Morgunblaðið - 15.05.1987, Side 1

Morgunblaðið - 15.05.1987, Side 1
MENMNG LISTIR D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 BLAÐ JUÞ AÐ ORÐA Á ÍSLENSKU Laugardaginn 8. nóvem- ber 1986 efndi íslenska málfræðifélagið til ráðstefnu sem baryfirskriftina: Að orða á íslensku. Ákveðið var að erindi ráðstefnunnar tengd- ust öll orðavali og orðasmíð og að fyrirlesarar fengjust við mismunandi vandamál í starfi sínu. Inngangsfyrirlestur flutti Jón Hilmar Jónsson, deildar- stjóri við Orðabók Háskól- ans, og nefndi hann erindi sitt Um vöxt og viðgang orðaforðans. Eiríkur Rögn- valdsson, lektor í íslenskri málfræði við Háskóla ís- lands, flutti erindið Nokkur viðskeyti og tíðni þeirra, en Eiríkur hefur fengist við að kanna tíðni orða í nútíma- máli. Þriðja erindið flutti Reynir Axelsson, dósent í stærðfræði við Háskóla ís- lands, en hann er jafnframt formaður orðanefndar ís- lenska stærðfræðifélagsins. Erindið nefndist Sundurlaus- ir þankar um orðasmíð. Síðasta erindið fyrir hádegis- hlé fjallaði um vandamál þeirra sem fást við þýðingar af ýmsu tagi, og var það flutt af Guðna Kolbeinssyni, íslenskukennara. Guðni hef- ur langa reynslu af þýðingum bóka og textaþýðingum fyrir sjónvarp. Erindi sitt nefndi hann Að þýða á íslensku. Eftir hádegi voru einnig flutt fjögur erindi. Fyrstur tal- aði Sigurður Jónsson frá Arnarvatni, fulltrúi hjá ís- lenskri málstöð, og nefndist erindið l’ðorðastörf og orð- myndun. Sigurður er meðal annars í ritstjórn tímaritsins Norrænt tímarit um fagmál og íðorð. Næsta erindi flutti Magnús Snædal, málfræð- ingur, en hann vinnur að orðasafni yfir læknamál með orðanefnd læknafélagsins. Erindi Magnúsar nefndist Orðamyndun í læknisfræði. Þriðja erindið flutti Jóhannes Þorsteinsson, starfsmaður Iðntæknistofnunar íslands, en áður var Jóhannes starfs- maður hjá Bókaútgáfu Arnar og Örlygs og vann mikið starf við ensk-íslensku orðabókina sem kom út 1984. Ræddi hann um reynslu sína við orðabókargerð og nefndi fyr- irlesturinn Málstefna og orðabókargerð. Síðasta fyr- irlesturinn flutti Veturliði Óskarsson, nemandi í íslenskri málfræði til kandíd- atsprófs, sem þá vann einnig á auglýsingastofu. Hann ræddi um reynslu sína af því starfi og þá erfiðleika sem við er að glíma við gerð aug- lýsingatexta. Fyrirlestur hans nefndist Rabb um málfar auglýsinga. Að erindum loknum voru almennar umræður, og tóku þar margir til máls. Almennt þótti ráðstefnan takast mjög vel, og voru menn á eitt sátt- ir um að mikilvægt væri að halda ráðstefnur reglulega um ýmis atriði íslensks máls og gefa mönnum tækifæri til að koma rannsóknum sínum eða skoðunum á framfæri. íslenska málfræðifélagið hef- ur því ákveðið að efna til ráðstefnu í nóvember og helga hana minningu danska málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rasks sem fæddist 22. nóvember 1787. Fylgiblað Morgunblaðs- ins, Menning/listir, er í dag helgað ráðstefnunni og birtir erindi sem þar voru flutt með góðfúslegu leyfi höfunda. Frá ráðstefnu íslenska málfræðifélagsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.