Morgunblaðið - 02.09.1986, Page 5

Morgunblaðið - 02.09.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 B 5 Fast leikið en ekki gróft Skemmtilegur baráttuleikur — sagði Guðmundur Steinsson Morgunblaðið/Júlíus • Það var oft hart barist í bikarúrslitaleiknum á sunnudaginn þó svo hann hafi ekki verið grófur. Hór nær Pétur Ormslev knettinum eftir að Ólafur Þórðarson og Steinn Guðjónsson lágu í valnum eftir hart návígi. „ÞETTA var skemmtilegur bar- áttuleikur og þrátt fyrir að vindurinn setti sitt mark á hann sást ágætis spil á köflum,“ sagði Guðmundur Steinsson fyrirliði Fram eftir að lið hans hafði beðið lægri hlut í úrslitaleiknum í Mjólk- urbikarnum en þar sigruðu Skagamenn 2:1. „Við áttum talsvert af færum og vorum óheppnir að skora ekki úr þeim, sérstaklega hefði verið gott ef Pétur hefði náð að skora í byrjun leiksins. Mér fannst við vera meira með boltann og einnig átt- um við hættulegri marktækifæri — en það vantaði að nýta þau og því fór sem fór. Skagamenn er alltaf erfiðir aö leika við og ég vil nota tækifærið og óska þeim til hamingju með sigurinn." — Á ekki að reyna að gleyma þessum leik sem fyrst? Jú, það er ekkert annað fyrir okkur að gera. Það þýðir ekkert að fara í fýlu vegna þessa leiks. Við verðum að gleyma honum og einbeita okkur að (slandsmótinu. Þar getur allt gerst ennþá og við erum staðráðnir í að vinna þá leiki sem eftir eru og vona að Valsmenn tapi einhverjum stigum, sem er mikill möguleiki því þeir eiga erfiða leiki eftir og öll pressan er á þeim,“ sagði Guðmundur Steinsson að lokum. Morgunblaðiö/Júlíus • Guðmundur Steinsson fyrirliði Fram á fleygiferð með knöttinn í átt að marki Skagamanna á sunnudaginn. EYSTEINN Guðmundsson dæmdi úrslitaleikinn á sunnudaginn og fórst honum það einstaklega vel úr hendi. Hann var öryggið upp- málað allan leikinn og trúlega er Pétur Pétursson maður leiksins PÉTUR Pétursson var vaiinn maður bikarúrslitaleiksins á sunnudaginn og kom það víst fáum á óvart. Dómnefndina skip- uðu þeir Guðni Kjartansson og Sigi Held og hefur valið ábyggi- tega verið auðvelt hjá þeim félögum. Arnarflug veitti verðlaunin fyrir þessa útnefningu og voru þau ferð fyrir tvo til Hollands og ætti Pétur að kannast við sig þar því það var einmitt í Hollandi sem hann hóf atvinnumannsferil sinn. Pétur fór til Feyenoord í Hol- landi í október árið 1978 og var það upphafið á atvinnumannsferli hans sem nú hefur staðið í átta ár. Pétur er nú kominn heim aftur og hefur leikið með Skagamönnum í tæpan mánuð og kann því vel þannig að það er aldrei að vita hvað tekur við hjá honum eftir að keppnistímabilinu lýkur hér heima í haust. Pétur er vel að nafnbótinni mað- ur leiksins kominn því margur er á því að hann hafi hreinlega unnið leikinn fyrir Skagamenn. Hvað sem til er í því þá er það staðreynd að hann skoraði bæði mörk liðsins og tryggði því þar með bikarmeist- aratitilinn árið 1986. Til hamingju Pétur! Hvað sögðu áhorfendur? Eftir úrslitaleik Fram og IA í Mjólkurbikarkeppninni á sunnu- daginn tókum við nokkra áhorf- endur tali og spuðum þá hvernig þeim hefði þótt leikurinn. Svör þeirra fara hér á eftir. TRYGGVI PÉTURSSON: Miðað við aðstæður fannst mér þessi leikur bara alveg sæmilegur en mér fannst úrslitin ekki sanngjörn. ANDREAS LÚÐVÍKSSON: Mér fannst leikurinn vera nokkuð góður en vindurinn setti óneitanlega nokkurn svip á leik beggja liöa. Mér fannst úrslitin sanngjörn. FANNEY JÚLÍUSDÓTTIR: Þetta var mjög skemmtilegur leikur og mér fannst þetta sann- gjörn úrslit. SVEINBJORN KRISTJANSSON: Mér fannst sorglegt að Fram- arar skildu tapa þessu, mér fannst þeir eiga meira í leiknum. Leikurinn var frekar slappur til að byrja með enda hafði vindur- inn sín áhrif, en það rættist þó úr honum er líða tók á leikinn. LINDA HALLGRÍMSDÓTTIR: Mér fannst þetta mjög góður leikur en úrslitin fannst mér ekki sanngjörn. SIGURBJÖRN SVEINSSON: Þetta var mjög góður leikur miðað við aðstæður, rokið og því um líkt. Úrslitin voru góð fyrir mína menn! ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON: Mér fannst þetta góður leikur en ég held að það hefði verið sanngjarnara að fá framlengingu. Framarar voru betri í fyrri hálfleik og áttu að vinna þennan leik. þetta einn besti leikur sem ,hann hefur dæmt lengi. Við spurðum hann eftir að hann hafði flautað til leiksloka hvernig honum hafi fundist að dæma þennan helsta leik íslenskrar knattspyrnu. „Mér fannst bara gott að dæma þennan leik. Hann var mjög drengi- lega leikinn af hálfu beggja liða og leikmenn slepptu því alveg að röfla í þessum leik þannig að hann var tiltölulega auðdæmdur. Hann var að vísu fast leikinn en ekki grófur. Ég bjóst satt best að segja við meiri hörku í leiknum, sérstakelga þar sem veðrið var leiðinlegt því það kemur oft niður á leiknum." — Hvað var mikið eftir þegar Skagamenn skoruðu sigurmark- ið? „Það var nákvæmlega ein mínúta eftir á minni klukku. Það var rétt um hálf mínúta komin fram yfir venjulegan leiktíma en ég stöðvaði klukkuna þegar Pétur meiddist í síðari hálfeik og því var ein mínúta eftir er þeir skoruðu. Ég stoppaði líka klukkuna þegar Skagamenn fögnuðu markinu því þeir fóru út af vellinum og mér fannst ósanngjarnt að stöðva ekki, það hefði ekki verið mikið eftir ef klukkan hefði gengið á meðan," sagði Eysteinn dómari Guðmunds- son. lýsendur greitt reikninga sína með greiðslukortum frá VISA eða EURO. VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTA VIÐSKIPTI. Auglýsingadeild, Áskrift Afgreiðsla, sími 22480. 691140 — 691141 sími 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.