Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 HELGIVALDIMARSSON, PRÓFESSOR í ÓNÆMISFRÆÐI: ÁHRIF Á ÓNÆMISKERFIÐ MARGRET GUÐNADOTTIR, PRÓFESSORIVEIRUFRÆÐI: VEIRAN OG LÍFSFERILL HENNAR OLAFUR JENSSON, YFIRLÆKNIR BLÓÐBANKANS; VEIRUSMITVARNIR í BLÓÐBANKANUM Á mánuði hvetjum gefa blóðgjafar 1.000—1.200 blóðeiningar (hver blóð- eining er 450 ml. af blóði) sem notaðar eru í lækningaskyni. Allar blóðeining- ar eru rannsakaðar fyrir mótefni gegn eyðni og lifrarbólguveiru B. Þessar rannsóknir eru önnur meginvöm, sem Blóðbankinn notar til að koma í veg fyrir að veirusmit berist með blóði og blóðhlutum, sem gefið er sjúklingum. Hin meginvöm Blóðbankans til að hindra ofangreind veimsmit er háð sjálfum blóðgjafanum og felst í eftir- farandi: 1) Hann þarf að gefa sem réttastar upplýsingar um heilsufar sitt. 2) Áður en hann ákveður að gefa blóð, þarf hann að lesa spumingar Blóðbankans um heilsufar og leið- beiningar viðvíkjandi dvalarstöð- um, lífemi o.s.frv. og samband hans við áhættuhópa, sem gætu haft í för með sér smithættu á eyðni. Með þessum hætti er skírskotað til drengskapar og til- litssemi blóðgjafans. Hann er Kæri blóðgjafi. Vegna útbreiðslu eyðni (alnæmis, AIDS) er nauðsynlegt að Blóðbankinn vandi val blóðgjafa svo sem kostur er. Einstaklingar í sumum þjóðfélags- hópum em líklegri smitberar en aðrir. Leit að mótefnum gegn eyðni- veirunni í blóði bióðgjafa er hafin, Sá, sem hefur smitast af eyðniveir- unni, en ekki enn myndað mótefnið gegn henni er hættulegur smitberi, því rannsókn okkar byggist á leit að mótefninu. Hversu langur tími líður frá smiti, þar til mótefni myndast, er ekki vitað nákvæmlega. Við mæl- umst eindregið til þess, að hver sá, sem hugsanlega hefur smitast, gefi beðinn um að gefa ekki blóð, ef minnsti grunur hans hefur vaknað um, að hann gæti hafa smitast. Sjálfur verður hann að skírskota til heilsu sinnar og lækn- is síns, þegar hann tiltekur ástæðu fyrir, að hann geti ekki gefíð blóð. Sú hætta er fyrir hendi, að ein- staka maður eða kona komi í Blóðbankann til að láta rannsaka sig vegna gmns um að hafa orðið fyrir eyðnismiti. Blóðbankinn varar við slíkri hegðun. Minnt er á sérstaka símaþjónustu sam- starfsnefndar Borgarspítala og Landspítala, sem hefur auglýstan símaviðtalstíma fyrir þá sem þann- ig stendur á fyrir. Ef allir, sem gefa blóð til lækn- inga, fara eftir þeim leiðbeiningum, sem gefnar em, og allt blóð, sem gefíð er sjúklingum, er rannsakað, eins og gert hefur verið á annað ár, er hægt að gera sér miklar vonir um að eyðnismit berist ekki með blóði blóðgjafa til sjúklinga. ekki blóð. Sérstaklega þykir rétt, að þeir, sem heyra til eftirtalinna, þekktra áhættuhópa fólks, gefi ekki blóð. — Þeir, sem hafa smitast af eyðni (alnæmi) — þeir, sem em hommar — þeir, sem hafa haft samfarir við vændiskonur eða við bæði kynin — þeir, sem hafa haft samfarir við aðila úr ofannefndum hópum — þeir, sem hafa notað eða nota fíknilyf (stungulyf) — þeir, sem hafa verið í nálarstungu- meðferð (akúpúnktúr) hjá ólæknislærðum eða fengið tattó- eringu eða eymagötun erlendis — þeir, sem hafa dvalist á Haiti