Morgunblaðið - 02.09.1986, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ' ÞRÍÐJUDÁGtJR 2. SEPTEMBER 1986
B 11
Kraftaverk hjá
Atla og félögum
— leika næst gegn Níirnberg
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttaritara
FYRSTA umferð í þýsku bikar-
keppninni í knattspyrnu fór fram
um helgina og var aðalleikurinn
viðureign Uerdingen og Stutt-
gart. Þetta var stórkostlegur
leikur, en Uerdingen vann 6:4
eftir framlengdan leik.
Stuttgart lék gríðarlega vel í fyrri
hálfleik, en staðan í hálfleik var
3:0. Klinsmann skoraði tvívegis og
Schröder einu sinni. Hinn 18 ára
Bierhoff kom inn á í seinni hálfleik
hjá Uerdingen, og hann jafnaði
leikinn, 3:3, á 84. mínútu, Bierhoff
skoraði einnig fyrsta mark Uerd-
ingen á 61. mínútu, en Kuntz
skoraði annað markið úr víta-
spyrnu. Rudi Bommer axlarbrotn-
aði eftir samstuð við Ásgeir
Sigurvinsson og voru leikmenn
Uerdingen aðeins 10 eftir það, því
þeir höfðu notað báða varamenn-
ina, og liðið var 3:0 undir!
Funkel kom heimamönnum yfir
Morgunblaðsins í Vestur-Þýskalandi.
snemma í framlengingunni, en
Allgöwer jafnaði fyrir Stuttgart.
Raschid skoraði síðan tvívegis fyr-
ir Uerdingen, sem vann 6:4.
Leikurinn var mjög góður en
harður og fengu nokkrir að sjá
gula spjaldið, þar á meðal Ásgeir,
og einum leikmanna Stuttgart var
vikið af velli. Atli Eðvaldsson og
Ásgeir léku báðir vel í þessum
baráttuleik, en markvörður Stutt-
gart var taugaóstyrkur og átti sök
á tveimur markanna. Það var
kraftaverk hjá Uerdingen að ná að
jafna og sigra síðan í leiknum, en
svo virðist, sem þeim takist þetta
árlega. í mars var Uerdingen undir
3:1 í Evrópuleik, en sigraði 7:3 og
áriö 1977 var liðið 3:0 undir gegn
Frankfurt í bikarleik, en vann 6:3!
Önnur helstu úrslit urðu annars
þau að Kaiserslautern tapaöi 3:0
fyrir áhugamannaliðinu
Remscheid, Werder Bremen gerði
Sigurður er með betri liðsmönn-
um Luzern. Liðið verður nú án
hans langleiðina fram að jólum en
Sigurður vonast til að ná sér á
átta vikum. Hann verður að taka
það rólega í tvær vikur en getur
byrjað að þjálfa fótvöðvana með
aðstoö sjúkraþjálfara eftir tvær
vikur.
„Ég hefði varla getað meiðst á
verri tíma,“ sagði Sigurður en hann
er kominn með flugmiöann heim
til (slands á landsleikinn gegn
Frökkum í hendurnar. „Ég get ekki
spilað í landsleikjunum þremur í
haust og verð ekki með í leikjum
Luzern gegn Spartak Moskva í
Arnór og Ragnar
skoruðu báðir
BELGÍSKA deildarkeppnin f
knattspyrnu hófst á laugardaginn
og voru bæði Arnór Guðjohnsen
og Ragnar Margeirsson í sviðs-
Ijósinu, hvor í sinni deild.
Meistarar Anderlect unnu Sear-
ing örugglega 3:1 á útivelli. Arnór
Guðjohnsen skoraði þriðja markið
og var það sérlega glæsilegt, mark
umferðarinnar. Sending kom fyrir
mark Searing, Arnór henti sér fram
og skallaði knöttinn upp í vinkilinn.
