Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
C 11
kvæmdimar. Segja má að svo til
hver einasti þáttur byggingarinnar
hafi verið boðin út. Að sjálfsögðu
hefur verið miðað við að taka
lægsta tilboðið eftir því sem að-
stæður leyfðu, en jafnframt tilboð
sem ekki slægi af gæðakröfum.
Útboðin í bygginguna eru nú alls
orðin á fjórða tuginn frá upphafi."
Gamla flugstöðin sprangin
Sverrir Haukur var spurður
hvers vegna einmitt þessi tími, nú
í apríl, hefði verið valinn til að
opna flugstöðina:
„Það eru ýmsar ástæður fyrir
því og ein er sú að þetta er dýr
fjárfesting og við þurfum að koma
henni í gagnið sem fyrst. Raunar
var, strax við upphaf framkæmda
haustið 1983, stefnt að því að opna
í apríl 1987 og það hefur staðist.
Við höfðum gert ráð fyrir far-
þegaspám, sem næmu um 6%
aukningu farþega á ári. Arið 1983
var heildarfarþegaijöldinn orðinn
um 440 þúsund, sem fóru um flug-
stöðina. Á síðastliðnu ári var
farþegafjöldinn kominn upp í 604
þúsund og aukningin hafði reynst
miklu meiri en gert var ráð fyrir.
Gamla flugstöðin, sem er timbur-
bygging frá 1948, er sprungin ef
svo má að orði komast, og við
sáum ekki neinn möguleika á að
taka við þeirri aukningu, sem við
væntum í sumar, í gegnum gömlu
bygginguna. Þegar á þessu ári
hefur aukningin verið um 21%
bæði í janúar og febrúar miðað við
sömu mánuði í fyrra og það ástand
skapaðist, bæði á síðasta ári og
árinu þar á undan, að yfir háann-
atíma sumarsins hefur orðið að
opna út á flughlað til að hleypa
farþegum út. Byggingin er gerð
fyrir rúma 600 farþega en oft
hafa verið þarna 1200 til 1300
farþegar, ef ekki fleiri.
Onnur ástæða fyrir því að við
töidum æskilegt að opna einmitt
nú er sú, að með því fáum við
tækifæri til að reyna öll þessi fjöl-
mörgu kerfi í húsinu á þeim tíma
sem flugumferð er í lágmarki. Það
gefur okkur vissa aðlögunartíma
tíma til að stilla af kerfin og lag-
færa eitt og annað sem kann að
koma upp. Jafnframt gefum við
starfsfólkinu tækifæri til að kynn-
ast húsinu og starfsaðstöðunni
áður en holskeflan skellur yfir okk-
ur í sumar. Það yrði nánast útilok-
að að gera slíkt á háannatíman-
um.“
Grundvöllur lagður að litlu
bæjarsamfélagi
„Það er rétt að taka það fram,
að líta verður á alla framkvæmdina
í því ljósi, að farið er út á ber-
svæði, og byggingarkostnaðurinn
nær ekki bara til byggingarinnar
sjálfrar heldur er í raun og veru
verið að leggja grundvöll að litlu
bæjarsamfélagi. Raunar var búið
að velja staðinn mörgum árum
áður en framkvæmdir hófust og
það var sérfræðingur frá ICAO,
Bertil Hellman, sem fenginn var
til þess. En stór hluti framkvæmd-
anna gengur út á að skapa að-
stöðu, ekki einungis fyrir
flugstöðvarbygginguna, heldur
einnig fyrir öll þau þjónustufyrir-
tæki sem þurfa að vera fyrir hendi
•til að flugstöðin geti gegnt sínu
hlutverki. Þar af leiðandi hefur
verið skipulagt svæði fyrir flugfé-
lög og meðal annars hafa Flugleið-
ir byggt þama myndarlega
byggingu sem á að vera flugeld-
hús, birgðageymsla og tækja-
geymsla. Olíufélögin þtjú og
Flugleiðir hafa byggt eldneytis-
birgðastöð og báðar þessar
framkvæmdir munu komast í
gagnið um leið og flugstöðin tekur
til starfa."
Ekki baggi 6 skattborgurum
Hvaða þýðingu hefur þessi flug-
stöð fyrir okkur íslendinga að öðru
leyti ef litið er til framtíðarinnar?
„Varðandi framtíðina er gert ráð
fyrir að byggð verði flugskýli auk
þess sem komið verði upp sérstök-
um vörugeymslusvæðum, eins og
ég nefndi áðan. Því má ekki
gleyma að það er gífurlega mikið
hagsmunamál fyrir okkur, að í
framtíðinni verði hér góð flugskýli
fyrir íslenska flugflotann þannig
að allar viðgerðir á millilandaflug-
vélum okkar geti farið fram
hérlendis. Bæði hefur það í för
með sér aukna atvinnu og spamað
á gjaldeyri. Þetta verður líklega
næsta málið sem tekið verður á,
ásamt vöruflutningaaðstöðunni.
