Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 1
 Landlæknisembættió HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMALARAÐUNEYTIÐ PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 RAGNHILDUR HELGADÓTTIR, HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐHERRA: KYNNINGARATAK Með þessum blaðauka hefst sérstakt kynningarátak heilbrig-ðis- og trygginga- málaráðuneytisins til að verjast út- breiðslu alnæmissjúkdómsins á íslandi. Blaðaukinn er framlag Morgunblaðsins til þessarar kynningar. í kjölfarið verður kynning í öðrum fjölmiðlum, auglýsing- ar, útgáfa bæklinga, kynning í skólum og á vinnustöðum. Enn hafa ekki fundizt ráð til að lækna þennan banvæna smitsjúkdóm. Sterkasta og raunar eina vopnið er því vitund al- mennings um það, hvemig veijast beri vágesti þessum. Árangurinn veltur á skynsamlegum smitvörnum almennings. Landlæknisembættið mun annast hina faglegu yfirstjórn kynningarátaksins í samráði við skólayfirlækni og sérfræð- inga eftir því sem við á. Allt samstarf við vinnustaði, félög eða fyrirtæki er vel þegið og upplýsingar verða látnar í té. Þakkir em færðar mörgum aðilum sem þegar hafa sýnt þessu verkefni einstaka velvild. Það er einlæg von okkar, að hin- ar beztu upplýsingar berist sem víðast. Með því móti mun áframhaldandi upplýs- inga- og fræðslustarf skila enn betri árangri. SKÚLI G. JOHNSEN, BORGARLÆKNIR: ALNÆMISVARNIR - hlutverk heilsugæslunnar OLAFUR OLAFSSON, LANDLÆKNIR: EYÐNI ER OGNUN Daglega flytja ijölmiðlar fréttir af alnæmisfaraldrinum, sem breið- ist sífellt út. Fyrir einu ári höfðu borist tilkynningar um alnæmistil- felli frá 35 löndum, en nú er sjúkdómurinn kominn upp í 77 lönd- um. Enn sem komið er virðist sjúkdómurinn hafa náð mestri út- breiðslu í Bandaríkjunum, en þar hafa verið skráð um 27 þúsund til- felli. Alnæmi breiðist mjög hratt út í löndum utan Bandaríkjanna víðs vegar um heim. Þar voru skráð til- felli nú um miðjan nóvember 7.882 en voru 2.199 í ágúst á síðasta ári. Allar upplýsingar um útbreiðslu sjúkdómsins eru lágmarkstölur því aðeins þekkt tilfelli eru skráð. Skráningin er misjafnlega góð í hinum ýmsu löndum og því má gera ráð fyrir, að sjúkdómurinn sé niun útbreiddari í Afríku, Suður- Ameríkulöndum og ýmsum Asíu- löndum en tölur gefa til kynna. Upplýsingar um þekkt tilfelli hér á landi og um fjölda einstaklinga, sem mælst hafa með mótefni í blóði^ gefa til kynna að útbreiðslan hér á landi sé veruleg miðað við það sem gerist í Evrópu. Íirííí 'ögum frá síðasta þingi var akveðið, að alnæmi og smit af völd- um alnæmisveiru skyldi teljast kynsjukdómur og vömum gegn honum hagað á sama hátt og ger- ist um aðra kynsjúkdóma. Vamir B^Bnkynqúkdómum beinast fyrst og fremst að leit að smitbemm. Leitin fer fram á þann hátt, að reynt ®r afla upplýsinga frá hveijum pekktum smituðum einstaklingi um kynsambönd hans í því skyni, að £ra™t fyUr um hver geti hafa valdið smitinu. Árangur af kynsjúk- domavörnum er algjörlega háður samvinnunni við þá einstaklinga sem leitað hafa læknis. Þegar um er að ræða alnæmi em upplýsingar um smitberana algjört lífsspursmál. Hver sem verður fyrir smiti af alnæmi ætti að hugsa fyrst og fremst til þess, að sá sem smit- aði hann hefur að líkindum enga hugmynd um smit sitt og heldur því áfram sömu kynlífsvenjum, sem leiða til enn fleiri smittilfella. Þegar einstaklingur, smitaður af alnæmi, er spurður um fyrri kynsambönd sín ætti hann að minnast þess, að enginn heilbrigður maður vill vit- andi vits dreifa smiti hættulegs sjúkdóms til annarra. Með því að gefa upp nöfn rekkjunauta sinna er þvi viðkomandi e.t.v. að afstýra ógæfu