var hetja Skagamanna í þessum leik því hann skoraði bæði mörk þeirra í ieiknum og tryggði þeim þar með sigurinn að þessu sinni. Sjá nánar um bikarúrslita- ieikinn á síðum 4B, 5B, 6B og 7B. Fer Mölby til Juve? Frá Bob Hennessy, fróttaritara Morgun- blaösins á Englandi. • Jan Molby SÍÐUSTU daga hefur mikið verið rætt um að Juventus hafi áhuga á að fá Jan Molby í sínar herbúðir. Ástæðan er sögð vera sú, að lan Rush falli betur og fyrr inn í liðið hafi hann félaga með sér, sem hann þekkir. Molby sagði að ekki væri tímabært að ræða framtíðina, hann ætti eftir eitt ár af samningn- um við Liverpool og framhaldið væri óráðið. „Pétursmálið" Fjögur lið hafa lagt inn kæru NÚ HAFA fjögur 1. deildarlið lagt inn kæru í Pétursmálinu svokall- aða, FH, Valur, Þór og UBK. Áfrýjun FH til KSÍ var dómtekin í gær og verður endanlega dæmt í því máli í dag. Mál Vals á hend- ur ÍA var dómtekið hjá íþrótta- bandalagi Akraness í gær og verður dæmt þar sfðar í vikunni. Breiðabliksmenn sendu inn kæru í sama máli til íþróttabanda- lags Akraness í gaer og Þórsarar lögðu inn kæru til ÍBA á Akureyri fyrir helgi. Öll þessi félög kæra ÍA fyrir að hafa notað Pétur Péturs- son í leikjum gegn þessum liðum. T ryggvi skoraði sex og puttabrotnaði HINN marksækni framherji KA, Tryggvi Gunnarsson, gerði sex mörk fyrir lið sitt gegn Skalla- grfmi úr Borgarnesi i' 2. deild á laugardaginn. Tryggvi, sem nú hefur gert 25 mörk, varð fyrir því óhappi f leiknum að puttabrotna og ekki vi'st að hann geti leikið með KA tvo síðustu leikina í deild- inni. „Ég var skorinn upp í gær og var þumallinn mölbrotinn, kom svona illa niður á hann í leiknum. Ég er nú með gifs upp að olnboga en hef ekki gefið upp alla von um að leika síðustu tvo leikina. Þetta verður skoðað aftur fyrir helgi og ef hægt veröur fæ ég eitthvað lótt- ara gifsi og spila en það varður bara að koma í ljós,“ sagði Tryggvi Gunnarsson í samtali við Morgun- blaöið í gærkvöldi. Hann sagðist vera mjög ánægð- ur með sumarið. Nú ættu þeir tvo leiki eftir í deildinni og væru með 1. deildarsætið í hendi sér. „Við þurfum þrjú stig úr þessum tveim- ur leikjum til að tryggja okkur sætið. Leikum við Njarðvík um næstu helgi og síðan við Víking hér heima í síðustu umferð. Skemmtilegast væri þó að vinna deildina." Það verður alvöruleikur hjá okkur gegn Akranesi - sagði aðstoðarframkvæmdastjóri Lissabon MEÐAL áhorfenda á úrslitaleik Fram og Akraness í Mjólkurbik- arnum á sunnudaginn var að- stoðar framkvæmdastjóri Sporting Lissabon, mótherja Skagamanna í Evrópukeppni fé- lagsliða (UEFA-keppninni). Hann heytir Valdemar Custodio og við rædum við hann eftir leikinn. „ÞESSI leikur kom mér talsvert á óvart. Ég kom hingað til að fylgj- ast með áhugamönnum leika knattspyrnu og ég verð að segja þaö eins og er að geta liðanna kom mér verulega á óvart. Leikmenn eru teknískir, líkamlega sterkir og þeir ráða yfir miklum hraða. Akranes kom verulega á óvart. Þeir voru 1:0 undir en tókst með seiglunni að sigra í leiknum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þetta var mjög góður sigur hjá þeim og sýn- ir ákveðna þrautseigju og einbeitni að ná að vinna leikinn á móti rok- inu. Betra liðið vann að þessu sinni — það hefði ekki verið sanngjarnt ef þeir hefðu tapað leiknum." — Hvernig Ifst þér á að leika gegn Skagamönnum í Evrópu- keppninni í haust? „Sporting Lissabon er atvinnu- mannalið og í hópi bestu liða Evrópu. Það ætlast allir til þess að við vinnum áhugamennina og það hvílir á okkur mikil ábyrgð og við verðum undir pressu því, að mati fylgjenda liðsins og blaða- manna heima, kemur ekki til mála að tapa leik gegn áhugamönnum. Ég get sagt þéreitt: Ferðin hing- að veröur engin skemmtiferð. Viö verðum að berjast til þess að vinna og ef við gerum það ekki þá gæti eitthvað óvænt gerst í leiknum, og þetta á reyndar við um heimaleik okkar líka. Við verðum að leika vel, og mun betur en menn heima telja, til þess að vera öruggir í aðra umferð keppninnar. Ferðin hingað hefur verið mjög gagnleg fyrir mig og lið mitt. Ég er búinn að sjá Akranes leika og vona að ég geti gert leikmönnum mínum Ijóst fyrir leikinn að þetta veður alvöru leikur, ekki neinn æfingaleikur," sagði Valdemar Custodio aðstoðar framkvæmda- stjóri Sporting Lissabon að lokum. Morgunbiaöiö/SUS • Meðal gesta f bikarúrslitaleik Fram og Skagans á sunnudaginn var aðstoðarframkvæmdastjóri Sporting Lissabon, mótherja Skaga- manna í Evrópukeppni félagsliða. Hann sést hér til vinstri en til hægri er Joao Paulo Diniz blaðamaður „A Bola“ i' Portúgal, en það er stærsta iþróttablaðið þar i' landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.