Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986
Manneskjan í miðpunkti
Rætt við Thor Vilhjálmsson, rithöfund um nýja skáldsögu hans
THOR Vilhjálmsson,
rithöfundur, kemur út með
nýja skáldsögu í ár, sem
hefur hlotið heitið
Grámosinn glóir. Þessi saga
er nokkuð frábrugðin fyrri
skáldsögum Thors í þvi að
hún er það sem sumir vilja
nefna heimildarskáldsögu.
Thor skrifar um
voðaatburði fyrir norðan
skömmu fyrir aldamótin og
fetar þar í fótspor annarra
rithöfunda, sem einnig hafa
orðið þessir atburðir að
yrkisefni.
Níu súlur kampavíns
Thor féllst fúslega á að eiga við-
tal við Morgunblaðið um söguna.
Það var síðan um miðdegi fyrir
skömmu, að ég heimsæki Thor til
að ræða vjð hann. Thor var hress
í bragði og einhvem veginn barst
talið í byijun að þátttöku hans í
veitingu rithöfundaverðlauna í
Oklahoma í Bandaríkjunum fyrir
nokkrum árum. Hann hafði stungið
upp á Gabriel Garcia Marquez og
niðurstaðan varð sú að Marquez
hlaut verðlaunin. Thor verður skraf-
dijúgt um Oklahoma og Ameríku-
menn og mér virðist svo sem hann
sé tregur til þess að ræða um bók-
ina.
„Fyrir utan öll þessi dýrindi áttu
þeir húsbrunn, þar sem níu súlur
kampavíns spruttu upp í loftið.
Maður bar glasið undir og þá féll
kampavín í það. Þetta voru ná-
grannar heimilisvina margra ís-
lendinga, Dallasfólksins. En þú
mátt ekki láta mig rausa svona,
eins og ég sé að svíkjast um og
reyna að halda þér frá því að spyija
um bókina".
„Ég heftalað!“
— Er erfitt fyrir rithöfunda
að ræða um bækur sínar?
„Já, það held ég megi segja. Það
er ansi erfítt og eiginlega aðrir
menn betur tii þess fallnir að gefa
glögg og greinargóð svör um bæk-
ur, þegar þær eru tilbúnar.
Bókmenntafræðingar til dæmis,
sem hafa þekkingu og þjálfun í þvf
að rannsaka og greina bókmenntir
og hafa til þess viðeigandi orða-
forða. Ég tala nú ekki um lesand-
ann, sem hlýtur að vera æðsti
dómari, hver fyrir sig. Rithöfundur-
inn hneigist kannski til þess að
segja eins og Rómveijinn forðum:
„Dixi“ — Ég hef talað! — og hann
á einfaldlega að þegja á meðan
aðrir tala um bókina. Það á kannski
sérstaklega við um nýja bók. Þá
er hún svo nákomin höfundi og lítið
gagn að því að segja nokkuð. Mað-
ur vonar bara að það standi í
bókinni sem þar á að vera og ef
það stendur ekki þar, þá getur rit-
höfundurinn ekki bjargað neinu
með orðræðum á eftir".
Löng þögn. Svo segir Thor: „Þó
ég tali um nýjustu bókina, þá á
þetta við um eldri bækumar lika.
Þær verða alltaf nákomnar manni.
Ég vona það sem sagt að það standi
í þessari bók það 'sem þar á að
standa og hvorki meira né minna,
en það verður að ráðast hvað öðrum
þykir“.
„ísland alls staðar“
— Hvemig myndir þú lýsa
þessari sögu?
„Þá vandast nú málið," segir
Thor. „Hvað formið snertir, þá
stendur hún nær okkar sögulegu
hefð, heldur en fyrri bækur mínar.
Söguþráðurinn er nokkuð augljós
og leiðin lesandanum vel vörðuð,
þannig það á að vera nokkuð rat-
Ijóst um bókina. Þetta er saga
byggð á íslensku efni“. Hann þagn-
ar og þögnin verður löng. „Island
alls staðar, land og fólk og saga,
en þó að efnið sé íslenskt og farið
aftur í tímann, þá vona ég að mann-
eskjan sé samt í miðpunkti, hvað
sem líður landamærum og lesendur
fínni samtíðina í þessu sögulega
efni. sem ég byggi á.
Ákveðnir atburðir, sem áttu sér
stað norður í landi rétt fyrir alda-
mótin hafa leitað lengi á mig. Þetta
efni hefur leitað á fleiri skáld, sem
hafa orðið að sinna því og fjalla
um það með sínu móti. Tómas Guð-
mundsson skrifaði frásöguþátt, sem
er byggður á þessu efni og Matthías
Johannesen skrifaði leikrit um það,
sem heitir Sólborg má ég segja.
Ég haga mér eins og mér hentar í
þessu tiltekna skáldverki, þó ég
sæki efniviðinn í þessa kunnuglegu
atburði og gangi út frá vissum per-
sónum. Það er ef til vill rétt að
segja að ég sæki mér innblástur í
þessa atburði, án þess að rígbinda
mig við staðreyndir sögunnar".
Listamaður með
vissum hætti dómari
— f sögunni er höfuðpersónan
dómari og skáld. Er þetta tvennt,
að dæma og yrkja, ósættanlegar
andstæður?
„Það eru andstæður í okkur öll-
um, misjafnlega miklar, og stund-
um ef öfgamar eru æmar, þá getur
það orðið manninum aflvaki og
styrkur, ef hann nær að spenna
þetta tvennt saman,“ segir Thor.
„Það má segja að sérhver lista-
maður sé með vissum hætti dómari.
