Morgunblaðið - 09.11.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986
B f
Grámosinn glóir
eftir Thor Vilhjálmsson
Næstu daga kemur út hjá bókaforlaginu
Svörtu á hvítu bókin Grámosinn glóir eftir
Thor Vilhjálmsson, rithöfund. Bókin fjallar
um voðaatburði norður í landi skömmu fyrir
aldamótin. Morgunblaðið hefur fengið leyfi
höfundar til að birta kafla úr bókinni. Hér
birtist upphafskaflinn, Að drepa manneskju,
hluti kaflans Aðdragandi dómsins:
Sendimaður hins ósýnilega föður, og kafli
aftarlega úr bókinni, sem nefnist Skuggar
afskýjum.
Að drepa manneskju
Konan eltir manninn flárgötuna. Nokkrar kindur hættu að
bíta og litu til þeirra. Maðurinn skundaði áfram svo hratt
að ófrísk konan átti erfítt með að fylgja honum hlykkjótta
aurblauta troðningana milli þúfnanna. Stundum rann hún til
í pollunum. Skómir hennar voru blautir og sokkamir svo
gutlaði uppúr skóvörpunum. Hún skildi ekki hvert hann var
að fara, hún bara elti hann. Kannski hafði hún aldrei vitað
hver hann væri, þessi þungbúni maður. Hún sá herðasvipinn
hans luralegan, þessar þreknu axlir. svolítið signar, mann
þungan og breiðan um þjóar, þarsem hann sluddaðist áfram
á stuttum fótum; hárið uppbrett í hálsmálinu og lagðist yfir
kragann mjóan, hnakkinn breiður og gúlpaði þarsem hálsinn
mætti honum; hún var ekki vön því að hann segði henni
hvað hann ætlaðist fyrir.
Nú sáu þau ekki lengur hestana sem þau höfðu skilið eftir
á vatnsbakkanum, á höfðanum sem endaði í lágri eyri.
Hún fór að heyra hjalið í læknum sem var undarlega
ísmeygilegt og vært á þessum hlaupum. Líktog það boðaði
einhveija lausn. Hún var orðin andstutt, og burður hennar
var farinn að íþyngja henni. Nú tók við grasbrekka af móan-
um. Hún rann til í brekkunni og var næstum dottin; og greip
í manninn og varðist fallinu. Hann sneri sér þó ekki við. Hún
hafði ekki séð framan í hann síðan þau lögðu af stað á hest-
unum.
Þegar kom upp brekkuna lá leiðin oní hvamm þarsem
lækurinn breikkaði undir stalli sem hann fleymdist framaf,
mætti hnullungi sem sveigði bununa sem féll ofan í hyl. Þar
var svolítið undirlendi og víðir á bakkanum, blágresi. Hún
sá aldrei framan í hann; og kannski varla þegar hann þreif
hana og keyrði oní hylinn, hélt henni. Og stíflaði ópið í star-
andi augunum upp gegnum mildilegt hvískur vatnsins um
krumlur hans. Það seytlaði áfram, unz það týndist einhvers
staðar í vatninu; löngu áður en kom að hestunum sem héldu
áfram að bíta á höfðanum.
Og villigæsir vöguðu fjálgar um eyraroddann.
Langt úti á vatninu syntu þrír svanir, tveir saman og einn
nokkru ijær.
Þegar loksins bráði svo af manninum að hann vissi aftur
til sín þá þótti Jóni Jónssyni morðingja sem hann myndi það
fyrst frá þessari stund hvemig hábunga kviðar hennar reis
uppúr vatninu. Og síðar þótti honum sem hann hefði átt erf-
itt með að losa takið af ástkonu sinni eftir að hún var dauð.
Úr: Aðdragandi dómsins:
Sendimaður hins ósýnilega
föður
Þeir mega ekki éta yfír sig, sagði Ásmundur.
Þórður opnaði augun og andlitið hvarf úr himneskum friði
undir grímuna.
Nei ætli sé ekki mál að andskotast af stað; ekki megum
við verða til héma. í þessari líka dæmalausu dýrð.
Þórður stóð á fætur og dustaði af sér graslóna með svipu-
skaftinu, ólin vafin um greipina.
í drottins margblessaða friði, muldraði hann, og var nú
orðinn í ffarnan einsog þeir höfðu verið í þúsund ár þessir
kallar.
