Morgunblaðið - 01.03.1987, Page 28

Morgunblaðið - 01.03.1987, Page 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 _,7Vert ekki ac) nötdra., e.Fpö viLt 'cg elökM/i íjósib, seg&u þá barcu." ... að bera hana upp himnastiga hamingjunnar. TM R*0 U.S. Plt Ofl.-aB rights rtMrvtd •1983 to* AngatM Timm Syndicalt Mér virðist að þá sé óhjá- kvæmilegt að þú farir í rúmið áður en sólarhring- urinn er iiðinn ... HÖGNI HREKKVtSI /r þ&TTA ER AIITT HOfZN, WEKKVÍ S'" Þessir hringdu . . . Allt í lagi með broddinn Svana hringdi: Ég vil gera smá athugasemd vegna þess sem kona sagði í Vel- vakanda sl. fimmtudag um brodd er hún hafði keypt á Lækjartorgi. Ég keypti þama þijá lítra og það var allt í lagi með hann. Ég held Ég vil gjaman vekja athygli á málum fráskilinna kvenna og áður „giftra". Ég var gift og sá aldrei pening, gat ekki unnið úti vegna skorts á dagvistunarplássi og hárra gjalda hjá dagmömmum, um og yfir 10.000 krónur á bam á mánuði. Nú er ég fráskilin — og þvílík fyrirgreiðsla. Niðurgreidd dagvist- unarpláss strax fyrir bömin, meðlag og mæðralaun. Ég hef ekki haft það eins gott í mörg ár síðan ég skildi og fór að vinna. En vegna þess að ég hef verið gift í mörg ár, og liðið fyrir það, þá vil ég biðja að þetta sé bara vankunnátta þeirra, þær hafa líklega farið að blanda þetta og broddurinn því ekki hlaupið. Þær sem seldu þetta tóku það sérstaklega fram að þetta væri blandað. Riddarar g'ötunnar frá Borgarnesi Hulda hringdi: A mesta umferðartímanum klukkann sex varð bíllinn minn bensínlaus rétt áður en ég kom að ljósunum á homi Miklubrautar og Réttarholtsvegar. Nú vom góð ráð dýr,ég ein á ferð og bíllinn stór og þungur. Það var ekki um annað að ræða en að reyna að ýta honum í um, að þeim verði sýnd smá tillit- semi og hjálpað til að geta hreinlega lifað, því það era til menn sem þurfa að borga með bami eða böm- um, borga háa skatta tengda þessum bömum, en enginn hugsar um hjónabandsbömin fyrr en til skilnaðar kemur. Þá má gera eitt- hvað fyrir þau. Hugsið um þetta, þið sem ráðið Iífí fólks. Ég þakka fyrirgreiðsluna eftir skilnaöinn og samhryggist þeim giftu. Ein fráskilin burtu því allt í einu fannst mér eins og allir bílar Reykjavíkurborgar þyrftu að komast fram hjá mér. Ég fór að mjaka bílnum áfram og vonaðist til þess að einhver úr öllum þessum bílaflota, sem framhjá mér fór, kæmi til hjálpar. Allt í einu sá ég hvar tveir menn komu hlaup- andi. Og þvílíkur léttir. Þessir riddarar götunnar hjálpuðu mér að ná í bensín á brúsa og setja á bílinn. Kann ég þeim Borgnesingum á M-1194 alúðarþakkir fyrir. Fram- vegis ætla ég að kaupa bensín á brúsann um leið og á bflinn því ekki er hægt að treysta á að riddar- ar á M-bfl séu alltaf á ferðinni. Segðu mér einhvern skandala Margrét K. Jónsdóttir hringdi: Getur einhver hjálpað mér við að muna gamalt gamankvæði sem ég kann hluta af? Það gengur út á það að kona fær vinkonu sína í heimsókn og fagnar henni mjög, en snýr sér svo að dóttur sinni og baktalar vinkonuna í hinu orðinu: Settu þig niður sófinn bíður, segðu mér einhvem skandala. Nóg er sjálfsagt nýtt að frétta (snýr sér til dótturinnar) nú verður talað vel um náungann. Því kom ekki litla Lára, líka með þér hingað góðasta? Uppáhald mitt er hún Berta, (snýr sér til dótturinnar) ágæt til að svína út stofumar. Meira kann ég ekki af þessum ágæta brag. Ef einhver kannast við framhaldið er hann beðinn um að hafa samband við Velvakanda. Málefni frá- skilinna kvenna Athugasemd frá starfsfólki Torgsins Athugasemd vegna fréttar i Þjóðviljanum 25. febrúar 