Alþýðublaðið - 01.04.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.04.1932, Blaðsíða 3
*feS»t»Mfc!geSB 3 var komirm í meiri hluta í sí jóim hennar. Atvinnuástand bátaútvegsins er nú svo ískýggilegt, að fylsta á- •tæða er til, að löggjafarvaldið létti undir með honum, par sem tmt er, og má vænta, að frv. peíta, ef að lögum yrði, myndi verða til þess að gera útveginn arðvænlegri og lengri atvinnu- tíma hans, — svo sem segir i gfreinargerö frumvarpsins. Baraiía iðoriema. Iðnnemar eru eins og kunnugt ír sá hluti ’verkalýðsiiis, sem á við einna verst kjör að búa, og eni óspart notaðir af atvinnurekend- «m sem ódýrt vinnuafl, og hefir |>að einna helzt komið í ljós núna é þessum krepputímum. Það er mjög algengt nú orðið, að mönn- um er sagt upp jafnóðum og þeir eru fullnuma í iðninni, en nemar teknir í sta'öinn. Þesisar ráðstaf- anir hafa leitt af sér óeðlilega Ijölgun iðnaðarmanna og þar af leiðandi gífurlegt atvinriuléýsi En þetta hefir einnig haft þær afleí'ó- ingar að sveinar og iðnnemar hafa vaknað til baráttu á móti því, að iðnnemar séu þannig ein- ungis notaðir sem ódýrt vinnu- afL Helzta leiðin til að koma í veg fyrir þetta, er að iðnniemar hafi betri kjör, hærra kaup o. s. frv. Greinilegur árangur af þess- ari vakningu meðal iðnnema er fundur sá, sem hópur iðnnema úr iðnskólanum hér boðaði til fimtu- daginn 17. þ. m. í Bröttugötu- salnum. Á þessum fundi var mættur fjöldi iðnnema úr ýmsum iðngreinum til þess að ræða á- hugamál sín og möguleikana á því að fá kjör sín bætt. Umræð- ar voru góðar og áhugi iðnnem- anna fyrir hagsmunamálum sín- mn augljós. Þesisár ályktanir voru samþyktar í einu hljóði á fund- inum: Almennur iðnnemafundur, hald- inn í Bröttugötu-saljium fimtu- daginn 17. marz, stillir upp eftir farandi kröfum til hagsbóta iðn- nemum og skorar á alþingi að breyta iögum um iðnnám í sam- ræmi við þær. 1. Að námstími verði styttur að miklum mun og verði varið til raunhæfrar kenslu, bóklega og veridega, en meminn verði ekki notaður sem ódýrt vinnuafl. 2. Að vinnutími iðnnema sé styttur niður í 48 stundir á viku, þar með taldar 6 kenslustundir j bóklegum greinum,. 3. Að lærimeistari grei'öi allan feosfnað af bóklegu námi, allar bækur og áhöld,' sem til þess þarf. 4. Afnám einkasamninga, en i staðinn komi heildarsam™ngar við viðkomandi fagfélag. 5. Að allir iðnnemar fái hálfs- anánaðar sumarfrí ár hvert með Jullu kaupi. 6. Að iðnnemum, sem ekki eru til heimilis hjá meistara, séu að minsta kosti tTygð svo há laun, að þau nægi þehn fullkomlega til i lífsviöurværis. 7. Að öllum nemendum sé trygt, að þeir fái aðhjúkrun og lækn- ingu á kostnað m'eistara, hvort sem þeir eru til heimílis hjá meist- ara eða ekkL 8. Að öll ákvæði, sem heimila meistara að láta beita valdi gegn iðnnema, séu afnumin. 9. Að iðnnemi sé alt af undir umsjón faglærðs manns. 10. Afnám þess ákvæðis, að lcg- reglustjóri sé oddamaður í gerð- ardómi, er dæmi um deilur út af námssamningi. 