Alþýðublaðið - 08.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.10.1920, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ lif 'ógax andinn• Amensk landnemasaga. (Framh.) Roland Forrester major, frændi hermannsins unga og Edithar systur hans, var ættarhöfuð elstu og rikustu fjölskyldunnar við Jamesána og eldri bóðir. Yngri bróðirinn varð, eins og ætíð hefir verið siður í Virginíu, að fara að heiman, þegar faðir hans var dauður, en eldri bróðirinn erfði jörðina með allri áhöfn og tók við búinu. Þegar stríðið skall á, sem hafði það í för með sér að ameríkumenn losuðu sig við yfir- ráð Englands. kom upp deila milli bræðranna, þar eð yngrí bróðirinn barðist fyrir frelsi Ame- ríku, en sá eldri fyrir konunginn. Hann gleymdi aldrei þátttöku yngri bróðursins f stríði þessu, og í bræði sinni gerði hann erfða- skrá, þar sem ungri stúlku, er var tökubarn hans, var ánafnaður allur auður hans. En meyjan hvarf rétt á eftir, þegar hún var i heimsókn hjá móður sinni og eldur kviknaði í húsi hennar. Var talið víst að hún hefði farist í eldinum. Lát hennar breytti þó í engu reiði gamla mannsins. En er bróðir hans hafði fallið í or- usíu, tók hann börn hans — Ro- Iand og Edith — að sér og lét oft í Ijósi þá ætlun sfna, að hann ætlaði að gera þau að erfingjum sínum. Óhamingjustjarna Rolands olli því, að hann vakti reiði frænda síns, alveg eins og áður hafði farið fyrir föður hans. Hann hataði alt sem enskt var, og eftir tveggja ára vist hjá frænda sín- um, hvarf hann á brott, og gerð- ist foringjaefni í riddaraliðssveit, til þess að berjast gegn enskum yfirráðum. Eftir það sá hann al- drei frænda sinn. Hann skeytti engu reiði hans eða afleiðingun- um, en þóttist þess fullvís, að systir hans mundi verða þeim mun ríkari. En Roland skjátlaðist. Þegar hann heimsótti Edith, eftir lát frænda þeirra, var hana^kki að hitta á óðalinu, heldur meðal framandi manna, eina og yfirgefna. Enga erfðaskrá var að finna, sem gerði hana að erfingja; en í stað þess kom Braxley, vinur og mál- færsiumaður hins Iátna, fram með Hjálp í mjólkurleysinu! JEIvítöl fæst nú aftur, bæði á heilflöskum og á kútum. 01gerðin Egill Skallagrímsson. Fulltrúaráðsfundur verður haldinn annað kvöld kl. 9 á venjulegum stað. erfðaskrá, þar sem majorinn arf leiddi barnið, sem hann hafði tekið til fósturs og brunnið var, og nefndi sjálfan sig sem skifta- ráðanda og ráðsmann fjársins í nafni hins ófjárráða. Auðvitað vakti þessi erfðaskrá, sem kom fram svo löngu eftir að barnið var dáið, mikla eftir- tekt; engu að sfður lagði Braxley þegar í stað allan arfinn undir sig í nafni erfingjans, sem hann stað hæfði fyrir rétti að væri á lífi og mundi gefa sig fram og krefjast réttar síns. Máli sínu til staðfest- ingar, bauðst hann til að færa sönnur á það, að barnið hefði ekki farist í eldinum, heldur hefði það verið numið á brott af manni, sem hann ekki þekti, og hefði húsið verið brent að eins til þess, að gera dauða erfingjans senni- legri. Hann þóttist ekkert vita um upphafsmanninn til þessara verka, en lét ekki skorta á get- sakir, sem voru þeim Roland og Edith þungbærari en missir arfs- ins. Hann reyndi sem sé, að koma þeim grun á Roland, að hann hefði numið barnið á brott og falið það, til þess að ryðja úr vegi einu hindruninni fyrir því, að þau systkinin fengju arfints. Leirkrukkur brúnar, fást i verzlun Hannesar Jónssonar, Laugaveg 28. vantar í þvottahúsið á Vlfilsstöð- um. Upplýsingar á skrifstofunni. Sími ioi. kaupendur blaðsins, sem hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það. Sömuleiðis eru menn ámintir um að gera að- vart, ef vanskil eru á blaðinu. Sttilliix vantar okkur. Guð- rún og Steindór, Grettisgötu io. Tækifærisbort og heillaóskabréf, er 1» sendið vinum og kunningjum, í ið þér fallegast og ódýrust Laugaveg 43 B. Friðfinnur Guðjónssoi Skóbtiöiii í Kirkjustrætl 2 (Herkastalanum) selur mjög vandaðau skófatnað svo sem: Karlmanna- og Verkamannastíg- vél, Barnastígvél af ýmsum stærð- um og sérstaklega vandað kven- skótau; há og lá stígvél af ýms- um gerðum. Allar viðgerðir leyst- ar fljótt og vel af hendi. Komið og reyniðl Virðingarfylst Ól. Th. Hanpið Alþýðublaðið ! Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: Ólafar Friðnksson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.