Morgunblaðið - 02.09.1986, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986
Cram kom fram
hefndum í 1500
• Bretinn Steve Cram hleypur fyrstur yfir markltnuna f 1500 metra hlaupinu á Evrópumeistaramótinu í
Stuttgart á sunnudag og aógætir hvort landi sinn Sebastian Coe sé ekki örugglega í hæfilegri fjarlægð.
Annað var uppi á teningnum i 800 metrunum, en þar sigraði Coe. Var Coe sáttur við hlutskipti sitt í
1500 metrunum og kom brosandi i mark og óskaði Cram til hamingju með handabandi.
Ólafur konungur
ánægður með Ingrid
LÍTIÐ varð úr einvígi Sebastians
Coe og Steve Cram f 1500 metra
hlaupinu á lokadegi Evrópumeist-
aramótsins. Cram sigraði af
miklu öryggi og á blaðamanna-
fundi eftir hlaupið sagðist Coe
ekki hafa haft roð við miklum
hraða Cram sfðustu 400 metrana,
sem hann hljóp á um 51 sekúndu.
„Steve var sterkari í dag. Ég
átti enga möguleika. Ég get ekki
annað en dáðst að frammistöðu
hans, því ég hef tvisvar verið í
sömu aðstöðu og hann á stórmóti
og veit því vel hvernig það er að
þurfa að rífa sig upp eftir ósigur;
telja kjark í sjálfan sig og öðlast
trú á að maður geti unnið keppi-
nautana í næsta hlaupi," sagði
Coe, sem tvisvar tapaði 800 metr-
um á Ólympíuleikunum en vann
síðan 1500 metrana.
Hlaupararnir fóru afar rólega af
stað og stefndi strax í mikið enda-
sprettsuppgjör. Cram var sjálfur í
forystu og hljóp fyrsta hring á 64
sekúndum, sem þætti slakt í hlaupi
á íslandi. Sami hraði hélst eftir tvo
hringi, en þá var annar Breti tekinn
við forystu, John Gladwin. Hlaupar-
arnir skiptu hins vegar um gír
þegar nálgaðist síðasta hringinn
og þegar bjallan gall til marks um
að einn hringur væri eftir tók
danski Norðurlandamethafinn í
greininni, Nils Kim Hjorth, til sinna
ráða og reyndi að keyra upp hrað-
ann.
Hjorth átti hins vegar enga
möguleika í endaspretti og þaut
Cram fram úr honum 300 metrum
frá marki og leit aldrei til baka.
Spánverjinn Jose Luis Gonzales
reyndi að hanga í Cram en þegar
röskir 100 metrar voru í mark fór
Coe fram úr honum og Hollending-
urinn Han Kulker stuttu seinna.
Coe gerði tilraun til að hala Cram
inn en án árangurs. Hinn litli byrj-
unarhraði kom í veg fyrir góðan
tíma í hlaupinu, en úrslitin urðu
þessi:
1. SteveCram, Bretland 3:41,09
2. Sebastian Coe, Bretland 3:41,67
3. Han Kulker, Holland 3:42,11
4. Jose Luis Gonzales, Spánn 3:42,64
5. John Gladwin, Bretland 3:42,57
6. Marcus O’Sullivan, írland 3:42,60
7. Johnny Kroon, Svíþjóö 3:42,61
8. Frank O'Mara, írland 3:42,90
9. Jose L. Carreira, Spánn 3:44,09
10. Peter Wirz, Sviss 3:44,09
11. Igor Lotorjew, Sovétrikin 3:44,80
12. Nils Kim Hjorth, Danmörk 3:45,06
,,ÉG ÁKVAÐ að taka enga áhættu
og keppa bara í 10 km hér því
takmarkið var að sigra á stór-
móti. Ég óttaðist að skemma fyrir
mér í 10 km með því að hlaupa
annað hvort 3 km eða maraþon-
hlaupið. Það eru margir sem hafa
sagt að ég gæti náð góðum tíma
á hlaupabrautinni en sýndi svo
ekki neitt á stórmótum. Ég þurfti
að sljákka í þessu fólki og náði
takmarkinu, sem var að sigra,11
sagði norska hlaupadrottningin
Ingrid Kristiansen eftir sigurinn í
10 km hlaupinu.
Kristiansen hafði tæpast slitið
snúruna í markinu þegar hún fékk
símhringingu frá Ólafi konungi,
sem er mikill íþróttaáhugamaður.
Konungur var óhress með norska
sjónvarpið, sem rauf útsendingu
til að koma fréttatima að þegar
Kristiansen átti nokkra hringi í
mark. Hringdi hann í yfirmenn
sjónvarpsins og las yfir þeim lexíu
fyrir framkomu af þessu tagi, að
sögn norskra blaðamanna.
Kristiansen hafði mikla yfirburði
og þorði enginn keppandi að fylgja
henni eftir. Hún tók strax forystu
og jók bilið jafnt og þétt. Virtist
hún ekki leggja mjög hart að sér
en var samt ekki nema tæpar 10
sek. frá heimsmeti sínu.
Olga Bondarenko, sigurvegari í
3.000 metrunum, og Ulrike Bruns,
settu báðar landsmet, en það
gerðu reyndar sex stúlkur aðrar;
frá Ítalíu, Lúxemborg, Svíþjóð,
Frakklandi, Beigíu og Tékkóslóv-
akíu. Bondarenko átti um tima
heimsmetið.
Á blaðamannafundi eftir hlaupið
sagðist Kristiansen eiga von á því
að nokkrar stúlkur næðu sama
árangri og hún í langhlaupi jafnvel
þegar á næsta ári. Bondarenko var
henni ósammála, sagði heimsmet
Kristiansen í 5 og 10 km afburða-
góð og að þau myndu standa lengi.
Úrslrt:
1. Ingrid Kristiansen, Noregi 30:23,25
2. Olga Bondarenko, Sovótríkin 30:57,21
3. Ulrike Bruns, A-Þýzkaland 31:19,76
4. Aurora Cunha, Portúgal 31:39,35
5. Swetlana Guskowa, Sovótríkin 31:42,43
6. Jelena Shupijewa, Sovétríkin 31:42,Ð9
7. Eiizabeth Lynch, Bretland 31:49,46
8. Karolina Szabo, Ungverjaland 31:55,93
9. Angela Tooby, Bretland 31:56,59
10. María Curatolo, ítalfa 32:04,34
Hjaltnes án verðlauna
Norðmaðurinn Knut Hjeltnes
reið ekki feitum hesti frá kringlu-
kastinu á Evrópumeistaramótinu,
en honum hafði jafnvel verið spáð
sigri og a.m.k. verðlaunum. Hann
fór hins vegar tómhentur heim
og kom það mjög á óvart að Sov-
étmenn skyldu vinna kringluna
þrefalt.
Frammistaða Tékkans Imrich
Bugar var og slök, en hann varð
Evrópumeistari 1982 og heims-
meistari 1983. Þá féll ólympíu-
meistarinn Rolf Dannenberg úr leik
eftir þrjár umferðir og varð 9. með
61,60.
Hjeltnes var í öðru sæti eftir
tvær umferðir og í þriðja eftir þrjár,
en síðan skaust Kolnootchenko í
annað sætið í þeirri fjórðu. Lenti
kringlan nær alltaf í sama farinu
hjá Hjeltnes, aðeins 6 sentimetra
munur var á þremur lengstu köst-
unum hjá honum. Rússarnir skipt-
ust á að hafa forystu í fyrstu fimm
umferðunum.
Úrslit:
1. Romas Ubartas, Sovétr. 67,08
2. G. Kolnootchenko, Sovétr. 67,02
3. Vaclovas Kidikas, Sovétríkin 66,32
4. Knut Hjeltnes, Noregi 65,60
5. Gejza Valent, Tókkósl. 65,00
6. Erik de Bruin, Holland 64,52
7. Jurgen Schult, A-Þýzkaland 64,38
8. Imrích Bugar, Tókkósl. 63,56
eOrlando Pizzolato (t.v.) og Gelindo Bordin fagna tvöföldum rtölsk-
um sigri í maraþonhlaupinu á Evrópumeistaramótinu í Stuttgart.
Bordin kom á óvart með sigri sfnum þvf Pizzolato og þriðji ítalinn
í hlaupinu, Ponti, höfðu báðir náð betri árangri.
