Morgunblaðið - 02.09.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.09.1986, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 MorgunDiaoio/Junuí Akraness • Bikarmeistarar ÍA 1986. Efri röð frá vinstri: Áki Jónsson, liðsstjóri, Pótur Péturs- Birkir Kristinsson, Sigurður Lárusson, fyrirliði, Guðbjörn Tryggvason og Heimir Guð- son, Júlíus Ingóifsson, Sigurður B. Jónsson, Guðjón Þórðarson, Valgeir Barðason mundsson. Á myndina vantar Sveinbjörn Hákonarson. og Jim Barron, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Árni Sveinsson, Óiafur Þórðarson, Bikarmeistarar Morgunblaöiö/Ámi Sœberg • Sigurmark Skagamanna f uppsiglingu. Pótur Pótursson hefur skotið hörkuskoti að marki Fram ... Morgunblaðið/RAX • ... og sekúndubroti síðar má sjá knöttinn á leiðinni f markið. Jón Sveinsson horfir örvœntingarfullur á eftir knettinum, en fyrir framan hann er Ormarr Örlygsson. Pótur er á milli Sveinbjarnar Hákonarsonar og Ólafs Þórðarsonar. Það er alltaf svekkjandi að tapa í bikar- úrslitaleik - sagði Guðmundur Torfason í Fram „SVONA er knattspyrnan, stund- um sætur sigur og stundum súrt tap,u sagði Guðmundur Torfa- son, markaskorarinn mikli í liði Fram, eftir tapið gegn Skaga- mönnum f úrslrtum Mjólkurbik- arsins á sunnudaginn. „Ég er nú ekki alveg viss um að betra liðið hafi unnið hér í dag. Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum þar til við skoruðum mark- ið. Þá drógum við okkur aftar og ég held að það hafi verið rangt hjá okkur. Þetta lagaðist fljótlega aftur en síðan komu þessi tvö mörk frá Pétri eiginlega ekki upp úr neinu. Fyrirgjöf og klafs í markið. Þetta var þó verulega vel gert hjá honum og góð mörk. Það er alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik en það er mjög skemmtileg tilfinning að vinna slíkan og ég vil því óska Skaga- mönnum til hamingju með sigurinn í þetta sinn." — Hvað gerist nú hjá ykkur? „Það er auðvitaö ekkert annað að gera en að safna kröftum fyrir þá leiki sem eftir eru í (slandsmót- inu og við verðum að vinna þá leiki sem við eigum eftir um leið og við treystum því að Skagamenn haldi áfram á sigurbrautinni sem þeir eru nú komnir á og vinni Vals- menn. Þeir ættu að geta það fyrst • Guðmundur Torfason þeir eru byrjaðir að vinna þessi topplið," sagði Guðmundur Torfa- son.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.