Þegar þeir höfðu fært tauminn uppá hestinn dokuðu þeir
aðeins við áður en þeir stigju í ístaðið og sveifluðu sér á
bak. Ásmundur studdi báðum höndum á lend hestinum sem
mmdi af þessu góða grasi: Þórður, segir hann, og rétti hon-
um tóbaksbaukinn.
Þórður hélt annarri hendi í báða beislistaumana rétt við
mélið, og höfuð hestins kom fast við bringuna á honum, og
það var einsog hesturinn væri tilbúinn að svara fyrir hann
ef einhvers væri spurt.
Hvað ertu eiginlega að hugsa Þórður minn?
Þórður flýtti sér hægt. Hann hafði tóbakstauminn breiðan
en stuttan í hvilftinni milli þumals og vísifingurs, og blá æð
upphleypt á handarbakinu. Þegar hann hafði sogið rólega
hvert kom uppí nefið segir hann: Ég skal segja þér hvað
hann Einar sagði við mig um daginn, héma á Hóli. Skrýtið
hvað menn eru misjafnlega skemmtilegir. Tökum til dæmis
hann pabba. Alveg er einsog þeim manni sé fyrirmunað að
segja nokkum hlut sem aðrir menn hafa gaman af.
Hann sveifiaði sér á bak.
Hestamir voru tregir að hætta að bíta, reyndu nokkrum
sinnum að grípa niður, þegar þeir siðluðust af stað.
Hafið birtist, iangt fyrir neðan, óendanlegt, ófst saman við
himinsins trosnuðu tjöld. Ströndin einsog óspenntur bogi þar-
sem hamramir lutu líktog í bljúgri væntingu.
Undir fjallinu greiddist mistur frá gilbarmi, og f brekkunni
skammt frá lúrði bær, einsog hann hefði traust sitt af því
að reisa sig varla upp frá grænum kodda landsins. Þýfðu
túni sem tók næstum fram á skellótta bergsnös, þarsem foss-
buna hraktist um bergstalla, þartil henni lauk í hyl, og þaðan
áin um flúðir, og sveigði ofanhallt fyrir útvörð byggðar, eins-
og það hefði hvarflað að einhverju stýrandi afli að rista hann
alveg frá sveitinni allnokkru neðar, úr lögum við mannlíf.
Hveijir eru draumar heimasætunnar þegar hún situr við
lækinn? Og heyrir fossinn bera sér fyrirheit þegar þangað
hleypur kæti. Unz tekur að rymja dimm raust innan úr berg-
inu, þung einsog örlögin sem ráða öllu lífinu, og bryður
draumana í urðum og gljúfragöngum þarsem þau þrengjast,
og allt hefur þar annan róm. Og gullið hár hennar slegið
hrímgast, og vanginn mjúki verður skorpinn, augun draum-
laus og sljó, þarsem hún stendur á snösinni enn, horfir á.
hylinn holast, undir stinnu falli fossins, fram; niður.
Það var engin hreyfing þar heima við. Hér þarf ég ekki
að klappa á dyr, í nafni valdsins. Við þessa yztu vin. Útmörk
mannlegrar þijózku að storka aflinu sem ræður auðninni.
Þórður skimaði hjalla af hjalla, benti síðan þögull með
svipunni þarsem sá á mannveru stefna út hlíðina frá þeim
undir bagga svo sá bara fætuma bogna í hnjánum,og skref-
ið svosem helmingi styttra hjá vinstra fæti, þótt ekki virtist
haltur, ögn innskeifur.
Ekki sáu þeir annað til manna, og ekki varð til að tefja
för þeirra.
Þama sjáið þér hafið sýslumaður góður. Þetta miðar okkur.
,Þeir fóm fetið samsíða. Og ýrði úr lofti.
Já þetta hefur okkur miðað. En hvemig orkar nú svona
landslag á þig Þórður minn sem við höfum farið um í dag?
Þeir riðu lengi þöglir áfram.
Hafði Þórður ekki heyrt í honum?
