Morgunblaðið - 10.04.1987, Side 32

Morgunblaðið - 10.04.1987, Side 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 SJÓNVARP/ ÚTVARP SUNNUD4GUR 12. apríl 14.00 Bikarúrslit i handknattleik — Bein útsending. Kvenna- og karla- flokkar. 16.15 Sunnudagshugvekja 16.25 Jesús frá Nasaret — Endursýn- ing. Fyrsti hluti. Bresk-itölsk sjón- varpsmynd í fjórum hlutum. Leikstjóri Franco Zeffirelli. Aðalhlut- verk Robert Powell ásamt Michael York, Olivia Ffussey, Peter Ustinov, James Farentino, Anne Bancroft, lan McShane, Claudia Cardinale, Ralph Richardson, Ernest Borgnine, James Mason, Christopher Plumm- er, Valentina Cortese, Rod Steiger, Anthony Quinn, Stacy Keach og Laurence Olivier. Myndin er um fæðingu Jesú, lif hans og boðskap, pinu, dauða og upprisu eins og lýst er í guöspjöllunum. Myndin var áður sýnd í sjónvarpinu um síðustu páska. Hinir hlutarnir þrir verða sýndir síödegis á föstudaginn langa, laugardag og páskadag. Þýðandi Veturliði Guðnason. 18.00 Stundin okkar. Barnatími sjón- varpsins. Umsjón: Agnes Johansen og Helga Möller. 18.30 Þrifætlingarnir (The Tripods) - Ellefti þáttur. Breskur myndaflokkur i þrettán þáttum. Þýðandi Þórhallur Eyþórsson. 19.00 Á framabraut. 19. þáttur í bandariskum myndaflokki. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Dagskrá næstu viku. Kynningar- þáttur um útvarps- og sjónvarps- efni. 20.50 Geisli. Þáttur um listir og menn ingarmál. Umsjón: Björn Br. Björns son og Sigurður Hróarsson. Stjórn: Sigurður Snæberg Jónsson. 21.40 Colette. Lokaþáttur. Franskur framhaldsmyndaflokkur um við- burðaríka ævi skáldkonunnar. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 22.35 Passíusálmur 44. Það sjöunda orðið Kristí. Lesari Sigurður Páls- son. Myndir: Snorri Sveinn Friðriks- son. 22.50 Dagskrárlok A1N4UD4GUR 13. apríl 18.00 Úr myndabókinni. Endursýndur þáttur frá 8. april. 18.50 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Steinaldarmennirnir. 28. þáttur i bandariskum teiknimyndaflokki. Þýð- andi Ólafur B. Guðnason. 20.00 Fréttir og veöur. 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Já, forsætisráðherra. Þriðji þáttur Breskur gamanmyndaflokkur i átt; þáttum. Þýðandi Guðni Kolbeinsson 21.10 Húsið á hæðinni eða Hríng eftir hring — Seinni hluti. Herranótt Menntaskólans i Reykjavik 1986. Höfundur: Sigurður Pálsson. Leik stjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leik- endur: Nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Tónlist: Jóhann G. Jóhanns- son. Aðalpersóna leiksins er í rauninni hið 140 ára gamla hús MR en það birtist i liki húsanda sem hafa öðlast ólíka eiginleika í timans rás. í seinm hluta verður staldrað við fjórða áratug þessarar aldar og þitlatimaþilið. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jónasson. 22.05 Vesturlandskjördæmi. Sjónvarps- umræður fulltrúa allra framboðslista. Umræðum stýrir Helgi H. Jónsson. 23.40 Fréttir í dagskrárlok. ÞRIÐJUDKGUR 14. apríl 18.00 Villi spæta og vinir hans. Þrett- ándi þáttur. Bandarískur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Ragnar Ólafsson. 18.25 Nýja flugstöðin í Keflavík vígð — Bein útsending. Umsjónarmaður Edda Andrésdóttir. Útsendingu stjórnar Rúnar Gunnarsson. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guömundur Bjarm Harðarson, Ragnar Halldórs- son og Guðrún Gunnarsdóttir. 19.55 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Frettir og veður. 20.35 Auniýsingar og dagskrá. Werner Kruass og Conrad Veidt. Dá- valdur fjölleikahúss nokkurs nær svefngengli á sitt vald og hyggur á illvirki. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Unglingarnir i frumskóginum. Þáttur um ungt fólk og trúmál með tónlistarívafi. Umsjón: Gunnbjörg Óla- dóttir. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jónasson. 21.00 Silas Marner. Ný, bresk sjón- varpsmynd gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir George Eliot. Aðal- hlutverk: Ben Kingsley (Ghandi) og Jenny Agutter. Sagan gerist á öldinni sem leið. Vefarinn Silas Marner er borinn rangri sök og svikinn i tryggð- um. Hann snýr þá baki við heima- byggð sinni og samneyti við annað fólk. Eina ánægja hans verður að nurla saman fé. Enn veröur Silas fyrir skakkafalli en þegar öll sund virðast lokuð berst óvæntur sólargeisli í líf hans. