Morgunblaðið - 15.05.1987, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987
Jón Hilmar Jónsson:
UM VOXT OG VIÐGANG
ORÐAFORÐANS
Þegar fjallað er um einkenni
íslensks máls og íslensks málsam-
félags er jafnan vakin sérstök
athygli á því hvemig bmgðist er
við þegar knúið er á um myndun
nýrra orða í málinu. Sú mikla rækt
sem lögð er við orðmyndun af
íslenskum stofni og þær skorður
sem aðstreymi erlendra orða eru
settar marka íslensku máli og mál-
samfélagi verulega sérstöðu meðal
norrænna og raunar germanskra
mála. Þrátt fyrir þá athygli sem
að þessu beinist og tíðar athuga-
semdir og umsagnir á opinberum
vettvangi, hér á landi sem erlendis,
fer í rauninni ákaflega lítið fyrir
hlutlægri og fræðilegri umfjöllun
um þessi efni frá málfræðilegu og
málfélagslegu sjónarmiði. En það
er ekki einungis að íslenskir mál-
fræðingar velji sér flestir verkefni
á öðrum sviðum. Þeir sem taka sér
fyrir hendur að semja kennsluefni
í íslensku og íslenskri málfræði
handa framhaldsskólum virðast
ekki heldur sérlega áhugasamir um
íslenska orðfræði, orðmyndun og
nýyrðasmíð. Það má vitaskuld lengi
velta fyrir sér ástæðunum fyrir því
að málum skuli vera háttað á þenn-
an veg, og vandalaust er að finna
fræðimönnum og kennurum ýmis-
legt til málsbóta, m.a. það að
umræða um þessi efni hefur löngum
leitað inn á brautir þar sem fræði-
legum sjónarmiðum verður ekki
með góðu móti við komið.
Þegar meta skal sérkenni
íslenskrar orðmyndunar er rétt að
gera greinarmun á þeirri heildar-
mynd sem orðaforðinn birtir með
öllum sínum afbrigðum nýjum og
gömlum og því sem nefna mætti
hræringar orðaforðans, þ.e. þeim
orðmyndunarferlum sem virkust
eru í málinu og mynda farveg fyrir
þau nýju og nýstárlegu hugtök sem
af einhverjum ástæðum er fenginn
nýr búningur, þ.e. eru tjáð með
öðrum orðum en þeim sem áður eru
tengd við hugtök í málinu. Hér verð-
ur einkum hugað að síðamefnda
þættinum, að virkni orðmyndunar-
innar og áhrifum málnotenda á
hana, og þá sérstaklega að beinni
viðleitni málnotenda til að hlutast
til um stefnu orðmyndunarinnar,
þeim hvötum sem liggja að baki
slíkri viðleitni og þeim viðbrögðum
sem hún vekur í málsamfélaginu.
Líklega er það eitt skýrasta ein-
kenni íslenskrar orðmyndunar
hversu mjög er leitast við að láta
merkingu orðanna endurspeglast í
orðgerðinni eða búningi orðanna.
Mikill hluti hins virka orðaforða
hefur þannig til að bera meira eða
minna gagnsæi frá myndun til
merkingar þótt málnotendur gefi
því ekki nærri alltaf sérstakan
gaum. Sú hugsun verður reyndar
áleitin hvort hér sé ekki um svo
rótgróinn eðlisþátt að ræða að hann
út af fyrir sig hefti aðstreymi
ógagnsærra, framandi orða í málinu
án þess að neins konar hreintungu-
sjónarmið eða þjóðemisleg fordæm-
ing ráði þar úrslitum. Benda má á
í þessu sambandi að þau aðskota-
eða tökuorð sem í sínum erlenda
búningi búa yfir sýnilegri orðmynd-
un, afleiðslu eða samsetningu, eða
gefa tilefni til þess að vera túlkuð
á þann hátt mæta að öðru jöfnu
miklu meiri mótstöðu í íslensku en
einstofna orð sem ekki gefa slíka
orðmyndun til kynna. Málnotendur
vænta þess sem sé að hægt sé að
greina merkingarieg vensl þegar
orðmyndunin felur í sér eða bendir
til afleiðslu eða samsetningar. Þeg-
ar þessar væntingar bresta er fallin
brott veigamikil forsenda fyrir því
að nýtt orð sem ekki hefur neinn
frændgarð að styðjast við hljóti náð
fyrir augum málnotenda. Hér má
benda á orð eins og „television",
„telephone" og „microscope“ svo
og ýmis viðskeyti og forskeyti sem
ekki hafa náð að festa rætur í
íslensku þótt mörg þeirra hafí gerst
talsvert áleitin (forskeyti eins og
de- og con-, viðskeyti eins og -sjón
og -ismi). Til marks um þetta er
einnig hversu algengt er að fleir-
kvæð erlend orð af þessu tagi séu
stytt til að girða fyrir falskt gagn-
sæi ef hægt er að orða það svo:
helekopter / kopti, tuberkulosis /
berklar, registur / gistur, gisti. Hér
er enn að nefna ríka tilhneigingu
íslendinga til að lesa skiljanlega
orðgerð í erlend orð, ekki síst nöfn
ýmiss konar, svo sem fram kemur
í myndum eins og Frakkafurða og
Salernisborg. Augljóst er að þetta
viðhorf málnotenda, þessi tilætlun-
arsemi þeirra við orðaforðann ef svo
má segja, eflir virkni í orðmyndun
af íslenskum stofni. Þessi virkni
birtist að nokkru leyti í því hversu
mikið fer fyrir samsettum orðum í
málinu. Nú er ekki auðvelt að koma
við mælingum á gerð orðaforðans
að þessu leyti, þ.e. fá fram ein-
hverjar tölur um það hve mikill hluti
hans séu samsett orð og hver sé á
hinn bóginn fyrirferð ósamsettra
og forskeyttra orða, hver sé hlutur
viðskeytingar o.s.frv. Vandkvæðin
á þessu eru einfaldlega bundin því
að umfang orðaforðans er ekki
mælanlegt. Fjölmörg orð og orðliðir
hafa virkni langt umfram það sem
séð verður út yfir innan þeirra form-
legu marka sem orðmynduninni eru
sett. Nokkur hópur forskeyta og
viðskeyta hefur slíka ofurvirkni til
að bera, liðir eins og aðal-, marg-,
-leysi og -legur, svo að einhver séu
nefnd. En mikill fyöldi orðstofna,
einkum nafnorða og lýsingarorða,
er einnig tiltækur til myndunar
samsettra orða eftir því sem tján-
ingarþörfín gefúr tilefni til hveiju
sinni. Og það er enginn hægðarleik-
ur að draga mörkin milli þeirra
orða sem ætla má fastan sess í
orðaforðanum og hinna sem aðeins
eru til vitnis um orðmyndunarvirkni
tungunnar og þjóna ekki öðru en
stundarþörf málnotenda. Þessi
vandi verður ákaflega áþreifanlegur
þegar menn standa frammi fyrir
því að afmarka þann orðaforða sem
tekinn er til meðferðar í orðabók.
Samsettum og afleiddum orðum er
þar jafnan skorinn nokkuð þröngur
stakkur, annars vegar að því er
varðar beina takmörkun á orðaforð-
anum, hins vegar að því er varðar
orðalýsinguna þar sem iðulega er
treyst á að merkingin liggi að mestu
í augum uppi með hliðsjón af orð-
gerðinni. Varla leikur vafí á því að
þær íslensku orðabækur sem nú eru
tiltækar þrengja býsna mikið að
samsettum og afleiddum orðum og
ná þar af leiðandi ekki að skila
nægilega skýrri mynd af hinum
virka orðaforða tungunnar. Að vísu
hefur ekki verið gerð athugun á
fyrirferð einstakra orðgerða í
íslenskum orðabókum. En þær tölur
sem fram koma um þetta atriði í
ritmálsskrá Orðabókar háskól-
ans eru býsna athyglisverðar. Þær
tölur sem fyrir liggja byggjast á
stafrófsbilinu n-ö þar sem um er
að ræða rösklega 250.000 orð (um
41% allrar ritmálsskrárinnar). Að
því er orðgerðina varðar er í rit-
málsskránni greint á milli þriggja
flokka, grunnorða, forskeyttra
orða og samsettra. Samsett orð
hafa forgang fram yfir forskeytt
þannig að orð sem hefur forskeyti
en uppfyllir að öðru leyti skilyrðin
um samsett orð telst samsett.
Flokkurinn forskeytt orð er nokkuð
rúmur, til forskeyta teljast m.a.
orðliðir í framstöðu sem annars
koma fram sem forsetningar eða
atviksorð. Haft er í huga að slíkir
liðir komi ekki fram sem inn- eða
bakliðir i orðmyndun. Hlutur nafn-
orða í ritmálsskránni er um 81%.