Konan við fossinn. Hvaðan kom hún, í hug honum? Hann
hugsaði sér aftur æsku hennar, lét hana sitja á steini, greiða'
sítt hár sitt með fingmnum. Horfa ofan í hylinn, á vatnið
falla stinnt af stallinum, þó vindur slægi stundum bununni
snöggvast frá, og gámr springa í skálinni við barminn, þar-
sem unga stúlkan sat. Hún vissi eiginlega ekki hvemig hún
átti að vera. Nú þegar vorið var loksins komið. Vor. Og
myrkrið lá ekki á sálinni og kramdi. Þó var henni ekki létt
um hjartað, og fingur hennar fóm hægt um síða lokkana,
stönzuðu alveg stundum. Hafði þá ekkert skeð? Þegar allt
átti að fara að gerast sem hafði verið beðið eftir, í allan
vetur. Frá því hvenær? Hvað hafði breytzt?
Fossúðinn lagðist aftur uppað berginu. Aftók myndimar
þaðan. Það var þá þónokkuð að baki. Fossinn, og bergið
þarsem enginn sat.
Nú var létt regn. Þórður tók í tauminn svo hesturinn stanz-
aði. Sýslumaðurinn var aðeins framar.
Það em bræðumir á Andríðarleiti segir Þórður. Þeir þylq'a
fremur rólegir. Þeir fóm þrír saman og vora fullir vel. í hesta-
götum steyptist einn þeirra framaf hestinum. Og veltur niður
hlíð, fall mikið. Hinir tóku í hann en hann hreyfðist ekki.
Hann er bara dauður, segir þá annar. Og þeir hlóðu^þá
steinum að honum, svo hrafnar kæmust ekki í hann. Og fóm
heim. Karl faðir þeirra kemur út, og sér þá bræður timbraða
og syfjulega standa úti. Og sér Ijósgráa meri sem týndi bróð-
irinn átti.
Hvemig skyldi Páli bróður líða? segir annar bræðranna.
Þá segir karl: Já hann Páll bróðir ykkar. Var hann kannski
með ykkur?
Þeir segja sem var að hann væri undir gijóti sem þeir
hefðu hlaðið að honum. Hann hefði hrapað niður og myndi
vera dauður.
Karl snarast á bak ljósgráu merinni, og þeysir burt.
Og þurfti hann nú endilega að taka þá ljósgráu, segir
annar bræðra.
Karl kemur í skarðið og fann þúst eina fyrir sér. Og ryður
gijótinu ofan af þeim sem þar var fyrir. Leggur eyrað við,
og þykist kenna andardrátt, og lífsmark nokkurt í því. Og
sem hann lyftir drengnum á bak hestinum þá dettur peli úr
vasanum á þeim sem hafði legið urðaður um nóttina, heill
peli, og dreypir karl þá á vit honum, svo kauði rankar við
og hafði þá bara sofið.
Hann var heill og óbrotinn, og gat setið fyrir framan föð-
ur sinn á þeirri ljósgráu heim.
Hestamir stóðu alveg kyrrir, og á öðmm hreyfðust eymn,
með höfuð hangandi við slaknaðan tauminn. Ásmundur mundi
ekki eftir sögu til að segja fylgdarmanni sínum. Þeir þögðu
um stund. Var Þórður að bíða eftir að fá í nefið? Varla strax.
Þeir riðu um sveitina án þess að koma á bæi sem komu nú
í ljós. Stijálir. í rigningunni.
Skuggar afskýjum
Skuggar af gráum skýjum skriðu um gmnd, mnnu bláir um
svartan sandinn ffarn; skmppu svo ofan höllin, og viku úr
vegi fyrir vofu og vofu sem átti leið þar um.
En æ, hvemig dagamir líða. Varla veðurhljóð á glugga,
varla söngur enn í stráum, sem senn verða sina, gul. Svo fer
okkur öllum, um síðir. Nú er hljótt.
Hvíldardagur.
Hamarshögg á steðja. Dengdur ljár af einum.
Þá fer að heyrast í klukkunni í kirlqutuminum. Vanburða
leitar tónninn til flalls, seilist en dregur skammt útá sjó; þar
gargar már á móti, borinn á væng vindsins yfir hrynjandi
bámm, alda af öldu fellur skmnsandi með freyðandi faldi, er
þá rétt sem mér heyrist að klukkan í sálnahliðinu taki undir?
Ég veit það ekki.
Líkaböng.
Til fjalls leitar hljómur klukkunnar, öld af öld, leitar hljóðs
hjá fiallvættum eða áifum, sem áin bæri það mótstreymis í
sveigum allt inní þröngan dal, inn að innstu rótum.
En þessi klukka kallar líka úr mannheimum, og kveður
að ganga til kirkju.
