Morgunblaðið - 01.03.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 01.03.1987, Síða 9
H 8 B 9 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 ur til fjarlægra stöðva? 5) Var fulltrúi frá Veiðimálastofnun, eða einhver með faglega þekkingu, við- staddur ádráttinn? Þetta bréf okkar var dagsett 17. desember 1986 og strax daginn eftir barst svar frá Áma ísakssyni, veiðimálastjóra. Þar var m.a. listi yfir þær ár og þau vötn, sem ádrátt- arheimild var veitt til síðasta haust, og er óhætt að segja að það hafi verið í miklum fjölda veiðivatna um Iand allt og var þar að finna marg- ar af bestu laxveiðiánum. Það athyglisverðasta við svar hans voru hins vegar þessi orð: „Stefnt er að því fljótlega eftir næstkomandi ára- mót að óska upplýsinga frá klak- leyfishöfum, sem í nær öllum tilvikum eru veiðifélögin um ámar, aðrir em eigendur veiðinnar, um öflun stofnfískjar og hrognafjölda úr þeim fiski, auk upplýsinga um klakstöð hrognanna og fleira. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir mun- um við geta svarað erindi landssam- bandsins nánar." Með öðram orðum þá var eftirlit lítið og það verður að treysta á ádráttarmenn sjálfa um upplýsingaöflun." En Rafn, er þetta mál stang- veiðimanna? „Auðvitað er það það. Við teljum að Landssambandi stangaveiðifé- íslendingar sem stunda stangveiði era um 50.000. LS á einnig að vera málsvari þessa fólks. En hvað tekjur varðar höfum við hleypt af stokkunum mjög glæsi- legu happdrætti og era vinningar mjög freistandi fyrir alla veiðiá- hugamenn. Era þar í bland veiði- tæki af bestu gerð og veiðileyfí og ber þar hæst veiðileyfísvinninga í Norðurá, Laxá í Aðaldal og efsta veiðisvæði Selár í Vopnafirði. Miðar fást í öllum sportveiðivöraverslun- um, en dregið verður 20. mars næstkomandi. Við væntum ein- hverra tekna af happdrættinu. Við megum til með að ná einhveiju inn þannig að við getum eflt starfsemi LS. Það er svo mikið í húfi. Stang- veiði er óðum að breytast úr heldrimannasporti yfír í fjölskylduí- þrótt og það verður að leggja rækt við þá þróun. Uppeldisþýðingin er ótvíræð. Að komast út í hreint loft mannafélög sem þar er að finna." Áður en þú verður beðinn að ljúka þessu með veiðisögu frá síðasta sumri væri ekki úr vegi að þú reifaðir þina skoðun á einu af mestu hitamálum stangveið- innar, verði á veiðileyfum. „Laxveiðileyfí era nátturalega allt of dýr. En laxveiðin er gullkista fyrir veiðiréttareigendur. Það er eðlilegt að þeir vilji ávaxta sitt pund og selja hæstbjóðanda. En áhrifin á þetta háa verð hafa fyrst og fremst útlendingamir, sem hér veiða, svo og ríkisstofnanir og stór- fyrirtæki. Þó finnst mér að útlend- ingamir ættu að greiða meira fyrir þennan lúxus, því mér sýnist að verðið sem j>eir greiða sé nær það sama og til Islendinga. Ég veit varla hvað er til ráða, hefur helst dottið í hug að setja mætti einhvers konar hlunnindaskatt, ef ég má kalla það svo, á þau fyrirtæki og stofnanir VERNDUM ^wLLTA FISKSTOFNA ÁM 0G VÖTNUM LANDSINS . Rafn með laaana þrjá aem hann velddi & hinum eftir- minnilega eftirmiðdegi í Vaðhyl í Selá á síðasta ári, en frá þeim er greint í text- anum. laga sé nauðsynlegt að fá sem ítarlegastar upplýsingar um þessi mál, til að geta fylgst með fram- vindu allra tilrauna sem gerðar era til að viðhalda eða efla fiskistofna í ám og vötnum landsins. Stanga- veiðifélögin era hinn stóri markaður fyrir veiðiréttareigendur í landinu og okkur í stjóm LS ber að tryggja umbjóðendum okkar eins góða vöra og kostur er. Þess vegna teljum við að gagnkvæmt upplýsingastreymi sé nauðsynlegt öllum þeim aðilum sem að þessum málum vinna." Ef við snúum okkur að öðru, Rafn, er það satt að LS hafi enga tekjustofna? Ef það er rétt, hvernig er þá hægt að ætlast til þess að sambandið standi undir nafni? „Ég er feginn að þú komst inn á þetta. Jú, þetta er alveg rétt í meginatriðum. Til þessa hefur eini tekjustofn LS verið andvirði eins sígarettupakka af ársgjöldum