annarra — e.t.v. þeirra, sem honum þykir vænst um. Hér í Reykjavík hafa kynsjúk- dómavamir verið stundaðar um 30 ára skeið á húð- og kynsjúkdóma- deild Heilsuvemdarstöðvar Reykja- víkur. Það skal brýnt fyrir öllum þeim, sem minnsta grun hafa um að þeir geti verið smitaðir af al- næmi að þeir snúi sér til deildarinn- ar. Vakin er athygli á að engin einkenni fylgja smitinu fyrst í stað og smitberaástand getur jafnvel staðið í mörg ár. Reynist þeir hafa mótefni í blóði gegn alnæmi er lífsnauðsynlegt að þeir veiti sem gleggstar upplýsingar um rekkju- nauta sína. Deildin hefur síðan samband við þá. Kynsjúkdómavamir em sam- kvæmt lögum einnig stundaðar á heilsugæslustöðvum um allt land. Þar er sami háttur hafður á við leit að smitbemm og geta þeir, sem Eyðni er ekki lengur sjúkdómur hinna bersyndugu. Enginn talar lengur um kynvillingapláguna. Loks hmkku menn upp við vondan draum, skildu, að ekki var lengur hægt að yppa öxlum og láta sem alvara málsins væri þeim óviðkom- andi. Útbreiðsla sjúkdómsins er ekki bundin áhættuhópum heldur áhættuhegðun. Eftir margra miss- era sinnuleysi hafa yfírvöld loksins tekið af skarið, veitt hefur verið fé til fræðslu og forvamastarfs um sjúkdóminn. En njóta hommar góðs af nýrri sýn samfélagsins á sjúkdóminn? Horfast menn í augu við þá alvar- legu staðreynd, að þeir em flestir í flokki smitaðra og sjúkra hér á landi? Nei, því miður. í fræðslu- þætti sjónvarpsins um eyðni hér á dögunum var hvergi á þá minnst eða stöðu þeirra á erfíðum tfmum. minnsta gmn hafa um smit, snúið sér til þeirra. Þeir sem fremur kjósa, geta snú- ið sér til heimilislækna sinna eða annarra lækna, sem taka blóðpmfu, sem sýnir hvort um smit sé að ræða. Reynist það vera, ber læknum að senda upplýsingar til húð- og kynsjúkdómadeildar heilsuvemdar- stöðvarinnar eða viðkomandi heilsugæslustöðvar, sem annast könnun á uppmna smitsins. Nafn- leynd er mikilvægt atriði í vömum gegn kynsjúkdómum og er fyllsta gát ávallt tryggð í því efni af hálfu lækna og annarra starfsmanna heil- brigðisstofnana. Það skal brýnt fyrir öllum al- menningi, að árangursrík leit að smitbemm er veigamikill þáttur í baráttunni gegn frekari útbreiðslu þess lífshættulega sjúkdóms, al- næmis. Um leið og einstaklingi hefur verið gert ljóst að hann er smitaður af þessum sjúkdómi, ber honum siðferðileg skylda til að vemda aðra fyrir smiti sínu en til þess er nauðsynelgt að breyta kynlífsvenjum í samræmi við ráð- leggingar, sem læknir veitir. Gagnvart þeim ríkir sama félags- lega ábyrgðarleysið og fyrr. Þeir em og skulu vera annars flokks þegnar. Eini aðilinn, sem ennþá hefur sýnt ábyrga afstöðu í þessu máli, er embætti landlæknis. Milli Sam- takanna ’78 og landlæknisembætt- isins hefur tekist samvinna og samstarf í baráttunni við eyðni. Yfírvöld hafa fallist á að fjármagna útgáfuefni á vegum félagsins, og landlæknir hefur sótt um opinberan fjárstuðning svo hægt verði að ráða starfsmann til að sinna fræðslu og forvamastarfi á vegum Samtak- anna ’78. Sú fjárveiting er óhjá- kvæmileg ef við eigum að geta axiað þá ábyrgð, sem við höfum gagnvart hommum. Samtökin ’78 er lítill félagsskapur, en stöðu sinnar vegna engu að síður tengilið- ur við gríðarstóran hóp karla, sem Eyðni (alnæmi) er alvarleg ógnun við heilbrigði þúsunda íslendinga. Fyrir tæpum tveim árum var þessi sjúkdómur óþekktur hér á landi. Nú er vitað um 29 manns, sem em smitaðir af eyðni, en talið er að 200—300 aðrir séu smitaðir. Fræði- lega séð getur hver sem er smitast af eyðni, en þeir, sem lifa einlífi eða með einum lífsförunaut, eiga ekki að öllu jöfnu að vera í hættu. Hvað hefur