Þar af eru samsetningar hvorki
meira né minna en 89,8%. Lýsingar-
orð eru 14,5% orðaforðans. Þar er
hlutur samsetninga 63,7%. Meðal
sagnorða er hlutfallið sýnu lægst,
um 31%, en sagnir eru aðeins tæp-
lega 3% alls orðaforðans. Hlutur
grunnorða eða ósamsettra orða er
hins vegar þessi: meðal nafnorða
5,1%, meðal lýsingarorða 11,6% og
meðal sagna 34,6%. Þessar tölur
sýna auðvitað yfirburði nafnorða
að því er virkni í orðmyndun varðar
og þá takmörkun sem er á virkni
sagnorða. Ekki er óeðlilegt að menn
undrist hið háa hlutfall samsetn-
inga, einkum meðal nafnorða. Hægt
er að geta sér þess til að við orð-
töku sé sérstaklega seilst eftir
samsetningum, nánast til þess að
auka orðafjölda safnsins. En þótt
slík orð geti verið fysileg til orðtöku
fyrir margra hluta sakir er jafn-
framt ljóst að allur þorri þeirra
samsetninga sem lausastar eru í
reipunum merkingarlega („stund-
ar-“ eða „skyndisamsetningar11
mætti e.t.v. kalla þær) er skilinn
eftir við orðtöku. í annan stað verð-
ur að hafa í huga að hlutfall
samsetninga hlýtur að Íaí a vaxandi
í orðasafni eftir því sem lengra
dregur frá kjama orðaforðans.
Hvað sem öðru líður fer ekki hjá
því að þessar tölur tali skýru máli
um fyrirferð samsettra orða í mál-
inu.
Áður en lengra er haldið er rétt
að reyna að gera sér ofurlitla grein
fyrir því hvaða aðstæður og hvaða
hvatar eru fyrir hendi við myndun
nýrra orða. Það virðist geta verið
til glöggvunar að greina á. milli
þrenns konar hvata í því sambandi.
í fyrsta lagi er um að ræða merk-
ingarlegan hvata, þar sem tjáning-
arþörfín kallar á hugtak eða ekki
síður vensl hugtaka sem ekki verð-
ur tjáð með þeim rótgrónu orðum
sem málnotandanum em tiltæk.
Málnotandinn getur reyndar einnig
viljað leita nýrra leiða til tjáningar
framhjá þeim orðum sem nærtæk-
ust em, í því skyni að skerpa
tjáninguna og skapa sérstök hug-
hrif eða kennd hjá þeim sem henni
er beint til. Sú orðmyndun sem fram
kemur við þessar aðstæður varðar
í rauninni aðeins þá sem eiga aðild
að tjáningunni eða boðskiptunum.
Þörfin fyrir slíka orðmyndun er sem
sagt bundin stað og stund, sérstöku
tilefni, og orðunum sem mynduð
em er sjaldnast ætlað að vera eigin-
legt framlag til orðaforðans og festa
þar rætur þótt fyrir komi að menn
hendi orð af þessu tagi á lofti og
breiði þau út. Slík persónubundin
orðmyndun er sýnilegust og alla
jafna markvissust hjá skáldum og
rithöfundum, en hennar gætir að
einhveiju marki hjá flestum þrosk-
uðum málnotendum þegar aðstæð-
ur gefa tilefni til. Ég hirði ekki um
að nefna dæmi um orðmyndun af
þessu tagi en vísa sérstaklega til
ljóðmálsins í því sambandi.