fé- laga í aðildarfélögum LS. Þegar að er gáð era aðildarfélagar eitthvað um 3.000 og auðséð að tekjustofn- inn er ekki mikill. LS þarf að vera miklu sterkara en það er, ekki veit- ir af, því ég veit ekki hvemig hægt er að koma málefnum okkar á fram- færi án þess að kosta töluverðu til. Það verður nefnilega að líta á það, að þótt aðildarfélagar stangaveiði- félaga séu aðeins um 3.000 talsins, þá hefur könnun Félagsvísinda- stofnunar sýnt fram á að þeir Morgunblaðið/KJ í fallegt umhverfi, út úr borginni til að hvíla lúin bein. Burt með böm og unglinga frá eiturlyfjum og brennivíni. Þetta hefur verið mitt baráttumál alla mína hundstíð í veiðiskap og þetta er að þróast í rétta átt. Ég get nefnt mörg dæmi um ofdrykkjumenn, sem hafa frels- ast frá Bakkusi í gegnum stang- veiði, því það er einnig hægt að hafa nóg fyrir stafni allan veturinn við fluguhnýtingar og kastæfing- ar.“ Þú segir að þið vitið ekki hvernig eigi að fá ráðamenn tíl að hlusta. En hafið þið ekki mál- gagn, getið þið ekki látið þá lesa? „Nei, og aftur er ég ánægður með það, að jafn mikilvægan þátt skuli bera hér á góma. LS hefur ekkert málgagn, en úr því skal bætt. Í haust er áætlað að út komi fyrsta fréttablað LS. Ekki stórt í fyrstu, en vonandi mun það eiga þess kost að vaxa og dafna. í ná- grannalöndunum skilja menn ekki vanda okkar. Það er ósköp eðlilegt. í öllum nágrannalöndum okkar era landssamböndin ríkisstyrkt og séð auk þess fyrir ákveðnum tekjum, m.a. af sölu getraunaseðla og þess háttar. Enda er stangveiði hátt skrifuð sem heilbrigt félagsstarf í umræddum löndum. í kjölfarið af þessu má í raun segja að LS eigi fullt erindi í íþróttasamband ís- lands, enda almennt viðurkennt að stangveiði sé íþrótt. Ef mönnum finnst það eitthvað fjarðstæðukennt þá vil ég geta þess að innan vé- banda ÍSÍ er að fínna Skotfélag íslands, Kastklúbb Reykjavíkur og ég fæ ekki_ séð að LS eigi minna erindi í ÍSÍ heldur en þau hesta- sem kaupa dýrastu leyfin, því ég er viss um það, að við það eftirlits- lausa ástand, sem rkir í þessum efnum, þá myndu þau kaupa besta tíman í bestu ánum hvaða verð sem upp væri sett! Hvort svona lagað væri mögulegt yrði að sjálfsögðu að kanna betur, en þetta er erfítt mál og illt við að eiga. Og þrátt fyrir minnkandi verð- bólgu síðustu ár hækka leyfín enn fram úr hófí, á annað hundrað pró- sent í Hofsá, til dæmis, og þar fá sárafáir íslendingar að veiða næsta sumar; Selá um 100 prósent og þannig mætti áfram telja og svo er það eitt enn, sem getur haft áhrif á hið háa verð laxveiðileyfa, og það er að veiðimenn átti sig á hinum dásamlegu leyndardómum silungsveiðanna. Við í stjóm LS stofnuðum til „Veiðidags ^ölskyld- unnar" fyrir tveimur áram og þar era veiðiréttareigendur einnig þátt- takendur með því að ieyfa frjálsan aðgang að mörgum silungsveiði- vötnum án endurgjalds. Þennan dag leiðbeina vanir veiðimenn úr flest- um stangaveiðifélögum landsins ungum sem öldnum um flest sem að stangveiði lýtur. í framhaldi af þessu flutti ég tillögu á síðasta aðalfundi Stangaveiðifélags Reykjavíkur þess efnis, að félagið beitti sér fyrir því að geta sem fyrst boðið félögum sínum upp á góða silungsveiðiaðstöðu, því mér finnst að stærsta stangaveiðifélagið rísi ekki undir nafni meðan einungir er boðið uppá laxveiðileyfi. Þessi til- laga var samþykkt einróma." Og svo veiðisagan í lokin ... „Það er þá helst að segja frá þessum þremur, sem við hjónin fengum á fögram eftirmiðdegi í Selá síðastliðið sumar. Eftir að hún hafði aðstoðað mig við löndunina á einum 13 punda og öðram 18 punda og gerir sig klára til að sporðtaka þann þriðja með því að setja á sig löndunarhanskana þama úti í ánni, á milli stórgrýtisins sem þar er, þá skeður það að laxinn vefiir línunni þannig utan um fætur hennar að hún var nærri fallin í ána. En eftir mikinn eltingarleik og brambolt þama í stórgrýtinu þá nær hún loks taki á sporðinum og lyftir laxinum upp, sem tekur þá eina kröftuglega bolvindu með þeim afleiðingum að hann sleppur úr greipum hennar, svo ég mátti halda áfram að þreyta’ ann. Og þetta endurtekur sig í tvígang í viðbót, hún nær að lyfta honum lítillega upp, en hann tekur á móti eins og þaulæfður glímu- kappi og sleppur. En það er með þessa sögu eins og aðrar góðar sögur, að hún endaði vel, því f fjórðu tilraun tók hún undir hann flatan og hreinlega jós honum á land og töluverðu af Selá með. Hann var 20 pund ogtók Black Sheep nr. 6.