Fólkið pískrar fyrir utan kirkjuna og þagnar. Prestshjónin
nálgast. Állir þegja, og virða fyrir sér sýslumanninn þegar
hann gengur til kirkju, ekki snúðugt. Jafnvel þegar læknirinn
fór hjá þögnuðu menn. Það var jafnvel hastað á hundana
þegar þeir fóm að fljúgast á í fundargleði sinni.
Síðan tínist fólkið hægt inní kirkjuna; fyrst konumar í nær
óslitnum hópi í peysufotunum, og fótatakið heyrðist ekki
undan sauðskinnskónum, og maður og maður slseddist jafii-
framt inn, og settust stijált karlamegin meðan kvennabekkir
urðu þéttsetnir; aðrir þurftu að taka í nefið úti hver hjá öðr-
um og sumir í vörina, og sumir áttu eftir að reykja og spyija
frétta af heyskapnum og hinna óheyrðu tíðinda, áður en þeir
óku sér inn í guðshúsi; og brátt var karlabekkur líka þéttset-
inn; embættismennimir fremst, belsebúbbamir með sjálfan
sýslumanninn og fulltrúa kóngsins í broddi.
Forsöngvari snýtti sér svo tók undir í kirkjunni, gerði tvær
atrennur að tóninum, og tók hann svo með ómarkvissum
hrammi sínum, og færði hann dropsteinóttri röddinni svo
urgaði mynduglega, og kytjaði byijunina á sálminum einn á
ferð. Og söfnuðurinn kom í humáttina á eftir og tók dræmt
undir dmnur leiðtogans og svaraði honum þannig að þá gekk
víxlsöngur undir sama laginu milli forsöngvarans og safnaðar-
ins, og ýmsar raddir utan við og hjá.
Forsöngvarinn var stór maður, sköllóttur og neflangur með
hrúður á skallanum og hnúð á nefi. Ennið var kúpt og fleiður
á því ofarlega, og augabrýnnar loðnar; augun tær einsog
dísæt aðalbláber. Munnurinn víður og rúmgott fyrir hin miklu
dimmu hljóð hans að bijótast fram svo undir tók í kirkjunni,
og niðurandlitið mikið með breiðum kjálkum; og undan þeim
flóði síður skeggkragi svo hann hefði getað haft alla dóttur-
syni sína þijá undir skegginu og leynt þeim þar fyrir refsi-
gjamri móður þeirra. Hann var handleggjalangur og hélt á
sálmabókinni annarri hendi, notaði hina til að greiða fyrir
tóninum með gleiðum fíngmm og kræklóttum. Stundum tók
hann sig upp í herðunum og þandi bringuna og gerði hlykk
með hálsinum, vingsaði höfðinu einsog að aka sér fram móti
stinnum sveip í tónmynduninni.
Þegar meðhjálparinn aðstoðaði prestinn að komast í skrúð-
ann tók hann eftir að presturinn titraði. Já þetta er ungur
maður, aumingja maðurinn. Blessaður presturinn okkar, hugs-
aði meðhjálparinn og færði hann í skrúðann. Hann langaði
til að leggja höndina á öxlina á honum; en kunni ekki við
það. Presturinn fór fyrir altarið, kraup við grátumar.
Altaristaflan blasti við syndlausum augum hans. Ennþá
blæddi úr síðusárinu, blóðbogamir vom ennþá nettir og sett-
legir, og bunuðu úr siðusárinu og úr lófunum, oní stampinn
þarsem lausnari vor Jesús stóð í sollinum, og blóðið svall um
miðja leggi hans. Augu hans vom svefnlaus og angistarfull
útaf syndum okkar og vonzku og einsemd þess sem gerist
lausnari. Hve einn, hve aleinn. Hermaðurinn var enn að þerra
blóð af spjóti sínu, hann var líka einn í þessu hlutverki sem
honum hafði verið fengið. Það var einsog hann hefði gleymzt
á myndinni eftir að hlutverki hans var lokið. Hann hafði
ekki haft rænu á að hafa sig heim í skaut flölskyldunnar sem
beið hans í véum heimilisins, bömin að hann léki við þau,
máttu þau ekki vaka þangað til pabbi kæmi heim? Og konan
mædd og langþreytt, ja það er erfítt hlutskipti hermannsins
í fjarlægu landi, þó hann fái að hafa fjölskylduna með sér;
það er erfitt að finna hatur fólksins og undirlægjuhátt og
smeðju viðhlæjenda, og koma svo heim þegar maður hefur
gert það sem manni er skipað, og svara spumingum bam-
anna sinna, og horfa í augu þeirra, eða stijúka þeim um
vangann og yfir hárið þegar þau em sofnuð, og maður kem-
ur. Hann hefði átt að vera búinn að koma sér af staðnum,
útúr myndinni. Að visu gætti hann þess að það skvettist ekki
á hann blóðið sem sullaðist sleitulaust f stampinn úr sámm
mannsins afturgengins ofaná krossinum kvöldið áður. Vom
þeir þá bara tveir eftir, þegar hátíðinni var lokið og glaumur
lýðsins úti?