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.30 i minningu Mariu Callas. Sjón- varpsþáttur frá tónleikum sem haldriir voru í Frankfurt til minningar um hina dáðu söngkonu Maríu Callas. James Levine stjórnar Óperuhljómsveitinni i Frankfurt. Einsöngvarar: Paata Burc- huladze, Anne Sofie von Otter, Thomas Hampson og Aprile Milo. Þá eru söngvararnir kynntir og brugöið upp gömlum upptökum með Mariu Callas. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Þulur Þorsteinn Helgason. 00.20 Dagskrárlok. Fimm nýir gaman- þættir vestra Fimm nýir gamanmyndaflokk- ar (sit-coms) hafa undanfarið verið frumsýndir vestur í Bandaríkjunum og eru þeir allt frá því að vera furðulegir í það að lofa góðu. Eins og áður er NBC-stöðin með mestu „horf- un‘‘ (kannski á það alltaf eftir að hljóma skringilega þetta orð) af stóru stöðvunum og þess vegna hafa hinar stöðv- arnar allt að vinna. CBS-stöin á þrjá af þessum þáttum, ABC-stöðin einn og NBC- stöðin einn. Líkast til eru „The Charm- ings“ iangundarlegustu þætt- irnir. Þeir eru sýndir hjá ABC og í þeim flytja Mjallhvít og prinsinn hennar í úthverfi Los Angeles eftir að hafa sofið værum blundi í 1000 ár. í kynn- ingu með þáttunum stendur: „The Charmings færir okkur aftur barnahetjurnar úr ævin- týrinu en nú hafa þær fullorðn- ast eins og við. Er pláss fyrir góðhjartað, kurteist og heiðar- legt fólk í heimi níunda áratug- arins? Rætast ennþá óskimar okkar.“ Og svo má bæta við; er eitthvað það til sem sjón- varpið reynir ekki að nota til að hala inn svolítið af pening- um? Fjölskylda Mjallhvítar sam- anstendur af prinsinum góða, tveimur sonum, þjóni, sem er dvergurinn Lúter og hinni illu stjúpmóður. Það er ekki enda- laust hægt að segja tímaferða- lagsbrandara svo fyndnir verði en þá taka sjálfsagt eplabrand- ararnir við. Einhvernveginn er ekki reiknað með að þættirnir Úr gamanmyndaflokknum Poppstráknum. eigi eftir að slá vinsældamet. Poppstrákurinn gæti hins vegar náð langt en það er einn af nýju gamanmyndaflokkun- um hjá CBS. Þeir gerast í stóru kvikmyndahúsi í Kansasborg og segja frá Scott Creasman, sem er 16 ára og dreymir um að komast í kvikmyndirnar. Miðstöð atburðanna er sæl- gætisskenkirinn þar sem Scott afgreiðir poppið á milli þess sem hann rífur af miðunum og sópar. Roxie er líka frá CBS og gerist að mestu á útvarpsstöð i New York. Aðalhetjan er Roxie, sem sér um leikfimiþátt fyrir eldri borgara svo eitthvað sé nefnt. í fyrsta þættinum fær hún gamla menntaskólavin- konu í heimsókn er reynist vera akfeit. Það veldur heil- miklum ruglingi og býður uppá fullt af hlussubröndurum. Verður vinskapurinn að engu? Lifir Roxie þetta af? En áhorf- endur? Leikarinn góðkunni George Segal hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu upp á síðkastið en nú lætur hann á sér kræla í þriðja nýja gamanmynda- flokknum frá CBS. Sá heitir Take Five og Segal leikur al- mannatengslamanninn Andy Kooper, sem eiginkonan hans í 21 ár skilur við og af því hann vann hjá tengdapabba verður hann atvinnulaus í leiðinni. Það kemur því engum á óvart þótt Andy eyði miklum tíma hjá sálfræðingi sínum. En þess á milli leikur hann Dixielandtón- Guðaðá skjáinn 20.40 Fjórða hæðin. (The Fourth Floor). Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Breskur sakamálamyndaflokkur í þremur þátt- um. Aðalhlutverk: Christopher Fulford og Richard Graham. Á fjórðu hæð Scotland Yard hefur aðsetur sú deild lögreglunnar sem fæst við rannsóknir rána. Þangað berast ábendingra um heróismygl um Heathrow-flugvöll en morð og rán fylgja i kjölfarið þegar tveir ungir lögreglumenn hefja rann- sókn. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.35 Vestræn veröld. (Triumph of the West.) 5. i Austurvegi. Heimilda- myndaflokkur í þrettán þáttum frá breska sjónvarpinu (BBC). Umsjónar- maður er John Roberts sagnfræðing- ur. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.25 Suðurlandskjördæmi. Sjónvarps- umræður fulltrúa allra framboðslista. Umræðum stýrir Ólina Þorvarðardótt- ir. 23.55 Fréttir í dagskrárlok. A1IÐMIKUDNGUR 15. apríl 18.00 Úr myndabókinni — 50. þáttur. Barnáþáttur með innlendu og erlendu efni. Umsjón: Agnes Johansen. Kynn- ir Sólveig Hjaltadóttir. 