Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 1
fltoiggtiiiÞIateft LISTIR C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 BLAÐ UM SAKAMALASOGURNAR SEM BORGES SKRIFAÐI ASAMT VINI SINUM 6rt 1 . ,..v •Jil vAi OJ Á >¦•: fi'iíl i ¦ arg i& M || /s) b EFTIR ILLUGA JOKULSSON JORGE LUIS BORGES „í hinum æsilegu annálum glæparannsókna f ellur sá heiður að vera fyrsti spæjarinn sem er tukthúslimur í skaut don Isidoro." Það var Jorge Luis Borges sem skóp don Isidoro Parodi ásamt Bioy Casares. Þegar Jorge Luis Borges Iést í hárri elli í sumar var hans að sjálfsögðu minnst með viðeigandi hættnim allan heim og þar á meðal hér á íslandi. Tengsl Borgesar við ísland voru flestum kunn: hann dáði fornbókmenntir okkar og menningararfinn, taldi Snorra Sturluson meira en jafnoka Shakespeares og kom hingað nokkrum sinnum í einskonar pílagrímsferðir að því er hann sagði sjálfur. íslendingar þekkja því býsna vel til Borgesar og rita hans en einn er þó sá þáttur á ferli hans sem lítt er kunnur. Þegar Borges var til þess að gera ungur maður og frægðin enn fjarri gaf hann ásamt félaga sínum í Buenos Aires út safn sakamálasagna og nefndu þeir bókina Sex ráðgátur handa don Isidoro Parodi. Bókin vakti ekki mikla athygli fyrir utan heimaland höfundanna, Argentínu, en þegar Borges öðlaðist viðurkenningu um allan heim fyrir sögur sínar og ljóð var hún að sjálfsögðu dregin fram í dagsljósið á ný. Og sjá — Borges hafði náttúrulega ekki mistekist við þetta form fremur en önnur sem hann lagði gjörva hönd á. Unnendur vandaðra sakamálasagna hafa líka ætíð nafn don Isidoro Parodi í miklum metum. Eins og nafnið á „leynilögreglumanni" Borgesar og félaga hans gefur til kynna var ætlun þeirra ekki síst að leika sér að formi sakamálasögunnar — don Isidoro Parodi er vitanlega „paródía" eða skopstæling á ótal leynilögreglumönnum sem komnir voru til sögunnar á bókum áður en sest var við skriftir í Buenos Aires. Ekki svo að skilja að Borges hafi haft skömm á sakamálasögum, öðru nær; hann las þær eða lét lesa þær fyrir sig alla ævi og hafði af þeim mikla ánægju. Einn af eftirlætishöfundum hans, Englendingurinn G.K. Chesterton, er nú hvað þekktastur fyrir sakamálasögur sínar um föður Brown, prestinn sem leysti morðgátur í frístundum sínum og tekst bærilega upp þrátt fyrir óvanalegar aðferðir. Það er þó vart hinn glaðbeitti og fyrirferðarmikli faðir Brown sem er aðalfyrirmyndin að don Isidoro, og hvað þá Sherlock Holmes sem alltaf var á ferðinni með stækkunargler og jafnvel skammbyssur. Nei, í leit að fyrirmynd leitaði Borges 'M Fjallað um upphaf vináttu þeirra Alec Guinness og John Gielgud Þeir Sir John Gielgud og Sir Alec Guinness eru úr hópi þekktustu og virtustu leikara Stóra-Bretlands og eru þeir jafnframt miklir vinir, þó sú vinátta hafi ekki hafist gæfulega. ALEC GUINNESS JOHN GIELGUD 2/3 Einar Guðmundsson skrif ar um hina árvissu listahátíð í Amsterdam „Holland Festival". Hátíðin byggrist aðallega á óperuf lutningi, konsertum, leiklist og dansi, þar verður m.a. f lutt óperan „Brottnámið úr kvennabúrinu" eftir W.A. Mozart. 4 W.A. MOZART

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.