11. Afnám þess, að hægt sé að dæma nemendur til fésekta út af samningsbrotum. Ályktun um skipulagsmál idnnema. Fundurinn álítur stefnu þá í sikipulagsmiálum iðnnema, sem hafin var á þri'ðja þingi Sam- bands ungra jafnaðarmanna 1930 og síðan hefir verið grundvöllur við Síkipulagningu iðnnema og er orðið vi'ðurkent heppilegasta s,kip ulagsform þeirra. 1 skipulags- málmn skal þegar hefja baráttu fyiir: 1. Samieiningu svema og i'ðn- nema í ein stéttarsamtök, þar sem allir vinnandi menn hverrai iðnstéttar hafa jöfn réttindi til þess að ákveða haráttuaðferðir stéttarinnar. 2. Þar sem áðurnefndu skipu- lagi verður ekki við komiið, skal stofna áhugalið meðal iðnnema, sem beita sér fyrir hagsmuna- baráttunni, meðan engin samtök eru mynduð. 3. Þar sem iðnnemar hafa sam- einast sveinafélögunum, væri mjög æskilegt að nemarnir mynd- uðu innan samtakanna sérstakar iðnnemadeildir, siern hefðu sér- staklega á hendi áhugamál iðn- nema. Álijktun um ionráfóid. Fundurinn ályktar, að ríkisvald- ið og í umboði menn þess séu ekld annað en verkfæri atvinnu- rekenda til þess að kúga verka- lýðinn. Fyrir nokkrum árum var stofnað iðnráð hér í Reykjavík fyrir forgöngu stóriðnrekenda. Þessu ráði er ætlað að vera ráð- gjafi ríkisvaldsins í iðnaðarmál- um, og til þess að afla því trausts og viðurkenningar var nokkrum hluta iðnaðarmanna geíinn kost- ur á að taka þátt í stofnun þess, en þó hefir það verið mjög tak- markað. Af sveinuniun fá ekki aðrir að kjósa í iðnráðið en þeiir, sem hafa starfaÖ sem sveinar i þrjú ár. Hins vegar hafa hinir svonefndu meistarar kosningar- rétt til ráðsins, þó þeir hafi aldm ei lært, séu ekki færir um að kenna, og því ekki annað en fúsk- arar. Það hefir líka sýnt sig, að þegar dómsvaldiö eða aðrir hafa leitað úrskur'ðar iðnráðsins í deilumálum, þá hefir þab alí af rekið erindi atvinnurekenda. Það hefir túlkað þær litlu réttarbætur, sem iðnaðarnámslögin veita, ranglega gegn iðnnemum, og þannig beitt áhrifum sínum á dómsvaldið til þess að fá viðux- kendar þær hártoganir á iðnaðar- námslögunum, sem atvinnurek- endur halda fram. Fundurinn á- lítur því að til þess að iðnráðið geti orðið verkalýðnum að noldiru gagni, þá verði það að vera kos- ið af öllum iðnaðarmönnum. Meðan iðnráðið er samsett eins og nú, skoða iðnnemar samþykt- ir þess og ályktanir á engan hátt bindandi fyrir sig. Fundurinn skorar því á alla iðnnema og sveina að afhjúpa þessa blekk- ingarstofnun atvinnurekendanna og fylkja sér um fyrnefndar kröf- ur. Nú ríður á því að barátta fyrir þeim kröfum, sem ofanskráðar á- lyktanir fe/a í sér, sé færð inn i fagfólögin, að kröfurnar og á- lyktanirnar verði ræddar í fag- félögum hverrar grednar. Idnnemi. Stjórn De Valera. Lundúnum í marz. FB. Þegar fríríkið var sett á stofn í Suður- írlandi bjuggust fæstir við, að fyrsta stjórn þess mundi verða lengi við-völd, aðallega vegna ó- kyrðar þeirrar, sem var í land- inu. En þessar spár rættust ekki. Fríríkisstjórnin var stöðujg í sessi, stöðugri en ríkisstjórnir flestra annara ríkja, og undir íorystu Mr. Cosgrave var unnið að við- reisnarstarfinu jafnt og þétt með glæsilegum árangri. Stjórn frírík- isins sat við völd í heilan ára- tug. Stjórn landsins fór vel úr hendi, þrátt fyrir það þótt við afarmikla erfiðleika væri að stríða, einkanlega fyrstu