Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 22
22 C
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
I
LISTAVERK
VERÐA
UTANHÚSSSEM
INNAN
ÍSLENSK listaverk verða
jafnt utandyra sem innan.
Auk listaverka Leifs
Breiðfjörðs innandyra verða
a.m.k. tvö listaverk
utanhúss. Þessi listaverk
verða sett upp síðar á árinu,
en þau eru eftir
listamennina Þuríði
Fannberg „Rúrí“ og
Magnús Tómasson.
Verkin voru valin eftir
sérstaka samkeppni um
listaverk sem koma skyldi
fyrir utandyra. Alls bárust
52 tillögur. Fyrstu verðlaun
hlutu Rúrí fyrir
Regnbogann, sem hún er
við á myndinni hér að ofan,
og Magnús Tómasson fyrir
Þotuhreiður.
Eðlilegm að
samkeppnis-
aðili hefði
ekki einokun■
araðstöðu í
flugstöðinni
- sagði Kristinn
Sigtryggsson
forstjóri Arnarflugs
„ÉG GERI mér ekki grein fyrir hvem-
ig aðstöðu og þjónustu Arnarflugs í
nýju stöðinni verður háttað. Enn hefur
mér ekki gefist kostur á að skoða að-
stæður og nú þegar vika er til opnunar
hefur ekki verið haft samband við fé-
lagið til þess að ganga frá uppsetningu
farþegamóttöku eða annars,“ sagði
Kristinn Sigtryggson forstjóri Arnar-
flugs.
Amarflug fór fram á það við vamar-
málaskrifstofu að mega afgreiða flugvélar
og farþega á eigin vegum í Leifsstöð.
Þessu erindi var hafnað og standa nú yfír
samningaviðræður við Fiugleiðir um end-
umýjun afgreiðslusamnings sem félagið
hefur haft með höndum á Keflavíkur-
flugvelli. „Það tíðkast ekki á neinum
flugvelli í Vestur-Evrópu að einungis einn
aðili sjái um afgreiðslu í flugstöð. Við
hefðum talið best að við hönnun Leifs-
stöðvar hefði verið gert ráð fyrir að
minnsta kosti tveimur aðilum sem gætu
séð um þjónustu við vélar og farþega. Það
var því miður ekki gert,“ sagði Kristinn.
Hann bætti við að með þessum orðum
væri hann ekki að deila á Flugleiðir, í
raun væri aðeins um forsendu heilbrigðra
viðskipahátta að ræða.
Kristinn sagðist fagna tilkomu nýju
flugstöðvarinnar. Hún myndi án efa verða
ferðamannaþjónustu á íslandi mikil lyfti-
stöng. Hann vonaðist til þess að geta boðið
farþegum Amarflugs upp á bætta aðstöðu
í Leifsstöð. „Við höfum nú loks tækifæri
til þess að koma upp Korda-tölvukerfinu
„Með samkeppni tekst alltaf að
lækka kostnað. Á þeirri stað-
reynd byggist tilvera Arnar-
flugs í dag,“ sagði Kristinn
Sigtryggson forstjóri.
á Keflavíkurflugvelli. Með því geta far-
þegar nú fengið brottfararspjald sem gildir
til endanlegs ákvörðunarstaðar. Þannig
er farþega á leið til Rómar með millilend-
ingu á Schiphol-flugvelli afhent brott-
fararspjald þar sem fram kemur
sætisnúmer hans í vélinni sem ber hann
til Ítalíu," sagði Kristinn.
Hann sagði að flugfélagið væri nú að
móta stefnu sína gagnvart fullborgandi
farþegum, eða meðlimum „Eagle-Club“. í
framtíðinni yrði þjónusta við þá um borð
aukin, og þeim væntanlega boðið upp á
sérstaka setustofu í Leifsstöð.
Aðspurður hvort honum þætti líklegt
að hægt yrði að laða erlend flugfélög til
þess að nota Keflavíkurflugvöll í sínu
áætlunarflugi sagði Kristinn að það hlyti
að velta á mörgum atriðum. „Það em
stjómendur flugfélaganna, ekki farþe-
gamir sem ákveða hvert er flogið. Flug-
stöðin þarf ekki aðeins að vera glæsileg,
lendingargjald og eldsneytisverð þarf líka
að vera lágt. En það væri vissulega fagn-
aðarefni og jákvætt fyrir þjóðarbúið í heild
ef tækist að stuðla að slíkum viðskiptum,"
sagði Kristinn.
„Því miður hefur ekkert verið gert af
hálfu þeirra sem reka nýju flugstöðina til
að undirbúa vem okkar. Það hefði að
mínu mati verið réttara að veita ekki sam-
keppnisaðila einokunaraðstöðu, því það er
nú einu sinni þannig að með samkeppni
tekst alltaf að lækka kostnað. Aðhaldið
veldur því að menn þurfa að standa sig.
Á þeirri staðreynd byggist tilvera Arnar-
flugs í dag,“ sagði Kristinn Sigtryggson.
