Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 10.04.1987, Síða 22
$2 ^ MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 10. APRIL 1987 Páskahérinn setur sætindi í hreiðrin og flestir háma í sig harðsoðin egg „Hvar er hreiðrið mitt? Hvar er karfan?" sagði yngri systirin, og var orðin óþolinmóð. Hún hélt að hún væri búin að leita á öllum hugsanlegum stöðum í íbúðinni og tárin voru ekki langt undan. Eldri systir hennar fylgdist sæl með leitinni. Hún hafði þegar fundið hreiðrið sitt í bakarofninum og vissi að hreiður systurinnar var í þurrkaranum. „Þú verður bara að leita betur. Ég veit hvar það er.“ Páskahelgin er einum degi skemmri í Sviss en á ís- landi. Svisslendingar halda skírdag ekki hátíðlegan en gefa frí á föstudaginn langa og annan í páskum. Páskadag- ur er alveg sérstakur. Þá kemur páskahérinn með sæt- indi í hreiðrin og skrautmáluð, soðin egg eru á boðstólum. Siðir fólks eru auðvitað mis- munandi en Born-systurnar, sem sagði frá hér að framan, ólust upp við að undirbúa komu páskahérans með því að fara út í garð eða skóg á laug- ardeginum fyrir páska og safna mosa í hreiður handa héran- um. Þær útbjuggu sitthvora körfuna og stilltu þeim upp á áberandi stað áður en þær Páskahreiðrin útbúin. Þær fundu báðar hreiðrin sín að lokum. Claudine málar páskaegg. fóru að sofa. Körfurnar voru horfnar þegar þær vöknuðu á páskadagsmorgun og þær þurftu að leita að þeim. Stund- um þurftu þær að leita í garðinum eða úti í skógi - ef veður leyfði - en annars var íbúðin látin nægja. Og leitin borgaði sig. Hérinn skildi fullt af „gotti“ eftir í hreiðrunum, súkkulaðihéra, lítil súkkulaði- og sykuregg, og gerir enn ef systurnar eru til staðar. Skrautmáluð egg tilheyra einnig á páskadag. Systurnar skreyttu harðsoðin egg með þar til gerðri málningu fyrir páskana eri sumir festa lítil laufblöð á eggin og sjóða þau í vatni með laukhýði þannig að þau verða Ijósbrún og fallega mynstruð. Sérstakur leikur er síðan leikinn þegar eggin eru borð- uð. Tveir slá snöggt saman toppunum á tveimur eggjum og sá vinnur sem brýtur ekki skurnina á sínu eggi. Hann getur leikið leikinn áfram þang- að til skurnin brotnar. Þá verður hann að borða eggið. Þetta er einfaldur en skemmti- legur leikur og ótrúlegt hvað fólk getur látið í sig af harð- soðnum eggjum þegar það er spennandi að opna þau. Myndir og texti: Anna Bjarnadóttir Viðmælandi fréttaritara sagði að páskarnir í Rúmeníu væru síður en svo eingöngu hátíð barnanna eins og svo víða ann- ars staðar. Allirtækju þátt, ungir sem gamlir, og reyndu að gera páskahátíðina sem ánægjuleg- asta þrátt fyrir boð og bönn yfirvalda í landinu. Tékkóslóvakía Viðmælandi fróttaritara er ættaður frá borginni Prag í Tékkóslóvakíu. Þar í landi eru páskarnir opinber hátíð og því „leyfilegt" að halda þá hátíð- lega. Þó mun minnihluti Tékka vera trúaður enda ala yfirvöld það upp í landsmönnum að trú- in sé hégómi. Margir fagna því páskum alls ekki, sérstaklega ekki þeir sem eru barnlausir. Þeir sem hinsvegar halda pásk- ana hátíðlega gera það ræki- Páskarnir eru í þeirra augum ekki trúarhátíð heldur fyrst og fremst hátíð barnanna. Hérinn er líkt og í Rúmeníu afar þýðingarmikill og hann felur súkkulaði- eða hænuegg fyrir börnunum. Ekki er fastað fyrir páska og enginn sérstakur rétt- ur er á borðum landsmanna. í Tékkóslóvakíu tíðkast áþekkur siður og í Rúmeníu. Pilt- ar búa sér til vendi úr greinum og elta síðan kvenfólk uppi og flengja það. Að „launum" fá þeir máluð egg og er til siðs að þeir fari með kvæði um leið og þeir taka við laununum. Eftir á metast karlmennirnir um það í öllum löndunum þremur er hérinn mjög þýðingarmikill, hann felur eggin og gjafirnar sem börnin leita svo spennt að. Þegar kariamir bregda á Af fréttapistlum Morgunblaðsins um páskavenjur hafa lesendur vafalaust fengið nokkra mynd af því hvernig páskar eru haldnir í Vestur-Evrópulöndum. Erí hvernig skyldi þessu farið í Austantjaldslöndunum? Fréttaritari Morgunblaðsins ræddi stuttlega við kunningja frá Rúmeníu, Tékkóslóvakíu og Póllandi og fara svör þeirra hér á eftir. Rúmenía Rúmeninn sem fréttaritari ræddi við kemur frá borginni Dej í Transylvaníu. í Rúmeníu er meirihluti landsmanna kaþ- ólskrar trúar þó að trúarbrögð af hverju tagi séu opinberlega bönnuð af yfirvöldum Mandinu. Því eru páskarnir ekki opinber hátíð og föstudagurinn langi og annar í páskum vinnudagar. Engu að síður fagna Rúmenar páskum með ýmsu móti. Hérinn gegnir þýðingarmiklu hlutverki, hann felur eggin sem börnin leita að. Aðalréttur páskanna er lambakjöt og á flestum heimilum er bakað sætabrauð og búin til dýr úr súkkulaði. Á páskadag klæðast karlmenn á öllum aldri sínu fínasta, banka upp á hjá þeim kvenmönnum sem þeim líst vel á og úða ilmvatni í hár þeirra. Konurnar færa mönnun- um egg, mat eða peninga að launum. Þannig fara karlmenn- irnir á milli allan liðlangan daginn og að kveldi lykta öll húsakynni svo að ekki sé talað um hár kvennanna, en hver kona fær iðulega fleiri en eina heimsókn! Því mun algengt að rúmenskar konur eyði hiutá' sunnuaags- kvöldsins við hárþvott enda enginn hægðarleikur að ná ilm- vatnslyktinni úr. Á páskadag ganga börn einn- ig hús úr húsi og fara með páskakvæði. Að launum hljóta þau alls kyns gjafir. í Rúmeníu er sérstakur leikur að harðsoðn- um eggjum mjög vinsæll. Fer hann þannig fram að menn raða sér í hring, hver með sitt egg. Síðan er eggjunum slegið sam- an og það sem brotnar verður eigandinn að borða. Sá sigrar sem situr einn eftir með heilt egg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.