Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987
Stórkostlegt___
Á undanfömum misserum hefur
töluvert verið fjallað um nýsköpun
atvinnuvega í almennri umræðu.
Bent hefur verið á ýmis vísinda-
og tæknisvið, sem talið er að verði
mikilvæg fýrir framfarir í íslensku
atvinnulífi. Eftirfarandi tæknisvið
hafa verið talin sérstaklega áhuga-
verð:
Efnistækni,
fóðurtækni,
fískeldi,
líftækni,
matvælatækni (fískiðnaður),
raf- og rafeindatækni,
tölvu- og upplýsingatækni,
véla- og rafeindatækni (mekatron-
iks).
Ekki verður fjallað um öll þessi
svið hér og engu þeirra verður gerð
tæmandi skil í stuttu máli. Vert er
að benda á að mörg þeirra hafa
verið til umfjöllunar hjá Rann-
sóknaráði ríkisins og eru úttektir
ráðsins um sum sviðin þegar fyrir-
liggjandi í aðgengilegum skýrslum.
Nokkur atriði eru umhugsunar-
verð þegar þessi nýju tæknisvið eru
skoðuð. Mikilvægi þekkingar hefur
aukist, en bilið milli rannsókna og
hagnýtingar hefur styst. Hins vegar
ráða kröfur markaðarins oft meiru
um þróunina en sjálf tæknigetan.
Hér á eftir verður stuttlega fjallað
um nokkur þessara nýju tækni-
sviða.
Tölvu- og upplýs-
ing’atækni:
Tölvu- og upplýsingatæknin er
það tæknisvið sem um þessar
mundír veldur stórstígustum breyt-
ingum á öllu sviðum mannlífsins.
Má líkja því við byltingu, þar sem
hugarafl tekur við af vélarafli sem
drifkraftur framfara. Samkeppnis-
staða þjóða og atvinnugreina ræðst
af því hversu vel þær geta hagnýtt
sér mátt þessarar nýju tækni í fram-
leiðslusta-fsemi og við skipulag á
daglegum störfum samfélagsins.
Það er því mikilvægt að átta sig á
hvað þurfí að gera til að íslending-
ar geti staðið öðrum þjóðum á
sporði í nýtingu hennar við dagleg
störf.
Á fyrsta skeiði þróunar sinnar
hafði upplýsingatæknin, og fyrst
og fremst tölvutæknin, einkum
áhrif innan háskóla og rannsókna-
stofnana (u.þ.b. 1945—65). Næsta
skeið, sem nú hefur staðið rúma tvo
áratugi, einkennist framar öðru af
útbreiðslu upplýsingatækninnar í
atvinnulífí og opinberri stjómsýslu.
Þriðja skeiðið er rétt að byrja, en
það tekur til heimila. Víða um heim
eru hafnar tilraunir með upplýs-
ingaþjónustu fyrir heimili og raunar
einnig fyrirtæki. Dæmi um þetta
eru boðveitukerfí í Bretlandi,
Þýskalandi og Svíþjóð.
Möguleikar okkar Islendinga til
framleiðslu og útflutnings á sviði
upplýsingatækni eru taldir vera eft-
irfarandi:
• Gerð sérhæfðs hugbúnaðar,
þekkingarkerfa og dreifíngar
upplýsinga.
• Smíði sérhæfðs vélbúnaðar.
• Samningsbundin framleiðsla
tölvuhluta fyrir erlend fyrirtæki.
• Erlend útibú (verksmiðjur) t.d.
framleiðsla bandarískra fyrir-
tækja fyrir Evrópumarkað.
Ein meginniðurstaða nefndar
Rannsóknaráðs ríkisins er að upp-
lýsingatækni verði efld á íslandi og
hún hagnýtt betur í þágu atvinnu-
lífs. Veitt verði sérstök fjárveiting
til þess að byggja upp upplýsinga-
iðnað, sem nemi að jafnaði 65
milljónum króna á ári í 4 ár, með
árlegri endurskoðun.
Fiskeldi
Á allra síðustu ámm hefur fisk-
eldi vaxið mjög hratt sem atvinnu-
grein í nágrannalöndum okkar. Á
þetta sérstaklega við um eldi lax-
físka í Noregi. Þar í landi er áætlað
að á árinu 1990 verði framleiðslu-
verðmæti úr laxeldi einu saman
orðið jafnmikið og í öllum sjávarút-
vegi Norðmanna, veiðum og
vinnslu.
Hér á landi hefur áhugi á fisk-
eldi aukist mikið í kjölfar þróunar-
innar í nágrannalöndum. Telja
menn að landkostir hér á landi,
sérstaklega jarðvarminn, gefi mikla
möguleika á hagkvæmni í rekstri.
í því sambandi hefur fiskeldi verið
nefnt sem einn álitlegasti kosturinn
sem íslendingar eiga til nýsköpunar
í atvinnulífi um þessar mundir.
