Morgunblaðið - 02.09.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986
B S
• íslands- og bikarmeistarar
Vals í knattspyrnu kvenna 1986.
Aftari röA frá vinstri: Róbert
Jónsson, þjájfari, Bryndís Vals-
dóttir, Þóra Úlfarsdóttir, Sólrún
Tryggvadóttir, Ingibjörg Jóns-
dóttir, Arney Magnúsdóttir,
Ragnhildur Skúladóttir, Mar-
grét Bragadóttir, Ragnhildur
Sigurðardóttir og Hera Ár-
mannsdóttir. Fremri röö frá
vinstri: Kristín Arnþórsdóttir,
Cora Barker, Guðrún Sœ-
mundsdóttir, Erna Lúðvíksdótt-
ir, Ragnheiður Víkingsdóttir,
fyrirliði, Gunnhildur Gunnars-
dóttir, Margrét Óskarsdóttir og
Védís Ármannsdóttir.
Morgunblaðid/Júlíus
íslands-
og bikar-
meistarar
Vals
Veðrið skemmdi
leikinn alveg
- sagði Ragnheiður Víkingsdottir fyrir-
liði Islands- og bikarmeistara Vals
Bikarkeppni kvenna:
Valsstúlkurnar
ekki íneinum
erfiðleikum með
rokiðogUBK
Morgunblaðiö/Júlíus
• Ragnheiður Vfkingsdóttir með sigurlaunin í bikarkeppninni. Félag-
ar hennar fagna fyrir aftan.
Ragnheiður Víkings-
döttir, fyrirliði Vals:
„Veðrið skemmdi leikinn al-
veg. Hann gat farið hvernig sem
var, en við nýttum færin. Það var
vonlaust að halda boltanum og
spila, en við vorum staðráönar í
að sigra. Við unnum leikinn á
góðri baráttu og samheldni, því
við erum sem ein fjölskylda."
Margrét Óskars-
dóttir, Val:
„Ég vildi fresta leiknum, en
fyrst við unnum, þá er ég fegin
aö hann fór fram. Þetta var eng-
in knattspyrna, en ég er ánægð
með sigurinn og það var gaman
að skora í leiknum."
Ingibjörg JónS-
dóttir, Val:
„Þetta er fyrsti titillinn sem ég
vinn i knattspyrnu og því er ég
virkilega ánægð. Veðrið var öm-
urlegt og það var mjög erfitt að
spila í þessu roki. En þetta voru
góð og sanngjöm úrslit, þó knatt-
spyrnan hafi ekki veriö falleg."
Sigríður Jóhannes-
dóttir, fyrirliði UBK:
„Þetta var sanngjarn sigur hjá
Val. Þær eru með sterka liös-
heild og hafa sýnt í sumar að þær
eru með besta liðið. Þaö er alltaf
svekkjandi að tapa leik, en við
„ÞETTA er samhentur og jafn
hópur, stelpurnar hafa æft mjög
vel og uppskeran er ánægjuleg,**
sagði Róbert Jónsson, þjálfari
Vals, f samtali við Morgunblaðið
eftir úrslitaleikinn.
Róbert þjálfaði Breiöablik þegar
liðið varð Islands- og bikarmeistari
árið 1983, og hefur endurtekið leik-
inn í ár með Valsstúlkurnar. „Þetta
sköpuðum okkur fá færi, sem
ekki nýttust, en dæmið gekk upp
hjá Val. Þær eru betri núna, en
okkar tími kemur aftur."
Guðríður Guðjóns-
dóttir, UBK:
„Ég ætla að hætta núna í
knattspyrnunni og því hefði verið
gaman að enda ferilinn með bik-
arsigri, en maður verður bara að
sætta sig við það, að þær voru
einfaldlega betri og unnu sann-
gjarnan sigur. En það var ekki
hægt að spila knattspyrnu í
þessu veðri og kom það jafnt
niður á báðum liðum."
Aðalsteinn Örnólfs-
son, þjálfari UBK:
„Betra liðið vann, en þetta var
ekki góö knattspyrna. Valsstúlk-
urnar voru duglegri, en okkar eru
nettari, þó þær hafi ekki náð að
sýna þaö í þessum leik. Hins
vegar hafa Valsstúlkurnar sýnt í
sumar að þær eru bestar og því
voru þetta sanngjörn úrsiit.
