Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 UM SAKAMÁLASÖGURNAR SEM BORGES SKRIFAÐI ASAMT VINI SINUM allt aftur til upphafs leynilögreglusagnanna, til Ágústs Dupin og Edgars Allans Poe. Stökk úr höf ði Poes Segja má að sakamálasagan eins og við þekkjum hana nú hafi stokkið alsköpuð úr höfði Poes um miðja síðustu öld þótt tilraunir til þess að rekja ættir hennar allt aftur til Heródótusar, Sófóklesar og Biblíuhöfundanna hafí stundum verið afar hugmyndaríkar. Það sem hér er átt við með sakamálasögu er frásögn þar sem tiltekinn verknaður er framinn — oftast náttúrlega morð — og síðan öll gögn lögð fram smátt og smátt svo lesandinn á að minnsta kosti fræðilegan möguleika á að leysagátuna samtímis lögreglunni eða einkaspæjaranum. Það gerist að vísu alltof sjaldan en á þó að vera hægt. „Hreinar" sakamálasögur af þessu tagi áttu sér sitt blómaskeið á fyrstu áratugum þessarar aldar þegar Sherloek Holmes hafði rutt brautina á svo eftirminnilegan hátt en er fram liðu stundir skutu upp kollinum fleiri greinar slíkra afþreyingarsagna — „harðsoðni reyfarinn" úr Ameríku, lögreglusagan með áherslu á hóp fremur en einn íðilsnjallan spæjara, njósnabækur og þar fram eftir götunum. Menn á borð við Ágúst Dupin (og don Isidoro Parodi) duttu úr tísku en hafa þó haldið velli og ennþá kemur það fyrir að yfirþjónninn reynist vera morðinginn. Fyrsta saga Poes um Dupin hafði þegar að geyma flestalla þá eiginleika sem taldar voru eiga að prýða góðar sakamálasögur á blómaskeiði þeirra. Hún gerist í París og heitir Morðin við Líkhúsgötu eins og flestum ætti að vera kunnugt. Lögreglan stendur ráðþrota vegna nokkurra hroðalegra morða sem framin hafa verið við þessa réttnefndu götu og í þessari sögu Poes kemur því fyrir í fyrsta en fráleitt síðasta sinn heimski lögreglumaðurinn sem er alveg bit út af líkunum sem hlaðast upp í kringum hann og verður að leita eftir aðstoð sér greindari manna. Sú aðstoð er sem betur fer veitt — annars væri sjálfsagt hálf heimsbyggðin hrunin niður fyrir morðingjahendi. Ágúst Dupin er kallaður til skjalanna; hann lætur segja sér málavöxtu heima hjá sér og ómakar sig ekki einu sinni við að fara á staðinn. Með einfaldri en afar djúpskyggnri rökvísi og athyglisgáfu leysir hann svo málið eins og ekkert sé; það kemur ekki annað til mála en að morðinginn hafi verið api af tegundinni órangútan. Lögreglumennirnir eru dolfallnir yfír þessari snilli, sem og aðstoðarmaður Dupins sem er hinn fyrsti í langri röð Watson lækna — hjálparkokka sem hafa aldrei rétt fyrir sér nema af hreinni slysni og gegna því hlutverki helst að bregða enn sterkara ljósi á snilli spæjarans, sem og að gefa lesandanum von: „Hann er þó allavega vitlausari en ég!" Blindur einkaspæjari Arthur Conan Doyle notfærði sér margt úr sögum Poes en Sherlock Holmes var þó ólíkt framtakssamari en Ágúst Dupin og sletti sér jafnvel fram í atburðarásina, en slík hefði aldrei hvarflað að hinum letilega Frakka. Hinir raunverulegu arftakar Dupins voru fremur einkaspæjarar á borð við þá Prins Zaleski, sem leysti glæpi sem framdir voru í London án þess að hreyfa sig úr höllinni sinni, og Max Carrados, sem lét það ekki aftra sér — fremur en Borges síðar — að vera blindur. Þessir þrír eru einmitt nefndir sem helstu fyrirmyndirnar að don Isidoro Parodi í tilbúnum formála sem höfundarnir tveir settu framan við sögurnar um ráðgáturnar sex. Bókin kom fyrst út í Buenos Aires siðla árs 1942. Borges hafði þá gefíð út tvær litlar bækur með smásögum eða þaðan af styttri textum; allmörg söfn ritgerða og loks einar þrjár ljóðabækur. Hann var orðinn áberandi en umdeildur í argentísku menningarlífi og hann hafði ennþá sjónina. Vinur hans og samstarfsmaður við smíði ævintýranna um don Isidoro var Adolfo Bioy Casares en þeir áttu síðar eftir að vinna saman að að minnsta kosti fjórum bókum. Slíkt samstarf rithöfunda er fátítt og oftast ekki eftirsóknarvert svo til þess að vinna verkið fyrir sig bjuggu þeir Borges og Bioy Casares til splunkunýjan rithöfund