í riti Rannsóknaráðs um fískeldi
em tillögur um framkvæmdir. Lagt
er til að farvegir verði ákveðnir
fyrir fjárfestingarlán og rekstrarlán
til fískeldisstöðva og lánsfé beint
til þessarar greinar í auknum mæli.
Gerð er tillaga um að rannsóknir í
þágu fískeldis verði stórefldar og
hmndið í framkvæmd samræmdri
áætlun um slíkar rannsóknir. Legg-
ur nefndin til að af opinberri hálfu
verði árlega varið a.m.k. 35 milljón-
um króna á verðlagi ársins 1985
til rannsókna og þróunarstarfs í
þágu fiskeldis næstu 5 árin.
Efnistækni
Efnistækni spannar víðtækt svið,
en yfirleitt er greint á milli fjögurra
flokka; málma, keramiks, fjölliða
eða „plastefna“ og samsetninga eða
„composites". Nú orðið er fjöl-
breytni málma og fjölliða afar
mikil, bæði hvað varðar gerð og
notkun. Á síðustu ámm hefur at-
hyglin æ meir beinst að keramiki,
svonefndu hátæknikeramiki, og
samsetningum. Er ætlað að hér sé
að fínna byggingarefni framtíðar-
innar. Ef næg þekking er til staðar
má framleiða keramik með hörku
og viðnámsþol, sem tekur hörðustu
málmum fram.
Ekki þykir raunhæft að íslend-
ingar blandi sér í hóp frumheija í
efnistækni. Aftur á móti er góð
efnistæknileg þekking forsenda fyr-
ir samkeppnishæfum framleiðslu-
iðnaði. Nú þegar em gerðar
strangar kröfur til efnisnotkunar á
nánast hvaða sviði sem er, auk
þess getur það verið afgerandi fyr-
ir samkeppnisstöðu að ekki séu
notuð of dýr eða óhentug efni.
Líftækni
Líftækni hefur verið skilgreind
sem notkun lífvera, lífrænna kerfa
eða lífrænna ferla í framleiðslu- og
þjónustugreinum. Líftækni er í raun
samtenging margra vísindagreina.
í líftækni er notast við aðferðir sem
beitt er í örverufræði, erfðafræði,
lífefnafræði, efnafræði, efnaverk-
fræði og tölvufræðum. Þau svið,
sem verða fyrir áhrifum af líftækni,
em t.d. framleiðsla matvæla, fóður-
vöm og eldsneytis, mengunarvarn-
ir, landbúnaður og framleiðsla
lífefna sem koma að gagni í læknis-
fræði, dýralækningum, lyfjaiðnaði
og almennum neysluvömiðnaði.
Líftækni mun leiða til nýs iðnað-
ar sem þarf litla orku og mun hafa
veruleg áhrif á efnahagskerfi
heimsins næstu áratugina.
Líftækniferli við lágt hitastig mun
einkum byggjast á ódýmm hráefn-
um til nýmyndunar eða til nýfram-
leiðslu. Þessi iðnaður mun krefjast
mikillar þekkingar og sérþjálfaðs
starfsliðs.
Páll Theódórsson, eðlisfræðingur vinnur að hönnun rafeindatækja við Raunvísindastofnun Háskólans.
verðmæt, en að sama skapi getur
markaðsfærslu slíkra afurða verið
mjög flókin. Notkun ensíma í físk-
iðnaði er ný af nálinni þó svo að
þau hafi verið notuð í öðmm mat-
vælaiðnaði um langt árabil. I
hefðbundinni fískvinnslu hefur höf-
uðáhersla verið lögð á véltæknileg:
ar lausnir flestra vinnsluþátta. í
mörgum tilfellum má beita aðferð-
um ensímtækninnar til þess að
einfalda og auka hagkvæmni
vinnslunnar. í öðmm tilfellum má
e.t.v. beita ensímum við lausn
vandamála, þar sem vélbúnaði hef-
ur ennþá ekki verið viðkomið.
Nefnd á vegum Rannsóknaráðs
ríkisins, sem fjallar um líftækni,
hefur ekki lokið störfum, þannig
að tillögur frá henni um fram-
kvæmdir liggja ekki fyrir. Líklegt
má þó telja að árleg fjárþörf til
rannsókna næstu árin sé á bilinu
25—50 milljónir króna.
*
„ A undanförnum árum
hefur átt sér stað stór-
kostlegt bruðl í upp-
byggingu atvinnuvega.
Nægir þar að nefna
ótrúleg orkuvinnslu- og
stóriðjuævintýri, allt
frá Kröflu til Blöndu
með viðkomu á Fljóts-
dalsheiði og Reyðar-
firði, fyrirbæri sem Jón
Sigurðsson forstjóri á
Grundartanga hefur
nefnt undanholdsiðnað
og Júlíus Sólnes verk-
fræðiprófessor kallar
stóriðjudrauginn.
