Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 Einar Guðmundsson skrifar frá Amsterdam LISTAHATH) Árviss viðburður í júní er lista- hátíð í Amsterdam: Holland festiv- al, og hefur gengið í 39 ár. Á fertugsafmæli þessarar hátíðar fer saman, að Ámsterdam verður menningarhöfuðborg Evrópu. Líklega þess vegna eru kraftarnir sparaðir nú í ár, finnst undirrituð- um, sem á erfitt með að koma auga á þann slagkraft er einkennt hefur fyrri hátíðir. Ef ekki er um svakalegt misminni að ræða, þá tilheyrir ísland Evrópu; verður fróðlegt að sjá hvert verður fram- lagþess, því fyrirhugað er að halda næsta Kunst Rai með þátttöku allra Evrópuþjóðanna. Holland festival byggist aðal- iega upp á óperuflutningi, konsert- um, leiklist og dansi. Myndlistin kemur þama frekar homrekulega við sögu, enda nógu mikið af henni fyrir í borginni hvort eð er. Enginn virðist taka eftir því að bókmennt- um er enginn gaumur gefinn. Hátíðin í ár ber sterkastan svip af frönskum listamönnum og flytj- endum: ballett, tónlist, leikhús, sirkus, lítilsháttar myndlist og tízka að auki kemur frá Frakk- J.S. Bach, Jean Philippe Rameau; endað var á Júpítersymfóníu, KV 551, eftir Mozart. Bein sjónvarps- útsending handa þjóðinni allri. Heimsflutningur á „Barstend Ijs“ (Brestandi ís) eftir Klas Thorstens- son, verkefni fyrir 24 raddir, 4 slagverk, leisigeisla, litrófsvarp, myndband, litskyggnur og tölvu- stýrð tónbönd. Þessar tvær nefn- ingar látnar nægja í tónlistinni. Bæta verður samt við framand- leikaþættinum, sem er tónlistar- flutningur frá múhameðska heiminum; listafólk frá Malaysíu, Tyrklandi, Bomeó, Súmötru og Pakistan. Ekki er hægt að ganga framhjá ballettinum, svo mikið sem dansað er í Hollandi. Nederlands Dans Theater flytur þijá balletta við tónlist eftir Stravinsky („Saga her- mannsins"), Peter Maxwell Davies („Revelation and Fall“), og Leo Janacek („Sinfonietta“). Tanz The- ater Wuppertal: „Auf dem Gebirge hat man ein Geschrei gehört;“ kóreógraf Pina Bausch. Heims- frumflutningur á Pas de Deux undir nafninu „Op het lijf gesc- landi vegna yfirstandandi menn- ingarsamskipta landanna. Þar næst kemur ítölsk tónlist; einn af hápuntum hátíðarinnar er hljóm- sveitarflutningur óperunnar „La vera storia" undir stjóm höfundar, Luciano Beria. Aðrar óperur eru þarna „Meistarasöngvarnir frá Niimberg“ eftir Rjchard Wagner; „Brottnámið úr kvennabúrinu," eftir W.A. Mozart; „Móses og Ar- on“ eftir Arnold Schönberg. Af konsertum: „Het Orkest van de XVIIIe Eeuw“ (Átjándualdar- hljómsveitin); hún sá um formlega opnun hátíðarinnar í Concertge- bouw, að viðstaddri drottningunni, ómyndaðri ríkisstjóm og eins og nafn hljómsveitarinnar gefur til kynna, flutti hún tónlist nefnds tíma með viðeigandi hljóðfærum; tónskáldin voru Samuel Scheidt, hreven" (Skrifað á líkamann") Kóreógraf: Niels Christie. Dansar- ar: Alexander Radius og Han Ebbelaar. Aðrar dansgrúppur eru, svo sumt sé upptalið: Compagnie Dominique Bagouet, Compagnie Maguy Marin, Ballet de l’Opéra de Paris. Af leikritum er upp að telja: „Savanna Bay“ eftir Marguerite Duras; „Reves de Kafka" eftir Enzo Cormann; „Vermeer et Spinoza" eftir Gilles Aillaud; „L’Histoire terrible mais ana- ehevée de Norodom Sihanaouk Roi du Cambodge" eftir Héléne Cixo- us. Allt frönsk stykki. Hollending- ar em með eindæmum góðir málamenn og ekki einskorðaðir við ensku. Eitt af því skemmtilegasta sem skrifari gerir, er að hlaupa yfir