19.00 Hver á að ráða? (Who’s The Boss?) — Sjötti þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Spurt úr spjörunum — Ellefti þátt- ur. Spyrlar: Ómar Ragnarsson/Kjartan Bjargmundsson. Dómari: Baldur Her- mannsson. Stjórn upptöku: Ásthildur Kjartansdóttir. 20.00 Fréttir og veöur. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 í takt við tímann. Blandaður þáttur um fólk og fréttnæmt efni. 21.35 Leiksnillingur. Master of the Game — Lokaþáttur. Bandariskur framhaldsmyndaflokkur i sjö þáttum, geröur eftir skáldsögu Sidneys Shel- don. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.25 Vestfjarðakjördæmi. Sjónvarps- umræöur fulltrúa allra framboðslista. Umræðum stýrir Gunnar E. Kvaran. 23.55 Fréttir í dagskrárlok. FÖSTUDKGUR 17. apríl föstudagurinn langi 16.30 Jesús frá Nasaret — Annar hluti. Bresk-ítölsk sjónvarpsmynd i fjórum hlutum. Leikstjóri Franco Zeffirelli. Aðalhlutverk: Robert Powell ásamt Michael York, Olivia Hussey, Peter Ustinov, Anne Bancroft, Claudia Cardinale, Ralph Richardson, Ernest Borgnine, James Mason, Christopher Plummer, Rod Steiger, Anthony Quinn, Stacy Keach og Laurence Olivier og fleirum. Myndin er um fæð- ingu Jesú, lif hans og boðskap, pínu, dauða og upprisu eins og lýst er í guðspjöllunum. Myndin vr tekin í Norður-Afríku og var áður sýnd í sjón- varpinu um páskana 1986. Þýðandi Veturliði Guðnason. 18.00 Nilli Hólmgeirsson. Tólfti þáttur. Sögumaður Örn Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.30 Stundin okkar — Endursýning. Endursýndur þáttur frá 12. april. 19.00 Klefi Caligaris. Þýsk kvikmynd frá árinu 1919 sem þótti tímamótaverk. Leikstjóri: Robert Wiene. Aðahlutverk: L4UG4RD4GUR 18. apríl 14.30 Smellir. Þungarokk — endursýndir þættir. Trausti Bergsson kynnir. Sam- setning: Jón Egill Bergþórsson. 15.50 iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 16.25 Jesús frá Nasaret — Endursýning. Þriðji hluti. Bresk-ítölsk sjónvarps- mynd í fjórum hlutum. Leikstjóri Franco Zeffirelli. 18.00 Spænskukennsla: Hablamos Espanol. Lokaþáttur. Spænskunám- skeið i þrettán þáttum ætlað byrjend- um. islenskarskýringar: Guðrún Halla Tuliníus. 18.30 Litli græni karlinn (10). Sögumaö- ur Tinna Gunnlaugsdóttir. 18.40 Þytur í laufi. Ellefti þáttur í bresk- um brúðumyndaflokki. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 19.00 Háskaslóðir. (Danger Bay) — 10. Horfni fjársjóöurinn. Kanadískur myndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævintýri við verndun dýra í sjó og á landi. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Stóra stundin okkar. Umsjón: Elisabet Brekkan og Erla Rafnsdóttir. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 Fyrirmyndarfaðir. (The Cosby Show) — 14. þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur með Bill Cosby í titilhlutverki. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 21.05 Útlaginn. Kvikmynd sem Ágúst Guömundsson gerði árið 1981 eftir Gísla sögu Súrssonar. Aðalhlutverk: Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórs- Segal í „Take Five“. list með félögum sínum. Einn af þeim er raunar þegar farinn að bjóða fyrrum eiginkonu hans út. Sérkennilegur heimur. Fyndinn? Það er annað mál. Og að lokum eru það NBC- þættirnir. Þeir heita Nothing in Common, gerðir eftir vin- sælli bíómynd með sama nafni sem sýnd var í Stjörnubíói ekki alls fyrir löngu og fjallaði um ástar-hatursamband föður og sonar. Aðalleikararnir í mynd- inni voru Tom Hanks og Jackie Gleason en Garry Marshall leikstýrði. Hann leikstýrir einn- ig þáttunum en Todd Waring og Bill Macy hafa tekið við af Hanks og Gleason. Þættirnir, eins og myndin, gerast í heimi auglýsingaiðn- aðarins þar sem David Basner hinn ungi vinnur og þar sem gildir að vera svolítið öðruvisi. Faðir og sonur skiptast í sifellu á bröndurum en sættast í lok- in a.m.k. í fyrsta þætti. Waring þykir sérlega líkur Hanks en Macy þykir ekkert líkur Glea- son. Byggt á The New York Times. - ai

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.