Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 C 3 taka þátt í kjötkveðjuhátíðinni í Belgrano, búinn sem ítali. Það var alkunna að seltzer-flaskan sem hafði lagt hann að velli hafði verið munduð af einum bófanna í flokki sem kallaði sig Heilögu hófana. En þar sem þeir Heilögu komu oft að góðum notum við kosningasmölum ákvað lögreglan að sökudólgurinn væri Isidoro Parodi, sem sumir sögðu vera stjórnleysingja en aðrir töldu bara sérvitring. I rauninni var Isidoro Parodi hvorugt. Hann átti rakarastofu í Barracas í suðurhluta Buenos Aires og hann hafði verið nógu ógætinn til þess að leigja eitt herbergi lögreglumanni úr Áttunda hverfí sem skuldaði honum nú árs leigu. Þetta samspil óheppilegra aðstæðna varð örlagavaldur Parodis. Framburður vitna (sem öll töldust til Heilögu hófanna) var einróma; Parodi fékk tuttugu og eitt ár." Parodi virðist hafa tekið þessu mótlæti eins og hverju öðru hundsbiti; hann er rólegur og yfirvegaður í klefa númer 273 og þar tekur hann á móti mönnum sem lent hafa í bobba og lögreglan ekki getað lagt þeim lið. Oftast eru þeir sem koma til Parodis sjálfir grunaðir um morð og önnur illvirki og skilja hvorki upp né niður í málavöxtum. Þeir rekja gang mála eins nákvæmlega og þeim er unnt, Parodi hlustar af athygli og tekur sér síðan tíma til þess að hugsa. Eftir nokkra daga kemur viðkomandi aftur í kiefann til Parodis og þá er lausnin fundin; Parodi endurtekur atburðarásina sem nú fær á sig allan annan svip. I endursögn hans kemur hið rökrétta samhengi hlutanna fyrst í ljós og það sem hafði ekki virst vera annað en lítilsvert smáatriði skiptir nú sköpum. Glæpurinn er því upplýstur og í leiðinni réttlætir Parodi nafnið sitt því stuttaralegar og íburðarlausar endursagnir hans eru eiginlega paródíur af upprunalegu sögunni. Frásögn hans er sprottin af frásögn annarra. Enginn er honum f remri Að vissu leyti má segja að þeir Borges og Bioy Casares hafi sett endapunktinn við þá sögu rökfræðinga í spæjaraleik sem Edgar Allan Poe hóf að rita um það bil hundrað árum fyrr. Parodi er í fangelsi og óhreyfanlegri getur einkaspæjari varla orðið. Það fór líka svo að ættbogi Dupins var ekki öllu lengri. Þegar Borges og Bioy Casares voru að skemmta sér við að búa til sex ráðgátur handa don Isidoro Parodi hafði Dashiell Hammett þegar skrifað bækur sínar í Ameríku og, eins og Raymond Chandler sagði, fært morðin „aftur til þeirra sem fremja þau vegna einhverra ástæðna en ekki til þess að útvega lík". Það var auðvelt að ásaka höfunda Jorge Luis Borges sakamálasagna, þar sem spæjararnir beittu rökvísinni einni, um skort á raunsæi, en allt er í veröldinni hverfult og ætli mörgum þyki nú sem bækur þeirra félaga Hammetts og Chandlers séu fyrirmyndarraunsæi? Og hvað sem því líður, þá verða þeir Borges og Bioy Casares ekki hirtir fyrir raunsæisskort sinn þar sem raunsæi var það síðasta sem þeir sóttust eftir. Þvert á móti vildu þeir með sögunum sýna hversu hefðbundnar sakamálasögur, og að lyktum allar skáldsögur, eru og hljóta líklega að vera. Eitt af því athyglisverðasta í fari don Isidoro Parodi er að þó að hann hreyfi sig varla spönn frá rassi alla bókina út í gegn þá er enginn honum fremri í því að uppgötva hvað fær annað fólk til að hreyfa sig og framkvæma. Að komast á snoðir um ástæður einhvers glæps er dæmi um lögmál orsakar og afleiðingar í skáldskap yfirleitt. Þegar einkaspæjarinn veltir vöngum yfir því hver hafi haft ríkastar ástæður til þess að myrða á stofugólfinu þá er hann að vinna aftur á bak, frá afleiðingu til orsakar, þar sem það er tómt mál að tala um ástæður fyrr en glæpurinn hefur verið drýgður. I sögum, en varla í lífinu sjálfu, er það glæpurinn sem helgar tilganginn, en ekki öfugt. Ef glæpur á sér engan