Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 4
4 B enn hvemig ég átti að bregðast við kveðjum þeirra, að ég sagði við foringjann: „Heyrðu, ég kann allar reglumar, sem banna að heilsa að hermanna sið í borgar- legum klæðnaði, en þegar maður er yfírmaður alis heraflans ætti að vera einhver undanþága, sem leyfði manni að svara með sama hætti.“ Og þá fékk ég viturlegt svar. Hann sagði: „Ég held, að enginn myndi segja neitt, ef þú gerðir það.“ Ef þið sjáið mig í sjónvarpi og ég heilsa að hermanna sið, þá vitið þið, að ég hef leyfí til þess núna og mér er sönn ánægja að gera það. En þið vitið að ég get ekki heilsað sumum héma með þeim hætti, af því að þeir gegna borg- aralegum störfum. Það minnir mig hins vegar á þær fómir, sem þið og fjölskyldur ykkar færið. Hvort heldur fjölskyldur ykkar em hér eða heima í Bandaríkjun- um þá færið þeim kveðju mína næst þegar þið hittið þær eða skrifíð þeim og segið þeim, að ég forseti þeirra og raunar allir Bandaríkjamenn þakki þeim. Mér fínnst, að þið verðið að klappa einu sinni enn. Það hefði aldrei verið unnt að halda þá fundi, sem nú er nýlokið, nema vegna gestrisni og fómfýsi íslensku þjóðarinnar. Jæja, nú verð ég að halda af stað. Nancy bíður með kvöldmat- inn. Og þingið situr enn að störfum, og ég verð að snúa aft- ur heim til að fylgjast með því, sem þar er að gerast. Stundum fá þeir furðulegar hugmyndir um að lækka laun hermanna. En hafíð ekki áhyggjur af þvi, ég leyfí þeim það ekki. Þar sem ég er langt í burtu frá þeim núna, ætla ég að segja ykkur smásögu, sem mér fínnst vera um þá. Stundum þegar ég hugsa til þeirra og sérstaklega stjómarandstöðunnar, sem hefur þessa fáranlegu afstöðu, minnist ég félaganna þriggja, sem komu út úr húsi nokkru og uppgötv- uðu, að þeir höfðu iæst lykilinn inni í bíl sínum. Einn þeirra sagði: „Náið í vír-herðatré.“ Og hann bætti við: „Ég get rétt vírinn, skotið honum inn og krækt utan um húninn og opn- að.“ „Nei,“ sagði annar „það getur þú ekki. Einhver kann að sjá til þín og halda, að þú sért að stela bílnum." Og hinn þriðji sagði: „Svona strákar, flýtið ykk- ur að þessu, það er að byrja að rigna og blæjan er opin.“ Að lokum vil ég aðeins segja þetta: þið emð hér í framvam- arlínu NATO, þið leggið það ekki á ykkur að yfírgefa heimili ykkar og vini aðeins til þess að koma í veg fyrir að heimurinn versni. Þið eruð hér til að bæta hann, þið eruð hér í nafni frelsis. Já, lokamarkmið bandarískrar ut- anríkisstefnu er ekki aðeins að koma í veg fyrir stríð, það er landnám í nafni frelsis - að vinna að því að sérhver þjóð, sérhver maður fái einhvem tíma notið þeirrar blessunar, sem frelsið veitir. Allt ykkar starf hefur styrkt heimsfrið, þann frið, sem leyfír kyndli frelsisins að loga áfram og kasta birtu sinni um heim allan. Ég verð að segja ykkur, að af öllu því, sem ég er stoltur af í starfí mínu er ég stoltastur af ykkur, sem berið einkennis- klæðnað lands ykkar - ykkur ungu karlar og konur - Guð blessi ykkur. Fyrir mörgum ámm, í upphafí síðari heimsstyijaldarinnar, var George Marshall, hershöfðingi, spurður að því, hvert væri leyni- vopn okkar. Og hann sagði þá, bara venjulegustu krakkar í heimi. Og ég segi ykkur það satt, við eigum enn þetta leynivopn. Guð blessi ykkur öll. Þakka ykkur kærlega fyrir. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Ljósmynd/Franl Höfði, fundarstaður Gorbachevs og Reagans í Reykjavík. Pallarair fyrir utan húsið voru reistir fyr- ir fréttamenn sem fylgdust með komu og brottför leið- toganna. Þungbúnir leiðtogar kveðj- ast eftir langa og stranga fundi, þar sem ekkert sam- komulag náðist. Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, og Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, á gangi við Bessa- staði. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, og Vigdis Finnbogadóttir, forseti ís- lands, í stofunni á Bessastöð- um. Voldugustu menn veraldar horfast í augu í látlausri stofunni í Höfða. Á milli þeirra er blómakarfa með merki Reykj avíkurborgar. Reagan og Gorbachev á tröppunum á Höfða að morgni laugardags 11. októ- ber. Morgunblaðið/ Ragnar Axelason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.