í öðm lagi er um að ræða mynd-
unarlegan hvata, þörf málnotand-
ans fyrir að gera tilraunir með
málið eða málkerfið, gera það að
viðfangsefni í leik, leyfa sér að
hrófla við þeim reglum eða normum
sem venjubundin orðmyndun lýtur
með því að kalla fram óvæntar
myndanir. Skilin milli þess myndun-
arlega og merkingarlega eru
reyndar ekki alls kostar skýr því
að nýstárleiki í myndun, jafnvel
þótt aðeins sé verið að glíma við
formkerfí málsins, felur jafnan í sér
nýstárleika í merkingu eða merk-
ingarblæ. Margir málnotendur eiga
það til að gera málið að viðfangs-
efni sínu á þennan hátt, ekki síst
böm á málþroskaaldri sem eru að
glöggva sig á reglum málsins og
einkennum. En hér eiga þroskuð
skáld og rithöfundar einnig hlut að
máli. Nærtækt er að nefna ýmis
dæmi úr ritum Þórbergs Þórðarson-
ar þar sem orðmyndunin er gerð
að viðfangsefni á þennan hátt. Þór-
bergur leikur sér m.a. að því að
reyna á þanþol nafnorðamyndunar
með viðskeytinu -ari með því að
tefla fram orðum eins og spurjari,
stelari, söguhlustari, málakunnari,
kúapassari, fjallgangari og hand-
riðarcnnari. Hann hendir á lofti
þann samsetningarhátt, sem eink-
um einkennir bamamál, að láta
sagnorðsstofn í stöðu forliðar hafa
-u á undan síðari lið: sleikjufingur,
hrekkjusvín, hrekkjulegur. En hann
heldur áfram að fást við þessa
myndun með því að bregða nafn-
háttarmyndum sagna í gervi
nafnorða, notar no. detta og fela,
jafnvel fleirtöluna hlæjur og talar
um stelukrakka og hlæjukvöld. Og
hann teygir sig enn lengra í því að
mynda nafnorð á -a eftir nýstárleg-
um leiðum þegar hann bregður fyrir
sig nafnorðunum hissa og meira
(„meirað tók aldrei enda“). Þessi
þáttur orðmyndunarinnar kann að
þykja lítilvægur og skila litlu í bú
tungunnar, en ástæðulaust er að
vanmeta gildi hans til stuðnings
málþroska og málkennd.
í þriðja lagi, og þá er ég kominn
að aðalefninu í þessu erindi, er um
að ræða þann hvata sem felst í
þörf fyrir að leggja orðaforðanum
og málnotendum til ný orð um hug-
tök sem talin eru varða málsam-
félagið í heild eða a.m.k. ákveðna
hópa þess. Þetta mætti nefna hug-
taksbundna orðmyndun. Hér er sem
sagt um meðvitaða orðmyndun að
ræða sem ekki þarf að markast af
neinum sérstökum tjáningarað-
stæðum. Um þessa tegund orð-
myndunar er oft haft heitið
orðasmíð, og ég leyfí mér að nota
það hér þótt það sé e.t.v. ekki full-
komlega fræðilegt. Hins vegar er
orðið býsna lýsandi að því leyti að
það felur í sér vísun til hagleiksiðju
sem ekki er á allra færi, og á næsta
leiti er svo heitið orðasmiður sem
hefur á sér blæ fagmennsku og er
til þess fallið að halda á lofti fram-
lagi einstakra manna á þessum
vettvangi. Þau hugtök sem knýja á
um nýjan búning eru misjafnlega
kunn og höfða í mismiklum mæli
til málsamfélagsins í heild. Yfírleitt
eiga þau sér fyrir eitthvert eða ein-
hver heiti sem þá er ætlunin að
víkja til hliðar eða útrýma með
nýju heiti. Slík upphafsheiti eða
stofnheiti, eins og e.t.v. mætti nefna
þau, eru sum hver rótgróin en hafa
til að bera einhver einkenni sem
vekja andstöðu, en oftar eru þau
með greinilegu bráðabirgðasniði,
t.d. mörg þau erlendu heiti sem
lpða við aðfengin hugtök í upphafi.
Rétt er að gera greinarmun á þeirri
orðasmíð sem á sér stað sem við-
brögð við tilfallandi vanda þess sem
talar eða ritar, t.d. þegar verið er
að þýða samfelldan fræðilegan eða
tæknilegan texta, og þeirri orða-
smíð sem beinist að tilteknum
hugtökum án tengsla við tjáningar-
legt samhengi. Það samhengi sem
skiptir máli í síðamefnda tilvikinu
er miklu fremur innbyrðis samhengi
þeirra hugtaka sem orðasmíðin
snertir, enda er oft fengist við meira
og minna afmörkuð hugtakasvið og
þar með heilar runur eða flokka
heita sem þá eru að einhveiju marki
tengd innbyrðis myndunarlega og
merkingarlega. Eðli málsins sam-
kvæmt leitar orðmyndun af þessu
tagi reglufestu og stöðlunar, enda
er hún oft látin taka á sig skipulega
mynd og falin nefndum þar sem
samráð sérfræðinga eiga að tryggja
reglu og samræmi. Slíkt fyrirkomu-
lag hlýtur að draga verulega úr
persónulegu svipmóti orðmyndun-
arinnar þar sem fjöldi nýrra
hugtaka er látinn falla að myndun-
armynstrum sem fyrir eru. En
viljinn til persónulegrar orðmynd-
unar eða orðasmíðar er alltaf fyrir
hendi svo að inn á milli glittir í orð
sem á ytra borðinu sveija sig í ætt
við þær tegundir myndana sem
rætt var um hér að framan. Hvati
þessarar orðmyndunar er gjama
návígi eða ásókn erlendra heita sem
menn telja sér skylt að bægja frá
með heitum sem samræmast orð-
myndun af íslenskum stofnum.