tilgang er hann alls ekki glæpur heldur bara slys — „tilgangslausir glæpir" sem svo eru kallaðir spretta þannig séð af þrá glæpamannsins til þess að fremja tilgangslausan glæp... En þeir Borges og Bioy vildu líka skemmta lesendum sínum með augljósum paródíum þar sem verk annarra sakamálasagnahöfunda voru tekin fyrir. Flestir kannast áreiðanlega við sögu Agöthu Christie um Morðið í Austurlandahraðlestinni, ef ekki af bók þá af kvikmyndum. Sú saga er jafn sneidd öllu raunsæi og frekast er hægt að hugsa sér í sakamálasögu: öll atburðarásin frá því að lestin mjakast af stað og fram að morðinu sjálfu reynist vera tilbúningur einn og persónurnar leikarar í vandlega undirbúnu handriti. Allir þræðir hafa verið hnýttir fyrirfram og ekkert getur farið úrskeiðis vegna þess að leikararnir eru nógu margir til þess að geta brugðið við skjótt ef eitthvað virtist vera að fara úr böndunum. Skynugri er Poirot Þeir tvímenningar í Buenos Aires notuðu mjög svipað þema í einni sögu sinni um don Isidoro. Sagan heitir Nætur Goliadkins og þar er einnig framinn glæpur um borð í lest. Allt fram til þess tíma að glæpurinn er drýgður hefur ekki borið á öðru en að lestarferðin væri ósköp venjulegt ferðalag. En Parodi veit betur strax og hann hefur fengið að heyra lýsingu á atburðarásinni þar sem hann situr í klefa 273. Málavextir snúast um það að Gervasio Montenegro (sá hinn sami og ritaði formálann að bók Bustos Domeneq!) hefur verið rændur um borð í lestinni og heldur í örvæntingu sinni á fund don Isidoros. Tukthúslimurinn sannar von bráðar að ferðafélagar Montenegros hafi í raun verið samsærismenn sem hafi safnast þarna saman sérstaklega til þess að ræna Montenegro. Hann sannar líka að Montenegro hafí þegar til komi leikið sitt hlutverk í samsærinu nákvæmlega eins og til var ætlast og kannski ekki að furða — þar sem hann er sagður einn helsti leikari þjóðar sinnar! Parodi er raunar enn skynugri en Hercule Poirot þegar kemur að því að upplýsa samsærið í lestarferðinni. Sem hann hlýðir á frásögn Montenegros vekur það grunsemdir hans hversu ólíkir ferðafélagar hans voru. Það getur ekki verið af tilviljun að svona æpandi ólíkar manngerðir lendi allt í einu saman í lestarklefa; þær hljóta að vera ólíkar af ásetningi og að leika hlutverk. Það er svo til marks um skort leikarans Montenegros á innsæi að hann skyldi ekki taka eftir þessu. En ekkert fór fram hjá don Isidoro Parodi... Höfundur er blaðamaður í Reykjavík. lukkupottinn en aðeins um stundar- sakir. Brátt kom að því að pening- arnir voru á þrotum og hann þurfti að hætta skólanámi til þess að halda sér á floti. Varaskeifa fyrir Douglas Fairbanks? Þá hafði Guinness að vísu aukist sjálfsálit nokkuð. Hann hafði sum- arið 1934 unnið við skólann til tökuprófíð í RADA. Það fór allt út um þúfur en inn í annan leiklistar- skóla komst Guinness þó á endan- um. Hann virtist vera dottinn í __en John Gielgud var ekki eins hrifinn. sérstakra verðlaun'a sem voru heild- arverk Shakespeares og meðal dómara í keppninni um þessi verð- laun var Gielgud. Þegar haustið og hungrið fór að sverfa illilega að Guinness og hann gat ekki lengur haldið sér á lífí á samlokum sem samstúdentar hans skutu að honum þá horfðist hann í augu við að skólinn yrði að sigla sinn sjó. En hann var líka ákveðinn í því að reyna að fá vinnu í leik- húsi, úr því hann þurfti að vinna á annað borð, og enn leitaði hann á fund Gielguds. þ Gielgud var þá að leika í leikrit- inu Maitlands sem sýnt var í Wyndham's Theatre. Þeir höfðu aldrei hist, nema við skólasýning- una þar sem Gielgud var dómari, og Guinness var viss um að eldri maðurinn myndi ekki bera kennsl á sig. Engu að síður sendi hann nafnspjaldið sitt inn í búningsklefa Gielguds eftir eina