sögu. Hvernig það tekst til er nátt- úrlega af misjafnri list gert. Það er ekki hægt að segja frá öllu vegna plássleysis. Og í huganum ríkir hvort eð er ekkert jafnrétti meðal hugmyndanna sem skjóta upp kollinum; það verður að sort- éra úr, sama hversu val kann að orka tvímælis út á við, þegar verið er að reyna að gefa sannferðuga mynd, og persónuleiki manns er alltaf að þvælast fyrir. Er þessi síðasta málsgrein formáli að því, hvernig ég kýs að ljúka við þessa grein. Því var ekki logið í kynningu fyrir hátíðina, að einn af stærstu viðburðunum yrði heimsókn Théatre du Soleil (Sólarleikhúsið) frá París. Það sýndi leikritið „Hin hræðilega, en enn ófullnaða saga Norodom Sihanouks, konungs af Kambódíu,“ eftir Héléne Cixous. Sýningartíminn er rúmar 8 klukkustundir og var skipt niður á tvö kvöld. Hvor hluti um sig er í fimm þáttum, sem hver saman- stendur af fimm atriðum. Spann- aður er tuttugu og fimm ára tími í sögu Kambódíu, 1955-1979. Þar gekk ekki svo lítið á þegar Rauðu kmeramir myrtu um það bil helm- ing þjóðarinnar — þijár milljónir vom þurrkaðar út. Þröngir áhorfendapallar rúm- uðu sex hundmð manns á hörðum sessum; á tvílyftum svölum til hliða og aftan við sviðið var komið fyrir jafnmörgum brúðum, fulltrúum hinna dauðu er horfðu stingandi augum yfir áhorfendaskarann. Sviðsmyndin var eins einföld og hugsast gat og laus við húsgagna- tilfæringar, minnti á japanskt Noh-leikhús; til hægri við sviðið vom hljóðfæri og þeir sem léku á þau eins og grískur kór. Fyrri hluti einkenndist af mikilli mælsku. Það er ekki svo létt verk að sýna á leiksviði þjóðarmorð. Var því mikið um „tilkynninga- og fréttalestur," þar sem áhorf- Leikarar taka á sig gervi fyrir opnum tjöldum. andanum var ekki misboðið þótt á þolrif hans væri reynt til ýtrasta — kom þar til sterkur leikur sem hélt auganu vakandi og tónlist er liðkaði tii fyrir heyminni. Á þeim tíma sem leikritið fjallar um fór Kambódía í gegnum ólík- ustu umskipti af völdum borgara- styijanda, samsteypustjórna með framandi öflum; valdarána og innrása í landið. Ohætt er að segja, að leikritið fjalli lágmark einum þræði um hreina stjórnmálalega geðveiki, sem hámarki náði í út- rýmingarbijálæði sem Rauðu kmerarnir stóðu fyrir. Otal tilvitn- anir í konungaleikrit Shakespeares heyrast þarna. Allur heimurinn er leiksvið, og í þessu tilviki fer Si- hanouk með aðalhlutverkið. Leikurinn snýst allur um persónu hans, í henni sameinast allir kostir stjórnmálamannsins, glaumgosans og landföðurins; en þar fyrir utan lendir hann einnig í hlutverki hand- bendisins og leiksoppsins. Kring- umstæðurnar virðast valda óumflýjanlegum örlögum, sem hann fær ekki rönd við reist. Smá- þjóð er dregin inn í alþjóðlegt valdatafl og verður sem peð nauðg- að á alla kanta. Harmleikurinn tekur á sig fleiri en eina skrípa- mynd, þegar Sihanouk reynir sitt ítrasta til að frelsa land sitt og þjóð úr klóm aðskiljanlegra harð- stjóra. Brautirnar eru vissulega hálar. Við sögu koma m.a. Kosyg- in, Sjú En-læ, Henry Kissinger, Melvyn Laird, Lon Nol, Pol Pot. Seinni hluti leikritsins innihélt meiri atburðarás en sá fyrri. Áhorfendur frá kvöldinu áður mættu langflestir aftur til leiks, betur með á nótunum eftir heima- undirbúning og margir hveijir með þýðingu leiktextans í kjöltunni, komnir upp á lag með þrengslin. Það eru vart meira en tíu ár síðan Rauðu kmeramir hófu skipu- lega útrýmingu á pólitískum „andstæðingum" og