Morgunblaðið - 22.03.1987, Side 26

Morgunblaðið - 22.03.1987, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 Þetta unga fólk efndi nýlega til hlutaveltu í Dvergabakka 16 og færði Styrktarfélagi vangefinna ágóðann, krónur 560. A mynd- inni eru Guðmundur Jóhannsson, Sigríður Þóra Þorsteinsdóttir og Áslaug Eiðsdóttir. Hátíðardagskrá í til- efni af 25 ára afmæli Helsingfors-sáttmálans MÁNUDAGINN 23 þ.m. eru liðin 25 ár frá undirritun Helsing- fors-sáttmálans, sem er grun- dvöllur norræns samstarfs þjóðþinga og ríkisstjórna Norð- urlanda. Af því tilefni beita Islandsdeild Norðurlandaráðs, Norræna húsið og Norræna fé- lagið sér fyrir hátíðardagskrá í Norræna húsinu þann dag. Dagskráin hefst kl. 20.30 í sal hússins og verður sem hér segir: 1. Samkoman sett, Knut Ödegárd, forstjóri Norræna hússins. 2. Samvinna Norðurlandaþjóða, dr. Gylfi Þ. Gíslason, formaður Norræna félagsins, flytur ávarp. 3. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, óperusöngkona, syngur lög eftir Atla Heimi Sveinsson, tónskáld. Undirleikari verður Jónas Ingi- mundarson. 4. Samstarf þjóðþinga, Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, for- maður íslandsdeildar Norður- landaráðs, flytur ávarp. 5. Bókmenntadagskrá í umsjón Hjartar Pálssonar. Lesið verður úr ritverkum þeirra Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar og Snorra Hjartarsonar, sem báðir hafa fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Nýttjazzfélag stofnað: Jazzkvöld í Duushúsi STOFNAÐ hefur verið í Reykjavík jazzfélagið „Heiti potturinn“ og er tilgangur fé- lagsins að efla jazztónlist með því að skipuleggja jazzklúbb og standa að reglulegu tónleika- haldi á sviði jazztónlistar í Reykjavík. I frétt frá jazzklúbbnum er sagt frá því að næstu vikur verði jazz á hverju sunnudagshvöldi kl. 9.30 í Duushúsi við Fischersund. Opnun jazzklúbbsins er í kvöld og flytur Jón Múli Árnason ávarp af því til- efni. Þá munu leika Skátarnir, Tríó Eyþórs Gunnarssonar og Friðrik Theodórsson og félagar. Kína: 22 farast í feijuslysi Hong Kong, Reuter, AP. 22 fórust er feiju hvolfdi nærri Kanton á sunnudag, að því er dagblöð í Hong Kong skýrðu frá á þriðjudag. Svo virðist sem flóð- bylgja hafi hvolft feijunni. Slysið átti sér stað í Lingano- héraði skammt vestur af borginni. Tveir komust lífs af úr slysinu. Gífurlegar rigningar hafa verið úndanfarna daga í Kanton og Hong Kong og hefur skapast umferða- röngþveiti í síðarnefndu borginni af þeim sökum. Fréttastofan Nýja Kína sagði á miðvikudag að rign- ingarnar væru hinar mestu í sjö mánuði. EINSTAKUR LISTVIÐB URÐUR OPER UHUOMLEIKAR MEÐ RENATA SCOTTO OG SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS Ein frœgasta sópransöngkona heims,Renata Scotto, syngur á óperuhljómleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn ítalska hljómsveitarstjórans Maurizio Barbacini í Háskólabíói 11. apríl nœstkomandi kl. 5. Þarflytur hún margar fallegustu óperuaríur sem skrifaðar hafa verið. Notið einstakt tœkifœri til að hlusta á þessa miklu listakonu. Sala aðgöngumiða til Veraldarfélaga hjá klúbbnum að Brœðraborgarstíg 7. Islcnsfti hónaídiwhunim ítalski hljómsveitarstjór- inn Maurizio Barbacini. TRYGGIÐ YKKUR MIÐA NÚ ÞEGAR ÍHÁSKÓLABÍÓI Til ísraels í sólina Jerúsalem — Betlehem — Hebron — Dauðahafið — Massada — Jeríkó — Nazaret — Kapernaum — Golanhæðir - Akkó — Haifa - Netanya - Tel Aviv - Jaffa. Láttu drauminn rœtast. Þægileg þriggja vikna ferð til Landsins helga þar sem leitast verður við að sameina skoðunarferð á fræga sögustaöi og hvíldarferð á yndislega strönd Miöjaröarhafs- ins. Dvalið verður 7 daga í Jerúsalem, 3 daga í Tíberías á strönd Genesaretvatns og 8 daga á einni bestu baðströnd landsins, Netanya. 2 dagar í London á heimleið. Góð 3ja til 4ra stjörnu hótel með morgunveröi. Skoðunarferðir innifaldar í verði. Brottför 1. maí. Verð: 59.800,- Notið þetta einstaka tækifæri Meðalfjöldi sólardaga f maí 30 dagar. Meðalhiti 26-32 afig. Fararstjórar: Hrefna Póturadóttir og Þrálnn Þorlelfsson, formaður félagsins ialand—fsrael. Ferðaskrifstofa Snorrabraut 27-29, simi 26100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.