Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 B 3 KRISTJÁN ERLENDSSON, LÆKWIR: UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA FYRIR ALMENNING Samstarfsnefnd Borgarspítala og Landspítala um varnir gegn al- næmi hefur nú rekið símaþjónustu í rúmt ár. Ásókn í þessa þjónustu hefur speglað mjög þá umræðu og áhuga sem ríkt hefur í þjóðfélag- inu á hverjum tíma og því mjög gengið í bylgjum. Símaþjónustunni er ætlað að veita fólki tækifæri til að leita sér upplýsinga um al- næmi og ráða í persónulegum vanda. Fólk getur því hringt án þess að láta nafns síns getið, iýst atvikum eða aðstæðum, sem valda þeim áhyggjum, og rætt við þann lækni, sem símaþjónustuna ann- ast, hvemig bregðast skuli við. Það er vel skiljanlegt að fólk eigi erfitt með að tala um persónuleg vandamál og áhyggjur sem þessar, en það virðist svo að eftir að ísinn er brotinn, reynist flestum auðvelt að tjá sig. Greinilegt er að margir þurfa að ræða þessi mál. Oft leiðir símtal af þessu tagi til þess, að einstaklingi er ráðlagt að láta mæla mótefni gegn alnæmisveiru og honum leiðbeint um það hvemig hann geti komist í slikt próf. Þar eru ýmsir kostir. Hann getur farið til síns heimilislæknis eða, eins og oft vill verða, hann kýs að halda því sambandi sem myndast hefur í gegnum símann og velur að koma á göngudeild til þess sem þegar þekkir söguna. Þá er einnig hægt að koma á stofu til einstakra lækna og í sumum tilfellum hefur fólk valið að fá lækni heim til að draga blóð. Eitt af meginmarkmiðum símaþjónustunnar er að opna fólki leið til að fá beinar upplýsingar, komast auðveidlega í mótefnamælingu og fá ástandið metið af manni með reynslu í siíku. Slík þjónusta er mjög mikiivæg og forsenda þess að skimprófun á blóði í Blóðbanka sé örugg. Ýmsum gæti dottið í hug að það væri góð aðferð til að fá sig prófaðan, að fara í Blóðbankann og gefa blóð. Svo er þó ekki. Rétt er að allt blóð í Blóðbankanum er skimprófað til þess að hindra að sýkt blóð sé gefið sjúklingum sem bráðliggur á að fá blóðgjöf. Mótefnamælingar eru ekki alveg 100% öruggar og er það breytilegt eftir tíma, sem liðinn er frá smiti, svo og öðrum aðstæðum. Það er því hreint skemmdarverk við starfsemi Blóðbankans að ætla að nota hann til að meta sjálfur hvort maður hafi smitast. Sá hinn sami er þannig að nota próf, sem sérfræðingar eiga oft á tíðum erfitt með að túlka, auk þess að leggja sjúklinga í hættu, hættuna á því að þeir fái sýkt blóð, sem ekki hefur tekist að stöðva vegna þeirra takmark- ana, sem eru á aðferðum við mótefnamælingar. Það er því áskorun til allra, sem hafa stundað áhættuhegðun, að hafa samband við lækni, heimilislækni eða símaþjónustuna og gera ráðstafanir til að fá ástandið metið beint en ekki óbeint eftir ein- hveijum krókaleiðum. Ef þú ert karlmaður, sem hefur haft mök við annan karlmann, ert eiturlyfjaneytandi, sem hefur verið í „sprautun- um“ eða haft kynmök við einhvem siíkan, hefur þú tekið áhættu og ættir að fara í próf. Sama gildir ef þú ert eða hefur verið fjöl- lynd kona eða stofnað til skyndikynna. Einnig ef þú ert karlmaður sem gert hefur hið sama, t.d. með vændiskonum erlendis. Ef eitt- hvað af þessu á við þig þá hvet ég þig til að hafa samband. UPPLÝSINGASÍMI UM ALNÆMI ER 91-622280 SPURNINGAR OG SVÖR