Sigurbergur Sig-
steinsson, landsliðs-
þjálfari kvenna:
„Veðrið réð gangi leiksins, en
Valur vann sanngjarnan sigur.
Blikastúlkurnar virtust bæði vilja-
og áhugalausar, en það er Iftið
að marka svona rokleiki."
er skemmtileg tilviljun, en ég hafði
trú á stelpunum, vissi að þær voru
góðar og myndu standa sig vel í
sumar. Við vorum mjög óheppin
með veður í leiknum. Stúlkurnar
geta miklu meira, en í svona roki
er ekki hægt að leika knattspyrnu.
Hins vegar er ekki hægt að fresta
svona leikjum, og ég er ánægður
með sigurinn," sagöi Róbert Jóns-
son.
VALUR varð bikarmeistari
kvenna í knattspyrnu á laugar-
daginn, þegar liðið vann UBK 2:0
á Stjörnuvelli í Garðabæ í úrslita-
leiknum. Leikurinn fór fram í
hávaðaroki og rigningu og áttu
stúlkurnar í mestu erfiðleikum
með að leika knattspyrnu. Vals-
stúlkurnar léku á móti vindi f fyrri
hálfleik og skoruðu þá bæði
mörkin.
Fyrri hálfleikur var frekar jafn,
en Valsstúlkurnar nýttu færin. Á
9. mínútu nýtti Margrét Óskars-
dóttir sér slæm varnarmistök hjá
UBK, náði knettinum og skaut jarð-
arbolta frá vítateigslínu að marki
UBK. Guðríður Guðjónsdóttir,
markvörður, virtist hafa knöttinn,
en hann fór engu að síður í markið.
Baráttan við Kára hélt áfram og
var vonlaust að halda einhverju
spili gangandi. Á 32. mínútu fékk
Kristín Arnþórsdóttir stungusend-
ingu inn fyrir vörn UBK frá hægri.
Kristín lék nær markinu og skoraði
örugglega af stuttu færi.
Á næstu mínútu skall hurð nærri
hælum UBK. Ingibjörg Jónsdóttir
fékk þá knöttinn utarlega í vítateig
UBK. Þrumuskot hennarfóristöng
og þaðan beint í fangið á Guðríöi.
Skömmu fyrir hlé fengu Blikarn-
ir tvö góð færi, en tókst ekki að
skora. Fyrst átti Ásta B. Gunn-
laugsdóttir skot í stöng og síöan
brenndi Erla Rafnsdóttir af úr
dauðafæri.
Valsstúlkurnar voru ákveðnari í
seinni hálfleik og á 42. mínútu
komst Kristín inn fyrir vörn UBK,
en Guðríður varði skot hennar í
horn.
Ásta B. fékk eina marktækifæri
UBK í seinni hálfleik á 54. mínútu.
Þá komst hún inn fyrir Valsvöm-
ina, en Valsstúlkunum tókst að
bjarga á siðustu stundu. Þær brun-
uðu upp og Kristín skaut rétt
framhjá markinu hinum megin.
Skömmu síðar náðu Valsstúlkurn-
ar góöu spili, en Kristín hitti ekki
markið úr góðu færi. Á 58. mínútu
varði Guðríður skot frá Margréti
Óskarsdóttur, knötturinn fór í
stöng og aftur fyrir og á 75. mínútu
fékk Ingibjörg Jónsdóttir tvö ágæt
marktækifæri, en brást bogalistin
þegar á reyndi.
Greinilegt var að leikmenn
beggja liða urðu þeirri stundu
fegnastir þegar góður dómari
leiksins, Eyjólfur Ólafsson, fiautaði
af. Stúlkurnar náðu ekki að leika
neina knattspyrnu af viti vegna
veðurofsans og var það synd, þar
sem leiknum var sjónvarpað beint.
Gætu margir hafa fengið ranga
mynd af getu stúlknanna, en þær
eru mun betri en þær sýndu á laug-
ardaginn.
Guðrún Sæmundsdóttir var
sterkasti hlekkurinn i vörn Vals og
Kristín Arnþórsdóttir, Ingibjörg
Jónsdóttir og Margrét Óskars-
dóttir voru ógnandi i framlínunni.
Guðríður Guðjónsdóttir stóð sig
ágætlega í marki UBK, en annars
var liðið frekar jafnt.
- S.G.
Samhentur og
jafn hópur
- sagði Róbert Jónsson þjálfari Vals