Morgunblaðið - 01.03.1987, Síða 12

Morgunblaðið - 01.03.1987, Síða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 vókarinn forrit Viðskiptamenn — skuldu- nautar — lánadrottnar. Fjárhagsbókhald. Birgðabókhald. Rúniry Skólavörðustíg 42, 101 Reykjavík, símar 22243 og 26282. Ráðstefnur í tengslum við aðalfund fiskeldismanna: Rannsóknir, markaðsmál og rekstur í brennidepli í TENGSLUM við aðalfund Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva verður efnt til funda um fiskeldisrannsóknir, markaðsmál, fjármögnun og rekstur fiskeldisstöðva, dagana 6.-8. mars næstkomandi. Að þessum fundum standa, auk Landssambandsins, Fram- kvæmdasjóður íslands, Rann- sóknaráð ríkisins og Stjómunar- félag íslands. Rannsóknaráð ríkisins stendur fyrir ráðstefnu um fiskeldisrann- sóknum föstudaginn 6. mars, í fundarsal Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti. Fjall- að verður um samstarf við Norð- menn, skipulag og framkvæmd fiskeldisrannsókna hér á landi og skipulag fiskeldismála. Aðalfundur Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva verður í fundarsal Stangveiðifélags Reykjavíkur, Háaleitisbraut 68, laugardaginn 7. mars. Síðar þann sama dag verður fundur um markað fyrir lax og skyldar afurðir, í Borg- artúni 6. Sunnudaginn 8. mars verður fundur um íjárfestingu og rekstur í fiskeldi, á Hótel Esju. A UJHARLÍI Fj ölbrautaskóli Garðabæjar: Menning’ar- og starfs- vika dagana 2.-7. mars DAGANA 2.-7. mars munu nem- endur Fjölbrautaskólans í Garðabæ halda sína árlegu menningar- og starfsviku sem nefnd er Imbrudagar. Þessa starfsviku vinna nemendur að verkefnum fyrir hádegi en eftir hádegi er boðið upp á ýmiskonar dagskrá. Tilgangur þessarar menningar- viku er að auka áhuga nemenda á menningu og listum. Laugardaginn 7. mars er opni dagur skólans og er bæjarbúum og öðrum velunnurum skólans boðið að koma og skoða skólann og starf- semi hans. Þá mun skólakórinn ásamt hljómsveit skólans spila fyrir gesti og boðið verður upp á ýmis atriði ásamt veitingum. Skipuð í kvörtunar- nefnd kaup- manna og neytenda MATTHÍAS Bjarnason viðskipta- ráðherra hefur skipað Ragnhildi Hjaltadóttur, deildarstjóra í sam- gönguráðuneytinu, í kvörtunar- nefnd Neytendasamtakanna og kaupmanna. Neytendasamtökin, Kaupmanna- samtök íslands og Samiband ís- lenskra samvinnufélaga komu sér saman um kvörtunamefnd til að leysa úr smærri kvörtunum neyt- enda. Óskað var eftir að viðskipta- ráðherra skipaði óháðan oddamann í nefndina, og hefur hann orðið við því. Ifyrir Neytendasamtökin verður Jón Magnússon í nefndinni, Guðni Þorgeirsson fyrir kaupmenn og Sig- urður Jónsson fyrir SÍS. Aðalfundur Geðhjálpar AÐALFUNDUR Geðþjálpar verður haldinn fimmtudaginn 5. mars i Félagsmiðstöðinni að Veltistundi 3b i Reykjavik. Veiyulega aðalfundarstörf verða á dagskrá og hefst fundurinn kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.