Morgunblaðið - 12.04.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 12.04.1987, Síða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 KE F LÁ VÍK U R F L U G V Ö L L U R Stærstu gatnamót landsins Úr 38 þúsundfarþegum árið 1962 í 600þúsund á síðasta ári Keflavíkurflugvelli hefur stundum verið lýst sem stærstu gatnamótum landsins, enda stærstí millilandaflugvöllur hérlendis og því ein helsta sam- gfönguleiðin. Auk þessa er völiurinn mikilvægur millilend- ingarstaður og neyðarflugvöll- ur fyrir flugvélar á leið milli meginlanda Norður-Ameríku og Evrópu. Árið 1962 fóru u.þ.b. 38 þúsund manns um KeflavíkurflugvöU á móti rúm- lega 600 þúsund i fyrra, fjölgun farþega er því gifurleg og enn hraðvaxandi. Varð til að mynda 21.6% aukning í farþegafjölda fyrstu tvo mánuði ársins 1987 miðað við sama tíma í fyrra. Um það bil 2.500 ha. lands fara undir flugvallarmannvirki, þ.e. flugbrautir, akbrautir, að- flugsbúnað, öryggissvæði, flug- skýli, flughlöð, flugstöð og fleira. Þetta svarar til nær alls landrým- is Reykjavíkurborgar vestan Elliðavogs. Flugbrautir eru ijórar, tvær 3.000x60 metrar, ein 2.000x60 m og ein 760x60 m. 3.000 m flugbrautimar eru báðar búnar mjög fullkomnum tækjum til blindlendinga. Blindlendinga- lágmark er 60 m skýjahæð og 800 m skyggni. Um þessar mundir er unnið að því að endurbæta og auka við þennan búnað til að lækka áðurnefnt lágmark um 50%. Fyrsta skrefið í þessa átt verður stigið nú í byijun apríl. Notagildi flugbrauta er 99.2% á ári miðað við vindátt og hraða. Eru það 4.2% umfram alþjóða- staðal um fullt notagildi. Lengd, breidd og burðarþol flugvélastæða og brauta er miðað við stærstu farþegaflugvélar og ítrustu ör- yggiskröfur. Tölur um öra fjölgun flugfar- þega eru forvitnilegar. Fyrstu tvo mánuði ársins varð 21.6% aukning í farþegafjölda, miðað við sama tíma í fyrra, eins og fyrr segir. Þó höfðu aldrei verið fleiri far- þegar í sögu Keflavíkurflugvallar en einmitt árið 1986 eða samtals 603.877. og hafði þeim fjölgað um 6.5% frá árinu þar á undan. Er það 0.5% meira en gert var ráð fyrir í spá, sem höfð var til hliðsjónar við byggingu nýrrar flugstöðvar. Skiptingin á síðasta ári var þannig, að úr landi fóru 213.056 eða 16.8% fleiri en á ár- inu 1985. Til landsins komu samtals 211.539 sem er 15.3% aukning frá árinu 1985. Viðkomu- farþegar (transit) voru alls 179.292 árið 1986 en voru 201.374 árið 1985. Fækkun við- komufarþega má m.a. rekja til samdráttar á ferðum Bandaríkja- manna til Evrópu sl. sumar af ótta þeirra við hryðjuverk. TEXTI: FRÍÐA PROPPÉ Þettaer spuming um aö skipuleggja — segir Loftur Árnason verkfrœðingur sem haföi umsjón með verkinu aÖ hálfu ístaks ístak hf. sá um uppsteypu flug- stöðvarhússins og í tilefni af því var rætt við Loft Arnason verk- . fræðing, en hann hafði umsjón með verkinu af hálfu ístaks. Hvemig var ístak hf. í stakk búið til að taka að sér þetta verk? „Ifyrirtækið hefur langa reynslu af stórum framkvæmdum. Þar má nefna virkjanaframkvæmdir við Búrfell, Vatnsfell, Sigöldu og Mjólkárvirkjun. ístak reisti einnig .GnjndartangaverksraLðjuna, þannig að við erum ekki óvanir að takast á við stór verk. Reynslan er til stað- ar og einnig tæki. Við notuðum til dæmis okkar eigin steypustöð til að hræra alla steypu í flugstöðvar- bygginguna." Komu einhver sérstök vandamái fram við þetta verk, t.d. eitthvað sem finna þurfti nýjar lausnir á? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Engin vandamál, hins vegar leituðum við stundum nýrra leiða, X.d. ,við.að steypa'marmaraveggina. Samningar undirritaðir, milli ístaks og byggingamefndar um uppsteypu hússins. Við enda borðsins sitja Páll Siguijónsson frá ístaki og Sverrir Haukur Gunnlaugsson formaður byggingamefndar. Loftur Árnason, verkefnisstjóri ístaks við flugstöð, er lengst til vinstri á myndinni. Þeir eru steyptir úr sérstakri marm- arasteypu og eiga að vera með grófri áferð. Til að ná þessari áferð prófuðum við að bera innan á mót- in herslutefjandi efni, sem seinkaði hörðnun ysta steypulagsins og þá var hægt að þvo burtu 4—5 ystu millimetrana. Eftir var þá það grófa yfirborð sem sóst var eftir.“ Hvernig-gekk - verkið? „Það gekk vel, við héldum alltaf áætlun.“ Hvernig var vinnutíminn? „Þetta var nú fremur rólegt, miðað við það sem oft hefur tíðkast, það var unnið frá hálfátta á morgn- ana til kl. sex á daginn og að jafnaði ekki um helgar." Og það dugði? „Já, það dugði, Þetta er spuming,» um að skipuleggja vinnuna og nýta vinnustundimar vel. Óþreyttir menn vinna betur en þreyttir og eru ánægðari að hafa tíma aflögu fyrir sjálfa sig. Mikill vinnutími á mann kemur niður á bæði afköstum og vandvirkni. Við höfðum um 120 manns við verkið og þannig gekk þetta upp.“ Hveraig átti ístak að skila verk-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.