Morgunblaðið - 02.09.1986, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.09.1986, Qupperneq 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 T % Jj Spánn: Gary Lineker byrjar vel GARY Lineker byrjaði vel með Barcelona í 1. umferð spænsku deildarkeppninnar I knattspyrnu. Hann skoraði bæði mörk liðsins gegn Santander. Metaðsókn var á vellinum í Barcelona eða um 120 þúsund manns. Hitt stórliðið í spænsku deildinni, Real Madrid, vann ör- uggan sigur á Murcia, sem kom upp í 1. deild í vor. Mexíkanski landsliðsmaðurinn Hugo Sanchez gerði tvö og Jorge Valdano eitt. Önnur úrslit í fyrstu umferð voru þessi: Bracelona — Santander 2—0 Osasuna — Mallorca 0—0 Real Sociedad — Cadiz 4—0 Zaragoza — Sevilla 2—0 Gijon — Athletic de Bilabo 2—0 Las Palmas — Valladolid 2—0 Murcia — Real Madrid 1—3 Beddtis — Sabadell 1 —0 Atletico — Espanol 1—1 Lazarek með Pólverjana WOJCIECH Lazarek hefur verið ráðinn þjálfari pólska landsliðs- ins í knattspyrnu í stað Antoni Piechniczek, sem sagði starfi sínu lausu eftir lélegan árangur liðsins á HM í Mexíkó í sumar. Lazarek, sem er 47 ára gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning og verður því væntanlega með liö- ið fram yfir næstu heimsmeistara- keppni. Hann þjálfaði Póllands- meistara Lech Poznan 1983 og 1984, en hefur verið með 2. deild- arliðið Trelleborg í Svíþjóð að undanförnu. Morgunblaðlð/SUS • Bræðurnir frá Sauðárkróki hafa verið iðnir við að skora mörk í sumar. Um helgina skoruðu allir nema Björn og Eyjólfur gerði tvö mörk. Þessi mynd var tekin af þeim eftir sigurinn á Austra á Eskifirði fyrir skömmu og á henni eru frá vinstri: Sverrir, Eyjólfur, Eiríkur og Björn og allir eru þeir Sverrissynir. 3. deild: Fjórir á heimsleika fatlaðra barna Bræðurnir frá Króknum skora — Hringur fótbrotnaði á Grenivík ÞESSA dagana fara fram í Nott- ingham í Englandi heimsleikar fatlaðra barna og unglinga. Þátttakendur frá íslandi á leik- um þessum eru; Ásdís Úlfarsdóttir ÍFR, Rúnar G. Halldórsson ÍFR, Halldór Guðbergsson ÍFR og Arnar Klemensson frá Viljanum, Seyðis- firði. Fararstjórar eru þau Margrét Hallgrimsdóttir og Páll B. Helga- son. Heimsleikir fatlaöra barna og unglinga eru nú haldnir í fyrsta sinn og er vonandi að vel takist til því ásamt þeim greinum er keppt er í verður kynning á fjöl- mörgum öðrum íþróttum sem vel henta fötluðum, en lítið hafa verið stundaðar. SÍÐUSTU leikirnir í B-riðli þriðju deildar voru leiknir á laugardag- inn en keppni er þegar lokið í A-riðlinum og þar vann ÍR sór sæti í 2. deiid eins og við höfum skýrt frá. Leiftur sigraði í B-riðlin- um og leikur í 2. deild að ári en Austfjarðarliðin Valur og Leiknir féllu niður i 3. deild ásamt HV, sem hætti keppni snemma sum- ars, og Ármanni. Leiftur vann sinn síðasta leik gekn Árskógstrendingum og varð BELENENSES frá Lissabon hefur forystu í portúgölsku 1. deildinni eftir tvær fyrstu umferðirnar. Sporting sem ÍA mætir í Evrópu- keppninni og Benfica eru í öðru sæti með 3 stig. Mexíkanski sóknarmaðurinn Negrete skoraði fyrsta markið fyrir Sporting með hörkuskoti á 22. mínútu og Raphael, sem er ensk- ur, bætti við öðru markinu fyrir leikhlé, gegn Rio Ave á útivelli. í seinni hálfleik tókst heimamönn- um að jafna með mörkum Jaime Grace og Alonso. Benfica sigraði Varzim, 2:0 með mörkum Rui Agu- as og Chiquinho. Annars urðu úrslit sem hér seg- ir: Farenge — Boavista 1—1 Elvas — Maritino 