Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 C 27 Allt að tuttugu tonn á hvert hjól Rœtt við Andrés Andrésson hjá íslenskum aðalverktökum Hjá íslenskum aðalverk- tökum hitti blaðamaður Morgunblaðsins Andrés Andrésson, sem hefur um- sjón með framkvæmdum á vegum Bandaríkjamanna. Hann var spurður um um- fang þessara fram- kvæmda. „Þetta hefur ekki verulega röskun í för með sér fyrir okkur, við byijuðum í fyrravor á flug- hlaðinu og tengdum verkum. Þegar mest var, fór starfsmanna- fjöldi hjá okkur upp á sjöunda hundraðið. Það eru fleiri en hafa verið í nokkur ár, en þó ekki svo mjög, mikið af fólkinu var skóla- fólk, sem hvarf síðan til náms aftur að hausti þegar mestu fram- kvæmdirnar voru afstaðnar. U.þ.b. 100 manns unnu við fram- kvæmdirnar á staðnum og síðan var svipaður fjöldi sém tengdist þeim, t.d. í steypuvinnu og mal- bikun.“ Aðspurður um vinnutíma, svar- ar Andrés því til, að þetta hafi verið skorpuvinna, sérstaklega í fyrrasumar. Þá var unninn leyfi- legur vinnutími, þ.e. til kl. 9 á kvöldin og um helgar þegar ekki var helgarvinnubann. „Við byrjuðum svo á veginum í haust og ef veður leyfir, mun honum verða lokið þegar stöðin verður opnuð.“ Hvers konar mannvirki er flug- hlað? „Það er í fyrsta lagi jarðvegs- skipti, um 200 þúsund rúmmetrar af jarðefnum voru fluttir til, síðan er þetta sléttað og malbikað yfir akstursbrautir, steypt yfir flug- hlaðið sjálft. í steypta hlutanum, nánar tiltekið þar sem flugvélarn- ar eru við landgangana, eru hitalagnir til að halda híaðinu snjófríu. Þessi mannvirki þurfa að þola mikið álag og eru þess vegna mjög sterk, malbikið á akstursbrautunum er 15 sm Aðkeyrslubraut flughlaðsins tilbúin undir malbikun. þykkt, um helmingi þykkara en er í venjulegum vegi. Steypan í hlaðinu er 33 sm þykk, til saman- burðar er steypan í Keflavíkur- veginum 20 sm þykk. Þetta er nauðsynlegt til að stærstu flugvél- ar geti athafnað sig þama full- hlaðnar, en þá getur þungi á hveiju hjóli orðið hátt í 20 tonn.“ Andrés kvað þetta vérkefni ekki vera svo óvenjulegt fyrir Aðalverktaka, að vísu í stærra lagi, en hliðstætt þeim sem fyrir- tækið vinnur allajafnan við. TEXTI: ÞÓRHALLUR JÓSEPSSON Menn og tæki frá ísienskum aðalverktökum að setja upp færanlegan hluta landgangs. Jens Jensson dúklagningamaður var að ganga frá þar sem blóma- keijum er ætlað að vera og gera vatnsþétt. dline Þegar gæðin skipta. máli húnar, höldur, hankar, slár, lamir og baövörur úr ryðfríu stáli og kopar Jens sagði að vinnan við flugstöð- ina hefði verið skemmtileg reynsla, því mannvirki eins og þetta væri ekki byggt á hveijum degi. Hann sagðist ekki búast við að verða at- vinnulaus þegar þessu verkefni lyki, því næg verkefni virtust vera í þess- ari grein. teíknad af knud holscher •line fyrir þ>á vandlátu ASETA HF. Ármúla 17A, S. 83940 & 686521

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Flugstöð Leifs Eiríkssonar (12.04.1987)
https://timarit.is/issue/121138

Tengja á þessa síðu: C 27
https://timarit.is/page/1653850

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Flugstöð Leifs Eiríkssonar (12.04.1987)

Aðgerðir: