Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.03.1987, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 A DROTTINiS W(,I Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Séra Svavar A. Jónsson Yfirleitt er of lítið ijallað í ferm- ingarundirbúningnum um þær spumingar, sem brenna á ungl- ingunum um lífíð og tilvemna. Það, sem gerist eftir fermingu, er mikilvægast. Sumarið eftir fermingu þyrfti að vera framhald fermingarstarfa í tengslum við æskulýðsfélagið. Fermingarstörfm þurfa að vera ijölbreytt og unglingamir vilja taka þátt í að skipuleggja þau. „Venjulegar guðþjónustur em vonlausar, langar og leiðinlegar." Unglingamir vilja taka þátt í að móta guðþjónustuna og þar má gefa rúm fyrir endumýjun, t.d. með leiklist, leikjum og fjölbreytt- ari hljómlist með fleiri hljóðfæmm en orgelinu. Fermingarbömin þurfa að taka reglulegan þátt í guðsþjónustunni og fínna sinn stað þar. Kristin trú er aðeins virk í fé- lagi við aðra. Þess vegna verður fermingarbamið að vera virkur þátttakandi í lífi safnaðarins. í linnulausu áreiti og kröfu- gerð, sem dynur á unglingnum, er ráðlegt fyrir kirkjuna að skapa griðland fermingarstarfanna, þar sem unglingar geta spurt og spjallað. Einskonar guðfeðgin ferming- arbamanna hafa reynzt vel. Þau bjóða fermingarbömunum heim og þannig kynnast bömin full- orðnu fólki, sem tekur trúna alvarlega. Árangursríkast er að fá ungl- inga 15—17 ára til að aðstoða við fermingarstörfin. Það er gott að tengja ferming- arbömin æskulýðsfélaginu í söfnuðinum. Tímabundið samstarf ferming- arbama við starfshópa í söfnuð- unum að ákveðnum verkefnum gefur þeim innsýn í safnaðarstarf- ið og þátttöku í því. Tryggja verður nægjanlegt fjármagn og aðstoðarfólk. Frá ráðstefnu um ferminguna sem sr. Bemharður Guðmundsson, og sr. Lárus Þ. Guðmundsson sóttu í Sviþjóð 1985. Fermingarbörnin þurfa að taka reglulegan þátt í guðsþjón- ustunni og finna sinn stað þar. í samtali fermingarstarfa- nefndar og safnaðarfólks og presta kom fram að víða er Biblían notuð sem aðal- kennslubók í fermingar- fræðslunni. Þá er ýmist notuð Biblían, sem út kom 1981 og er með kortum og skýringar- textum aftast, eða Nýja testamentið, sem Gídeonfé- lagið gefur skólabömum, ellegar þá Barnabiblían, sem Skálholt gaf út 1985, en hún er myndskreytt endursögn. Vel getur farið á því að nota Nýja testamenti Gídeonfé- lagsins og Bamabíblíuna saman. í samtali við ungan guð- fræðinema kom fram sú hugmynd að hvetja söfnuðinn allan til að koma stundum a.m.k., helzt alltaf, með Biblí- ur sínar í messur. Aukinn biblíulestur alls safnaðarins yrði þá fermingarbömunum til hvatningar og öllum söfn- uðinum til aukins trúarlífs. Þáttur söngsins í ferming- arfræðslunni skiptir miklu. En hann markast víða af þeirri hefð að söfnuðurinn syngi helzt ekki í messunni. Ekki eru allir á eitt sáttir um hverja áherzlu ber að leggja á sálmalærdóm en flestir telja að það sé nauðsynlegt að syngja saman sálma, gamla og nýja. Boðskapur þeirra kemst þannig vel til skila og þeir lærast smátt og smátt. Sálmabókarnefnd kirkjunnar hyggur nú enn að því að bæta við kirkjusálmana og hefur óskað eftir ábendingum um nýja sálma og gamla. í sumum söfnuðum eru nýir sálmar sungnir með sálmum * Ur athugnn Lúterska heimssambandsins Ur umræðu í öðrum löndum Hefðbundin kennsla nær allsráðandi Riitta Virkkunen, sem staðið hefur fyrir rannsókn á kennslu í kristinni trú á vegum Lúterska heimssambandsins, segir að í fá- um