Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 Sigurlaug Péturs- dóttir — Minning Fædd 10. janúar 1890 Dáin 7. september 1986 Sunnudaginn 7. september sl. andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri Sigurlaug Pétursdóttir 93 ára að aldri. Hún hafði stóran hluta sinnar löngu ævi verið búsett á Akureyri. Hún var Húnvetningur, en átti ættir að rekja til Eyjafjarðar. Hún fæddist að Ósi í Vindhælis- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu 10. janúar 1893. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðmundsdóttir, sem misst hafði föður sinn er hún var í móður- kviði en ólst upp hjá móður sinni að Harastöðum, og Pétur Bjöms- son, Hörgdælingur, sem ungur fluttist til elsta bróður síns, vinnu- manns á Keldulandi í Húnavatns- sýslu. Húsmóðirin á þeim bæ, Alfheiður að nafni, tók Pétur undir sinn vemdarvæng og þar óx hann úr grasi. Pétur og Guðrún vom dugnaðarforkar. Ungur að ámm fór Pétur til sjóróðra suður á land og fljótlega eftir að þau giftust tóku þau að stunda sjálfstæðan búskap, fyrst að Ósi og síðan að Tjöm á Skaga. Til marks um vinnusemi Péturs sagði Lauga mér (en svo var Sigurlaug kölluð) að er fólkið á Tjöm fór á fætur var Pétur oft að koma í land úr sjóróðri og gekk hann þá til daglegra starfa með fólkinu við búskapinn, en Pétur var útvegsbóndi. Mannmargt var í heimili og á 22 ámm eignuðust hjónin 13 böm, þar af komust 12 til fullorðinsára og em afkomend- umir orðnir flölmargir og víða dreifðir um landið. Fljótt eftir að Lauga fermdist fór hún að vinna fyrir sér. Var hún vinnukona í sveitum í Húnavatns- sýslu, m.a. var hún nokkur ár vinnukona á Árbakka við Skaga- strönd. Árið 1921 var hún ráðin vetrarstúlka hjá séra Gunnari Bene- diktssyni í Saurbæ í Eyjafirði. Á sama tíma var vinnumaður á Núpa- felli Stefán Hólm Kristjánsson frá Kerhóii á Sölvadal (nú í eyði). Þann vetur kynntust þau og bundust tryggðaböndum. Um vorið flutti Lauga til Akureyrar og réðst sem aðstoðarstúlka hjá Jónínu og Karli Schiöth í Lækjargötu 2. 1. vetrar- dag árið 1926 var haldin brúð- kaupsveisla í Lækjargötunni í tilefni af giftingu Laugu og Holla, en svo kallaðist Stefán meðal ættingja og vina. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau hjónin í leiguhúsnæði, m.a. á Eyrarlandsvegi 29 í sambýli við Júníus Björgvinsson bæjarverk- stjóra og konu hans Soffíu og var þar stofnað til ævilangrar vináttu allra fjögurra. Síðar fengu þau íbúð leigða í Aðalstræti 16, sem þau seinna keyptu og þar bjuggu þau til þess tíma er þau bmgðu búi vegna aldurs. Frá 1975 hafa þau dvalist á Dvalarheimiiinu Hlíð. Stefán vann ýmis verkamanna- störf og Lauga vann úti fram á efri ár, lengst af hjá KEA; í mjólkur- samlaginu og líklega lengst í Smjörlíkisgerðinni. Hún vann einn- ig sem ráðskona við Bamaheimilið Pálmholt í nokkur ár og tel ég að þar hafí Lauga unað sér best, innan um allan bamahópinn. Síðustu árin vann hún við ræstingar á Hótel KEA. Laugu og Holla auðnaðist ekki að eignast böm í þeirri orðsins merkingu, að afkvæmi áttu þau engin, en systurdóttur Laugu, nöfnu hennar, Sigurlaugu Helga- dóttur, tóku þau í fóstur 5 ára að aldri og ólu upp til unglingsára. Og mörg vom þau böroin sem til þeirra sóttu, því bamgóð vom þau með afbrigðum. Lauga var fríð kona og ákaflega vinnusöm. Ég kynntist henni þegar hún var um sextugt og vakti það strax athygli mína að hún hljóp við vinnu, ef hún gat því við komið. Hún var glaðvær og blíð og vildi öllum gott gjöra. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkmm manni, en hvöss gat hún verið við þá sem henni mislíkaði við. Gekk hún þá hreint til verks og kom framan að viðkomandi. Hún var lítið gefín fyr- ir víl og tók erfíðleikum með jafnaðargeði. Á síðustu ámm hrjáði hana sjóndepra, sem margir gerðu sér ekki grein fyrir. Því í fyrstu lét hún hana ekki aftra sér að fara allra sinna ferða. Er sjóndepran ágerðist varð eiginmaður hennar stoð og stytta. Þriðrjudaginn 2. september átti lítil frænka hennar afmæli. Til- hlökkunin var mikil og hóf hún daginn á heimsókn til Laugu og Holla til að bjóða þeim í afmælið. Lauga var ákveðin í að heimsækja hana um eftirmiðdaginn. Eftir að frænkan litla fór, lögðu gömlu hjón- in sig og Lauga sofnaði vært. Erfítt er að átta sig á því hvort hún komst til meðvitundar eftir það. Hún and- aðist rúmum fimm sólarhringum síðar. Gengin er einhver sú besta kona sem ég hefi kynnst um ævina. Eig- inkona mín hefur misst fóstm sína. Ég mun engum orðum fara um hennar söknuð eða bama minna. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég minnast hennar með þökk og virðingu. Ragnar Ásgeir Ragnarsson Sigurlaug Pétursdóttir fæddist 10. janúar 1893 að Ósi á Skaga- strönd, en var alin upp að Tjöm í Nesjum. Ung réðst hún sem vetrar- stúlka að Saurbæ í Eyjafírði, en þar kynntist hún Stefáni Hólm Kristjánssyni frá Kerhóli í Sölva- dal. Árið 1925 giftust Lauga og Holli, en svo em þau jafnan kölluð. Þau bjuggu sér heimili á Akureyri og hafa dvalist þar síðan. Holli og Lauga vom bamlaus, en móðir mín, Sigurlaug Helgadóttir, var að mestu alin upp hjá þeim. Sigurlaug Pétursdóttir hefur ver- ið hluti minninga minna eins langt og þær ná. Með þessum fátæklegu línum vil ég votta minningu hennar virðingu mína. Ég held að fyrstu ským myndim- ar sem ég hef af Laugu, séu frá Aðalstræti 16 á Akureyri. Þar bjuggu þau lengi, Holli og Lauga, og við krakkamir vomm tíðir gest- ir. Þá var oft glatt á hjalla. Lauga snerist í kringum okkur, smástíg og létt í spori. Ég man sérstaklega eftir því þegar einhvem veturinn ég kom til þeirra, renndi mér niður brekkuna og í hlað. Lauga bar fyr- ir mig brauð og mjólk. Eg leit ekki við mjólkurglasinu, heldur þreif mjólkurkönnuna og drakk í botn. Þá drakk ég meiri mjólk en ég hef nokkum tíma gert síðan. Lauga horfði stolt á þessa hraustlegu þorð- siði. En um leið og pilturinn hafði losað ílátið fékk hann blóðnasir, af hvetju sem það nú stafaði. Þá lét hún Lauga mig leggja höfuðið aftur og þvoði mér í framan. Síðan hefur hún eflaust sett mig upp í stólinn til Holla, þar sem fór svo vel um mig, og við vinimir höfum farið að telja bílana sem keyrðu eftir göt- unni, fylgst með skógarþröstunum í garðinum, eða jafnvel rakað okk- ur. _ Úr Aðalstrætinu fluttu Holli og Lauga í kjallarann heima í Austur- byggð 9. Þar var útbúin lítil íbúð og nú kynntumst við systkinin þeim enn nánar. Það var ekki litils virði fyrir okkur að geta skriðið niður í kjallara þegar foreldrar okkar voru famir til vinnu. Eða að koma heim úr skólanum og vita að alltaf var einhver heima. Það vom góðir tímar og fullir öryggi. En allt er breyting- um undirorpið, og brátt kom að því að Holli og Lauga fluttust á