vökva til annars í venjulegu daglegu lífi. Af slíkum líkamsvessa stafar því ekki hætta fyrir aðra. Aftur á móti komast ýmsir ofangreindra vessa greiðlega milli tveggja einstaklinga, sem hafa samfarir. Kynmök eru því greiðasta og algengasta smitleið eyðni. Ekki bara kynmök homosexual karla, heldur einnig kynmök karls og konu. Homosexual piltar, sem eru að uppgötva samkynhneigð sína og vilja ekki fá eyðni, gera réttast í að reyna að fínna sér félaga, sem er jafnlítið reyndur og þeir sjálfir, en forðast samneyti við sér eldri menn, sem hafa verið víða, og menn, sem þeir þekkja ekki og geta ekki treyst. Hom- osexual menn í föstum félagsskap við einn eða örfáa menn hafa sloppið vel, en þeir, sem hafa haft mök við marga, hafa dreift sýkingunni vfða og farið illa sjálfir. Veiran kviknar ekki við homosexual samfarir, hún þarf að hafa komist í annan aðilann til að hinn geti smitast. Hið sama gildir auðvitað um samfarir karls og konu. Fólk í fostum félagsskap við einn eða örfáa, sem það þekkir vel, tekur enga áhættu. Hinir, sem hafa kynmök við marga, leggja sig í veru- lega hættu, sérstaklega þeir, sem stofna til skyndikynna við bláókunn- ugt fólk á skemmtistöðum og víðar. Vændiskonur og konur, sem hafa haft kynmök við marga menn, hafa margar smitast og eru smitandi, bæði um blóð, slím í kynfærum og munnvatn. Kynmök við þessar konur hafa oft sýkt karla, og ekki er full- kannað, hvað raunverulega flutti veirur frá konunni í karlinn. Sæði og munnvatn sýktra karlmanna er smit- andi, og er sæðið talið helsti sýkingar- valdurinn, þegar kona smitast við kynmök. Smokkar eru þama vöm fýrir konuna, ef þeir rifna ekki. Koss- ar geta borið sýkingu bæði í karla og konur. Dæmi er þekkt um karl- mann, sem smitaðist við blóðgjöf og smitaði eiginkonu sína, án þess að vera fær um að hafa við hana sam- farir. Þau kysstust aðeins eftir þá læknisaðgerð á kynfærum mannsins, sem hann gekkst undir, þegar hann fékk blóðið, sem hann smitaðist af. Kossar, sem koma sýktu munnvatni beint inn í annan munn, eru því ein smitleið eyðni, sem fólk þarf að var- ast. Veiran berst frá sýktri móður til fósturs. Bömin verða vansköpuð og veik og lifa stutt. í næstu meðgöngu getur farið eins. Þvi er sýktum mæð- rum ráðlagt, að eignast ekki böm. Fóstur getur sýkst allan meðgöngu- tímann. Bijóstamjólk úr sýktri konu er smitandi. Dæmi er þekkt um móð- ur, sem smitaðist við blóðgjöf eftir bamsfæðingu og sýkti bam sitt, sem hún hafði á bijósti. Veirur ræktuðust úr mjólkinni. Böm, sem fæðast eftir smitun foreldris eru í mikilli sýkingar- hættu. Þau, sem ekki smitast í fósturlífí, hafa oft smitast eftir fæð- ingu. Eldri böm, sem eiga sýkt foreldri, hafa einnig smitast, og ekki er alltaf ljóst, hvemig slíkt vildi til. I líkamsvessum eyðnisýktra er ekki mikið magn af veirum á hveijum tíma. Nána snertingu þarf þvi' til að smit verði. Veiran er ekki þolin. Hún þolir illa þurrk, hita, sápu og mörg sótthreinsandi efni, og deyr við suðu. Lítill skammtur af veirunni ætti að deyja í vel heitu uppvaski úr góðu sápuvatni, þannig að ekki ætti að stafa hætta af vel þvegnum matarí- látum, sem margir ganga um. Þrifn- aði á salemum, sem margir ganga um, er víða ábótavant, þvagslettur á setum, blóðslettur í skítugum hand- klæðum o.