menntamönn- um; sá sem þurfti að nota gleraugu eða átti penna var t.d. talinn vera menntamaður. Blaðafregnir frá þessum tíma sitja í huganum í þokukenndum hrærigraut hálf- gleymskunnar. Tilgangur höfund- ar er kannski sá að hreinsa út graut þennan í heilanum og minna á rétt samhengi og þá staðreynd að sjálfri sögunni er enn ekki lok- ið, þótt orðið hafi að víkja fyrir öðrum hlutum í heimspressunni. Frakkar eru þama kannski ekki með alveg hreint mjöl í pokahorn- inu sem gamlir nýlenduherrar; höfundur minnir á þá staðreynd, sem kann að hafa verið ein kveikj- an að þeim ósköpum er leiddu til Víetnamstríðsins í fyllingu tímans. Spurningin er e.t.v.: Hvers konar samtíð er þetta eiginlega sem við lifum i? Það er ekki bara verið að skemmta áhorfendum. í leikslok fellur ekki allt í Ijúfa löð. Leikstjórinn, Ariane Mnouch- kine, veitir leikhópnum eins konar móðurlega forsjá, meðalaldur rétt slagar upp í 30 ár. Það var einnig að hennar undirlagi að þetta leik- rit var skrifað, og þróað með leikurunum. Hún stendur fyrir leikhúsinu, sem hefur bækistöðvar sínar í gamalli púðurverksmiðju í París; Théatre du Soleil hefur starfað síðan ’66 — fjárhagslegir erfiðleikar hafa enn ekki orðið því að lokahindrun — útgerðin þó víst all kostnaðarsöm. Þau em alltaf að beijast fyrir tilveru sinni, sem er örugglega skýringin á gæðun- um. Það er ekki svo lítið afrek að bera uppi jafn umfangsmikinn texta og þarna var leikinn og halda jafnframt athygli áhorfenda vak- andi frá byijun til enda. En það virtust leikendur fara létt með — og ekki hvað sízt sýndi aðalleikar- inn, Georges Bigot, magnaðan leik; að sýningu lokinni brugðu hrifnir Hollendingar fyrir sig göngulagi hans dg hreyfingum á leiðinni út í náttmyrkrið. Holland festival er ágætt dæmi um, að Hollendingar geta verið miklir smekkmenn. „Er ég rekinn, herra Gielgud?" mann og dýrkaði hann sem persónu svo hann hafði alls ekki áttað sig á því að hann væri jafnframt mjög agaður og harður húsbóndi. Gielgud þoldi ekki slæma framsögn og ung- æðisháttur fór sömuleiðis óendan- lega í taugamar á honum. Hann var líka skapstór og þolinmæði var eiginleiki sem hann kunni engin skil á. Hann var þrítugur um þetta leyti, hafði þegar náð miklum árangri sem listamaður og var sem fyrr segir orðinn mjög vinsæll með- al leikhúsgesta. Guinness lýsir honum á þessum tíma svo: „Keisaralegt höfuð sitt bar hann hærra en hátt, næstum fleygt aftur á bak, og var og er enn þráðbeinn í baki. Hann gekk með dálítið bog- in hné til þess að vega upp á móti æskutilhneigingu til ilsigs. Handa- hreyfingar hans voru oftast snögg- ar og stórar beinaberar hendur hans dálítið stífar. Á sviðinu bar hann alla jafna stóran hvítan vasa- klút. Hann var ótrúlega áþekkur hinum glæsilega föður sínum og í honum fór saman andi pólskra að- alsmanna og breskra töfra og lítils- háttar tilgerðar. Hann skorti ekkert, að því er ég best gat séð, nema það að geta umgengist fólk. Sum ummæli hans í leikhúsinu hafa með tímanum breyst í ánægju- legustu leikhússögur okkar tíma og fyrir utan það hversu fyndin þessi ummæli hans eru þá veitist manni alltaf létt að fyrirgefa honum því hann mælir frá hjartanu án þess að nokkra illgirni sé að finna í hon- um.“ „Þú ert hræðilegur“ Þessi næstum blinda aðdáun á Gielgud átti eftir að hefna sín fyrir Guinness. Fyrstu vikuna bar ekki á neinu og hann taldi sig standa sig nokkuð vel. En þá og upp úr þurru orgaði Gielgud á hann: „Hvað hefur komið fyrir þig? Eg hélt að þú værir nokkuð góður. Þú ert hræðilegur. Æ, komdu þér í burtu. Égvil ekki sjá þig framar!“ Guinness reyndi að láta fara lítið fyrir sér í leikhúsinu það sem eftir var dagsins en þegar æfingum lauk nálgaðist hann meistarann var- færnislega. „Afsakaðu, herra Gielgud, en er ég rekinn?“ „Nei! Já! Nei, auðvitað ekki. En farðu. Komdu aftur eftir viku. Fáðu einhvern til þess að kenna þér að leika. Talaðu við Martitu Hunt.“ En Guinness var svo harmi lost- inn að hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að tala við frú Hunt sem í milli- tíðinni hafði orðið ágæt vinkona hans. í heila viku hékk hann því í görðunum í London og reyndi að láta engan sjá sig og mætti svo aftur til starfa í leikhúsinu." „Hann virtist ánægður með að sjá mig, hlóð Ósrík minn lofi og hló hinn ánægðasti að þeim persónu- leika sem ég hafði komið mér upp. Ég sver að ég var ekki að gera neitt annað en það sem ég hafði gert áður en allt í einu var ég orð- inn uppáhald kennarans.” Það stóð þó ekki lengi. Aftur kom að því að Gielgud tók að þruma á Guinness hinar svívirðilegustu móðganir þegar honum þótti hann ekki standa sig nógu vel. Guinness táraðist iðulega á sviðinu þegar tenórrödd Gielguds varpaði að hon- um einhveijum pillum og oft var hann að því kominn að hætta, gef- ast upp og fara aftur að vinna á auglýsingastofunni eða einhveiju ámóta fyrirtæki. En einhver þijóska hélt honum við efnið og þegar frum- sýnt var í nóvember skilaði allt þetta erfiði árangri. Áhorfendur flykktust að og sýningar voru sam- fellt í tíu mánuði. Gielgud sjálfur fékk feikna góða dóma fyrir túlkun sína á Hamlet og hvert einasta kvöld stóð Alec Guinness baksviðs og fylgdist bergnuminn með hon- um. „Af hverju vilt þú fara að leika aðalhlutverk?“ Næstu tvö árin vann Guinness eingöngu fyrir Gielgud. Hópur Giel- guds setti upp Máfinn eftir Tékov, Nóaflóðið og Rómeó og Júlíu á þess- um tíma en síðan yfirgaf Guinness hann um tíma. Árið 1937 sneri Guinness aftur undir verndarvæng Gielguds og lék þá í fjórum leikrit- um fyrir hann. Eftir byijunarörðug- leikana var samband þeirra fljótlega mjög gott og Guinness kveðst að- eins muna eftir einu vandræðalegu ándaitaki. Það var rétt fyrir frum- sýningu á Ríkarði öðrum þar sem Guinness lék agnarlítið hlutverk brúðguma. Að morgni frumsýning- ardags fór hópurinn yfir leikritið saman og Gielgud sneri sér að Guinness: „Þú ert ekki nærri eins góður í þessu hlutverki og Leslie French var þegar ég lék þetta fyrst. Reyndu að koma inn frá hægri í staðinn fyrir vinstri í kvöld og sjáum hvort það breytir einhveiju." Það var enginn tími til að æfa þetta svo Guinness þóttist ekki skilja: „Hægra hvoru megin frá?“ „Æ, hafðu þetta eins og þú vilt,“ ansaði Gielgud þreytulega. „Gerðu þetta eins og þú ert vanur. Sama er mér.“ Löngu síðar þegar Guinness var farinn að leika aðalhlutverk í leikrit- um hittust þeir vinirnir á Piccadilly og Gielgud sagði: „Ég botna ekki í því af hveiju þú vilt fara að leika aðalhlutverk. Af hveiju heldurðu þig ekki bara við litla fólkið sem þú gerir svo vel?“ „Ég var nú ekkert sérstaklega góður sem brúðguminn í Ríkarði öðrum.“ „Nei,“ svaraði Gielgud. „Þú varst það nú sennilega ekki.“ „Og ég var ennþá verri sem Aumerle." „Kannski. Ættum við að skjótast í bíó?“ En Alec Guinness baðst undan því í þetta sinn. Höfundur er blaðamaður í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.