Morgunblaðið - 09.11.1986, Side 12

Morgunblaðið - 09.11.1986, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 Tímaþjófurinn og ég geng rólega til hans. í dag minnir hann hvorki á ylfing né bangsa. Maðurinn er stórglæsilegur og ekkert annað, herðabreiður í kolsvartri peysu. Hvað ert þú að gera hér, segi ég og píri augun svo birtan úr himneskum augum hans ætli ekki alveg að sprengja á mér hausinn. Sama og þú, segir hann. Sá er munurinn að þú veist ekki hvar þú verður um aldir. Ekki getur þú farið í skoðunarferð að lóðinni þinni í kirkjugarðinum einsog ég, sem er með frátekið á grænni grein. Alveg rétt, með sérstakan grafreit, svona ættstór kona. Ég hef alltaf liðið fyrir að geta ekki rakið ættir mínar neitt nema út í mýri. Það er mikið böl í kiikusamfélaginu á íslandi að vera ættsmár. Dettur þér í hug að ég væri menntaskólakennari ef ég væri kominn af alminlegri ætt. Ja ekki dugði það mér til vamar, segi ég. En þú bæt- ir þér upp ættleysið með því að vera stór í sniðum að útliti til og gætir þess vegna verið afkomandi Einars Ben. jafnvel Egils og annarra stórmenna. Sjálft nafnið á þér bendir til þess konar skyldleika. Samkennari minn í sögu roðnaði og sagði að best væri að hafa bæði útlitið og ættina með sér. Hann bætti við að gott ætti ég að eiga vfsan stað hvenær sem allt veltist. Tvær afmælistertur á kennarastofu Einhver hefur komist á snoðir um afmælið mitt. Tvær skreyttar rjómatertur tróna á kaffiborðinu þegar ég geng í salinn með eplakinnar á stuttermapeysu. Númi stærð- fræðikennari sker fyrstu sneið fyrir afmælisbamið samkvæmt lögmálum homafræðinnar. Steindór lover fylgist beyglulegur með. Þið emð ekki með kerti, segi ég. Þau hefðu ekki komist fyrir, segir Steindór. Hann rejm- ir að vekja í sér kvikindið til að veija sig gegn mér og þá tekst svona til. Kennarar líta hver á annan, en vilja ekki vera að kíma. Önnur tertan er búin, þegar sögukennarinn mikli á lofti gengur ferskur til stofu úr kirkjugarðinum. Hann mun hafa komið við á snyrtingunni í bakaleið, því hann er áberandi vatnsgreiddur. Hann er fagunjóður í kinnum og á vömnum einsog hann hafi verið knúskysstur. Aug- un últrablá og maðurinn er í kolsvartri peysu. Litasam- setningin er ekki laus við að vera sláandi. Er veisla? spyr sá stóri jákvæður og framsýnn. Númi segir honum að þetta sé afmælið hennar Öldu. Sá stóri tekur í höndina á mér formlegur. Ég geri mér mat úr því og hneigi mig samkvæmt uppskrift æskunnar, lamast í vinstra hné, um leið og ég bregð hægra fæti fyrir sjálfa mig. Menn skella uppúr. Nú er stemningin liðug og það skásta dregið fram í hveiju andliti. Þó er Steindóri ekki skemmt. Kirkjugarðsmaðurinn fær sér tertusneið og borðar myndarlega einsog prúður matrósadrengur í tíu ára af- mæli. Enginn spjr um aldurinn á Öldu. Einsog þijátíuog- sjö sé mannsmorð. Ifyrir ógifta stúlku á lausu. Ég fæ mér aðra tertusneið þótt ég sé pakksödd og borða svörtu peysunni til samlætis. Hún situr beint á móti mér og þurrkar sér einarðlega um munninn með blárri servíettu sem er alveg í sérteringu við augun. Núna minnir hann á Jón Sigurðsson forseta í súkkulaði- gildi. Góðir íslendingar einsog hann og Bangsímon geta ekki verið þekktir fyrir að sjást stundinni lengur með ijómafroðu á vör. Ég stelst til að líta rétt sem snöggvast í augun. Tvífari þjóðhetjunnar tekur því hetjulega og lætur sér ekki fipast með servéttunna, heldur víngsar henni brattur einsog hann sé ýmsu vanur í augnaráðsmál- um. Steindór sest hjá mér og þykist eitthvað vera að spauga en maðurinn er náfölur með svitaperlur. Hann er von- andi ekki með matareitrun. Svarta peysan stendur upp og brosir afsakahdi. Ég verð að hitta þig, hvíslar Steindór desperat. Hittu mig þá. Hvar. Æ kondu bara heim. Annars er þetta nú afmælið mitt. Það veit guð að mig langar ekki til að spjalla um svo- kölluð okkar mál við Steindór Einarsson, sem hefur verið nefndur lati. Það er sfytting á orðinu latfnukennari. Beyg- ist einsog hvati. Já það veit guð að ég vil alls ekki fá hann yfir mig. En ég er á minn hátt skyldurækin stúlka og vorkenni fólki, ekki síst elskhugum mínum og ég lít svo á að það minnsta sem ég get gert sé að vera til taks. Til þess að hlusta. Lauma inn orði þótt mig langi síst til. Um okkur lata er ekkert að segja. Þetta er fullorðinn maður og hann verður bara að taka því sem á djmur einsog aðrir. Ég tala nú ekki um þegar það sem á dynur var séð fyrir frá upphafi. Erpir íslenskukennari flytur mér afmælisferskejrtlu með innrími, sem ég hendi ekki reiður á, utan að hann lét Alda ríma við kalda. Þá brosti lati sigurbrosi masó- kistans með munnherkjum. Djöfull kvíði ég því þegar hann kemur heim í uppgjörið. Það er ömurlegt starf að lcggja þessa elskhuga sína huggunarríkur á bijóst. 1S XífceX tv lb o9 \4 Erindi: Byggingar og þjóðarhagur Samskipti Landsvirkjunar og ráðgjafa Sögulegt yfirlit íslenskrar húsagerðarlistar Húsagerðarlist eftirstríðsáranna Tækníþróun i byggingariðnaði Rannsóknir í byggingariðnaði Undirbúningur framkvæmda - Hönnun Undirbúningur framkvæmda — Hönnunareftirlit, staðlar og reglugerðir Framkvæmdir og eftirlit á vinnustað Rannsóknir Hönnun og eftirlit Fyrirlesarar: Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar Hörður Ágústsson, listmálari Viihjálmur Hjálmarsson, arkitekt Jónas Frímannsson, verkíræðingur Hákon Ólafsson, forstjóri Ranns. byggingaríðn. Gunnar Torfason, verkfræðingur Vífill Oddsson, verkíræðingur Stanley Pálsson, verkfræðingur Þorsteinn Helgason, prófessor Pétur Stefánsson, verkfræðingur Rikharður Kristjánsson, verkfræðingur Ólafur Erlingsson, verkfræðingur Guðmundur Einarsson, verkfræðingur > að tilkynna ] miðvikudag 12. nóvember i 2 50 88 (aðalskrifstofa) FELAG RAÐGJAFARVERKFRÆÐINGA Engjateig 7, 105 Rejrkjavík Minni bensíneyðsla. Meiri ending. Betra grip í bleytu og hálku. Örugg rásiesta í snjó. □ Gott grip □ Góð ending □ Fastara grip □ Öruggari hemlun □ Hljóðlátari akstur □ Meiri ending LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 280B0 695SOO GOODfÝEAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.