Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 13

Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 C 13 kynnst því að sitja í glymjanda í stórri flugstöð og hrökkva í kút í hvert skipti sem eitthvað heyrist frá hátölurunum. Þessi búnaður er einnig algjörlega sjálfvirkur." Jón var í framhaldi af þessu spurður, hvernig brottfarar- og komutímar yrðu kynntir. Hvort um yrði að ræða sjónvarpsskjái eða stóra töflu eins og þekkist úr mörgum flug- stöðvum, en flestar eru þær nokkuð háværar. Hann sagði, að megin- hugmyndin væri að nota sjónvarps- skjái og eins mikið og unnt væri. Til umræðu hefði einnig verið að setja upp eina stóra töflu en hún Það skal vanda, sem lengi á að standa HÖRPU málning er að sjálfsögðu þáttur í nýrri flugstöð HARPA gefur lífinu lit! Séð inn í enda einnar landgöngubrúarínnar, en þær er hægt að teygja allt upp i tæpa 30 metra. að ógilda það, þannig að það verði ekki misnotað.' Kerfíð er mjög full- komið og hefur notkunarkerfí þess verið hannað hérlendis. Miklu meiri öryggis- og eftirlits- búnaður verður í nýju flugstöðinni en fólk verður vart við. Má þar nefna fullkominn sjónvarpsbúnað þannig að eftirlit í gegnum sjónvarp verður víðs vegar innandyra og ut- an. Yerður fólk í fæstum tilfellum vart við þetta eftirlit. Þá er við- búnaður ef til hættuástands kemur, til dæmis hermdarverka eða sprenjuhótana, en skiljanlega er ekki upplýst um í hveiju hann er fólginn. Eldvarna- og reykskynjarakerfi er hið fullkomnasta sem um getur. Vatnsúðunarkerfi er um allt hús, þannig að ef eldur verður laus fer það sjálfkrafa af stað. Loftræsti- kerfi er ennfremur fullkomið, en öll eru þessi kerfí samkvæmt ströngustu öryggiskröfum, bæði hérlendum og erlendum. Hljóðkerfi, sem hœkkar og lækkar sjálft Hljóðkerfið, þ.e. hátalarakerfíð, er sérstaklega skemmtilegt í lýs- ingu. Gefum Jóni orðið: „Það athyglisverðasta við það er að það breytir sér; aðlagast aðstæðum hveiju sinni. Ef hávaði er mikill, til dæmis stór þota að lenda, þá hækk- ar kerfið sjálfkrafa. í fámenni og rólegheitum lækkar það aftur á móti. Það hafa áreiðanlega allir vopn. Þá hefur verið ákveðið að kaupa leitartæki á annan farangur. Þetta gefur tollgæslu tækifæri til að fylgjast með öllu því sem farið er með úr og inn í landið í gegnum tækjabúnað, ekki aðeins handfar- angri. Þá má að lokum geta sérstaks hússtjórnarkerfís þar sem fylgst er með öllu því sem gerist innan hús, þ.e. öllu því sem viðkomandi tölva er mötuð til þess að gera. Hún getur til dæmis sagt til um ef og þá hvar þrýstifall verður í vatns- kerfi, hvar rafmagn er mest og minnst notað o.s. frv. Hún gæti til dæmis skipt rafmagns- og hita- reikningum eftir notkun hvers og eins á leigjendur, ef óskað er. Svo mætti áfram telja. Finnst tíminn hafa flogið áfram Það var fróðleg sjón að fá að sjá hluta af öllum þeim lögnum sem tækjabúnaði þessum fylgir, áður en fölsku loftunum í byggingunni var lokað í síðustu viku. Það mætti lengi dunda sér við að leggja saman og margfalda línulengdir og lagnir, ennfremur er ljóst að tugi milljónir króna liggja í þessum kerfum. Við spurðum Jón í lokin, hvort allt þetta hefði aldrei lent í alvarlegri flækju á byggingartímanum. Hann svar- aði: „Auðvitað hafa komið upp vandamál, það væri hræsni að halda öðru fram. En alltaf hafa þau leystst og er þar ekki síst að þakka góðum verktökum og góðu starfs- fólki. Þetta hefur verið skemmtilegt viðfangsefni og besta dæmið um hversu skemmtilegt þetta hefur verið er. að mér finnst tíminn hafa flogið áfram. Það er hreint ótrúlegt að það skuli vera liðið þijú og hálft ár síðan við hófum framkvæmdirn- ar. Texti: Fríða Proppé Ljósmyndir: Ragnar Axelsson Þarna var verið að leggja síðustu hönd á loftræstingarlagnir, en loftræstingin er mjög fullkominnar tegundar. yrði þá rafeindaknúin, því mikið væri lagt upp úr að hafa afslappað andrúmsloft. Jafnframt mætti hugsa sér að spiluð verði létt tón- list í hljóðkerfínu á meðan það væri ekki notað til annars. Vopnaleitarfæki á allan farang- ur Símstöðin er af fullkomnustu gerð og í sambandi við hana og í gegnum fara velflest fjarskipti starfsmanna. Þetta sagði Jón að yrði í formi þess, að starfsmenn fengju í hendur þráðlaus símtæki, og gætu þeir síðan hringt hvert sem er innan og utan byggingarinnar í gegnum stöðina. Þá komum við að tolleftirliti og öryggisgæslu. Jón sagði að vopna- leitartæki á handfarangur brott- fararfarþega yrðu við þijá innganga í biðsal. Þetta eru fullkomnustu vopnaleitartæki sem fást í dag og eiga að geta greint hvers konar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.