sýninguna, en í þá tíð mun það hafa verið regla að leiklistarnemar í London gengju með nafnspjöld á sér til þess að þeir gætu fengið ókeypis miða í sumum leikhúsunum. Sér til undr- unar var Guinness vísað beint inn til stjörnunnar og það sem meira var, Gielgud þekkti hann greinilega. Guinness segir í æviminningum sínum að Gielgud hafi ekki beinlín- is verið alúðlegur en þó vingjarn- legri en hann hefði þorað að vona og hlustað þolinmóður á raunasög- urnar. „Á morgun," sagði Gielgud loks, „verða haldin próf fyrir varaleikara í nýju leikriti eftir Clemence Dane. Það heitir Tunglskinið er silfur." Svo leit hann ísmeygilega á Guinn- ess sem var lítill fyrir mann að sjá og tággrannur eftir hálfgert sult- arlíf í leiklistarskólanum. „Hver veit, þú gætir orðið varaskeifa fyrir Douglas Fairbanks!" Guinness fór á staðinn og það var varla litið á hann. Hann leitaði þá aftur til Giel- guds sem sendi hann á tvo þrjá aðra staði en alls staðar var hið sama upp á teningnum: engin vinna fyrir Guinness. „Þú ert alltof mjór" Niðurbrotinn maður leitaði Guinness enn á náðir Gielguds í Wyndham's-leikhúsinu. „Ég hef trú á þér," sagði Gielgud þá hátíðlega. „En þú ert alltof mjór. Þú borðar ekki nóg" — sem mátti til sanns vegar færa. Næstu tvo dagana á undan hafði Guinness aðeins borðað tvö rúnnstykki, tvö epli og drukkið eitt eða tvö mjólk- urglös. Nú tók Guinness eftir því að á borði Gielguds í búningsklefanum lá haugur af nýjum peningaseðlum. Gielgud teygði sig í nokkra seðla og rétti honum. „Hér hefurðu tuttugu pund," sagði hann, „þangað til ég get út- vegað þér vinnu." Guinness varð skelfingu lostinn. Hann var, þrátt fyrir allt, of stoltur til þess að taka við þessum pening- um og óttaðist ekkert meira en að lenda í skuld — að ekki sé minnst á að skulda John Gielgud! Hann reyndi því að fullvissa Gielgud um að hann þyrfti ekkert á peningum að halda, þó það mætti vera ljóst að þar talaði hann þvert um hug sér. Gielgud gekk ekki á eftir hon- um og þungur í skapi gekk Guinn- ess á braut. Hann stefndi heim til sín en nam staðar einhvers staðar á leiðinni til þess að skoða auglýs- ingaspjöld um nýtt leikrit sem setja átti upp í Piccadilly-leikhúsinu og hét Skrýtinn farmur. Hann einsetti sér að prófa einu sinni enn — storm- aði f leikhúsið og hitti þar fyrir sýningarstjórann. Eftir að hafa rætt við hann í fáeinar mínútur tók sýningarstjórinn unga leikarann afsíðis, rétti honum handrit og sagði honum að lesa það hið bráðasta. Guinness ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum og augum, flýtti sér heim að lesa handritið og niðurstað- an varð sú að hann var skipaður varaskeifa flestallra karlleikaranna í stykkinu og fékk auk þess nokkur statistahlutverk. Miðað við vonleysi síðustu vikna þóttist Guinness nú aldeilis hafa dottið í lukkupottinn og undi glaður við sitt næstu vik- urnar. I „Eg vildi bara vera í návist hans" Nokkrum vikum síðar fór Guinn- ess að sjá Maurice Evans leika Ríkarð II í Old Vic-leikhúsinu og í hléinu kom hann auga á Gielgud sem var einnig meðal gesta. „Ég elti hann upp á kaffistofuna, ekki í þeim hugleiðingum að tala við hann heldur vildi ég bara vera í návist hans. Hann sá mig allt í einu og kom yfir til mín. „Hvar hefur þú verið?" spurði hann. „Ég er búinn að spyrjast fyrir um þig útum alla London. Ég vil að þú leik- ir Ósrík í Hamlet. Æfingar byrja á mánudaginn úti í Nýja leikhúsi." Vegna góðvildar sýningarstjórans í Piccadilly var mér sleppt úr vara- skeifuhlutverkunum og statistun- um. Gleði mín var næstum stjórnlaus þegar ég frétti að kaupið fyrir Hamlet yrði sjö pund á viku. En ég gat ekki séð fyrir kvalirnar á æfingatímanum." Guinness dáði Gielgud sem lista-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.