Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 B 7 Sýnishorn af ítölskum páskaeggjum. Þessi mynd ertekin íelstu og virtustu súkkulaðiverksmiðju Torino, Peyrano. Eggin á myndinni kosta frá þúsund krónum og upp í sex þúsund og er því ekki á allra færi að kaupa þau. I vinstra horni myndarinnar sést í Bruna Giorgio Peyrano forstjóra verksmiðjunnar. Ólívugreinar og pálmablöð Mk páimasunnudag fer fólk ^■■oftast nær í kirkju, en eins og rlestir vita eru ítalir kaþólskir og mjög kirkjuræknir. Eftir messuna er hópur sóknarbarna utan við kirkjuna með stóra vendi af pálmablöðum og grein- um af ólívutrjám, sem sóknar- presturinn hefur blessað. Kirkjugestir fá eina ólívugrein eða pálmablað og láta í staðinn fáeina aura í safnaðarbauk kirkj- unnar. Þetta gera langflestir kirkjugestir, (reyndar er undan- tekning að sjá einhvern koma út úr kirkjunni án þess að fá sér grein), og sagt er að greinarnar boði frið. Á mjög mörgum heim- ilum á pálmablað eða ólívugrein sinn ákveðna stað í húsinu, oft ofan við hjónarúmið. Greinunum má ekki henda heldur á að brenna þær að ári liðnu er við- komandi hefurfengið nýja grein. Prestar þvo fætur sóknarbarnanna Á skírdag hefst hinn raun- verulegi undirbúningur páska- hátíðarinnar. Sjónvarpsstöðvar senda ekki út tónlistar- eða skemmtiþætti og alvarlegur blær ríkir. Þetta á við um skírdag, föstudaginn langa, laugardag og páskadag. Margir fara í messu á skírdag og er enn ríkjandi sá aldagamli Séra Rosolino Lufo aðstoðarprestur í S. Secondo sóknarkirkjunni í Tolino við páskakertið sem talað er um í greininni. Kveikt er á kertinu aðfaranótt páskadags og í öllum messum næstu 50 daga. Einnig er kveikt á kertinu við allar jarðarfarir. siður að prestur þvoi fætur sóknarbarna sinna. Þetta gerir hann til að minnast þess að Frelsarinn gerði slíkt hið sama við postula sína á skírdag. Þess má geta að Jóhannes Páll páfi þvær fætur biskupa sinna á skírdag og er athöfninni sjón- varpað beint. Að kvöldi skírdags er síðustu kvöldmáltíðarinnar minnst á ítölskum heimilum með góðum kvöldverði. Kirkjukrossar huldir með fjólubláu lérefti Á föstudaginn langa eru krossar í öllum kirkjum landsins huldir með fjólubláu lérefti. Kirkjuklukkum er ekki hringt þennan dag, enda eru engar messur. Sakramenti er hins veg- ar veitt þeim sem þess óska og um kvöldið fer fólk í „Krossför“ sem á latinu nefnist „Via Cruc- is“. Athöfnin felst í því að hópur manna safnast saman í kirkjum, samkomuhúsum eða á götum úti. Nokkrir aðilar bera stóran viðarkross og aðrir fylgja á eftir. Þeir sem ganga á götum úti staðnæmast 14 sinnum á göngunni til að biðjast fyrir. At- höfnin byggist fyrst og fremst á þögn, hugsun og bænum. Ein- staka sinnum sést einhver berfættur eða skríðandi á fjórum fótum í „Krossför" á föstudegin- um langa. Yfirleitt er þá um að ræða manneskju sem beðið hefur til Jesú eða Maríu meyjar og telur sig hafa fengið. áheyrn. Dæmi um þetta er móðir sem biður um að barn hennar lækn- ist af alvarlegum sjúkdómi og heitir því að fara berfætt í „Krossför" næstu fimm árin. Á föstudaginn langa er kjöt ekki á borðum á ítölskum heimilum og sumir fasta þennan dag. Aðfaranótt páskadags er kveikt á svonefndu Páskakerti í öllum kirkjum landsins. Þetta eru afar glæsileg kerti, um tveggja metra há og kveikt er á þeim í öllum messum næstu 50 daga og síðan við allar jarðarfar- ir ársins. Á Suður-Ítalíu má oft sjá fólk safnast saman á strönd- unum aðfaranótt páskadags. Þegar kirkjuklukkurnar klingja eftir tveggja daga þögn vætir fólk augu sín með sjónum um leið og það biðst fyrir. Þetta er gömul venja sem hefur fyrst og fremst táknrænt trúarlegt gildi. Með þessu biður fólk um að augu þess opnist betur fyrir boðskap Jesú Krists. Leikföng en engir málshættir Páskaeggin eru ekki síður vin- sæl á Ítalíu en á íslandi. En þau eru öðruvísi. Hér á Ítalíu eru páskaeggin í rauðum, gulum eða bláum umbúðum og enginn lítill ungi trónir ofan á egginu. Þá er ekkert sælgæti og enginn máls- háttur inni í egginu, heldur lítið leikfang. Lítill plastbíll, „skart- gripir" úr plasti og þar fram eftir götunum. Eins og á íslandi er venjan sú að foreldrar, ömhriur og afar gefi börnunum páskaegg á páskadag, en yfirleitt standast þeir fullorðnu ekki freistinguna og gefa því einnig hver öðrum svo sem eitt egg. Súkkulaðihúðaður skartgripur Þeir sem vilja nota tækifærið og