Morgunblaðið - 02.09.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986
B 3
Annað heimsmet
Sedyks
Sovétmenn sýndu og sönnuðu
enn einu sinni yfirburði sína í
sleggjukasti. Unnu þeir þrefaldan
sigur og í miklu innbyrðis einvígi
Juri Sedych og Sergej Litwinow
varð eitthvað að láta undan.
Stóðst heimsmetið ekki átökin.
Sigurkast Sedychs mældist 86,74
metrar, eða 8 sentimetrum
lengra en fyrra met hans, sem
sett var í sumar. Verðlaunamenn-
irnir eru hinir sömu og 1982, en
þá varð Nikulin í öðru sæti en
Litwinow þriðji.
Sedych og Litwinow hafa mörg
einvígin háð á stórmótum og
skipst á því að setja heimsmet
undanfarin 6 ár. Tók Litwinow for-
ystu með því að kasta 85,74 metra
í fyrsta kasti, sem jafnframt reynd-
ist hans lengsta. Sedych kastaði
nær tveimur metrum styttra, en
hann er mikill keppnismaður, og í
næstu umferð sagði hann Lit-
winow stríð á hendur með 85,28
metra ksati. í þriðju umferð minnk-
aði Sedych bilið enn, kastaði 85,46
metra og skildu aðeins 28 senti-
metrar þá að.
Fjórða kast Sedychs heppnaðist
síðan mjög vel og fagnaði hann
nýju heimsmeti með því að hoppa
fram og aftur við kasthringinn. í
næstu umferð sýndi hann að met-
kastið var engin tilviljun því enn
slöngvaði hann sleggjunni lengra
á árinu
en gamla metið var, eða 86,68
metra, og sjötta og síðasta kastið
mældist svo 86,62. Gamla heims-
metið var 86,66, sett í sumar.
Sedyph og Litwinow voru í
nokkrum sérflokki. Sedych er ekki
eins snöggur i hringnum, en Lit-
winow hins vegar fremur mistæk-
ur. Hann hefur ekki of gott vald
yfir útkastinu, líklega vegna hins
mikla snúningshraða, og lendir
sleggjan oft utan geira. Sedych er
hins vegar mun öruggari og stenst
enginn honum snúning að því leyti.
Juri Sedych er 31 árs Úkraínu-
maður og býr í Kænugarði (Kiev).
Hann sló ungur í gegn og varð t.d.
Evrópumeistari unglinga árið
1973, þá 18 ára gamall. Aðeins
þremur árum síðar varð hann
ólympíumeistari í Montreal, þar
sem Rússar unnu einnig þrefaldan
sigur. Hann varð og ólympíumeist-
ari 1980, en tapaði fyrir Litwinow
á heimsmeistaramótinu 1983.
ÚrslH:
Juri Sedych, Sovétr. 86,74
Sergej Litwinow, Sovótr. 85,74
Igor Nikulin, Sovótr. 82,00
Gunter Rodehau, A-Þýzkal. 79,84
Jörg Schafer, V-Þýzkal. 79,68
Ralf Haber, A-Þýzkal. 78,74
í forkeppninni kastaði Finninn
Juha Tiainen, sem varð ólympíu-
meistari í Los Angeles, ekki nógu
langt til að komast í úrslit.
Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson
• Austur-þýzku stúlkurnar fagna sigri í 4x400 metra boðhlaupi. Sveitina skipuðu (f.v.) Kirsten Emmel-
mann, Sabine Busch, Petra Miiller og Marita Koch. Busch átti heimsmetið í 400 metra grindahlaupi, en
tapaði þvf og gullverðlaunum til sovózku konunnar Mariu Stepanowu: Koch er mesta afrekskona sögunnar
í 400 metra hlaupi og á heimsmetið.
Óvæntur sigur í 5 km
„Bað pabbi fyrir mór? Ég veit
það ekki. En hann hefur liklega
verið í kirkjunni um það leyti sem
ég var að hlaupa. Alla vega hefur
hann áreiðanlega ekki horft á
hlaupið. Vantrú á mig? Nei, hann
verður alltaf svo taugaóstyrkur
af því að horfa á mig hlaupa."