og kölluðu hann Bustos Domencq — á hans reikning var bókin skrifuð þegar hún kom út og löngum eftir það. „I hinum æsilegu annálum glæparannsókna þá fellur sá heiður að vera fyrsti spæjarinn sem er tukthúslinur í skaut don Isidoro." Á þessa lund segir í formálanum sem áður var minnst á og annar tilbúningur þeirra tvímenninganna, Gervasio Montenegro, er skrifaður fyrir. Og þetta er líklega alveg rétt — að minnsta kosti situr don Isidoro í klefa númer 273 í fangelsinu í Buenos Aires og má sig þaðan hvergi hræra. Hann situr inni fyrir morð en Bustos Domencq flýtir sér að taka fram að hann sé í raun og veru saklaus og fórnarlamb samsæris. Fangelsií21ár „Fjórtán árum fyrr," segir í upphafi fyrstu sögunnar, „hafði slátrarinn Águstín R. Ronorino fengið banvænt högg á höfuðið meðan hann var að „Er ég rekinn, herra Gielgud? Um upphafvináttu þeirra Alec Guinness ogJohn Gielgud EFTIR ILLUGA JÖKULSSON Þeir riddararnir sir John Gielgud og sir Alec Guinness eru báðir í hópi þekktustu og virtustu leikara Stóra-Bretlands og þeir eru jafn- framt miklir vinir. Vinátta þeirra hófst þó ekki gæfulega. Þegar Guinness var ungur og metnaðar- fullur leikari lenti hann í leikriti sem Gielgud stjórnaði. Gielgud var ekki miklu eldri en Guinness en hafði þegar öðlast mikla frægð og vin- sældir. Hann var til að mynda í miklum metum hjá Guinness sem þóttist hafa himin höndum tekið er hann fékk tækifæri til að Ieika undir stjórn Gielguds. En þessi reynsla varð unga manninum afar þungbær þegar á hólminn var kom- ið; svo mjög að hann ku hafa íhugað að leggja leiklistina á hilluna. í eft- irfarandi samantekt um fyrstu samskipti þeirra Gielguds og Guinn- ess er einkum stuðst við nýútkomna ævisögu þess síðarnefnda, Bless- ings in Disguise, en einnig að nokkru leyti við skrif Gielguds. Guinness ætlaði sér snemma að verða leikari en um það leyti sem hann var að komast á þrítugsaldur- inn virtust líkurnar ekki bjartar. Árið 1933 var hann nítján ára og vann fyrir smánarkaup hjá auglýs- ingastofu í London. Þá um haustið ákvað hann að nú væri að duga eða drepast og sótti um skólavist í Roy- al Academy of Dramatic Art, skóla sem ýmsir íslenskir leikarar hafa numið við. Hann fékk kafla úr nokkrum þekktum leikritum sem hann átti að æfa heima hjá sér og mæta síðan í próf í janúar 1934. Guinness kveðst í bók sinni ekki hafa gert sér nema hóflegar vonir um árangur, ekki síst vegna þess að honum var lífsnauðsynlegt að fá styrk frá skólanum svo hann gæti stundað þar nám; fjölskyldan mátti ekki af neinu sjá. Eigi að síður var Guinness staðráðinn í að gera sitt besta og fékk hugmynd sem hann taldi sfðar ansi djarflega. Hann ákvað sem sé að hringja í John Gielgud og biðja hann að leggja sér lið. Aum ævi ungs leikara Gielgud var kominn undir þrítugt en þótti þegar einhver allra efnileg- asti leikari sem fram hafði komið á Bretlandseyjum um langa hríð. Hann lét líka mikið á sér bera og þótti stundum ansi mikill á lofti, einkum við sér yngri og óreyndari menn. Guinness dáði hann tak- markalítið og herti upp hugann þar til hann hafði safnað nægilegum kjarki til þess að hringja í Gielgud. „Við vorum auðvitað," skrifar Guinness, „alls ókunnir hvor öðrum. Hann var vingjarnlegur í símanum en sagði í raun og veru ekki annað en: „Þú ættir að prófa Martitu Hunt. Hún verður stórhrifin af að fá peningana." Vegna ættarnafns míns hefur John sjálfsagt gert ráð fyrir því að ég væri einn af ríku Guinness-unum." En því fór nú fjarri. Martita Hunt, sem Gielgud ráðlagði unga félausa manninum að leita til, var þá fræg leikkona á Bretlandi og talin mundu fara alla leið upp í hæstu hæðir. Af því varð ekki af ástæðum sem ekki er þörf á að greina frá hér, en Guinness hafði altént mikið áíit á henni og lagði sig í líma við að koma sér f mjúkinn hjá henni. Henni leist að vísu ekk- ert á pilt til að byrja með en aumkaðist yfir hann og tók að sér að leiðbeina honum gegnum inn- Alec Guinness var frá sér numinn af aðdáun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.