1987: Þar stendur „Að sögn Gunnars hefur öllu starfsfólkinu í Torginu verið boðin störf hjá Domus og á fleiri stöðum og hafa flestir fengið vinnu nú þegar." Hið sanna í málinu er að engum starfsmanni hefur verið boðin vinna í Domus, enda hefur það hús verið til sölu að undanfömu. Hins má geta að tveim af tuttugu starfs- mönnum Torgsins hefur verið boðin vinna á öðram stöðum innan Sam- bandsins. Við sjáum ekki hver tilgangurinn er með svona frásögnum. Starfsfólk í verslunmni Torgið Kafbáta- leitendur skandínava 3480-3940 hringdi: Eiga íslendingar, sem gerðu vamarsamning við lýðræðisþjóðir til vemdunar frelsi gegn útþenslu- stefnu heimskommúnismans, að láta kafbátaleitendur skandínava segja sér fyrir verkum? Hvar er nú hin fomi drengskapur? Víkverji skrifar að var svosem auðvitað að ein- hver þyrfti að nöldra útaf bflbeltunum nú þegar allar horfur era á því að menn verði skikkaðir til þess að nota þau við akstur í stað þess að hafa þau eins og hvert annað fánýtt dinglumdangl í bflun- um sínum. Hjá sumum sem er í nöp við þessi meinlausu öryggistæki á þetta víst að heita spuming um „frelsi", og einhver lagði það meira að segja á sig að berja saman heil- an leiðara í eitthvert blaðið um daginn til þess að mótmæla þessum forkastanlegu afskiptum löggjafans af svokölluðu „frelsi" okkarlslend- inga. XXX Og svo era það vitanlega blessuð lesendabréfin líka: einn eða tveir bréfritarar era þegar komnir á stjá þegar þetta er ritað, og eiga fremur en leiðarahöfundurinn ekki nógu sterk orð til þess að lýsa hneykslan sinni. Tíðum hafa þessir menn þar að auki fyrir satt að í rauninni séu bflbeltin hið argasta morðtól. Þeir hafa þá venjulega á takteinum einhveija furðuvera austur í Flóa sem hafi unnið sér það til ágætis að hvolfa jeppanum sínum i skurði blekfullum af vatni, og þar hefði þessi manneskja síðan eflaust sungið sitt síðasta er við- kvæðið, ef hún hefði verið ein af þessum sérvitra íslendingum sem nota hin títtnefndu belti. XXX Hvað gæti að vísu verið rétt. Engum heilvita manni kemur til hugar að mótmæla því að sum umferðarslys geti borið að með þeim hætti að beislið geri illt verra. En þetta era frávikin, einsog allir heilvita menn vita líka. Með þvi að ríghalda sér í garpinn beltislausa sem endastakkst útí skurðinn og lifði það af era menn að afskrifa á einu bretti alla þá vinnu og reynslu og hugsun og þekkingu sem hundr- uð sérfróðra manna ef ekki þúsund- ir hafa lagt í að rannsaka orsakir og afleiðingar umferðarslysa og um leið vænlegustu mótleikina. Þar með er skýrslum færastu manna í bflaiðnaðinum varpað á haugana ásamt niðurstöðunum úr aragrúa umfangsmikilla kannana. Og svo að sjálfsögðu líka rannsókn- um og ályktunum læknanna sem hafa afleiðingar hinna síflölgandi umferðarslysa daglega fyrir aug- um. XXX tli við íslendingar höfum al- veg áttað okkur á því, þrátt fyrir allar fréttimar, hvað selurinn hefur reynst norskum fiskimönnum mikill vágestur í ár? Breska blaðið Observer nefnir Tromsö sem dæmi, sem er fiskimannabær norðan heimskautsbaugs. Þar komust bát- amir að sögn blaðamannsins allt upp í tíu tonn í róðri áður en selur- inn kom að marki til sögunnar, en eftir „innrásina" datt þetta niður í svo sem tonn — eftir mánuðinn! Vinnslustöðvamar hafa reynt að bjargast við aðkeypt hráefni en hafa allt um það orðið að segja upp fólki. Og sjómaður sem rær á eigin bát (jáði Observer-manninum ein- faldlega: „Við mér blasir ekkert nema algert hrun ef ekki \lerður tekið í taumana."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.