eða í Mið-Afríku. Hinar svonefndu T-hjálparfrum- ur ónæmiskerfis líkamans eru aðalskotspónn eyðniveimnnar, en frumur þessar gegna lykilhlutverki í sýklavömum mannsins. Nafn sitt draga frumumar af því að þær geta greint sýkla og önnur aðskota- efni, sem oft berast inn í líkamann. Þær em því á stöðugu flakki og koma víða við í líkama okkar í leit sinni að sýklum og öðmm fram- andi efnum. Greini þær sýkla geta SMOKKUR ERVÖRN Smokkur er nafn á þunnri gúmmíveiju, sem notuð er við samfarir. Sæðið lendir í smokkn- um og kemur í veg fyrir þungun. Jafnframt er smokkurinn vöm gegn ákveðnum sjúkdómum, sem smitast við kynmök, þar með talið alnæmi (eyðni). Smokkar, sem einnig nefnast veijur, em seldir í öllum lyfjabúð- um, á mörgum bensínstöðvum, á skemmtistöðum (salemum) og í nokkmm stórmörkuðum. Unnið er að fjölgun útsölustaða í sam- ráðj við innflytjendur o.fl. Ákveðið er að auðkenna sölu- staði sérstaklega með merki sem verið er að láta gera og kynnt verður fljótlega. Heildarsala smokka hér á landi er um 250 þúsund stykki á ári. Mismunandi gerðir Til em nokkrar mismunandi gerðir af smokkum, bæði mis- munandi Iögun, litur, stærðir og með eða án smumingar. Hver og einn verður að þreifa sig áfram uns hann/hún fínnur þá gerð, sem hentar best. Gæðaeftirlit Fylgst er með gæðum fram- leiðslunnar af framleiðendum vömnnar og rannsóknarstofnun- um. Þrátt fyrir það getur smokkur bæði rifnað og mnnið af. í flestum tilfellum stafar það af óvarlegri eða rangri meðferð. Nauðsynlegt er að nota smokk- inn frá upphafí samfara ef hann á að koma að gagni hvort heldur er sem vöm gegn þungun eða kynsjúkdómum. Smokkar geymast lengi í órofnum umbúðum. Tilgreint er á umbúðum hve lengi smokkur- inn geymist. Af hverju á að nota smokk? Fýllsta ástæða er til að undir- strika nauðsyn þess að nota smokk við kynmök ef minnsta hætta getur verið á að smitast af alnæmi. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þeir, sem eru smit- berar, eru langflestir einkenna- Iausir og með eðlilega kyngetu. Það sést því alls ekki á viðkom- andi einstaklingi að hann/hún sé smitberi. Eina ráðið er því að nota smokk í öryggisskyni. Ljóst er að breyting þarf að verða á afstöðu fólks til notkunar á smokkum. Það öryggi, sem nútímagetnaðarvamir veita, eru hvorki vöm gegn alnæmi né öðr- um kynsjúkdómum. Smokkurinn hefur því yfirburði hvað.snertir öryggi þegar bæði er tekið tillit til vama gegn ótímabærum þungunum og kynsjúkdómum. Auk þess fylgja smokknum eng- ar aukaverkanir. þær svo sent frá sér boð, sem kalla á og hvetja til dáða aðrar frumur, sem eru sérstaklega útbúnar til að gleypa og drepa sýklana. Þannig tná segja, að T-hjálparfrumumar stjómi sýklavömum líkamans. Líklega getur heilbrigt vamar- kerfi stundum útrýmt eyðniveirum, sem berast inn í líkamann, áður en þær ná varanlegu tangarhaldi á T-hjálparfmmum. Slíkt er komið undir ástandi vamarkerfísins þegar smitun á sér stað, hversu margar veimr berast að líkamanum og hvemig þær ber að. Takist veimn- um hins vegar að ná varanlegri bólfestu í T-hjálparfrumunum get- ur eitt af þrennu gerst. í fyrsta lagi tekst