2—0 Benfica — Varzim 2—0 Guimaraes — Porto 2—2 Chaves — Braga 0—2 Rio Ave — Sporting 2—2 Saloueiros — Belenenses 0—2 Academica — Portimonense 1—0 það all sögulegur leikur. Magna- menn skoruðu strax á 2. mínútu og var þar að verki Jón Ingólfsson en síðan jafnar Leiftur rétt fyrir leikhlé og komust síðan yfir á 70. mínútu. Magni fékk vítaspyrnu í lokin en hún var varin. Það óhapp henti að einn leikmanna Magna, Hringur Hreinsson, fótbrotnaði í þessum leik. Á Fáskrúðsfirði léku heima- menn, Leiknir, við Tindastól og töpuðu 3:6. Leiknir náði þó að • Mexíkanski landsliðsmaður- inn Negrete skoraði glæsilegt mark fyrir Sporting Lissabon um helgina. íslendingum gefst kostur á að sjá Negrete í Evrópuleiknum gegn IA 17. september á Laugar- dalsvelli. gera þrjú mörk sem er jafn mikið og liðið hefur skorað í öllum hinum leikjunum í deildinni til samans. Mörk þeirra gerðu Arnar Ingason, Svanur Kárason og Magnús Guð- mundsson en fyrir Tindastól skoruðu þeir bræður Sverrir, Eyj- ólfur (2) og Eiríkur Sverrissynir eins og venjulega og að auki Stefán Pétursson og Birgir Rafnsson. Dómgæslan í þessum leik var all söguleg eins og svo oft áður. Línuverðir leiksins þóttu með af- brigðum slakir enda máttu þeir varla vera að því að gegna hlut- verki sínu. Þeir ræddu mikið við áhorfendur og reyktu meira að segja á meðan á leik stóð — nokk- uð sem alls ekki samræmist störfum þeirra. Því miður hefur framkoma sem þessi verið of al- geng þar eystra og er vonandi að gerð verði bragarbót í dómaramál- um þar sem fyrst. Reynir sigraði Austra 2:0 og var sá sigur sanngjarn. Austramenn voru fámennir þar nyrðra enda margir úr liðinu farnir erlendis í sumarfrí þar sem vertíðin fyrir liðið sem slíkt var á enda. Þróttur sendi Valsara frá Reyð- arfirði endanlega niður í fjórðu deild er þeir unnu þá á Neskaup- stað 2:0 og nú heyrast þær sögur að Reyðfirðingar ætli að fjölmenna til nágranna sinna á Eskifirði næsta keppnistímabil en hvort af því verður kemur líklega ekki í Ijós fyrr en í vetur. Sigurvegarar riölanna, Leiftur og ÍR, munu leika úrslitaleik um hvort liðið vinnur 3. deildina og verður væntanlega varpað hlut- kesti um hvort hann verður leikinn fyrir norðan eða hér fyrir sunnan. Eðlilegast væri að leikur þessi yrði á Akureyri því ferðakostnaður lið- anna í B-riðlinum hefur verið mun meiri en liðanna í A-riðlinum en að vísu mun kostnaði við úrslita- leikinn vera skipt niður á liðin sem leika hann þannig að kostnaðar- lega séð skiptir ekki máli hvar leikið verður. Stjörnustrákar til Hollands STRÁKARNIR í 4. flokki í knatt- spyrnu í Stjörnunni, Garðabæ, fara í viku æfinga- og keppnis- ferð til Hollands í dag. Strákarnir hafa safnað fyrir ferðinni með ýmiss konar vinnu. Þeir hafa safnað glerjum og selt og á bikarúrslitaleik Vals og UBK í kvennaflokki, sem fór fram á Stjörnuvelli, sáu þeir um miða- söluna og veitingasölu. Þeir létu veðrið ekkert á sig fá og sögðu í samtali við Morgunblaðið, að mikið betra væri að selja heitt kaffi í roki og rigningu, en í sól og blíðu. Þeir koma til með að leika þrjá leiki í Hollandi og svo ætla þeir að sjá Atla Eðvaldsson í leik með Uerdingen gegn Dort- mund. Á myndinni eru framherjar 4. flokks Stjörnunnar, þeir Sigfús Gissurarson með kaffikönnuna og Jón Gunnar Sævarsson með sælgætiskassann. Portúgal: Negrete skoraði fyrir Sporting

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.