Annars urðu úrslit leikja í 1. deild
þessi:
Searing - Anderlecht 1:3
Beerschot - Mechlin 1:1
Charleroi - Antwerpen 1:1
Brugge - Waregem 3:0
Standard L. - Ghent 5:0
Berchem - Beveren 0:0
RWDM-Liege 1:1
Lokeren - Racing Jet 1:1
Kortrijk - Cercle Brugge 3:2
Ragnar Margeirsson byrjaði vel
og skoraði bæði mörk Waterschei
Sviss:
Sigurður úr
leikítvo mánuði
Ziirích, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
SIGURÐUR Grétarsson, landsliðsmaður og leikmaður með Luzern f
Sviss, var settur í gips „frá nára niður á tá“ á föstudag og losnar ekki
úr því fyrr en eftir sex vikur. Liðbandið innan á hægra hné slitnaði
fyrir rúmri viku þegar hann hljóp saman við annan liðsmann Luzern
á æfingu. Sigurður vissi ekki hversu alvarleg meiðslin voru fyrr en
nú skömmu fyrir helgina þegar hann fór til íþróttalæknis Bayern
Miinchen f Vestur-Þýskalandi og lét hann líta á hnéð. Sá hinn sami
læknir læknaði hann af bakkvilla, sem þjáði Sigurð f upphafi leiktfma-
bilsins í Sviss, aðeins nokkrum dögum áður en hann meiddi sig í
hnénu.
UEFA-keppninni.“
Luzern sigraði Basel 2:0 í fyrstu
deild í svissnesku knattspyrnunni
nú um helgina. Ómar Torfason
spilaði ekki með.
Baden, lið Guðmundar Þor-
björnssonar, sigraði Chiasso 1:2 í
annarri deild. Leikar stóðu 1:0 í
hálfleik. Seinni hálfleikur var
spennandi og Guðmundur náði
boltanum fjórum mínútum eftir að
Chiasso skoraði sjálfsmark á 60.
mínútu og hljóp glæsilega í gegn-
um vörnina, gaf fyrir og Baden
skoraði eitt mark sem nægði liðinu
til sigurs.
markalaust jafntefli við Aachen,
Bayern Mrichen átti í erfiðleikum
með Hertha Berlin, en vann 2:1,
Schalke tapaði 1:0 fyrir áhuga-
mannafélaginu Mainz 05 og
Bochum tapaði 1:2 fyrir St. Pauli.
Dregið hefur verið í 2. umferð
bikarkeppninnar og leikur Uerding-
en heima gegn Nurnberg.
Homburg fær Bayern Munchen í
heimsókn, Gladbach leikur gegn
Dortmund, Dusseldorf gegn Lev-
erkusen og Köln gegn Mannheim.
gegn St-Truiden í 2. deildinni, en
leikurinn endaði 2:2. „Ég skoraði
fyrra markiö strax á 1. mínútu,
ágætt mark. Við náðum tveggja
marka forystu á 29. mínútu. Þá
fékk ég boltann rétt innan vítateigs
og þrumaði honum viðstöðulaust
í hornið uppi. En á næstu mínútu
var varnarmaður hjá okkur rekinn
af velli og þá fór að síga á ógæfu-
hliðina og andstæðingarnir náðu
að jafna," sagði Ragnar í samtali
við Morgunblaðið.
Samningur Ragnars við Wat-
erschei rennur út næsta vor. „Við
höfum staðið okkur vel í æfinga-
leikjum og mótum í sumar og ég
er bjartsýnn fyrir keppnistímabilið,
sem hófst um helgina. Liðið er
gott og ef við verðum ekki fyrir
skakkaföllum, eigum við góða
möguleika á að endurheimta sætið
í 1. deild," sagði Ragnar Margeirs-
VOLVO
RAtfííö
V0LN/f9u^I rftvM
nö
qÆEÉ
FOLKSBILAR
KRONUR
Púslkerfi
í 240
stgr. 6.531-
Framdempari
í 240 2.743.
Afiurdempari
í 240
1.373.-
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SIMI 35200