áunnist? í sumum ríkjum Bandaríkjanna fínnast merki þess að útbreiðsla meðal homma sé í rénun — og tek- ist hefur að koma í veg fyrir að smit dreifíst til blóðþega. Verra er, að af þeim, sem smitast, komast fleiri á lokastig en talið var í fyrstu og að veiran hefur náð nokkurri útbreiðslu meðal gagnkynhneigðra. Aðalhættan stafar af fíkniefnaneyt- endum, sem gjarnan taka upp vændi til þess að fjármagna neysl- una. Hvað er til varnar? Heilbrigðisyfirvöld hafa haldið uppi mikilli fræðslu um þennan sjúkdóm en nú skal hún efld til muna. Héðan í frá verður farið með margþætta fræðslu árlega í alla framhaldsskóla, efstu bekki grunn- skóla og á vinnustaði í landinu, sérstaklega þar sem yngra fólk starfar. Auk þess verða sendir lifír kynlífí með öðrum karlmönn- um. Áróður fyrir breyttri kynhegð- un meðal homma kemst ekki til skila nema honum sé beinlínis beint til þeirra sjálfra á tungumáli, sem þeir skilja, og í samræmi við þeirra eigin hugarheim og tilfínningar. En þrátt fyrir skilning einstakra embættismanna eigum við í stríði við afturhaldssamt og úrelt kerfi, sem neitar að skilja samhengið milli baráttunnar við eyðni og frels- isbaráttu homma. Embættismenn og áhrifamenn í menntamálum hafa ítrekað lýst því yfír, að öll eðlileg umræða um samkynhneigð sé „áróður fyrir kynvillu og stríði gegn almennu siðgæði". Með því bijóta skólayfírvöld gegn 2. grein grunn- skólalaga þar sem segir, að hlutverk skóla sé að búa nemendur undir starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun, að starfshættir skuli bæklingar til allra á aldrinum 15—24, á öll heimili og til homma. Aðalinntak fræðslunnar verður annars vegar um áhættuhegðun og hættulegt atferli en hins vegar vamir gegn sjúkdómnum. Mikilvægt er að kenna fólki að veijast þessum sjúkdómi. Nú þegar er hafin leit að smiti hjá ýmsúm hópum í þjóðfélaginu svo sem blóð- gjöfum, fíkniefnasjúklingum og föngum. Á næstunni verður mælst til mótefnamælingar hjá öllum, sem leita til lækna vegna kynsjúkdóma. Miklar umræður hafa farið fram um að mælast einnig til mótefna- mælingar hjá öðrum hópum m.a. verðandi mæðrum og þeim er gang- ast undir fóstureyðingu. Allir landsmenn eiga vitaskuld kost á mótefnamælingum að eigin ósk. Veigamikill þáttur í baráttunni gegn eyðni er stórefling aðgerða gegn fíkniefnanotkun, og verður að stórauka fjárveitingu til fíkni- efnavama, m.a. til aðstoðar við neytendur og til að koma í veg fyr- ir að neyslan aukist. Enn er trúlega tími til þess að draga úr útbreiðslu eyðni, en eftir nokkur ár verða allar aðgerðir erfiðari. Landlæknisembættið hefur nú óskað eftir a.m.k. 7,5 millj. króna fjárveitingu til fræðslu og annarra aðgerða gegn sjúkdómnum á árinu 1987. Stjómmálamenn verða að skynja sinn vitjunartíma. mótast af umburðarlyndi og að skólinn skuli temja nemendum víðsýni og efla með þeim skilning á mannlegum kjömm. Svik fræðslukerfísins við sam- kynhneigða unglinga skilja þá flesta eftir fullkomlega ráðvillta um stöðu sína í lífinu. Þögnin og fyrir- litningin elur af sér óábyrga þegna, sem eru of grátt leiknir tilfinninga- lega og félagslega til að skilja hvað átt er við þegar nú er kallað til ábyrgðar. Um það eru allt of mörg dæmi meðal þeirra samkynhneigðu unglinga, sem vaxa úr grasi á ís- landi. Eg skora því á þá, sem bera ábyrgð á fræðslu og heilsugæslu — á andlegri og líkamlegri velferð þjóðarinnar — að endurskoða af- stöðu sína. Það kallar enginn þegna til ábyrgðar nema hann sé jafn fús til ábyrgðar gagnvart þeim. ÞORVALDUR KRISTINSSON, FORMAÐUR SAMTAKANNA *78; ÁBYRGÐIN GAGNVART HOMMUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.