koma einhverjum á óvart með fallegri gjöf, hafa alla möguleika á því. Á Ítalíu eru nefnilega súkkulaðiverksmiðjur sem fyrir páska sérhæfa sig í að gera páskaegg eins og hver og einn óskar. Til dæmis gæti eiginmaður viljað koma konu sinni skemmtilega á óvart. Hann kaupir handa henni skartgripinn sem hana hefur alltaf dreymt um og biður um að gert verði súkkulaðiegg utan um dýrgrip- inn. Gárungar hér á slóðum segja að þetta hafi verið fundið upp því ítalskir eiginmenn þurfi æði oft á fyrirgefningu eigin- kvennanna að halda og þetta sé góð leið til að hafa þær stillt- ar og prúðar. Ekki orð um það meir. Litlu páskarnir Annar páskadagur nefnist á ítölsku „Pasquetta", eða „Litlu páskarnir". Sumir nefna hann einnig „Lunedi dell’ angelo" eða „Englamánudag". Þá er venjan að vinahópar fari saman upp í fjöll eða upp í sveit, þar sem útiverunnar er notið. Auðvitað er veðrið misjafnt en sé gott veður eru matarföng tekin með og borðað undir berum himni. Meðal þess sem borðað er, eru harðsoðin egg sem soðin hafa verið í í gulrótar- eða rauðrófu- soði. Þannig fær eggjaskurnin gulleitan og rauðleitan blæ, sem mörgum Itölum finnst afar páskalegt. Lítið er um sérstakar páskaskreytingar, nema helst þær sem tilheyra málsverðum. Þó er það venja að leyfa börnum að mála hænuegg fyrir páska. En ítalir blása ekki innihaldinu úr skurninni eins og tíðkast á íslandi, heldur mála börnin harð- soðin egg, sem eru mun minna brothætt. Kannski ekki svo vit- laus hugmynd fyrir þau minnstu sem hafa litla putta semjáta ekki alveg nógu vel að stjórn . . . Texti og myndir: Brynja Tomer Hulda Sigmundsdóttir fréttaritari á Þingeyri: Páskamir eru Ijölskylduhátíð | Já, hvernig er páskahald á J Þingeyri? Eflaust í fáu frá- Drugðið páskum í dreifbýlinu. Gengið í guðshús á föstudaginn langa og á páskadag, boröaður hátíðarmatur í hvert mál, efnt til skemmtanahalds, lesið, horft á sjónvarp, farið á skíði eða í útreiðartúr, allt eftir veðri og vindum, en fyrst og fremst fjöl- skylduhátíð. Það var samdóma álit þeirra hjóna, Sigríðar Steinþórsdóttur og Tómasar Jónssonar, að pásk- ar væru fjölskylduhátíð. Þau hjón hafa búið á Þingeyri svo til alla þeirra hjúskapartíð, rúm 30 ár, en eru bæði fædd og uppal- in í Mýrarhreppi, Dýrfirðingar í húð og hár. Rætt var um páska- hefðir í mat o.fl. Vegna messu- halds kvaðst Sigríður alltaf hafa hangikjöt og búðing á páskadag, aðra daga hátíðarinnar einhvern góðan mat. Bakaðar væru smá- kökur, skonsur, brauðtertur og aðrar tertur eftir því hve mörg börn eða barnabörn héldu pá- skana í föðurhúsum. Þau hjón eiga fjögur börn, sem öll eru nú flutt að heiman og farin að halda heimili, eitt þeirra á Þingeyri. Meðan krakkarnir voru í skóla fengu þau vinnu í hraðfrystihús- inu í páskaleyfum og oft var unnið á skírdag og laugardaginn fyrir páska og var þá vel þegið að fá kökur og kakó í kaffitímum. Kíkt var í kassa með páska- skrauti og kenndi þar ýmissa grasa. Heimasteypt smákerti, heklaðar körfur, gulir páskaung- ar og máluð egg. Afskorin grein úr garðinum er skreytt með þessu og prýðir skreytingin eld- húsborðið alla páskavikuna. Páskaliljur, gul kerti og sérvéttur tilheyra páskum, að ógleymdum páskaeggjum fyrir börnin ásamt því að bregða sér á mannamót hvort heldur það er: syngjandi páskar, skíðamót eða eitthvað annað. Tómas kvaðst minnast þess úr föðurgarði að ekkert hefði mátt taka sér fyrir hendur á föstudaginn langa sem talist gat syndsamlegt. Lesið hefi ve- rið guðsorð fyrir heimafólk þann dag, allt þar til útvarp kom á heimilið og farið var að hlutsta á útvarpsmessur. Á páskum þótti sjálfsagt að allir sæktu kirkju að Mýrum, ef veður leyfði og ekki voru settarfyrir sig vega- lengdir. Segist hann enn í dag sérstaklega minnast þeirra áhrifa, sem páskasálmarnir og boðskapur þeirra hafði á hann sem barn. E.t.v. væri það vegna kirkjuferða í æsku að þau hjón eru bæði í kirkjukórnum hér. Margt hefur breyst í tímans rás, en þó eymir eftir af áhrifum æskuáranna hvað helgi föstu- dagsins langa áhrærir, því Tómasi fannst ótækt að stofna til dansleiks þann dag, en sök sér að Ijúka „rúbertunni" eða slá í slag og alls engin „stór- synd“ þó hestamenn leggi á gæðinga sína. Þeim hjónum finnst báðum að hið trúarlega viðhorf til stór- hátíða kirkjunnar sé nokkuð á undanhaldi fyrir hinu veraldlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.