Það er augljóst mál, að flugstöð-
in mun í framtíðinni leiða til þess,
að gjörbreyting verður á svæðinu
í nánd við hana. Þama munu rísa
upp fyrirtæki sem verða með ýmsa
sérþjónustu og vamarmálaskrif-
stofa utanríkisráðuneytisins og
flugmálastjóm á Keflavíkurflug-
velli hafa í náinni samvinnu við
nágrannasveitarfélögin mikinn
áhuga á að stuðla að slíkri upp-
byggingu.
Hvað varðar önnur markmið
með þessari byggingu má nefna,
að þessi flugstöð á að bera sig.
Hún á ekki verða baggi á skatt-
borgurum landsins. Það verður
ekki ódýrt að leigja húsnæði þama
í byggingunni og stefnt að því að
byggingin standi undir sig að öllu
leyti. Annað atriði má nefna, sem
margir telja mikinn kost og það
er að farþegar þurfa ekki lengur
að fara í gegnum sérstakt varðhlið
og um vinnu- og íbúðarsvæði vam-
arliðsmanna heldur geta þeir ekið
beint upp að flugstöðinni.
Þessi bygging er án efa sú flókn-
asta sem byggð hefur verið á
íslandi og á sjálfsagt eftir að skilja
eftir töluverða reynslu hjá hönnuð-
um og verktökum, reynslu sem
þessir aðilar höfðu ekki haft til
þessa.“
Nýtt andlit í
augum útlendinga
Hvað er þér sjálfum efst í huga
nú, þegar séð er fyrir endann á
þessum miklu framkvæmdum?
„Það sem skiptir mestu máli er
að ísland fær nýtt andlit í augum
þeirra fjölmörgu útlendinga, sem
ferðast um stöðina án þess að
koma inn í landið. Það hefur engan
veginn verið góð landkynning að
notast við gömlu flugstöðina svo
lengi sem raun ber vitni. Raunar
hefur gamla flugstöðin verið þjóð-
inni til skammar þótt reynt hafí
verið eftir besta megni að fylgja
eftir öllum öryggisreglum, vinnu-
eftirlitsstöðlum og heilbrigðis-
ákvæðum, en það hefur í reynd
verið okkur ofviða nú síðustu árin.
Ný flugstöð gefur þar að auki
margfallt meiri möguleika til að
draga flugumferð til íslands ef
rétt er á málum haldið. Áður fyrr
var þýðingarlaust að kynna þá
aðstöðu, en nú er dæminu snúið
við.
Þá er ekki síður mikilvægt, að
þessi bygging og öll tengd mann-
virki við hana á flugstöðvarsvæð-
inu munu skapa sveitarfélögum í
nágrenninu aukna möguleika á
þjónustu við flugið. í dag starfa
hátt á þriðja þúsund manns við
flugrekstur hér í landinu og nú
aukast möguleikamir, þar á meðal
á nýjum sviðum svo sem með að-
stöðu til vöruflutninga, sem ekki
voru fyrir hendi áður.
Hvað varðar mig persónulega
þá hefur það verið sérstök ánægja
fyrir mig, þennan tíma sem ég hef
verið í þessu starfí, að vinna með
öllum þessum aðilum sem hafa
stuðlað að byggingu þessa glæsi-
lega mannvirkis. Það hafa allir
aðilar lagt sig fram við að koma
verkinu til skila í tæka tíð og þetta
hefur verið viss lífsreynsla fyrir
mig, sem ekki verður endurtekin."
Sv.G.
ÍNÝJU
FLUGSTÖÐINNI
ER
BANKI
ALLRA
LANDSMANNA
Landsbanki íslands býður alla bankaþjónustu í nýju
flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
í brottfararsal er opin afgreiðsla alla daga
frá kl. 6.30-18.30. Áhersla er lögð á gjaldeyrisviðskipti, ferðatryggingar
og aðra þjónustu við ferðamenn.
Á næstunni opnar svo fullkomið útibú á neðri hæð byggingarinnar.
Afgreiðslan í gömlu flugstöðinni verður starfrækt með hefðbundum hætti.
Við minnum einnig á nýja afgreiðslu á Hótel Loftleiðum,
þar sem m.a. er opin gjaldeyrisafgreiðsla
alla daga frá kl. 8.15-19.15.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna