Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 7
T
1
^ArrTTTpfVs «rrn a Tírr/iTnQOT/r
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
5T 9
B 7
Elín S. Jónsdóttir
Katrfn H. Árnadóttir
Elín S. Jónsdóttir og Katrín H. Árnadóttir
„Getur reynst árangursríkt
við að auka hlut kvenna
„Það má segja að
ein aðalástaeðan fyrir
því að við erum á
þessum stofnfundi
sé áhugi okkar á mál-
efnum kvenna og
áhugi fyrir aukinni
þátttöku kvenna (
stjórnun og rekstri
fyrirtækja. Við teljum
að stofnun slíkra
samtaka geti reynst
árangursrík til að
auka hlut kvenna við
stjórnun“, segja þær
Elín S. Jónsdóttir lög-
fræðingur og Katrin
i stjórnun
H. Árnadóttir við-
skiptafræðingur.
„Hér mun opnast
vettvangur fyrir kon-
ur sem áhuga hafa á
og /eða eru í stjórnun
og rekstri til að hitt-
ast og ræða saman,
skiptast á upplýsing-
um og miðla hver
annari af reynslu
sinni og þekkingu.
Við bindum vonir við
að þessi samtök
muni þegar fram í
sækir verða miðstöð
upplýsinga og
fræðslu fyrir konur á
þessum vettvangi.
Þau muni annars-
vegar veita konum
sem nú þegar eru í
stjórnun og rekstri,
stuðning og visst
upplýsingastreymi.
Hinsvegar og ekki
hvað síst vonumst
við til að þau virki
hvetjandi á konur al-
mennt til að taka að
sér hin ýmsu stjórn-
unarstörf hjá fyrir-
tækjum eða
stofna sín eigin."
Háskólaerindi í til
efni 75 ára afmælis-
hátíðar Háskóla
íslands
Föstudagur 10. október
Dr. Jón Steffensen, prófessor, Reykjavík mun flytja erindi í boði
Háskóla íslands er hann nefnir:
„Um staðsetningu stöðuls Páls biskups Jóns-
sonar í Skálholtl“
Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 í Odda og hefst hann kl.
17.00. Öllum er heimill aðgangur.
Fyrirlesarinn, sem er m.a. kunnur fyrir rannsóknir sínar á lækninga-
sögu og á sviði mannfræði og fornleifafræöi, mun m.a. fjalla um
rannsóknir sínar á brenndu beinunum í steinþró Páls biskups.
Viötalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
_______Reykjavík
Z Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við-
S tals í Valhöll Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá
^ kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir-
^ spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum
0 boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa.
^ Laugardaginn 11. október verða til viðtals Árni Sig-
^ fússon, formaður félagsmálaráðs og í stjórn heil-
^ brigðisráðs og Sólveig Pétursdóttir, formaður
k Barnaverndarnefndar Reykjavíkur.
Rósalind Ragnarsdóttir 1 Guðfinna Hjálmarsdóttir
Rósalind Ragnarsdottir og
Guðfinna Hjálmarsdóttir
„Viljum gjarnan kynnast öðrum
konum sem eru í viðskiptum"
„Ástæðan fyrir
komu okkar hingað á
stofnfundinn er sú að
við viljum gjarnan
kynnast konum sem
eru í viðskiptalífinu",
sögðu þær Guðfinna
Hjálmarsdóttir og
Rósalind Ragnars-
dóttir. Báðar starf-
rækja þær umboðs-
og heildverslarnir,
Guðfinna einnig smá-
söluverslun.
„Það krefst mikillar
vinnu að reka fyrir-
tæki samhliða því að
hugsa um heimili og
börn. Þar sem konur
eru mikið að auka
hlutdeild sína í við-
skiptalífinu, hinum
rótgróna karlaheimi,
finnst okkur við þurfa
að hafa meiri sam-
skipti og skapa okkur
þau tengsl sem karl-
menn hafa áður setið
einir að. Eftir þennan
stofnfund þá gerum
við okkur enn betur
grein fyrir því hve
miklu við getum miðl-
að hver annarri af
reynslu okkar. Þegar
við erum í viðskiptum
á daginn og í heimilis-
haldi á kvöldin, gefur
að skilja að það
vinnst ekki mikill tími
til félagsstarfa, þann-
ig að þessi félags-
skapur er kærkom-
inn", sögðu þær
Guðfinna og Rósalind
að lokum.
LÉTT. LIPUR OG VANDVIRK HAGKVÆM OG HEILNÆM
Aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði.
Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki.
STERK OG TRAUST
Reynslan sannar rekstraröryggi og
einstaka endingu.
10 lítra poki og svo frábær ryksíun að
hún hreinsar einnig andrúmsloftið.
Nýlegar hollusturannsóknir leiddu i Ijós
að flestar ryksugur rykmenga loftið,
sumar hrikalega.
Já, svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk,
fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði.
NILFIS
GS90
arai
NILFISK
HEIMSINS BESTA RYKSUGA
Stór orð, sem reynslan réttlætir
/FQ nix
HÁTÚNI6A SlMI (91)24420