Morgunblaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ1987 ijk i riui rvrnyNDANNA James Woods Leikstjórinn Rob Reiner. Stjörnubíó: Stöndum saman eftir Rob Reiner Smásagan „The Body“ eftir Stephen King er ekki þessi dæmi- gerði King-hryllingur eins og hann hefur verið upp á síðkastið, með geöveikum trukkum, geðveikum hundum eða geðveiku hverju- sem-er, heldur er hún sjálfsævi- söguleg saga um fjóra stráka sem alast upp í smábæ í Bandaríkjun- um. í kynningu með myndinni, Stand By Me (Stöndum saman), sem gerð er eftir þessari sögu og verður bráðlega sýnd í Stjörnubíói, segir að í henni sé blandaö saman drama, spennu, ævintýri og spaugi. Leikstjóri myndarinnar er Rob Reiner, sonur hins fræga leikstjóra Félagarnir fjórir í myndinni „Stand By Me“. og leikara (The Russians Are Com- ing, The Russians Are Coming) Carl Reiner. Hún segir frá Gordie, Chris, Teddy og Vern, sem hafa fylgst í nokkra daga með fréttum í útvarpinu um 12 ára gamlan dreng sem er saknað. Þeir komast á snoðir um að hann sé dáinn og halda í leiðangur í leit að líki hans. Ferðin hefst á saklausan hátt og þeir láta sig dreyma um að verða frægir fyrir líkfundinn en áður en yfir lýkur hafa þeir reynt ýmislegt sem þeir höfðu ekki getaö ímyndað sér að gæti gerst. Smásaga Kings kom fyrst út liðþjálfann í An Officer and A Gentleman (hlut- verkið sem Louis Gossett fékk). Honum leist ekki á hlutverkið frekar en um- boðsmanni hans og hafnaði því þótt miklir peningar væru í boði. „Ég vil miklu heldur vera fá- tækur og ánægður með mitt hlutskipti heldur en að vera ríkur og örvasa," segir James Woods. Salvador þótti heldur blóðug mynd, eins og raunar allt sem Oliver Stone gerir, og stóru kvik- myndaverin iitu ekki við henni þar sem hún þótti heldur gagnrýnin á ut- anríkisstefnu Reagans. Það eru því margir sem halda því fram að James Wood komi ekki til með að hreppa Óskarsverð- launin þrátt fyrir tilnefn- inguna; meðlimir Bíóhúsið: Sjóræningjarnir eftir Polanski Þeir léku saman James Woods og Robert DeNiro f „Once Upon A Time In America". - tilnefndur til Óskarsverðlauna .fyrir „Salvador" kvikmyndaakademíunnar þykja frekar íhaldssamir og ekki líkiegir til að verð- launa þá leikara sem ganga fram fyrir skjöldu og benda á óþægilegan sannleika. En þeir sem misstu af Salvador þegar hún var sýnd í bíó og lang- ar til að sjá hana geta ef til vilf fundið hana á ein- hverri myndbandaleig- unni. HJÓ James Woods er í fyrsta sinn á ferli sínum til- nefndur til Óskarsverð- launa fyrir hlutverkið í Salvador, sem Oliver Stone gerði og sýnd var snemma árs 1986. Tónabíó sýndi myndina síðastliðið vor. Woods lék Ijósmyndarann Boyle sem fór til El Salvador og varð vitni að blóðbaði; ef til er eitthvert orð sem getur lýst reynslu þessa manns þar í landi. Woods sýndi ótrúlegan leik og það kemur ekkert á óvart að hann skuli nú vera til- nefndur til Óskarsverð- launa. En James Woods er þannig maður að hann tekur oröur og verðlaun ekki alvarlega, hann bara hlær aö þeim. Hann er utangarðsmaður í heirni kvikmyndanna, segist hvergi eiga heima nema á meðal persónanna sem hann leikur. Hann setur algjört traust sitt á umboðsmann sinn, Todd Smith, sem skoðar öll þau Roman Polanski kallar sjálfur nýjustu myndina sína „hina fullkomnu sjóræn- ingjamynd". Hann fór að hugsa út í gerð hennar 12 árum áður en hún var frum- sýnd á síðasta ári eða skömmu eftir að hann gerði Kínahverfið árið 1974. Hann settist niður með handrits- höfundinum Gerard Brach og þeir sniðu ævintýra-sjó- ræningjamynd sem gerist einhverntímann á gullöld sjóræningjanna. Á síðasta ári kom svo myndin í kvik- myndahús úti í heimi og hún var frumsýnd í Bíóhúsinu núna fyrir helgi. Hún heitir einfaldlega Sjóræningjar (Pirates), Polanski leikstýrir, en Walter Matthau fer með aðalhlutverkið. Hér á landi höfum við hvorki séð mynd með Matt- hau eöa eftir Polanski í bíóhúsum í nokkur ár. Síðast sáum við Matthau i gamanmyndinni Survivors (1983) þar sem hann lék á móti Robin Williams og Tess (1979) er síðasta myndin sem við sáum eftir Pol- anski. Ein skýringin á því af hverju það tók hann 12 ár að koma Sjóræningjum frá sér tengist fjármögnun. Það vildi enginn kosta verkefnið James Woods er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir að leika drykkfelldan, bandariskan Ijós- myndara sem fer til El Salvador og verður vitni að blóðbaði. Roman Polanski (f miðlð) með Walter Matthau (til hægri) við tökur myndarinnar Sjóræningjar. handrit sem honum ber- ast, vinsar úr og lætur Woods lesa þau sem hon- um líst vel á. Woods segist frekar hætta að leika heldur en að skipta um umboðsmann. Woods fékk sitt fyrsta umtalsverða hlutverk í sjónvarpsflokknum Holocaust, þar sem hann lék eiginmann Meryl Streep. Því næst lék hann í Laukakrinum (The Onion Field) sem áreiðanlega er hans merkilegasta mynd til þessa. Þetta var fyrir átta árum, og á þeim tíma sem liðinn er hefur hann leikið í tíu, tólf myndum, svo sem Næturverðinum (með William Hurt), Split Image, Against All Odds (Jeff Bridges og Rachel Ward), Once Upon a Time In America (með DeNiro), og Cat's Eye. Hann af- þakkaði boð um að leika þar til framleiðandinn Tarak Ben Ammar las handritið og líkaði vel svo ekki sé meira sagt. Og þá loksins fóru hjólin að snúast. Byggt var m.a. risastórt seglskip fyrir átta milljón dollara. Það var tvö ár í smíðum og getur borið 600 manns en kvikmyndaliöið taldi „aðeins" 380. Meira að segja Polanski hafði ekki gert sér í hugarlund stærð skipsins. „Ég sá aldrei fyrir mér neitt þessu líkt," segir hann, og hefði frekar kosið að fá eitthað minna í sniðum (þótt hann væri hæst- ánægður með það sem hann fékk). En var Sjóræningjar erfið- asta myndin sem hann hefur gert? „Tess var tal- svert löng, svona eins og Sjóræningjar en Sjóræningj- ar var erfiðari mynd. Hún var hreinasta martröð vegna þess að hún var að mestu tekin á hafi úti svo veðrið skipti afskaplega miklu máli. Hún var tekin í Túnis árið 1985 og veturinn þar það ár var sá harðasti sem komið hefur í áratugi. Þetta var risastórt fyrirtæki og tæknilega mjög vanda- Walter Matthau f fullum skrúða. samt. Það voru tæknibrellur í hverju skoti," segir Pol- anski.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.