þ.u.l. Ætti fólk að fara þama varlega af þessum ástæðum og ýmsum öðmm, sérstaklega með böm. Eftirlit með almenningssalem- um og salemum, sem margir ganga um, ætti að herða. Hrein, vel hirt og vel sótthreinsuð salemi ættu að vera hættulaus. Almenningur, sérstaklega ungt fólk, þarf að skilja þá smithættu, sem fylgir skyndikynnum og kynmökum við marga, og reyna að forðast þá smitleið. Mikil smithætta fylgir stunguefnaneyslu og em flestar mæður sýktra ungbama stunguefna- neytendur. Hreinlæti og varfæmi hinna sýktu og maka þeirra í dag- legri umgengni við aðra getur dregið mjög úr útbreiðslumöguleikum eyðni- veimnnar. Hvað er alnæmi? Alnæmi (Acquired Immune Deficiency Syndrome — AIDS) er lokastig veimsýkingar, sem hefur eyðilagt ónæmiskerfi líkamans, og leitt til þess að sjúklingurinn verður berskjaldaður fyrir sýkingum og ýmsum illkynja sjúkdómum. Veim- sýking þessi hefur einnig verið nefnd eyðni eða ónæmistæring. Veiran (Human Immunodeficiency Vims — HIV) getur valdið smiti með ýmsum hætti. Eftir að smitun á sér stað líða í flestum tilvikum nokkrar vikur eða mánuðir þar til líkaminn myndar mótefni gegn veir- unni. Fjórðungur þeirra sem smitast fær á næstu mánuðum eða ámm forstigseinkenni .alnæmis. Enginn veit ennþá með vissu hversu hátt hlutfall smitaðra fær lokastig sjúk- dómsins, til þess er of skammur tími liðinn frá því að sjúkdómurinn upp- götvaðist. Nokkrar rannsóknir þenda til þess að 5 ámm eftir smit séu á bilinu 5—20% smitaðra komn- ir með lokastig alnæmis. Hvenær smita menn? Telja verður að allt frá því að einstaklingur smitast geti hann smitað aðra. Ekkert bendir til að myndun mótefna komi í veg fyrir að menn smiti. Því ber að líta svo á að allir, sem mótefni mælast hjá, geti verið smitberar. Hvernig smitast sjúkling'urinn? Veiran hefur fundist í blóði, sæði, slími í leggöngum kvenna, munn- vatni, bijóstamjólk og öðmm líkamsvessum. Mestar líkur eru á smiti þegar blóðblöndun á sér stað, t.d. við blóðgjöf. Þá er hætta á blóð- blöndun þegar eiturlyfjaneytendur skiptast á nálum og einnig getur viss blóðblöndun átt sér stað við samfarir. Smit getur borist með sæðisvökva og með slími í leg- göngum kvenna. Smitaðar konur geta sýkt fóstur í móðurkviði, böm sín við fæðingu eða með bijósta- mjólk. Enda þótt veiran hafi fundist í munnvatni er engin ömgg vissa fyrir því að alnæmi smitist með þeim hætti. Sjúkdómurinn virðist því ekki bráðsmitandi, enda hefur ekki verið sýnt fram á að hann smitist við daglega umgengni eins og t.d. venjulega snertingu, hósta eða hnerra og ekki heldur með matvælum, drykkjarvatni eða í sundlaugum. Hver eru einkenni sjúkdómsins? Flestir þeirra sem smitast em einkennajausir mánuðum og ámm saman. I nokkmm tilvikum geta þeir sem smitast fengið bráð tíma- bundin einkenni nokkmm vikum eftir smit. Líkjast þau einkennum einkimingasóttar, sem em eitla- stækkanir, hiti, hálsbólga og stundum húðútbrot. Veiran getur valdið bráðri tímabundinni heila- himnubólgu og era þá einkennin höfuðverkur, hiti, ljósfælni og hnakkastífni. Forstigseinkenni alnæmis era mjög fjölbreytileg og geta átt við marga aðra sjúkdóma. Algengustu forstigseinkennin era langvarandi eitlastækkanir, hiti, nætursviti, megmn, þrálátur niðurgangur og sveppasýkingar í munni. Þá geta sjúklingar