árin. En í kosningunum 16. febrúar beið stjórnin ósigur. De Valera og lýð- veldisisinnar sigruðu. Þiingið kom saman í Dublin 9. marz ti! þess að kjósa stjórnarforseta. Mr. De Valera varð fyrir válinu, eins og við mátti búast eftir ab kosniinga- úrslitin voru kunn. Með honum greiddu 81 atkvæði, en 68 á móti. Mr. De Valera hóf þegar stjórn- armyndun sína. I stjórn hans eiga yfirleitt sæti ,ungir menn. Flestir þeirra hafa látið sig stjómmál miklu varða, en hafa litla eða enga reynslu sem stjórnendur. Að þessu leyti er líkt ástatt um stjórn De Valera og stjórn þá, sem mynduð var, þegar fríríkið var stofnað. Gengi De Valera stjórn- arinnar er að miklu leyti undir verkamönnum komið, því án stuðnings þeirra getur hún ekki haldið völdunum. Verkamenn hafa heitiÖ De Valera stuðningi á meðan stjórnin taki engar stefn- ur, sem hafi í för með sér hæth- ur fyrir viðskiftalíf og efnahag þjóðarinnar. (Úr biaöatýk. Breta- stjórnar.) Alpingi, 1 gær fór fram í neðri deild I. umræða um þessi mál, auk þess, sem getið er annars staðar í -bl|ab- inu: Frumv. Alþýðuflokksfulltrúannts um þá breytingu á samvinnulög- unum, að kaupfélög og pöntunar- félög verkalýðisins komi undir vernd laganna, þótt ekki sé sam- ábyrgð í þeim félögum. Frv. um einkasölu ríkisins á bifreiÖum og mótorvélum. Frv. landbúnaðarniefndar n. d. um sölu mjótkur og mjólkuraf- uröa, þar sem ákveðið er, að tiltekinn meiri hluti mjólkurfram- leiðenda, er standa að mjölkur- búum, sem selja mjólk eða mjólk- urafurðir í kaupstað, geti gert samþykt um skipulag sölunmar. bindandi fyrir alla þá, er fram- leiða mjólk til sölu í kaupstað þeim eða kaupstöðum, semmjólk- urbúið eða mjólkurbúin selja tO, ef atvinnumálaráðherra staðfestir reglugerð þar um, þannig, a'ð þeir „séu háðir ákvæðum meiri hluta stjórna mjólkurbúa og umboðs- manna annara framlieiðenda urn skipulag, sölu og hlutfallslega að- stöðu til markaðarins." Héðinn Valdimarsson tók það fram, að tvö skilýrði séu fyrir pví, að hann geti orðið með end- anlegri samþykt þessa frumvarps. Það er annað, að svo verði gengið frá frumvarpinu, að kaupstaðirnir hafi fulla íhlutun um sölu mjólk- urinnar og rekstur búanna. í öðru lagi verði það trygt, að þessí lagasetning verði að engu leyti hemill á það, að bæirnir fullnægi sjálfir mjólkurþörf sinni með rækíun eiglin lands. Frv. um opinbera greinargerð starfsmanna ríkisins í útvarp var endursent e. d. vegna smábreyt- ingar, sem n. d. gerði á því. Anksatörf emb ættis manna. Ólafur Thors í gapastokknum. í gær fór fram 1. umræða í neðri deild alþingis um frumvarp Vilmundar Jónssonar um hámaric Iauna greiddra úr ríkissjóði og af stofnunúm ríkisins. Frv. hefir áður verið birt í heild hér í blaðinu, ásamt greinargerð þess. Vilmundur benti á nauðsyn þess, að launalögin verði endur- skoðuð hið bráðasta og nái sú endurskoðun ekki að eins til starfsmanna ríkisins sjálfs, held- ur einnig stofnana þess. — Ólafi Thors þótti ilt, að Vil- mundur hafði skýrt frá því i greinargerð frumvarpsins, að í ráði hefði verið, aö hann flytti frumvarpið með Vilmundi, en

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.