stundum friðsamleg sam- búð milli veimnnar og ónæmiskerf- isins. Þeir, sem þannig er ástatt um, kenna sér einskis meins. í öðm lagi getur hafist barátta milli veir- unnar og ónærniskerfisins, en svokölluð forstigseinkenni eyðni em einmitt afleiðing slíkra átaka. Hér er um að ræða eitlastækkanir, sem verða vegna aukinnar virkni í ónæmiskerfinu, megmn, svita- og hitaköst. Hjá mörgum slíkum sjúkl- ingum heldur vamarkerfíð velli og til allrar hamingju virðist veiran ekki ná að leggja ónæmiskerfið í rúst nema hjá um 20% þeirra sem smitast, (á við um 5—7 fyrstu árin eftir smitun), en þeir fá hins vegar hið banvæna lokastig sjúkdómsins. Það gerist með þeim hætti að eyðniveiran nær að sýkja og eyða nær öllum T-hjálparfmmum líka- mans. Kannski má líkja T-hjálparfmm- um við radarbúnað í vamarkerfí þjóða. Líkt og radar greina þessar fmmur utanaðkomandi óvini og senda boð til þeirra, sem eiga að halda óvininum í skefjum eða út- í janúar 1983 tókst veirufræðing- um á Pasteur-stofnuninni í París að rækta nýja, áður óþekkta veiru úr eitilvef sjúklings á forstigi eyðni. Um ári síðar tókst að rækta svipaðar veirur úr sjúklingum á 2 stöðum í Bandaríkjunum. Fleiri staðir og lönd fylgdu á eftir. Síðan hefur efnasam- setning og erfðagerð eyðniveimnnar verið þaulkönnuð og nákvæmur sam- anburður gerður við líkar veimr, sem áður höfðu fundist í mönnum og dýr- um. Þessar samanburðarrannsóknir leiddu fljótt í ljós, að eyðniveiran var af gamalgrónum veimflokki, Retro- veirum. Fyrsta retroveiran, Rous- krabbameinsveiran, fannst 1911 í illkynja æxli í hænu og veldur krabba- meini í hænsnum. Síðustu 50 árin hafa fundist margar mismunandi retroveimr, sem valda illkynja æxlis- vexti í ýmsum dýmm. Ein retroveira veldur t.d. krabbameini í spenum músa og berst með mjólkinni í ung- ana og sýkir þá. Ýmsar retroveirur valda hvítblæði í músum, hænsnum, kúm, köttum, öpum og mönnum. Smitandi hvítblæði hefur verið lengi þekkt í dýmm. Fyrstu retroveirumar, sem valda sérstökum tegundum af hvítblæði í mönnum, fundust í Banda- ríkjunum og Japan rétt áður en eyðniveiran fannst. Þær vom nefndar á ensku: Human T-cell Lymphotropic Vimses (HTLV), ætt 1 og 2. Rann- sóknaraðferðimar, sem beitt var, þegar HTLV 1 og 2 ræktuðust, vom einnig notaðar, þegar eyðniveiran ræktaðist fyrst. Því hiaut hún heitið HTLV 3 í Bandaríkjunum, en hét LAV í Frakklandi. Nú kalla fræði- menn veimna HIV (Human Im- munodeficiency Vims) í stað LAV/HTLV 3. Eyðniveiran reyndist íjarskyld of- angreindum krabbameinsveimm, rýma honum. Það má því segja að ástand sjúklings með eyðni á loka- stigi sé svipað og hjá þjóð, sem hefur misst radarbúnað sinn í hend- ur óvinahers. Þegar eyðniveimm hefur þannig tekist að lama vamarkerfí líkamans getur hann sýkst af örvemm, sem em meinlausar fyrir fólk með heil- brigt vamarkerfí. Slíkar örvemr em gjaman kallaðar tækifærissýkl- ar, því að þær grípa tækifærið og sýkja þá, sem ekki geta komið vömum við. Þessar sýkingar geta komið fram hvar sem er, en þær em tíðastar í lungum, meltingar- vegi og heila. Á hinn bóginn virðast sjúklingar með eyðni oft geta hald- ið