Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Páskamir upphaflega RÆTT VIÐÁRNA BJÖRNSSON ÞJÓÐHÁTTAFRÆÐING „PÁSKAR eru ekki einungis elsta_ hátíð kristinna manna, heldurlangt- um eldri en kristin trú og m.a.s. eldri en Móselögmál. Páskarnirvoru upp- haflega kjöthátíð í lok lönguföstu, en sauðburður hjáHebreum var í kringum páskana, og föstunni var komið á af nauðsyn, þar sem ekki mátti slátra ánum fyrr en að loknum sauðburði. Páskarnir voru því nokkurs konar uppskeruhátíð og haldnir til að fagna fæðingu fyrstu lamba og kiðlinga, þegar rétt stóðátungli." Við báðum Árna Björnsson þjóðhátta- fræðing að segja frá uppruna pásk- anna og ýmsum páskasiðum hér áður fyrr, en hann er nú að leggja síðustu hönd á bók sína „Hræranlegar hátíðir", þar sem hann fjallar m.a. um páskana. Árni hefur unnið að mestu við þessa bók sl. ár, en hún er hluti af verki sem hann fékk rannsóknarstyrk til frá Vísindasjóði. „Tilgangurinn með þessari bók er að rekja hvernig hinir ýmsu siðir verða til varðandi þessa hátíðisdaga. Flestar há- tíðir má rekja til alþýðuskemmt- ana sem haldnar voru vegna ýmissa áfanga í atvinnulífinu, svo sem sauðburðar, sáningar, uppskeru eða einhvers þess- háttar. Þessar hátíðir voru haldnar löngu fyrir daga kristn- innar, en þegar kristnin breiðist út aðlagast hún þessu. Margar þeirra urðu þannig í kaþólskum sið bæði alþýðu- og kirkjulegar hátíðir, en með siðaskiptunum koma önnur viðhorf og vildu Lúterstrúarmenn eingöngu líta á kirkjulegu hliðina. Það er ekki fyrr en á þessari öld sem sumar þessara hátíða verða aftur al- þýðuskemmtanir og má sem dæmi nefna hvitasunnuna sem var upphaflega hveitiuppskeru- hátíð í Gyðingalandi og er í dag aðallega tengd ferðalögum unglinga og hestamanna. „Páskarnir ekki gleðihátíð hér á landi“ bröndurum sem prestar sögðu í páskamessunni. Eru heimildir um að slíkir brandarar hafi verið sagðir í messum hér á landi? -„Nei, það sjást engin merki um þessa gamansemi hér á landi. En það kann þó vel að vera að íslenskir prestar hafi sagt slíka brandara, enda þótt þeim hafi hvergi verið fyrirskip- að að vera fyndnir í páskames- sunni, hvorki hér né annarsstað- ar. Það er talið að þessi siður hafi verið tíðkaður fram undir 1700. Það var talið eðlilegt að gleðjast á sigurhátíðinni, sumir prestar sögðu skrýtlur svo kirkj- an glumdi við af hlátri, þetta var þekkt undir nafninu „risus pasc- halis“ eða páskahláturinn." ^ ^ ’ 'f ~ «|Ví5:..y ,.»»! í í i vlj - j » ■ 'v ., f i . - ' ;,-■ \«*S| :■ ' :■ ' ?<„■ {% '• •' *Sí- íV’í'i » íXííM -» ’■ * ■ ' 4 Þýsk mynd á páskaeggi frá 18. öld og á að tákna upprisu Krists frá ríki dauðra. r ]E==rJL==]L3!~=E][=K Björnsbakarí Vallarstmti 4. Simi 153. Páskaeggin cru þpfjar tilbúiu. I Sjáið útstillinguna ■ gluggunum ( dag. |j Oöýr, en smekkleg winargjöf. j| Egg 1 jj frá kr 0.20 til kr. 7.00. ^ Nýorpin páskaegg komu meö Botniu. UerDiB mihi'f) imora en ð|or. Elnnig eplamftuk. PlöBtusmjörliki Smjörhúsiö Irma, HafnaratraBti 22. Slml 223. Marcipan Súkkulaði Fyrstu auglýsingarnar í íslenskum dagblöðum, auglýsing frá Björnsbakarfl er frá 2. aprfl 1922 og frá Irmu þann 27. mars 1923. — Er mikið til af heimildum um páskahald fyrri tíma? „Nei, það er ekki mjög mikið til. Heimildir um páskahald hér á landi eru mjög litlar, en það virðist þó Ijóst að páskar hafa ekki verið gleðihátíð hér á landi til að fagna vori og sumri líkt og í löndum sunnar í álfunni. Til þess eru páskarnir of snemma á ferðinni. Sumardagurinn fyrsti hefur hinsvegar alltaf verið mik- ill gleðidagur hjá okkur.