“ Starfsmenntun Rekstur og stjórnun fyrirtækja Hagnýtt nám fyrir eigendur og stjórnendur fyrirtækja sem vilja læra að notfæra sér nútímaþekkingu og tækni við að reka fyr- irtæki. Dagskrá: * Stofnun fyrirtækja, lög og reglugerðir * Rekstrarform fyrirtækja * Stjórnun og mannleg samskipti * Verslunarreikningur. víxlar, verðbréf o.fl. * Fjármagnsmarkaðurinn í dag * Tilboðs- og samningagerð * Notkun bókhalds til ákvarðanatöku og stjórnunar * Grundvallaratriði við skattálagningu fyrirtækja * Arðsemis- og framlegðarútreikningar * Fjárhags- og rekstraráætlanir * Notkun tölva við áætlanagerð * Sölumennska og kynningarstarfsemi * Samskipti við fjölmiðla * Auglýsingar * Gestafyrirlestrar Námið tekur 2 mánuði og kennt er á hverj- um morgni frá kl. 8.15 til 12.15. Nánari upplýsingar veitir Friðjón Sæmundsson í síma 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík. Grunnnám á Macintosh +WORKS Einkaútgáfa Desktop Publishing Jón Bjami Bjamason Tölvu- samskipti á geimöld Halldór Kristjánsson EXCEL Áætlanir upplýsingar línurit Fá forrit henta jafn vel til almennra nota eins pg forritið Works. Það er auðlært og samteng- ing ritvinnslu, gagnagrunns, áætlanagerðar og línurita auk tölvusamskipta gera það að öflugu hjálpartæki í leik og starfi • Félagatöl,gíróseðlar,nafnaskrár,ættfræði • Reikningar,bókhald,skuldaskrár,skattar • Inheimtu- og dreifibréf.verðlistar.bæklingar • Tölvutelcx.gagnabankar og línurit Auk íslenskrar handbókar fyleja á diski fjöldi leystra verkefna auk skemmtilegra forrita Kennari: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur Tími: A: 3.,6.,10. og 13. mars kl.17-21 Tími: B: 17.,20.,24. og 26. mars kl.17-21 E in markverðasta nýjung síðustu ára er Desktop Publishing sem gerir óllum kleift að setja, um- brjóta og prenta hvaðeina sem annars þyrfti að leita til sérfræðinga með. Hvemig er hægt að stórlækka kostnað við alls- konar útgáfu s.s. ársskýrslur, eyðublöð, verð- lista, vömkynningar, auglýsingar, Iréttabréf og bækur? Ánámskeiðinu eru notaðar Macintosh tölvur og Page Maker umbrotsforritið. Kennarar: Jón Bjami Bjamason, auglýsingastj. Halldor Kristjánsson, verkfræðingur Tími: 7.,8. mars kl.10 - 17 N ú hafa 96 starfsmenn og yfirmenn tölvudeilda, ahugamenn um tölvur og venjulegt fólk sótt námskeið okkar um tölvusamskipti og lært allt um: • Modem, baud, start-, stopp- og gagnabita • Gagnanet, símanet, tölvunet og kostnað • Samskiptaforrit, -staðla og breytur • Gagnabanka, tölvuleit, upplýsmgaöflun • BIX, Delphi, Skýrr, Source, Easylink og fjöldamargt annað Nú er komið að þér að taka þátt í áhugaverðasta sviði tölvutækninnar. - Islcnsk handbók með fjölda bæklinga og kynninga á kerfum. Kennari: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur Tími: 12., 14. og 15.mars kl. 17-21 Aætlanagerð með töflurciknum tók stórt stökk tram á við þegar Excel leit dagsins ljós. Sam- tenging línurita og töflurciknis, breytilegar leturgerðir og rammar gera gerð fullkommna áætlana og utreikninga í viðskiptum, verkfræði og daglegum útreiknmgum leik einn. G agnagrunnur og forritun gera mögulega sjálf- virkni útreikninga og betri úrvinnslu upplýsing; Auk íslenskrar handbókar fylgja á diski fjöldi leystra verkefna auk skemmtilegra forrita Kennari: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur Tími: 14. og 15. mars kl. 10-17 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Ármúli 5, 108 Reykjavík. S. 68 80 90

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.