Nú er þess að gæta að nýmyndun
orða er ekki eini kosturinn þegar
ljá þarf nýjum og nýstárlegum hug-
tökum einhvern búning og bægja á
frá óæskilegum heitum. Sá kostur
getur einnig verið fyrir hendi að
grípa til gróinna orða sem þegar
hafa ákveðnu merkingarhlutverki
að gegna, víkka lítillega út merk-
ingu þeirra eða fá þeim nýtt og
sjálfstætt merkingarhlutverk. Þeg-
ar um er að ræða orðasmíð þar sem
viðfangsefnin eru hugtök bundin
erlendum heitum verður þessi leið
þó ekki sérlega oft fyrir valinu.
Helst er að gripið sé til orða utan
hins almenna orðaforða, jafnvel
gleymdra orða sem þá er blásið í
nýju lífí. Um þetta er orðið sími
sígilt dæmi. Sjálft návígi hinna er-
lendu heita og gildi þeirra til
afmörkunar þess hugtaks sem um
ræðir hefur hér mikil áhrif. Oftast
nær er gert ráð fyrir kunnugleika
þeirra sem hugtakið varðar á er-
lenda heitinu þannig að nýjum
heitum er látin nægja sú útskýring
og afmörkun sem menn geta sótt
til þekkingar sinnar á merkingu
þeirra erlendu heita sem þau eiga
að leysa af hólmi. Á sama hátt og
æskilegt þykir að leiðin frá hugtaki
um erlent stofnheiti til nýs heitis
sé sem greiðust getur komið sér
vel að auðratað sé frá nýju heiti til
þess erlenda heitis sem það er
sprottið af og þar með að þeirri
merkingu sem hinu nýja heiti hefur
verið fengin. Frá þessu sjónarmiði
er óheppilegt að velja heiti sem
menn tengja þegar öðrum hugtök-
um. Þvert á móti er þörf á að nota
heiti sem hægt er að hengja sem
skýra og ótvíræða merkimiða á þau
hugtök sem fengist er við. Afleið-
ingin af þessu getur hæglega orðið
sú að nokkur ofvöxtur hlaupi í orða-
forðann, að málnotendum sé feng-
inn í hendur orðafjöldi umfram það
sem tjáningarþörf þeirra segir til
um. Ánnað sem stuðlar að þessu
er að hugtökin og heiti þeirra eru
sjaldan skoðuð í texta- eða tjáning-
arsamhengi, heldur sem tiltölulega
einangruð fyrirbæri í orðasafni eða
orðabók, í hæsta lagi sem hlekkir
í einhverri hugtaka- og heitakeðju
sem oft er ekki á færi annarra en
innvígðra að henda reiður á. Þessi
krafa um myndunarleg tengsl og
samræmi er reyndar einn þáttur
víðtækrar og almennrar kröfu um
aðlögun nýmyndana að málkerfínu.
Þá er ekki einungis um það að
ræða að þess skuli gætt í einstökum
tilvikum að orðmyndunin falli að
því sem menn teija vera reglur eða
eðli tungunnar, heldur er öðrum
þræði litið á nýmyndanir sem tæki
til að hafa áhrif á þessar reglur,
a.m.k. til að hlúa að eða styrkja
einstaka þætti málkerfisins, jafnvel
til að sveigja orðmyndun inn á
ákveðnar brautir, í þá átt til dæmis
að vekja óvirk myndunarferli til
virkni á ný.
Með hliðsjón af því sem ég sagði
áðan um fyrirferð erlendra heita á
baksviði nýyrðastarfseminnar má
segja að íslensk nýyrðasmíð sé að
vissu leyti skilyrt utan frá, þ.e.a.s.
að nýyrðin verða til vegna návistar
þeirra erlendu heita sem þau taka
mið af. Það er því eðlilegt að mörg-
um þeirra gangi erfíðlega að hrista
af sér sína erlendu förunauta og til
þeirra þurfi iðulega að vísa svo að