Morgunblaðið - 30.11.1986, Side 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986
daga veisla
Frá föstudeginum 28. nóv. — mánudagsins 1. des.
★ Píta með buffi, frönskum kartöflum og pepsí á aðeins kr. 199.-
★ Píta með grænmeti, frönskum kartöflum pepsí á aðeins kr. 169.-
★ Allir krakkar fá bland í poka og blöðrur.
★ Jólasveinn skemmtir frá kl. 14.00—16.00 á sunnudag.
★ Pepsí í nýju dósaumbúðunum fylgir heimsendum pöntunum.
— Ath.: Pítunni á Bergþórugötu hefur verið lokað til frambúðar.
Góðan daginn!
ASTIN
, ÁTIMUM
KÖLERUNNAR
Skáld-
saga eftir
Marquez
ÚT ER komin týá Máli og menn-
ingu ný skáldsaga eftir kól-
umbíska Nóbelsverðlaunahafann
Gabríel García Marquez, og
nefnist hún Ástin á timum kóler-
nnnar. Guðbergur Bergsson
rithöfundur þýðir verkið.
í frétt frá Máli og menningu
segir:
„Sagan gerist í litskrúðugri hafn-
arborg við Karíbahaf undir lok
síðustu aldar og á fyrstu áratugum
þessarar. Hún er í raun ástarsaga:
I miðju sögunnar er Florentíno
Aríza, maður sem bíður elskunnar
sinnar í hálfa öld, svo gagntekinn
verður hann á unga aldri af hinni
ómótstæðilegu Fermínu Daza. Og
meðan lesandinn bíður með honum,
sífellt spenntari og vondaufari í
senn, skemmtir Marquez honum
með ótal frásögnum — uns niður-
staða fæst í ferð með Karibíska
fljótasiglingafélaginu eftir hinu
mikla Magdalenufljóti."
Ástin á timum kólerunnar kom
fyrst út á spænsku í desember 1985,
og hefur bókin hlotið afbragðsvið-
tökur. íslenska útgáfan er 306
blaðsíður að stærð og unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf. Robert Guille-
mette gerði kápu.
Hjörleifur
varð hlut-
skarpastur
Úrslitin ekki bindandi
HJÖRLEIFUR Guttormsson, al-
þingismaður, varð hlutskarpast-
ur í forvali Alþýðubandalagsins
í Austurlandskjördæmi. Hann
hefur verið i öðru sæti á fram-
boðslista flokksins í kjördæminu
en nú gaf Helgi Seljan, alþingis-
maður, efsti maður listans, ekki
kost á sér til endurkjörs.
Hjörleifur hlaut 737 atkvæði í
fyrsta sæti og 848 alls af samtals
937 atkvæðum, sem greidd voru. í
öðru sæti varð Unnur Sólrún
Bragadóttir, Fáskrúðsfirði, með
405 atkvæði í fyrsta og annað sæti
og 652 alls. í þriðja sæti varð Bjöm
Grétar Sveinsson, Höfn, með 216
atkvæði í fyrsta til þriðja sæti og
392 alls. í fjórða sæti varð Siguijón
Bjamason, Egilsstöðum, með 306
atkvæði í fyrsta til fjórða sæti og
364 alls. í fimmta sæti varð svo
Þórhallur Jónasson, Höfn, með 314
atkvæði í fyrstu fimm sætin.
Að sögn Kristins Ámasonar á
Egilsstöðum eru niðurstöður for-
valsins ekki bindandi, heldur em
þau aðeins leiðbeinandi, eins og
hann orðaði það, fyrir forvalsnefnd.
Nefndin gerði tillögu um framboðs-
lista fyrir kjördæmisþing og mundi
hún þá ennfremur taka tillit til
kynjaskiptingar og búsetu manna í
kjördæminu. Hann sagði að stefnt
væri að því að halda kjördæmisþing
um aðra helgi og ganga frá skipan
framboðslistans þar.