Verslunin mikilvæg
fyrir iðnað í landinu
- segir Ófeigur Hjaltested
forstjóri Islensks markaðar
„AÐSTAÐA okkar á
flugvellinum batnar til
muna. Við erum ánægð-
ir með staðsetningu
verslunarinnar og von-
umst til að geta veitt
betri þjónustu. Það
veitir ekki af stækkun,
því meirihluti viðskipta
okkar er við farþega
sem hafa innan við
klukkustundar viðdvöl
og þá þarf oft að hafa
snarar hendur,“ sagði
Ófeigur Hjaltested
framkvæmdastjóri ís-
lensks markaðar.
Fyrirtækið rekur versl-
un i flugstöðinni með
íslenskan ullarfatnað,
skinnavörur, minja-
gripi, osta og fleira. Undanfarin ár
hefur póstverslun aukist og er nú orð-
in snar þáttur í rekstrinum. Afgreiðir
fyrirtækið 5000-6000 pantanir á ári til
viðskiptavina um allan heim.
Þrátt fyrir stækkun verslunarinnar
munu áhersluatriði verða þau sömu í Leifs-
stöð eins og þeirri gömlu, að sögn Ófeigs.
Miðað er við útlendinga sem sækjast ekki
eftir hátískuvömm, heldur fatnaði og
minjagripum sem unnin er úr íslensku
hráefni og ber íslensk sérkenni. íslenskur
markaður hefur þó ekki farið varhluta af
minnkandi sölu hefðubundinna ullarvara
og er unnið að því að laga fatnaðinn að
breyttum smekk. Ófeigur taldi þó að
bandarískir viðskiptavinir hefðu enn
smekk fyrir þeim litum og sniðum sem
flíkur á Islenskum markaði taka mið af.
Ófeigur sagði að allur undirbúningur í
flugstöðinni hefði gengið snurðulaust.
Hann bjóst því við að undirbúningi yrði
lokið svo afgreiða mætti fyrstu farþegana
að morgni 15. apríl. „í upphafi munum
við ekki ganga út frá aukningu starfs-
fólks, en hugum að því frekar þegar
reynsla verður komin. 011 aðstaða starfs-
fólksins verður stórbætt og í raun glæsileg
borin saman við gömlu bygginguna. Þótt
ég komi til með að sakna gömlu stöðvar-
innar öðrum þræði, þá var það hús úr
lagi gengið og breytti til dæmis alveg um
hitastig eftir því hvort
heitt eða kalt var útifyr-
ir,“ sagði Ófeigur.
Islenskur markaður
hefur ekki auglýst nýju
flugstöðina sérstaklega
og fyrirhugar ekki sérs-
takta kynningu á henni.
Ófeigur taldi að flugvall-
aiyfírvöld þyrftu að
skipuleggja kynningu og
markaðsmál flugstöðvar-
innar erlendis, með það í
huga að laða erlend flug-
félög til landsins. „Að
sjálfsögðu viljum við með
öllum ráðum stuðla að því
að flug hingað aukist,
sérstaklega utan
álagstíma þegar íslensku
vélarnar koma og fara.
Það eru bara tveir álagstímar á deginum
og utan þeirra eru miklir möguleikar á
að taka við meiri §ölda. Sem dæmi um
hvað viðskipti „transit" farþega þýða fyrir
þjóðarbúið get ég nefnt að nýlega þurfti
breiðþota með 250 farþega innanborðs að
lenda hér vegna bilunnar. Farþegarnir
hefðu öðrum kosti aldrei komið til Ís-
lands, en viðskipti þeirra við verslun okkar
námu tæpum 300.000 krónum - og það
var bara ein flugvél,“ sagði Ófeigur.
Hann taldi að verslun við útlendinga
sem millilentu á vellinum væri undirstaða
fyrirtækisins. Á síðasta ári hefði sala á
hvern slíkan „transit" farþega numið um
800 krónum, en því miður virtist mest
fjölgun vera á ferðamönnum frá íslandi
og útlendingum sem hefðu lengri viðdvöl.
A síðasta ári nam sala fyrirtækisins um
105 milljónum króna og taldi hann að hún
gæti aukist á þessu ári.
„Ég held að margir geri sér ekki grein
fyrir mikilvægi verslunar eins og okkar.
Islenskur markaður hefur 35 starfsmenn
í þjónustu sinni, en við áætlum að við
veitum um 100 starfsmönnum í iðnfyrir-
tækjum atvinnu. Þegar við það bætist sú
atvinna sem hver starfskraftur í iðnaði
skapar, sést hvað verslun og þjónusta við
ferðamenn þýðir fyrir þjóðarbúið,“ sagði
Ófeigur Hjaltested.
„Öll aðstaða starfsfólks verður
stórbætt, og í raun glæsileg
miðað við gömlu bygginguna,"
sagði Ófeigur Hjaltested for-
stjóri.