Morgunblaðið - 01.03.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 01.03.1987, Síða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 og Arnarflug opnar nýja söluskrifstofu 20 farseðlar til Evrópu í tilefni nýrrar söluskrifstofu Arnarflug opnar í dag nýja söluskrifstofu í Lágmúla 7. Viö flutt- um nú ekkert ægilega langt, bara yfir ganginn í Lágmúlanum, en í nýja húsnæöinu er talsvert meira pláss og aðstæður betri. í tilefni af opnuninni bjóöum viö öllum sem eiga heimangengt að líta við hjá okkur og þiggja kaffisopa. í leið- inni geta þeir fengið upplýsingar um þær ferðir sem í boði eru hjá félaginu. Og í tilefni dagsins fá tuttugu heppnir gestir farseðil til einhvers af áætlunarstöðum Arnarflugs í Evrópu. Þeir sem koma í heimsókn skrifa niður nafn og símanúmer og við drögum úr nöfnunum strax eftir helgina og hringjum í viðkomandi. Þeir geta svo valið um hvort þeir fara til Amsterdam, Hamborgar eða Zurich. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest í Lágmúla 7 frá kl. 13-16 í dag. Flug og bíll í Amsterdam Ljúfa Amsterdam er í uppáhaldi hjá öllum sem hana hafa heimsótt. Hollendingar eru enda svo déskoti líkir okkur. Hvergi annars staðar gerist það að maður hóar í Magga „Velkomin ( nýju söluskrifstofuna okkar í Lágmúla 7 milli kl. 13 og 16 í dag." skólabróður úti á götu og fær sem svar: „Hggguten taghh," eða hvað það nú er sem þessar elskur babla þegar þeir eru ávarpaðir. Tungu- málaörðugleikar eru þó engir því allir Hollendingar tala ensku. Amsterdam er líka í hjarta Evrópu og þar er því tilvalið að fá sér bílaleigubíl og aka eitthvað suður á bóginn til að kynnast al- vöru útlendingum. Flug og bíll frá kr. 12.940 (frá laugardegi til mánudags) Heimsókn til Hamborgar Hamborg er stærsta borg í Vest- ur-Þýskalandi og hefur allt frá dög- um Hansakaupmanna verið ein helsta verslunarmiðstöð landsins. En Hamborg er líka einhver græn- asta borg í Evrópu og fagrir skemmtigarðar laða til sín þúsundir gesta á góðum dögum. Svo ekki sé minnst á frábæra veitingastaðina, skemmtistaði og verslanir. Frá Hamborg er líka stutt til ann- arra skemmtilegra borga, svo sem Berlínar og Kaupmannahafnar. Og þá er tilvalið að hafa bílaleigu- bíl til að bregða sér bæjarleiðina. Flug og bíll frá kr. 15.190 (frá fimmtudegi til mánudags) Flug og hótel frá kr. 18.510 Fargjöld fyrir fullorðna Ellilífeyrisþegar vilja oft fara í nokkru lengri ferðir en bjóðast í helgarpökkunum svonefndu. Þetta gerir að verkum að þeir þurfa iðu- lega að greiða hærra fargjald en þeir sem ferðapakkarnir henta. Vegna þessa hefur Arnarflug ákveðið að taka upp sérstakt far- gjald fyrir ellilífeyrisþega, til Amster- dam. Þetta fargjald er tíu prósent afsláttur af Pex fargjaldi og tekur gildi 1. apríl. ^fARNARFLUG Lágmúla 7, sími84477

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.