Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 25
I
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER. 1986
C 25
Undur
tækninnar
Þessi ófiýnilega vera er ekki
aðalleikarinn í myndinni Ali-
ens, eins og sumir kynnu að halda,
heldur svartmaur sem á lærðra
manna máli nefnist „lasius niger".
Þessi mynd var tekin með raf-
eindasmásjá, en þá er rafeindage-
isli notaður í stað ljóss til
grandskoðunar hvers sem vera
vill. Viðkomandi hlutur er skoðað-
ur flöt fyrir flöt og með aðstoð
tölvu er niðurstöðunum komið
heim og saman á sjónvarpsskjá.
Með þessum hætti er hægt að
greina milli tveggja punkta sem
aðeins er einn milljónasti úr milli-
metra á milli. Þessi mynd er því
ekki „sérlega stækkuð", a.m.k.
ef miðað er við tæknilega mögu-
leika.
Eastwood er ekkert lamb að leika sér við, eins og mörg fól hvita tjaldsins hafa orðið vör við.
Um ágreimng Eastwoods og landgönguliðsins
Pentagon, sem á sínum tíma veitti
Landgönguliði Bandarikjanna (U.S.
Marine Corps) lejrfi til þess að að-
stoða Clint Eastwood við gerð
myndarinnar Heartbrake Ridge,
hefur nú fyrirskipað landgöngulið-
inu að koma hvergi nærri myndinni
eftir tökur hennar, þar sem að
Vamamálaráðuneytið geti ekki fall-
ist á þá mynd sem dregin er upp
af þessu úrvalsliði Bandaríkjahers.
John Shotwell, höfuðsmaður og
talsmaður landgönguliðsins sagði
að lokagerð myndarinnar væri vill-
andi heimild um Landgönguliðið og
þjálfun þess.
Myndin segir frá ferli liðþjálfa,
sem síðar meir tekur þátt í frelsun
Grenada, en myndin verður fmm-
sýnd í næstu viku. Mjmdin var tekin
fyrr á árinu, en Landgönguliðið kom
allmikið við sögu í þeim tökum.
Shotwell segir að sú aðstoð sem
veitt hefði verið, hefði verið veitt
með það fyrir augum að vissir hlut-
ar handritsins yrðu leiðréttir við
framleiðslu mjmdarinnar.
„Þegar við saúm hins vegar loka-
gerð mjmdarinnar rákum við augun
í nokkur atriði, sem við gerðum
athugasemdir við.“ Hann nefndi
t.a.m. atriði þar sem Eastwood
- eitilharður nagli, sem drekkur
fullstíft — skýtur særðan kúbansk-
an hermann í bakið. „Landgönguliði
jrði dreginn fyrir herrétt fyrir slíkt
athæfí".
Eastwood segist á hinn bóginn
engar áhyggjur hafa og segir að
fyrirtæki sitt hafi greitt Land-
gönguliðinu fé fyrir það sem í té
var látið.
saman komnir í aðalbyggingu skól-
ans og dvöldu þar í sex klukku-
stundir. Með setu sinni þar vildu
þeir mótmæla því að ríkisstofnanir
rejmdu að fá fólk til liðs við sig
eftir lokapróf. Þar ræðir um stofn-
anir allt frá CLA, til skógræktar
Bandaríkjanna.
Stúdentunum var sleppt eftir að
dómari hafði fjallað um mál þeirra,
en flestir voru sakaðir um að hafa
valdið truflun á starfí skólans og
að hafa verið á svæði þeim óviðkom-
andi.
Amy var látin borga 15 dali (u.þ.
b. 600 fsl. kr.) í réttargjald og sleppt
að því loknu. Mál hennar verður
tekið fyrir að nýju hinn 28. júní.
Amy, sem er busi við Brown-
háskóla á Rhode Island, sagði að
foreldrar sínir væru ekki á landinu,
en að hún héldi að þeir styddu sig,
þar sem ávallt hefði verið lögð
áhersla á að hún mjmdaði sér eigin
skoðanir.
fc---------------------------------------
COSPER
— Farðu niður,borgaðu leigubílnum og komdu með það sem
eftir er af pökkunum.
Loðfóðraðir
leðurkuídaskór
frá JIP
Litir: Svart og vínrautt. Stærðir 28—39.
Verð frá 1.895,-
Egilsgötu 3,
Sími: 18519.
Okkar vinsæla villibráðakvöld verður föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld í Blómasal
Hótels Loftleiða.
Forréttir:
Hreindýrapaté með ávaxtasósu
eða
Villibráðaseyði með rifsberjum og sveppum
Aðalréttir:
Smjörsteikt rjúpubringa með villibráðasósu
eða
Heilsteiktur hreindýravöðvi með Kvannarótasósu
eða
Ofnsteikt villigæs með Waldorf salati
Eftirréttir:
Heit bláberjakaka með rjóma
eða
Kampavíns kryddað ferskt ávaxtasalat
og að sjálfsögðu okkar rómaði sérrétta matseðill.
Sigurður Þ. Guðmundsson leikur Ijúfa tónlist
fyrir matargesti.
Borðapantanir í síma 22322—22321
HÓTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA fKB HOTEL