“ - Þú segir frá ýmsum skemmtilegum siðum í þessum kafla um páskana, m.a. frá Eldvígsla og páska- kerti Hvaða siðir fylgdu páskahald- inu hér á landi áður fyrr? Við fengum að líta í próförk að bók Árna, en þar nefnir hann eldvígsl- una og páskakerti sem dæmi um siði er lögðust af við sið- breytinguna. Hann segir eftirfar- andi um eldvígsluna; „Páskaeld- urinn eða hinn nýi eldur var kveiktur og vígður á laugardag- inn fyrir páska eða skírdag og stöku sinnum á langafrjádag. Fyrir kom einnig, að hann væri vígður þrem sinnum á öllum þessum dögum. Frá 12. öld varð þó algengast að vígja hann á laugardag eða aðfararnótt páskadags, a.m.k. í Norður- Evrópu. Hann var m.a. kallaður Ignis Paschalis og vígslan Benedictio ignjs novi. Áður en fólk fór í kirkju á laug- ardaginn fyrir páska eða skírdag slökkti það vandlega glóðina í eldstónni heima. Síðan kom það með glóðarmola frá kirkju og páskaeldinum og kveikti að nýju upp í arninum. Stundum tóku menn brennivið með sér til kirkju, létu kvikna vel í honum í páskaeldinum og báru hann aft- ur heim. Hinn nýi páskaeldur var að sjálfsögðu táknrænn fyrir Ijós og von mannkyns, sem Kristur tendraði með upprisu sinni og kenningu." Vígsla páskakertisins varjafn- vel enn hátíðlegri athöfn en eldvígslan og oft getið um páskakerti og kertisvígslu í máldögum kirkna og kertið talið besti leiðarvísir til Himnaríkis. „Á matborðum íslendinga hér áður fyrr var páskaket og páska- grautur" segir Árni. „Flestir reyndu að borða kjöt á páskum að undangenginni 7-9 vikna föstu, og vera má að eitthvað sé hæft í því að sumir hafi geymt eitthvað af kjötskammtinum frá því á sprengidag og gætt sér á honum á páskadagsmorgun. Páskagrauturinn var mjölgraut- ur, sem þótti talsvert nýnæmi langt fram á síðustu öld. Og hér á landi var ekkert páskalamb étið, enda langt til sauðburðar." Sólin dansar af gleði - Hvað með þjóðtrú í kring- um páskana? „Þekktasta þjóðtrúin er varð- andi sólardansinn, en sam- kvæmt henni á sólin að dansa af gleði nokkur augnablik á páskadagsmorgun á nákvæm- lega sömu stundu og Jesús reis upp frá dauðum. Um þennan dans eru margar heimildir, m.a. í ýmsum kvæðum. Ég hafði sam- band við veðurfræðing og bað hann að skýra þetta fyrir mér. Hann taldi að líklegast væri hér um kuldahiMingar að ræða sem stafa af þunnu köldu loftlagi næst jörðu. Þá segir þjóðtrúin að finna megi óskastein á páskum, og tröll og óargardýr sofi eina stund á páskadagsmorgun og sé þá unnt að komast tram hjá þeim. Ekki er leyfilegt að veiða í soðið á páskadag, nema menn séu í algjöru bjargarþroti. Sú trú virðist einnig hafa þekkst að dauðir menn risu upp úr gröfum sínum á páskadagsmorgun og væri það sem endurtekning á upprisu frelsarans og fyrirboði hins efsta dags þegar allir dauð- ir menn lifna og ganga fyrir drottin sinn." - Hvað gerði fólk hér áður fyrr þessa daga? „Þetta voru aðallega hvíldar- dagar. Það er reyndar athygli- svert að á miðöldum hafði fólk álíka marga frídaga og við höfum núna. Með siðaskiptunum má segja að orðið hafi stórfelld kjaraskerðing, almenningur missti marga frídaga er helgi- dögum var fækkað svo sem dýrlingadögunum. Þetta hefur ekki fengist bætt fyrr en nú á 20. öldinni með verkalýðsbar- áttu.“ - Hvað með páskaeggin, hvenær fer að bera á þeim hér á landi? „Fyrsta auglýsingin um þau er frá því 1922, en líklegt er þó að þau hafi fengist hér fyrr. Það er svolítið gaman að því að málshættir virðast séríslenskt fyrirbæri, við höfum lengi verið veik fyrir þessu bóklega! Þó voru áletranir á sumum skrautpáska- eggjum sem þekktust hjá fyrir- fólki í Evrópu fyrr á tíðum, en þær voru Utan á eggjunum og gjarnan einhver guðsorð. Síðar var farið að gera gat á eggið og stinga guðsorðunum inn í eggið, en Islendingar virðast eina þjóðin sem hefur haldið þessum sið að einhverju leyti. - vj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.