Black hljóp
undir 45 sek.
Bretinn Roger Black varð Evr-
ópumeistari í 400 metra hlaupi á
44,59 sekúndum, sem er brezkt
met. Hann varð Evrópumeistari
unglinga í fyrra.
A-Þjóðverjinn Thomas
Schönlebe var 2-3 metrum á und-
an Black eftir 300 metra, en með
mikilli baráttu kláraði Black hlaupið
betur og smeygði sér framúr 10
metrum frá marki.
ÚrslK:
1. Roger Black, Bretland 44,59
2. Thomas Schönlebe, A-Þýskaland 44,63
3. Mathias Schersinge, A-Þýskaland 44,85
4. Derrek Redmond, Bretland 45,25
5. Ralf Lúbke, V-Þýskaland 45,35
6. Antonio Sanchez, Spánn 45,41
7. Aldo Kanti, Frakkland 45,93
8. Erwin Skamrahl, V-Þýskaland 46,38
Þannig mælti prestssonurinn og
landfræðingurinn Jack Buckner
eftir mjög svo óvæntan sigur sinn
f 5000 metra hlaupi á lokadegi
Evrópumeistaramótsins í Stutt-
gart.
Buckner var nær óþekktur utan
heimalandsins og þetta er fyrsta
árið hans sem 5 km hlaupari. Hef-
ur hann hingað til keppt í 1500
metra hlaupi, sem hann hljóp á
3:35 mín. í fyrra. Var þetta jafn-
framt fyrsti sigur hans í vegalengd-
inni.
Keppnin í 5 km hlaupinu var
æsispennandi og mikill hraði í
hlaupinu frá byrjun. Ætlaði allt um
koll að keyra þegar þrir fyrstu
menn komu í hnapp út úr síðustu
beygjunni. Mátti ekki sjá á milli
lengi vel, en þegar 50 metrar voru
eftir komst Buckner fram úr ítalan-
um Stefano Mei, sem sigraði í 10
km hlaupinu og sigraði.
Eitt landsmet var sett í hlaup-
inu, en þar var Búlgarinn Ignatow
að verki. Buckner bætti árangur
sinn um 6 sekúndur og náði næst-
bezta árangri bresks hlaupara frá
upphafi. Mei bætti sig einnig ræki-
lega.
• Jack Buckner sigraði óvænt í
5000 metra hlaupinu.
Úrslrt:
1. Jack Buckner, Bretland 13:10,15
2. Stefano Mei, ítalia 13:11,57
3. Tim Hutchings, Bretland 13:12,88
4. Eugeni Ignatow, Búlgaría 13:13,15
5. Antonio Leitao, Portúgal 13:17,67
6. Martti Vainio, Finnland 13:22,67
7. Pierre Deleze, Sviss 13:28,80
8. Alberto Cova, ítalia 13:35,86
Einartrelt. R*yk»avil<urv.gl >7-28 - 220 Hehwttr&l - Svrw S2723/S4706
Snupraði sovésku
landsþjálfarana
Gífurlega hörð og skemmtileg
keppni var háð í 400 metra
grindahlaupi kvenna og endaði
rimman með því að Marina Step-
anowa, sem er 36 ára, setti
heimsmet. Veitti hún iandsþjálf-
urum Sovótrikjanna þar með
hressilega ofanfgjöf því mánuði
fyrir mótið lögðust þeir hart gegn
þvf að hún yrði valin tii að keppa,
að því er sovózkur útvarpsmaður
sagði mér.