dvalar- heimilið Hlíð sunnar í götunni. Nú er Lauga horfín úr lífi okkar. En ég veit að minningin um þessa glaðlyndu og góðu konu verður með okkur alla tíð. Ég votta þér, Holli minn, mína dýpstu samúð. Ragnar Hólm Ragnarsson Jósefína Pálma- dóttir — Minning Fædd 14. mars 1887 Dáin 4. september 1986 Síminn hringir, það berast frétt- ir, „hún Jósefína er dáin“. Ég þagna, hugsa, minningamar bijót- ast fram. Þó engum skyldi bregða að heyra lát 99 ára gamallar konu fannst mér að þessi aldna föðursyst- ir mín ætti að lifa lengi enn. Minningamar em margar, allt frá því að lítill drengur, nýlega föð- urlaus, dvaldi hjá frænku sinni og Ólafí bónda hennar — um gamla bæinn á Eyvindarstöðum með skökku baðstofugólfi, lækinn við bæjarvegginn þar sem hvönnin stóð í breiðum og Iítill drengur hélt að ljósálfar lékju sér. Það var gott að vera á Eyvindarstöðum, umhyggjan var einkenni húsráðenda. Síðar, þegar fjölskyldan flutti að Holti og ég var enn í skóla þar skammt frá, lá leiðin nokkmm sinnum til Jós- efínu og Ólafs. Eitt sinn fékk ég að vita að ég ætti að eignast kind. Það var vel þegin gjöf og gladdi lítið hjarta meir en orð fá lýst. Surtla reyndist mikill kostagripur. Hún var gefín af góðum hug, enda var það kappsmál þeirra hjóna að öðmm liði vel. Eftir að Ólafur veiktist fyrir nokkmm ámm fluttu þau á Héraðs- hælið á Blönduósj. Þar fengu þau gott herbergi og gott atlæti. En einhvemveginn fannst mér Jósefína aldrei eiga heima þar. Þótt hún hefði aðstöðu til að taka á móti gestum, vantaði fijálsræðið. Henn- ar bestu stundir vom heimsóknir til bama og bamabama. Eftir að Ólafur dó fyrir rúmu ári dvaldi hún að mestu í Ártúnum, þar leið henni vel. Það var hreint með ólíkindum hversu vel hún Jósefína fylgdist með öllu er markvert gerðist allt Nýr maður í stjórn sauðfjárbænda MAGNÚS Guðmundsson í Odd- geirshólum var kosinn í stjórn Leiðrétting Prentvillupúkinn hefur fundið leið inn að tölvunum í minningar- grein Sveinbjöms Dagfínnssonar hér í blaðinu í gær um Hafstein Sigurðsson. Þar stendur ... verður minningin um Hadda sá sólskins- blettur í heiði sem léttar treganna. — Þama á auðvitað að standa létt- ir tregann. Hitt er málleysa. Landssamtaka sauðfjárbænda á aðalfundi samtakanna á Hólum. Kom hann í stað Rúnars Hálf- dánarsonar á Þverfelli sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Stjómin er að öðru leyti óbreytt. Kjörtímabili Aðalsteins Aðalsteins- sonar á Vaðbrekku var einnig lokið en hann var endurkjörinn í „sov- éskri kosningu", eins og hann orðaði það sjálfur. Með Aðalsteini og Magnúsi í stjóminni em: Jóhann- es Kristjánsson á Höfðabrekku, formaður, Eysteinn Sigurðsson á Amarvatni og Sigurður Jónsson á Stóra-Fjarðarhomi. fram undir það síðasta. Heymin var reyndar ekki nógu góð, en það var unnið upp með lestri. Um tíma bil- aði sjónin, en norður á Akureyri var sjónin löguð svo að undmn sætti. Næst þegar ég leit til hennar sagði hún við mig: „Ég hef fengið augun mín aftur, reyndar þarf ég að hvíla þau, _en ég átti ólesnar bækumar um Ólaf Thors og Gunnar Thor- oddsen, þær gat ég ekki látið bíða lengur." Jósefína var skemmtileg kona, tilsvör hennar voro oft á tíðum frábær, en þó án þess að meiða aðra. Oft fannst mér eftir heimsókn til hennar að ég hefði yngst og bjartsýni á tilveruna jókst. Fyrir fáum ámm kom Jósefína til Reykjavíkur til að velja legstein á leiði foreldra sinna, sagði það lengi hafa vakað í hugskoti sínu að þessu yrði hún að koma í fram- kvæmd. Það var vel af sér vikið af konu á tíræðisaldri að ferðast svo langa leið ein í langferðabíl og glöð var hún þegar steinninn hafði verið valinn. Jósefína fæddist í Gautsdal 14. mars 1887, dóttir hjónanna Pálma Sigurðssonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Gísladóttur frá Ey- vindarstöðum. Þau fluttust að Æsustöðum er Jósefína var 7 ára og ólst hún þar upp. Einn vetur var hún í Húsmæðraskólanum á Akur- eyri. En 1915 hóf hún búskap að Ketu í Skagafirði ásamt Olafi Bjömssyni er þar var alinn upp. Eftir fárra ára búskap fluttu þau sig vestur í Húnavatnssýslu, fyrst að Mörk í Laxárdal, en síðar í Blöndudal. Nokkur ár bjuggu þau á Eyvindarstöðum en fluttu þaðan að Holti á Ásum 1947 ásamt syni sínum Pálma. Lengst bjuggu þau á Mörk, þar er mjög grasgefíð og búsældarlegt á sumrin en snjóþungt á vetmm. Á þessum ámm var Mörk í þjóðbraut, þá lá leiðin til Skagafjarðar upp Stijúgskarð og gegnum Litlavatns- skarð. Hún frænka mín sagði mér margar sögur frá búskap sínum á Mörk, m.a. um silungsveiði í Mó- bergsselstjöm, en við vatnið liggur sá frægi bmnnur er oft áður fyrr fylltist svo af silungi á haustin að ausið var upp með fötum, allt upp í 500 físka í einu. Jósefína sagðist alltaf hafa farið að bmnninum og gægst í hann, en ekkert séð, enda em síðustu sögur af fiskigengd þar frá 1900. Á Mörk stundaði Jósefína garð- rækt eins og annars staðar þar sem hún bjó, bæði hafði hún yndi af trjárækt og ræktun matjurta. Þau Jósefína og Ólafur eignuðust 4 böm: Helgu (d. 1983) er gift var Skafta Kristóferssyni, þau bjuggu í Hnjúkahlíð og áttu 5 börn. Pálma, kvæntan Aðalbjörgu Þorgrímsdótt- ur, er búa í Holti, þau eiga 7 böm. Ingimar er dó ungur. Sigríði, gifta Jóni Tryggvasyni, þau búa í Ártún- um og eiga 7 börn. Auk þess ólu þau Jósefína og Ólafur upp elstu dóttur Helgu og Skafta, Stellu. Jósefína var mjög ættrækin og fylgdist vel með því hvemig hennar fólki vegnaði. Ég hef oft hugleitt að ef Jósefína væri ung í dag mundi hún með þeim möguleikum sem nú em, hafa náð Iangt með gáfum sínum og reisn. Hún gæti líka hafa verið per- sóna úr íslendingasögum og fengið þaðan góð meðmæli. En Jósefína fæddist fyrir rétt tæpum 100 ámm. Möguleikarnir vom ekki margir. En því hlutskipti sem hún valdist til reyndist hún trú. Hún átti gott heimili þar sem ástúð og virðing nutu sín. Hún unni landinu og reyndist því trú með ræktun sinni og umhyggju. Útför Jósefínu verður gerð frá Bólstaðarhlíðarkirkju, þar em jarð- sett eiginmaður og foreldrar svo og margir nákomnir ættingjar. I þessari kirkju söng Jósefína í kirkjukómum áður fyrr og lagði þá á sig ótrúlega miklar og strangar ferðir er hún bjó á Mörk. Ég þakka frænku minni öll hin góðu kynni og alla þá gleði sem hún veitti mér, bæði sem ungum dreng og einnig eftir að árin færð- ust yfir. Pálmi Gíslason Úndina Sigmundsdóttir Tara - ný snyrtistofa A Laufásvegi 46 hefur verið opn- uð snyrtistofan Tara. Öll almenn andlits-, hand- og fótsnyrting er á boðstólum og að auki „aroma- therapy“-líkamsnudd, og einnig það nýjasta í dag-, kvöld- og brúðar- förðun. Unnið er með René Guiot- og Sothys-vörur. Eigandi stofunnar er Úndína Sig- mundsdóttir snyrtifræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.