Presturinn, hann er óvenju lengi að biðjast fyrir f dag,
hvíslar ung kona að gamalli móður sinni. Gamla konan kink-
aði bara kolli nokkmm sinnum, horfði í hnakka prestsins og
tinaði, hafði hún séð eitthvað? Sólin féll innum gluggann,
undaríega hvftt skin sem kom skásneiðandi einsog glampi
af sagarblaði og kom á hvirfil prestsins og færðist aftur á
hnakka þegar hann laut höfði dýpra og gat haft augun af
atburðum blóðsukksins á altaristöflunni.
Bljúgur ogsárég kiýp rið kmssins rót;
minn Kristur vakti yfir mér á meðan ég sv&f;
með iðrandi tárum kyssi ég frelsarans fót,
og fagna að hann ðrvona sál minni Ufsvon gaf.
Forsöngvarinn teygði álkuna, hallaði höfðinu aftur, lygndi
aftur augum, spennti ofvaxnar greipar sfnar utanum sálma-
bókina litla og svarta og byrgði aftur inni dmnumar í
þreklegum skrokk. Og söfnuðurinn flaraði út f sundmðum
söng sfnum á orðunum: og fagna að hann örvona sál minni
lífsvon gaf. Presturinn stóð hljóður í predikunarstólnum, laut
höfði einsog hann væri að biðja guð sinn hjálpar, að gefa sér
orð, að veita sér náð, að tala inní hjörtun, innblástur. Ekki til
að tala tungum, ekki til að töfra, aðeins nokkur einföld orð
sem gætu veitt einhveijum lfkn, lýst einhveijum í þessu voða-
lega myrkri sem settist um hjarta hans, sat um sál hans.
Nokkur orð, hugsaði hann: Og með þfnum anda.
Hann byijaði hægt, lágt og einurðarlaust; hikandi: Áður
en ég les pistil dagsins vil ég segja eitt þótt það sé ekki sam-
kvæmt ritúale: Guð er kærleikur.
Hann leit yfir kirkjuna einsog hann væri að skima eftir
einhveiju, kannski hjá hveijum manni sem sat þar inni,
kannski eftir einhveiju sem var þar ekki. Að skyggnast eftir
því hvort það væri samt. Þama inni í kirkjunni. Þá segir
hann varfæmislega einsog hann væri að kanna viðbrögðin:
Guð er kærleikur. Hann spjrr einskis. Nema eins, ertu heill?
Þögnin var þétt nema grisjaðist við hóstakjöltur. Einhver
hnerraði eftir að hafa reynt að hemja það. Hann litast um
hin torlesanlegu andlit, hvíta veggina, svarta skafla af dauð-
um flugum í gluggunum, sem jafnvel rokur forsöngvarans
höfðu ekki megnað að riðla, varla ýta til nýföllnum belgmikl-
um maðkaflugum sem lágu á bakinu með gljáandi vængi
undir sér og fætur upp til himins. Honum fannst hann þyrfti
að bæta einhveiju við áður en hann hæfi að lesa söfnuðinum
pistilinn.
Hverju? Hvað gat hann sagt? Guð minn, gefðu mér orð
með þínum anda. Gefðu mér orð, Guð minn almáttugur.
Guð er ekki hefnigjam. Nei. Guð er kærleikur, segir hann:
iGuð er . . .
Hann þagði og beið einsog hann ætti von um að heyra
eitthvað. Svo segir hann: Er.
Hann tók báðum höndum fast um brfk predikunarstólsins,
og stillti sig; svo beit hann á jaxlinn. Og segir lágt: Pistillinn
er úr Rómveijabréfi VII, 12—17.