uppi sæmilegum vömum gegn ígerðarbakteríum og öðmm sýkl- um, sem stundum hrella þá sem heilbrigðir em. Skimpróf þau er Blóðbankinn og aðrar rannsóknastofur nota til að kanna blóðsýni, og þá hvort mót- efnamyndun gegn eyðniveimnni hafí átt sér stað, greina a.m.k. 90% þeirra er hafa smitast. Talsverður tími getur liðið frá því að smitun á sér stað þar til mótefni myndast. Flestir verða jákvæðir innan 3ja mánaða, en mótefnamyndun getur tekið allt að eitt ár í líkama hins smitaða. Líklega mynda þó ein- hvetjir aldrei mótefni gegn veir- unni. Mótefnamælingar geta einnig verið jákvæðar án þess að viðkom- andi hafi nokkm sinni komist í tæri við eyðniveimna. í slíkum til- fellum em gerð staðfestingarpróf, sem skera úr því hvort um raun- vemlegt smit sé að ræða. Mótefnamælingar fara stöðugt batnandi, en prófín em þó enn vandmeðfarin og oft erfítt að túlka niðurstöður þeirra. sem allar em í þeim undirflokki retro- veira, er nefnist Oncoveirur. Aftur á móti átti hún nánari ættingja í öðmm undirflokki retroveira, sem kallaður er Lentiveirur, eða hæg- gengu veimmar. Nú er eyðniveiran flokkuð í þann undirflokk. Lentiveimr em retroveimr af sérstakri gerð. Hluti af erfðaefni þeirra er mjög breytilegur. Koma því auðveldlega fram ný afbrigði af lentiveimm. Mis- munandi afbrigði af eyðniveirunni hafa þegar fundist, sum mjög ólík þeim eyðniveimm, sem fyrst ræktuð- ust. Mótefnamyndun er alltaf háð sérstakri gerð hverrar veiru, þannig að mótefni gegn einu veimafbrigði verka kannski ekki á ólík afbrigði af sömu veiru. Því fylgjast veimfræð- ingar mjög vel með nýjum afbrigðum af eyðniveim og hafa nokkrar áhyggjur af þeim breytingum, sem hún kann að taka. Mótefnamyndun gegn lentiveirum er alltaf lin og sein í gang. Geta liðið vikur og mánuðir frá sýkingu, þar til mótefni fínnast í blóði, ef þau þá yfirleitt myndast. Lentiveimr valda sérstöku sýkingar- formi, sem kallað er hæggengar veimsýkingar. Hæggengar veimsýk- ingar vom fyrst skilgreindar af Bimi Sigurðssyni, lækni á Keldum, árið 1954, og honum tókst að rækta fyrstu lentiveimna, þ.e. veirana, sem veldur þurramæði og visnu í sauðfé. Lenti- veimr hafa síðan fundist í hestum og geitum og nú síðast eyðniveiran í mönnum og skyldar veimr í öpum. Hæggengar sýkingar einkennast m.a. af mjög löngum tíma, sem líður frá smitun, þar til sjúkdómur kemur fram. Þessi tími er nefndur með- göngutími sjúkdómsins og getur orðið mörg ár. Eyðni hefur aðeins verið þekkt í 5 ár og við vitum að með- göngutíminn er breytilegur, eins og í visnu eða mæði, þar sem hann er stystur nokkrir mánuðir en lengstur á annan áratug. Meðgöngutimi eyðni er stystur nokkrir mánuðir, en enginn veit ennþá, hve langur hann getur orðið í dýrategund, sem lifir að jafn- aði í marga áratugi. í upphafí kemst veiran aðeins í fáeinar næmar fmm- ur. Veirar em svo ófullkomnar, að þeim getur ekki fjölgað, nema þær fái aðstoð hjá lifandi fmmum, sem þær búa í. Retroveimr hafa í sér hvata (ensýmið reverse transcript- asa), sem gerir þeim kleift að innlima erfðaefni sitt varanlega inn í erfða- efni sýktrar frumu, og þar situr það, þangað til