Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 17
16 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRlL 1987 B 21 * Ef nota á kerti í skreytinguna þá er best aö skera úr frauðinu fyrir þeim. „Vírnum stingur maður inn í stilkinn og fyrir bragðið standa blómin upprétt. Ulie segir að blómasvampinn eigi að leggja ofan á vatnið og láta hann þannig draga í sig bleytu. Það er nauðsynlegt að vökva alltaf ððru hvoru og evo þarf að passa að frauðkanturinn nái upp fyrir kantinn á ítlátinu sem nota á. „Páskaliljur eru alltaf vlnsœlar um páskana, en auðvitað ei hœgt að nota ýmls önnur blóm og ekkert skilyrðl að þau séu gui. „Það er nauðsynlegt að þekja frauðið þegar búið er að skreyta og þá er hagfellt að nota eitthvað úr náttúrunni, mosa eða slíkt.“ Má finna ýmislegt úti í náttúrinni til að nota í skreytingu fyrir páskana segir Ulle Balslev sem hefur meðal annars sérhæft sig í blómaskreytingum Páskaliljurog fleiri afskorin blóm prýða mörg heimili yfir páskahátíðina. Tíðum eru blómin sett ofan í fallega skrautvasa en það er ýmislegt annað sem haegt er að gera og það getur verið skemmtilegt að nota þau í að útbúa fall- ega páskaskreytingu á páskaborðið. Við leituðum á náðir Ulle Balslev og báðum hann að aöstoða okkur við að búa til nokkrar skreytingar til að lesendur gætu áttað sig á því hvernig þeir eigi að bera sig að. Ulle segir að það sé mjög auðvelt að útbúa fallega borðskreytingu með af- skornum blómum og bætir því við að blómin verði jafnvel langlífari í blautu frauði en í venjulegum blómavasa. „Það sem þarf að hafa við hendina er blómafrauð, vír, hentugt ílát undir skreyt- inguna, þau blóm sem nota á, kerti ef vill og kannski unga eða egg svo og eitt- hvað sem þekur frauðið. Yfirleitt standa páskaliljur frekar stutt en það eru fleiri blóm sem nota má með eða í staðinn." Ulle telur hagfellt að nota ýmislegt sem finnst í náttúrunni, mosa, steina, og greinar úr garðinum í skreytingar. „Grein- arnar geta verið mjög sniöugar til að hengja á egg, litla unga eða þvíumlíkt. Ég nota mikið af lerki, birki og víði.“ Ulle segist láta greinarnar standa í volgu vatni í um það bil viku áður en hann ætlar að nota þær og lætur þá plastpoka yfir til að fá sem mestan raka eða úðar þær nokkrum sinnum á dag. Þegar talið berst að páskahaldi í Dan- mörku, en Ulle er danskur, segir hann því svipa mjög til þess sem sé á íslandi. „í Danmörku skipar páskamorgunn stóran sess í páskahaldi. Morgunverðar- boðið er skreytt fallega og auðvitð eru allskonar útfærslur af eggjum á borðum. Þá er það einnig siður að allir þeir sem vettlingi geta valdið fara í innkaupaferð til Þýskalands á skírdag því þar eru versl- anir opnar. Annars hef ég verið búsettur hér á fslandi undanfarin sjö ár og er því dottinn útúr þessu að einhverju leyti." GRG Hafnarstræti 3. OpiA alla daga frá kl. 09-21. TÓNUSMRSKÓU KÓPPNOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Fjórðu vortónleikar skólans verða haldnir í salnum Hamraborg 11 laugardaginn 11. apríl kl. 15.30. Skólastjóri. Flugvélar til sölu Cessna Cardinal RG (TF-100), árg. 1976 Heildarflugtími 1080 klst., 80 klst búnar af mótor. Vel búin tækjum. Cessna Skyhawk árg. 1980. Heildarflugtími 440 klst. Vel búin tækjum. Cessna Skymaster árg. 1965. Heildarflugtími 1048 klst. 500 klst. og 1248 búnar af mótorum. Loftfar hf. Hafnarstræti 11, sími 622220.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.