kirkjum sambandsins sé farið út fyrir sunnudagaskóla og ferm- ingarkennslu. Hún segir að gagngerar breytingar þurfi til að taka upp ný kennsluform, en það hafi gerzt í Austur-Þýzkalandi eftir síðari heimsstyijöldina. Flestir kristnifræði- kennarar eru trúaðir I fyrra var sendur spumingalisti til hinna 104 kirkna í Lúterska heims- sambandinu. Um fjórði hluti þeirra svaraði. Samkvæmt þeim svörum eru flestir kristnifræðikennarar konur, um helmingur sums staðar, nær allir annars staðar. Þrennt einkennir helzt þessa kennara: Þeir tilheyra kirkj- unni, þeim þykir vænt um nemend- uma og eiga sjálfír trú. Fermingarbarnið verður að vera virkur þátttakandi í lífi safnaðar- ins. Fyrst og fremst sjálfs sín vegna en líka vegna hinna í söfnuðinum. Til þess þarf söfnuðurinn að sýna því ræktarsemi. Samband ferming- arfræðslunnar og safnaðarins Notkun Biblíunnar og sálmabóka í söfnuðinum sálmabókarinnar og þannig læra fermingarbömin bæði gömlu sálmana og nýja. k Bamafræðsla kirkjunnar í heild er ómetanlegur undanfari fermingarfræðslu. ☆ Fermingarfræðsla er að öllum líkindum mikilvægasti þátturinn í skipulögðu uppeldisstarfí safn- aðarins. Úr greinargerð kirkjufræðslunefndar til Kirkjuþings 1980. ☆ Foreldrar skímarbama þurfa að fá fræðsluefni um skímina. ☆ Geta prestar fylgzt með því hvemig skírð böm eru alin upp í kristinni trú? ☆ Væri hægt að hafa endumýj- unardaga skímarheitisins í söfnuðinum? ☆ Eða er betra að minna alla viðstadda á endumýjun eigin skímarheitis er böm em skírð? ☆ Kirkjan þarf að taka þátt í persónumótun fermingarbam- anna. Til þess er þátttaka safnaðarins lífsnauðsyn. Við þurfum að fínna leiðir til að styðja þau sem vilja taka þátt í fermingarstörfunum á einhvem máta. ☆ Til þess að söfnuðurinn taki þátt í fermingarfræðslunni þarf skipulag og fjármagn og um það verður að ræða við sóknarnefnd- ir. Annars gerist ekkert. ☆ í fyrstu guðsþjónustu vetrar- ins er hægt að kynna hvert fermingarbam fyrir söfnuðinum og fela honum umsjá þeirra. Úr umræðum á mótum um fermingar- störf. Fermingarstörf í Noregi Dag Lökke, starfsmaður norsku kirkjunnar, var gestur fermingarstarfanefndar á ráð- stefnunum í Skálholti, á Löngu- mýri og á fundi í Bústaðakirkju sl. haust. Hann sagði m.a. þetta um fermingarstörfin í Noregi. Áætlun um fermingarstörfin Plan for konfirmasjonstiden (PKT) i den norske kirke — Áætl- un um fermingarstörfín í norsku kirkjunni — var gefið út árið 1978 og hefur haft mikla þýðingu til endurnýjunar fermingarstarf- anna. Námstíminn Þar er námstími fermingar- starfanna lengdur úr 5 mánuðum í 8 og er hægt að velja tíma, sem hentar. Þá var líka breytt um við- horf til fermingarinnar sjálfrar. Hún var áður aðalatriði ferming- artímans en nú er allur tími fermingarstarfanna og fermingin sjálf talið jafn mikilvægt. Markmiðið Markmið fermingarstarfanna er að vekja og styrkja trúarlífið, sem gefíð er í skíminni, svo að unga fólkið geti lifað og vaxið sem lærisveinar Jesú Krists. Fyrirkomulagið Hafðar eru 45 samverustundir með fermingarbömunum: Guðs- þjónustur eru að jafnaði 8, en færri, þar sem sjaldan er messað. Fræðslutímar em að jafnaði 30, 45 mínútur hver. Nokkrar helg- arsamverur eru á timabilinu. Tækifæri til þjónustu eru skipu- lögð. Hægt er að hafa guðsþjónustur með einföldu formi og fá ferming- arbörnin til þátttöku t.d. með söng eða ritningarlestri. Auk þessara starfa er haft samband við for- eldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.