Skefjalaus offjárfest-
ing í landbúnaði og
fiskveiðum hefur kall-
að á kvótaúrræði, sem
ber keim af hafta- og
skammtakerfi fyrri
áratuga. Úrvinnslu-
greinarnar, fiskiðnað-
ur, iðnaður og hátækni,
silja hins vegar á hak-
anum.
Líklegt er talið að fiskiðnaðurinn
sé sú atvinnugrein á íslandi, sem
verði fyrir hvað mestum áhrifum
líftækninnar fyrst um sinn. Áhrifin
verða að öllum líkindum af tvennum
toga, sem flokka má í lífefna-
vinnslu úr sjávarfengi og notkun
ensíma í fiskiðnaði.
Til lífefnavinnslu úr sjávarfangi
telst ýmiss konar vinnsla lífrænna
afurða, einkum úr aukaafurðum
fískiðnaðar. Verðmæti afurðanna
fer eftir ýmsu. Fóðurvara er tiltölu-
lega ódýr en markaður fyrir hana
hins vegar mjög stór. Matvæli eru
nokkru verðmætari, en markaðs-
færsla þeirra einnig nokkur vanda-
samari. Fágæt lífefni eins og sum
ensím og hormón eru mörg mjög
Matvælatækni
Miklar framfarir hafa orðið í
matvælaiðnaði á íslandi á undan-
fömum árum. Þessar framfarir
hafa stuðlað að mikilvægri verð-
mætaaukningu í helstu útflutnings-
grein okkar, fískiðnaðinum.
Mikilvægt framfarastökk og af-
stöðubreyting varð raunar þegar
íslendingar fóru að átta sig á því
að fiskvinnsla væri matvælaiðnað-
ur.
Ýmis athyglisverð dæmi mætti
nefna um nýsköpun í fiskiðnaði,
sem stuðlað hafa að verðmæta-
aukningu og bættri markaðsstöðu,
en aðeins fá verða að nægja. Áhugi
stærsta saltsíldarmarkaðar okkar á
lægra saltinnihald krafðist rann-
sókna, sém leiddu til þróunar nýrra
saltsíldarafurða. Þróun tandurfisks
leiddi til bættrar markaðsstöðu og
verðmætaaukningar á saltfísk-
mörkuðum. Endurbætur á neyt-
endaumbúðum frysts fisks vekur
vonir um vaxtarmöguleika á þeim
vettvangi. Gerð tilbúinna rækju-
rétta á Skagaströnd með markaðs-
færslu á Bretlandi og tilraunir með
kúfisk í súpur í Stykkishólmi í sam-
vinnu við bandaríska matvælafram-
leiðendur vísar veginn til stórkost-
legra möguleika í matvælaiðnaði á
íslandi.
Sala á tilbúnum réttum hefur
aukist gífurlega á undanförnum
misserum í Norður-Ameríku og
Evrópu. í Bandaríkjunum er nú
mikill uppgangur í framleiðslu til-
búinna rétta, bæði skyndirétta og
sælkerarétta. Líklegt er að á næstu
árum verði hér starfræktar mat-
vælaverksmiðjur, sem framleiði
undir vörumerkjum erlendra fyrir-
tækja, annaðhvort alveg tilbúna
rétti eða hluta í tilbúna rétti. Vænt-
anlega mun skapast aukið svigrúm
til þess að nýta botnfiskafla og af-
skurð af honum betur, en einnig
ýmsar aðrar fisktegundir eins og
krabba, skel, rækju, humar, hörpu-
disk og fleira.
Tilkoma frystitogara með af-
stöðu til að vinna aflann um borð
og frysta hann áður en dauðastirðn-
un er lokið gefur betri möguleika
á að þíða og endurvinna fisk í ýmsa
tilbúna rétti. Geislun matvæla er
nú, seint um síðir, að ryðja sér til
rúms. Það gæti dregið mjög úr
þörf fyrir frystingu og lengt
geymslutíma pakkaðs, fersks fisks
svo vikum skiptir, ekki síst ef þurrís
og koldíoxíðfylling á pakkningar er
notuð samhliða til kælingar og
varna gegn gerlamyndun og oxun.
Þessar breytingar á meðferð
fersks fisks opna fjölmarga mögn-
leika til endurbóta í skipulagi
vinnslu og markaðssetningar á
fiskafurðum. Vöruþróun fyrir sér-
hæfða markaði, betri nýting hráefn-
is, meiri sérhæfing { vinnslu og
verslun með sjávarfang gæti veru-
lega aukið verðmæti sjávarauð-
linda, þótt afli aukist ekki umfram
það sem nú er.
Eldi á vatna- og sjávarlífverum
(laxi, silungi, lúðu, sandhverfu,
kræklingi) á án efa eftir að verða
mikilvæg grein sem er nátengd
sjávarútvegi, bæði markaðslega og