„Pizza og pasta“
„PIZZA og pasta, það er galdur-
inn,“ sagði ítalinn Gelindo
Bordin, sem svo óvænt sigraði
í maraþonhlaupinu á Evrópu-
meistaramótinu, þegar hann
var spurður hver væri lykillinn
að velgengni ítala í langhlaup-
unum. ítalir urðu f fyrstu
tveimur sætunum í maraþon-
hlaupinu og þremur fyrstu í 10
km.
Maraþonhlaupið var nokkuð
dramatískt, eins og oft vill verða.
Hlaupararnir hlupu fyrst tæpa
þrjá hringi á vellinum og voru á
„jarðarfarartempói" eins og Bret-
inn orðar það.
En þeir höfðu vart yfirgefið
leikvanginn er Bretinn Steve Jon-
es, sem var talinn sigurstrang-
legastur, tók forystu og jók
hraðann til muna. Eftir 5 km
hlaup bætti Jones enn við sig og
sagði skilið við aðra keppendur.
Eftir 10 km var hann tæpri
mínútu á undan næstu mönnum
og um tveimur eftir 25 km.
Jones var enn með góða for-
ystu eftir 30 kílómetra, en þá fór
að síga á ógæfuhliðina hjá þess-
um frækna hlaupara. Hafði hann
greinilega ofgert sér, því hann
hægði verulega á sér og skokk-
aði síðustu 10 kílómetrana.
Þegar rúmir 35 kílómetrar voru
liðnir fóru ítalirnir Bordin og Or-
lando Pizzolato fram úr Jones og
skömmu seinna Vestur-Þjóver-
jarnir Rafl Salzmann og Herbert
Steffny. ítalirnir hlupu samsíða
síðasta kaflann og það var ekki
fyrr en röskir 100 metrar voru í
mark að Bordin átti meira eftir
og seig fram úr Pizzolato, sem
unnið hefur maraþonhlaupið í
New York tvö sl. ár.
Salzmann og Steffny hlupu
einnig lengi vel samsíða eða þar
til rétt áður en þeir komu inn á
leikvanginn. Varð þá Salzmann
að gefa eftir og Steffny hlaut
bronzverðlaunin. Áhorfendur
voru að vonum ánægðir með
frammistöðu þeirra tveggja því
langt er síðan Vestur-Þjóðverjar
hafa unnið verðlaun í langhlaupi
á stórmóti. Eins og menn rekur
eflaust minni til keppti Herbert
Steffny í Reykjavíkurmaraþoninu
í fyrra og sigraði í því hálfa.
Með einstöku hugrekki lauk
Steve Jones hlaupinu og hlaut
hann lof áhorfenda, sem fylgst
höfðu með hlaupinu á stórri
Ijósatöflu á leikvanginum. Alls
lögðu 29 hlauparar af stað en
21 kom í mark. Sigurvegarinn er
með öllu óþekktur hlaupari og
var með lakari tíma en lands-
menn hans tveir fyrir hlaupið.
Úrslrt:
1. Gelindo Bordín, Ítalía 2:10,64
2. Orlando Pizzolato, Ítalía 2:10,57
3. Harbort Stoffny, V-Þýzkal. 2:11,30
4. RaW Salzmann, V-Þýzkal. 2:11,41
6. Hugh Jones, Brotland 2:11,49
6. Gerard Nijboor, Holland 2:12,46
7. Jacques Lefrand, Frakkland 2:12,53
8. Antoni Niemczak, Pólland 2:13,04
9. Kjell Erlk Stahl, Svfþjóð 2:13,14
10. Dirk Vanderherten, Belgía 2:13,23
11. Alex Gonzales, Frakkland 2:13,36
12. Wlktor Sawicki, Pólland 2:15,16
13. Glovanni Poli, ítalfa 2:15,25
14. Tomislav Askovic, Júgósl. 2:15,27
15. JerzySkarzynski, Pólland 2:16,40
16. Dlck Hooper, irland 2:17,45
17. Jörg Peter, A-Þýzkaland 2:18,05
18. Per Wallin, Svíþjóð 2:19,28
19. Pater Lyrenmann, Sviss 2:19,49
20. Steve Jones, Bretland 2:22,12
21. latvan Kerekjarto, Ungverjal.
2:22,46