Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 4
SVONA GERUM VIÐ
4 B__________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1986_
ALLIRGETA
SMITAST AF ALNÆMI
Lítum á nokkrar staöreyndir:
ENGIN LÆKNING.
Enn hefur ekki fundist lækning viö al-
næmi. En viö vitum hvernig sjúkdóm-
urinn berst og hvernig hægt er aö
koma í veg fyrir smit.
ALLIR GETA SMITAST.
Þaö eru fleiri en hommar og fíkni-
efnaneytendur sem hafa smitast af al-
næmi. Karlmenn hafa hingað til verið í
meirihluta í hópi alnæmissjúklinga. En
allar konur og allir karlmenn geta smit-
ast og borið smitið áfram.
HVERNIG SMITAST ALNÆMI?
Einu líklegu leiðirnar til þess að smitast
eru kynmök við smitaðan einstakling
og sameiginleg notkun á sprautunál.
ALNÆMI SÉST EKKI.
Það er engin leið að sjá hvort fólk er
smitað. Útlit þess og líðan getur verið í
besta lagi og það hefur sjálft ekki hug-
mynd um að það gangi með sjúkdóm-
inn. Að líkindum bera nú 200-300
einstaklingar á (slandi alnæmisveiruna.
Gerum allt sem við getum til þess að
stækka ekki þann hóp.
Hvað getum við gert?
N0TUM SM0KKA VIÐ SAMFARIR.
Áhættan við kynmök er engin ef báðir
aðilar eru öruggir um að hafa ekki
fengið veiruna. En sértu ekki viss um
hinn aðilann slepptu því þá að hafa
kynmök. Ef þú gerir það samt ætti karl-
maðurinn skilyrðislaust að nota verjur.
Það dregur mjög úr smithættu.
VÖRUMST TILVILJANAKENND KYNMÖK.
Því fleiri einstaklinga sem þú hefur
kynmök við, þeim mun meiri líkur eru á
að smitast. Varastu kynmök við skyndi-
kynni. Gættu þess að áfengisneysla
dregur úr varkárni fólks og þá er mun
meiri hætta á tilviljunarkenndum kyn-
mökum. Sérstök hætta er einnig af
kynmökum sem kunna að særa kyn-
færi eða munn og þó sérstaklega
endaþarm. Vörumst því slík kynmök.
ENGAR ÓHREINAR SPRAUTUR.
Ef þú notar fíkniefni skaltu aldrei deila
nál eða öðrum slíkum tækjum með
öðrum. Mundu að ein sprauta með
óhreinni nál dugar til að smita þig af al-
næmi.
VÖRUM BÖRNIN OKKAR VIÐ.
Þegar börn vaxa úr grasi hættir þeim
við ýmsum tilraunum í kynlífi og
neyslu ííkniefna. Brýnum hætturnar
fyrir börnunum og kennum þeim að
varast þær.
MUNUM ÞETTA:
Einu líklegu leiðirnartil þess að smitast
af alnæmi eru kynmök og sameiginleg
notkun sprautunála. Enginn hefur
smitast af daglegri umgengni við þá
sem bera veiruna.
NÁNARI UPPLÝSINGAR.
Þeir sem vilja fræðast meira um al-
næmi og varnir gegn því og þeir sem
óttast að vera smitaðir geta hringt í
síma 91-622280. Farið er með öll mál
sem trúnaðarmál.
Athugið að blóðsýni til mótefnamæl-
inga eru tekin á öllum heilsugæslu-
stöðvum. Fyllstu nafnleyndar er gætt.
Fleiri karlar en konur
hafa smitast.
Konurgeta lika' fengið
alnæmi og þær geta
borið veiruna áfram i
ófædd börn sfn.
yp i
4P
‘i*
llngt fólk, sem gjarnan
gerir tilraunir f kynlifi
og fikniefnaneyslu, er í
sérstakri hættu.
LANOLÆKNIR - HEILBRIGÐISMÁLARÁOUNEYTIÐ