Það er þó á allt annan hátt og fer
ekki saman við skyldur og afstöðu
embættismannsins, sem getur verið
slegin blindu af ábyrgð síns emb-
ættis og upphefð, að því er virðist.
Svo er þetta oft miklu flóknara
mál. Það geta gerst svo óvæntir
og óheyrilegir hlutir í mannlífínu,
að enginn viti hvemig hann á að
bregðast við.
Formið oðgengilegt
Ég er fyrst og fremst að svara
fyrir mitt leyti ásókn þessa við-
fangsefnis. Mér fannst ég ekki
komast hjá því að sinna því og ég
vona að ég hafí fyrir mitt leyti leyst
vandann með þessari bók. Það
skiptir miklu máli fyrir mig að hafa
náð þessum áfanga og ég verð bara
að vona að einhveijir geti haft gagn
og gaman af því að að lesa bókina.
Hins vegar veit höfundurinn oftast
minnst um það. Þannig er nú starf
rithöfundarins. Það er undir hælinn
lagt hvað hann fær að vita um við-
brögð lesenda. Sumt endist, stund-
um lengi og stundum varanlega.
Það getur orðið erfið glíma. Stund-
um verður lesandinn hamslaus í
miðjum klíðum og kýlir bókinni út
í hom, en það er í lagi, ef hann
tekur hana upp aftur og athugar
hana betur. Þá er ég nú kannski
að hugsa um sumar mínar fyrri
bækur. Mér heyrist á ýmsum að
þær hafí þótt seinlegar aflestrar.
Ég hef engan áhuga á að skrifa
bækur, sem vekja athygli daglangt
og eru svo horfnar. Ég held hins
vegar að það verði engin vandræði
fyrir fólk að rata greiðlega gegnum
þessa bók. Reyndar hef ég aldrei
skilið hvað er svona erfitt við eldri
bækumar, nema hvað formið er
svolítið frábmgðið þvf sem fólk er
vant. Ég vona að formið sé líka í
lagi í þessari bók og greiðfært sé
að lesa hana frá hefðbundnu sjónar-
miði og með hefðbundnum lestrar-
venjum".
Lítið að marka
umsagnir höfunda
— Prestur kemur einnig tals-
vert við sögu. Hver er staða hans
í sögunni?
„Það eiga allir í einhveijum per-
sónulegum vanda í bókinni og
guðsmaðurinn ekki síður en aðrir,
sem eru í því hlutverki að eiga að
styrkja fólkið í kringum sig. Það
kemur svo að nokkru fram í bókinn
hvemig honum tekst að ráða við
þann vanda, að eiga að miðla sam-
bandi við guðdóminn og halda
jafnframt uppi guðslögum. Það
sama gildir um skáldið, en hlutverk
hans er að halda uppi mannasetn-
ingum. Tveir menn hvor með sinn
vanda og á herðum þeirra hvílir
vandi miklu fleiri, þar sem þeir
bera ábyrgð á umhverfí sínu. Ég
vil svo ekki fletta ofan af því hvem-
ig þeir bregðast við þessum vanda,
enda gat ég ekki sagt frá því á
annan hátt en gert er í bókinni.
Það væri að.hafa rangt við að tala
léttúðlega við lesendur að bókinni
lokinni, nema að vísa bara til henn-
ar. Það er sitt hvað að sitja f smiðju
sinni og reyna að koma þessu sam-
an eða að svara greiðlega þínum
ágætu spumingum. Það er svo lítið
að marka umsagnir höfunda um
verk sín, það er verksins að stand-
ast tímans tönn. Það hefur stundum
hvarflað að mér, að við það að
meta listaverk, sé það biýnast að
vara sig á listamanninum og því
sem hann er að segja, sem betur
fer liggur mér við að segja".
Lófatakið má ekki æra
okkur
- Hver er þá sérstaða skáld-
skaparins?
„Eg hef ekki tilbúið neitt pró-
gramm þar að lútandi. Ég held að
skáldskapurinn eigi að hjálpa okkur
við að ná dýpra sambandi við okkur
sjálf og opna fyrir þau huldu öfl,
sem við eigum flest eða öll innra
með okkur. Þannig geti skáldið
dugað best öðru fólki, ef hann get-
ur hjálpað því að finna innra með
sér krafta til að gera lífíð ríkara
og vekja hugina. Þetta held ég
raunar að gildi um alla list. Lista-
maðurinn getur leyst það úr
læðingi, sem býr innra með okkur.
Aukið þannig víddum í tilveruna
og hjálpað fólki til að njóta og
treysta næmleika sínum. Allir þeir
sem gera hluti í þessu sambandi,
sem skipta verulegu máli, verða
ekki stöðvaðir með tómlæti. Það er
eitthvað annað sem knýr þá áfram,
enda veit höfundur iðulega manna
minnst um áhrifin af verkum sínum
og þeir náð lengst sem minnstrar
stundarhylli njóta. Það getur farið
alla vegana, en kannski verðum við
öll hafa svolítinn hégóma, ef við lát-
um hann ekki taka völdin. Lófatakið
má ekki æra okkur, svo við týnum
áttum og hlaupum fyrir björg. Það
er ekki hrós eða lófatak, sem er
mikilvægt, heldur að verk skipti
annað fólk máli og dugi því með
einhveijum hætti. Að verkið nái
einhveiju sambandi, sem þarf ekki
að hafa orð á endilega".
Það var margt annað sem bar á
góma milli okkar Thors á þessum
eftirmiðdegi, en það verður ekki
fært í letur hér. UI