fmman deyr. Við skiptingu sýktrar fmmu flyst erfðaefni veirann- ar með í dótturfmmunnar. Sýktar fmmur framleiða síðan nýjar veirar samkvæmt fyrirsögn þessa innlimaða erfðaefnis. Nýju veimmar skjótast út í blóðrás og líkamsvessa við knapp- skot út úr sýktu fmmunni, sem getur haldið áfram nokkuð lengi að fram- leiða veirar, en deyr að lokum úr sýkingunni, ef um lentiveim er að ræða. Nýjar veirur sýkja nýjar fmm- ur. Sýkingin breiðist út og sýktar fmrnur hröma og deyja. Þegar fmmuskemmdir em komnar á visst stig, gerir sjúkdómurinn vart við sig. Efnabreytingamar, sem verða við nýmyndun eyðniveira, em nú vel þekktar. Verið er að gera tilraunir með efni, sem hindra viss stig í ný- myndun eyðniveira í sýktum fmmum. Ef slík efni valda ekki sjálf frumu- skemmdum, verða þau öflugt vopn í baráttunni gegn eyðni í sýktu fólki, þar sem þau munu draga úr út- breiðslu veirunnar um líkama hins sýkta og halda fmmudauða af völdum sýkingarinnar í lágmarki. Baráttan gegn eyðni er langt frá því að vera vonlaus, en bóluefnisframleiðsla á langt í Iand, vegna arfgengs hæfí- leika veimnnar til að breytast, og | vegna þess að veiran er lin sem mót- efnavaki og mótefni binda hana illa. Allan meðgöngutíma sjúkdómsins er hinn sýkti við góða heilsu, en get- ur þó smitað aðra, því að veiran, sem hann gengur með, er alltaf virk í fáeinum sýktum fmmum á hveijum tíma. Þessar fmmur er að fínna, all- víða í veíjum líkamans og blóðrás. Næmastar em svokallaðar T-hjálpar- frumur (T4) í ónæmiskerfínu, og það er hmn þeirra, sem veldur eyðni. Veiran hefur einnig ræktast úr öðmm frumum í ónæmiskerfínu, bæði B-frumum, sem framleiða mótefni og átfrumum, sem vinna mikið hreinsi- starf í líkamanum. Átfmmur (mak- rofagar) em gott dreifíkerfi veimnnar í ýmis líffæri. Sýktar át- fmrnur geta borist með blóðrásinni til ýmissa veíja og smogið inn í þá. Þannig geta þær útbreitt sýkinguna og borið hana á óæskilega staði, t.d. í miðtaugakerfí og lungu hins sýkta. Miðtaugakerfíð er næmt fyrir eyðni- sýkingu. Veirar hafa ræktast úr taugafmmum, stoðfrumum og auð- vitað átframum úr miðtaugakerfí. Afleiðingamar em vissar tegundir taugasjúkdóma, sem fínnast hjá eyðnisjúklingum og verða kannski vaxandi vandi, eins og visna í sumum mæðihjörðum. Stoðfrumur (fíbro- blastar) geta tekið eyðnisýkingu. Næmið er því ekki eingöngu bundið við T-hjálparfrumur, eins og menn héldu fyrst. Veirar hafa ýmsar leiðir frá sýkt- um einstaklingi yfir í heilbrigðan. Þetta kallast smitleiðir, og þær er mjög mikilvægt að þekkja vel, ef á að veijast smitsjúkdómi. Eyðniveiran hefur ræktast úr ýmsum líkamsvess- um sýktra, bæði á meðgöngutíma sjúkdómsins og eftir að eyðni er byij- uð. Veiran hefur ræktast úr blóði, bæði blóðvökva (plasma) og hvítum blóðkomum, úr mænuvökva, munn- vatni, þvagi, svita og támm, bijósta- mjólk, sæði og slími úr kynfæmm kvenna. Allir þessir líkamsvessar bera því í sér smithættu fyrir heil- brigða. Almenningur á misgreiðan aðgang að þessum líkamsvessum úr sýktum einstaklingum, t.d. er ekki vemlega greið leið frá einum mænu-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.