fengið einkenni frá mið- taugakerfí vegna viðvarandi heila- bólgu. Þessi einkenni geta verið sljóleiki, gleymni og kvíði. Einkenni alnæmis, eða lokastigs sjúkdómsins, geta verið skyndilegar húðbreytingar, þurr hósti og and- nauð með eða án hita, sársauki við kyngingu, mikil þreyta, slappleiki og vaxandi sljóleiki. Hér ber einnig að hafa í huga að öll þessi einkenni geta átt við aðra sjúkdóma. Hverjir fá alnæmi? Allir geta sýkst af alnæmisveir- unni ef smitleiðir þær, sem nefndar voru, eru fyrir hendi. Þeir sem era í mestri hættu að fá þennan sjúkdóm era þeir sem hafa kynmök við marga, eiturlyfjaneyt- endur sem sprauta sig og börn sýktra mæðra. Blóðþegar, einkum dreyrasjúklingar, sem þurfa á storkuþáttum að halda, vora í hættu að fá sjúkdóminn. Eftir að blóðskim- un á blóðgjöfum og hitameðferð storkuþáttanna hófst á sl. ári era líkumar hverfandi á því að smit berist eftir þessum leiðum. Aftur skal tekið fram að enn er ekki vitað hve margir af þeim, sem smitast af veiranni á endanum, fá alnæmi. Hver er útbreiðsla sjúkdómsins? I október 1986 vora skráðir yfír 30.000 sjúklingar með alnæmi. Yfír- gnæfandi meirihluti skráðra sjúkl- inga er í Bandaríkjunum en þann hefur nú greinst í a.m.k. 70 löndum í öllum heimsálfum. Sýkingin er þó margfalt útbreiddari en tölur þessar gefa til kynna og mest í Afríku. Hver er útbreiðsla sjúk- dómsins á Islandi? Fyrsti íslenski sjúklingurinn með alnæmi greindist í október 1985. í septemberlok 1986 höfðu jgreinst 4 sjúklingar með alnæmi. I október 1986 höfðu alls fundist 29 einstakl- ingar með smit af völdum veirannar. Af þeim vora 69% hommar, 21% eiturlyfjaneytendur, 7% einstakling- ar utan fyrrnefndra hópa, sem mök höfðu við sýkta einstaklinga af gagnstæðu kyni og 3% blóðþegar. 10 einstaklingar voru með forstig- seinkenni alnæmis, en 16 vora einkennalausir. Er hægt að lækna alnæmi? Engin lækning er til enn sem komið er. Mikið rannsóknarstarf fer nú fram á lyfjum sem geta haldið sýkingunni í skefjum. Eitt þeirra, azidothymidin eða AZT, getur sann- anlega haldið sýkingunni í skefjum og bætt líðan margra alnæmissjúkl- inga, a.m.k. tímabundið. Ókostur lyfsins er að það hefur aukaverkan- ir í för með sér. Einnig er hægt að halda mörgum af fylgisýkingum al- næmis í skefjum tímabundið. Er til bóluefni gegn alnæmi? Ekkert bóluefni er til enn sem komið er og ekkert vitað hvort eða hvenær tekst að framleiða slíkt bóluefni. Hvað er til varnar? 1. Eins og áður segir má minnka hættu á smitun með blóði með því að nota ekki blóð til blóð- gjafa, sem mótefni hafa mælst' í. Þar sem sumir einstaklingar mynda trúlega ekki mótefni gegn veiranni, er mikilvægt að enginn, sem hugsanlega er smitaður, gefí blóð. 2. Forðast ber kynmök við marga, sérstaklega einstaklinga af báð- um kynjum sem stunda vændi, stunguefnaneyslu eða eru þekkt- ir af að hafa kynmök við marga. Forðast ber endaþarmskynmök og munn-við-kynfærismök. Notkun á smokkum minnkar smithættu. Forðast ber að særa eða meiða við kynmök, til að minnka líkur á blóðblöndun. 3. Sýktar konur eiga ekki að hafa böm á bijósti og eiga að forðast bameignir. 