„Ég fór ekki nógu vel af stað
og átti í erfiðleikum með að hitta
rétt á fyrstu grindurnar, en átti
síðan örlítið meiri krafta en hinar
í lokin," sagði Stepanowa. Ann
Louise Skoglund, Svíþjóð, fór mjög
hratt af stað og hafði forystu rúma
300 metra og á næstsíöustu grind,
70 metra frá marki, var hún sam-
hliða Stepanowu og Sabinu Busch,
Austur-Þýskalandi, sem hlaut silf-
ur. Hún átti heimsmetið, 53,55
sek. Skoglund hafði Evrópumeist-
aratitil að verja en kraftarnir voru
alveg þrotnir í lokin og missti hún
af bronzverðlaununum á marklín-
unni, en fór altént heim með
sænskt met.
„Við hefðum farið undir 53 sek-
úndur ef vindurinn hefði ekki verið
svona mikill í fyrri hluta hlaups-
ins," sagði Stepanowa og lét
engan bilbug á sér finna þrátt fyr-
ir aldurinn. Hún geislaöi af gleði
yfir sigrinum og kvaðst eiga eftir
að bæta árangur sinn. Stepanowa
setti einnig heimsmet, 54,78 sek.,
árið 1979 og varð í sjötta sæti á
Evrópumeistaramótinu í Prag
1978. Hún er frá Kiev og á dóttur,
Marinu, sem einnig er byrjuð að
hlaupa.
ÚrslH:
Marina Stepanowa, Sovótríkin 53,32
Ágúst Ásgeirsson
skrifar frá Stuttgart
Sabine Busch, A-Þýskalandi 53,60
Cornelia Feuerbach, A-Þýskalandi 54,13
Ann Louise Skoglund, Svíþjóð 54,15
Genowefa Blaszak, Póllandi 54,74
Ellen Fiedler, A-Þýskalandi 54,90
Christieana Matei, Rúmeníu 55,23
Margarita Chromowa, Sovétríkin 55,56
Þú getur þétt í hvaða veðri
sem er og það heldur
Fillcoat 4 pappaþokin
Fillcoat með trefjum - á sprungur og samskeyti
Fillcoat með ryðvorn - á stálþökin
• Stephane Caristan fagnar Evrópumeti í 110 m grindahlaupi með
þvf að sveipa sig franska fánanum.
Caristan setti
Evrópumet
Mitterrand Frakklandsforseti
sendi Stephane Caristan ham-
ingjuóskaskeyti þegar hann hafði
sigrað i 110 metra grindahlaupi
á nýju Evrópumeti í Stuttgart á
laugardag.
Finninn Arto Bryggare hljóp
samsíða Caristan yfir fyrstu 7
grindurnar af 10 en síðan seig
fransarinn framúr. Bryggare náði
sínum bezta tíma um árabil, en
hann varð í þriðja sæti á tveimur
síðustu Evrópumótum og á
ólympíuleikunum í Los Angeles.
Caristan jafnaði Evrópumetiö
(13,28 sek.) í undanúrslitunum, en
bætti það svo um munaði í úrslita-
hlaupinu. Aðeins 1-2 Bandaríkja-
menn eru með betri árangur í
sumar og ætti hann að geta veitt
þeim mikla keppni á heimsmeist-
aramótinu á næsta ári eða
ólympíuleikunum 1988. Hann er
Parísarbúi, frá útborginni Creteil,
22ja ára gamall og gegnir her-
þjónustu. Aður en hann sneri sér
alfarið að grindahlaupi stökk hann
7,79 í langstökki, 5,00 í stangar-
stökki og í hitteðfyrra náði hann
10,51 sek. i 100 metrum.
ÚrslH:
1. Stephane Caristan, Frakkland
2. Arto Bryggare, Finnland
3. Carlos Sala, Spánn
4. Nigel Walker, Bretland
5. Andreas Oschkenat, A-Þýzkaland
6. Jonathan Ridgeon, Bretland
7. Liviu Giurgian, Rúmeníu
8. Gyorgy Bakos, Ungverjaland
13,20
13,42
13,50
13,52
13,55
13.70
13.71
13,84
Sovétmennirnir Andrej Pro-
kofjew (13,28 í ár) og Alexandr
Markin (13,39 í ár) féllu úr leik
áður en að úrslitum kom.