4. Eiturlyfjaneytendur, sem sprauta sig, eiga ávallt að nota hreinar ónotaðar nálar og sprautur og ganga síðan þannig frá þeim, að enginn geti notað áhöldin aftur. Hvað á ég að gera við grun um smit? Leitaðu læknis. Hægt er að mæla ■ mótefni gegn veiranni í blóðinu og ástand ónæmiskerfísins. Hvers vegiia þarf ég að komast að því hvort ég sé með mótefni gegn veirunni? 1. Það er mikilvægt fyrir hvem og einn að vita að hann er ekki smitaður. 2. Ef þú ert smitaður/smituð er mikilvægt að þér sé kunnugt um það, svo þú getir forðast að smita aðra. Þér ber þá að gæta ýtrustu varkámi í kynmökum og upplýsa rekkjunaut eða rekkjunauta um að þú hafír mótefni gegn veir- unni. Hafír þú samfarir era smokkar vöm gegn smiti. 3. Ef þú ert smitaður/smituð þarft þú reglulegt eftirlit sérfræðings sem fylgist með því hvort nokkur einkenni sjúkdómsins séu að koma fram. Marga fylgikvilla sjúkdómsins er hægt að lækna eða halda í skefjum. Það er mikil- vægt fyrir lækni að vita að þú ert smitaður af veirunni þar sem mörg einkenni sýkingarinnar geta líkst öðrum óskyldum sjúk- dómum. 4. Smit af völdum alnæmisveira fellur undir lög um kjmsjúkdóma, þannig að fullrar nafnleyndar er gætt. Það er afar mikilvægt fyr- ir heilbrigðisyfírvöld að fylgjast með útbreiðslu sjúkdómsins til þess að meta þörf vamaraðgerða og áhrif þeirra á gang útbreiðsl- unnar. Nafnlausar greinar eru samdar af Guðjóni Magnússyni, aðstoðar- landlækni og smitsjúkdómalækn- unum Haraldi Briem og Sigurði Guðmundssyni. UMGENGNI VIÐ SÝKTA Sértækar ráðleggingar til sjúkl- inga fara fram í einkaviðtölum og era all einstaklingsbundnar og sniðnar að þörfum hvers og eins. Almennt er þó mest áhersla lögð á smitleiðir og hvemig megi forð- ast að smita aðra án þess að það hafi veruleg áhrif á almennt líf sjúklingsins. Þeim, sem vilja halda kynlífi áfram, er bent á þá sið- ferðilegu skyldu að upplýsa tilvon- andi rekkjunaut um sjúkdóm sinn. Þeim er einnig bent á að notkun smokka getur veralega dregið úr smithættu og þeir era hvattir til að nota þá undantekningarlaust. Önnur atriði öraggs kynlífs era einnig rædd. Mjög rík áhersla er lögð á að fólk smitað af alnæmis- veiranni gefí aldrei blóð og aðra líkamsvessa eða líffæri. Að öðra leyti er lögð áhersla á bæði við sjúkling og fjölskyldu hans að öll önnur mannleg sam- skipti en þau, er lúta að kynlífí eða blóðblöndun (t.d. við eiturlyfja- neyslu), hafí ekki reynst vera smithættuleg og því bæði eðlileg og sjálfsögð. Fjölskyldu hins sýkta stafar ekki hætta af venjulegri umgengni við hann á heimili. Sjúklingurinn getur og er hvattur til að njóta þess sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða. Sumum veit- ist þetta þó örðugt og óttast harkaleg viðbrögð umhverfisins gegn sér. Sumir hafa þurft að þola aðkast og jafnvel útskúfun frá vinum og jafnvel ættingjum. Sem betur fer teljast þau tilvik til und- antekninga. Eigi að síður er ástæða til að brýna fyrir almenn- ingi að fólk, sem sýkt er af alnæmisveiranni, hefur sama rétt og aðrir til starfa og leiks í þjóð- félaginu á meðan heilsa þeirra leyfír og okkur ber öllum að virða þann rétt enda engin ástæða til annars — hvorki félagsleg né lækn- isfræðileg. Við verðum að gæta okkar á því að umgangast ekki fólk smitað af alnæmisveirunni (eða þá sem teljast til hinna svo- nefndu áhættuhópa sjúkdómsins) eins og holdsveikissjúklinga fyrr- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.